Hamar - 26.11.1953, Blaðsíða 4

Hamar - 26.11.1953, Blaðsíða 4
4 HAMAR Guðbrandur Pálsson Hinn 17. þ. m. barst oss á öldum ljósvakans sú harmafregn að v.s. Edda frá Hafnarfiröi heíði farizt og níu manns látið lífið. Enn þá einu sinni hafði verið liöggvið stórt skarð í sjó- mannastétt vora, skarð, sem seint verður fyllt. Einn þeirra vösku drengja, sem drukknuðu, var Guðbrandur Pálsson Köldu- kinn 10, Hafnarfirði. Hann var fæddur 6. nóv. 1911 í Grímsnesi, Árnessýslu. Þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum, þar til þau fluttust til Álftafjarð ar eystra. Kringum 1930 flutt- ust þau hingað til Hafnarfjarð- ar og bjuggu hér síðan. Nokkr- um árum síðar kvæntist Guð- brandur eftirlifandi konu sinni. Maríú Markúsdóttur. Þau eign- uðust 6 böm hin mannvænleg- ustu. Það elzta er nú 18 ára. Guðbrandur gerði sjómennsku að aðalstarfi sínu og var oftast á skipum héðan frá Hafnarfirði. Guðbrandur var drengur góð- ur, æðrulaus og trúr í starfi og hvers manns hugljúfi. Hann var einn þeirra, sem ekki láta mik- ið á sér bera í lífinú, en hafa bætandi áhrif á samferðamenn sína, með taumhaldi á skapi sínu og í því að virða allt á betri veg hjá hverjum, sem er. Slíkra manna þörfnumst við alltaf og við getum aldrei full- þakkað þeim. Eftirlifandi konu, börnum og aldraðri móður er þetta mikill harmur kveðinn. Það er þungbært fyrir konu með stóran barnahóp að sjá á eftir elskandi eiginmanni og ástrík- um föður barna sinna, þá sorg skilur enginn, annar en reynir, og við eru lítils megnug að sefa þá sorg. En við getum sýnt henni og öðrum, sem misstu ást vini og fyrirvinnu, vinarhug á annan hátt, og ég veit, að allir, ekki sízt Hafnfirðingar, láta ekki sinn hlut eftir liggja í því efni. Ég vil svo votta öllum að- standendum Guðbrands mína dýpstu samúð og bið guð að veita þeim styrk á þessari örlaga stund, ég óska ykkur alls hins bezta í framtíðinni. Guðbrandur, nú skiljast leið- ir okkar, ég þakka þér fyrir okk ar stuttu. en góðu viðurkynn ingu. Blessuð sé minning þín. Félagi. Sigurjón Guðmundsson (Framhald af bls. 2) ur, en hún hefur verið í heimili með þeim hjónum öll búskapar- árin, því sambúðin hefur verið með þeim ágætum að ekki verð ur á betra kosið. Við kveðjum því Sigurjón í þeirri von og trú að hann verði guðs náðar aðnjótandi og biðj- um góðan guð að halda sinni almáttugu verndarhendi yfir heimili hans og ástvinum öll- um. — H. S. G. Sigurjón Benediktsson (Framhald af bls. 3) ar á leið þeirra til nýs heima. Og vér, sem enn eigum allt okk- ar heilt, vottum öllum þeim mörgu ástvinum, er nú lirjáir sorg, okkar alúðarfyllstu samúð og biðjum almættið huggunar og styrks til handa þeim í þung- um raunum. O. E. Albert Egilsson Albert Egilsson var fæddur 13. júní 1923 að Bjarnarstöðum í Selvogi. Foreldrar hans voru Helga Þórarinsdóttir, nú búsett í Grindavík og Egill Jónsson. var búsettur í Reykjavík. Ilann lézt í marz s. 1. Nokkra vikna gamall var Albert tekinn til fóst urs af hjónunum Guðrúnu Þórð- ardóttur og Sigurði Jónssyni, sem þá bjuggu að Ertu í Selvogi. Árið 1928 fluttu þau hjónin til Hafnarfjarðar, og hafa síðan bú- ið hér, á Selvogsgötu 14. Sigurð- ui lézt í febrúar 1952. Albert giftist 1947 eftirlifandi konu sinni Sigríði Georgsdóttur, og eiga þau eina dóttur 5 ára að aldri. Þau lijónin, Guðrún og Sig- urður, ólu Albert upp sem sitt eigið barn, ásamt 4 börnum, sem þau áttu sjálf. Albert yfirgaf aldrei fóstur- foreldra sína, því eftir að hann Stefán S. Guðnason Stefán Sólmundur Guðnason var fæddur 28. maí 1935 að I.aufási í Stöðvarfirði. Hann var þriðji í röðinni sex systkina. Faðir hans, Guðni Eyjólfsson, fórst af opnum vélbáti frá Stöðv arfirði 1943. Móðir hans, Sigurveig Jóns- dóttir, hefur búið með föður sínum og börnum í Sjólyst í Stöðvarfirði, síðan að maður hennar dó. Stefán hafði frá barnæsku unnið við sjó, fyrst heima, síðan í Vestmannaeyjum og loks í Hafnarfirði. Hann hafði heimili síðast hjá móðurbróður sínum, sem býr á nýbýli við Hofstaði í Garðahreppi. Stefán var reglu- i maður, stilltur vel og dulur í skapi. Kom hann sér alls staðar vel. Var öllum, sem til hans þekkti, mikil eftirsjá að honum, er hann svona ungur dó á þenn- an sviplega hátt. Blessuð sé minning hans. Þ. J. giftist bjó hann í húsi þeirra, og ’ var því lengst allra þeirra barna hjá þeim. Var hann þeim injög handgenginn og kom það fram í mikilli umhyggju hans fyrir þeim. Hugur Alberts hneigðist snemma að sjónum. Þegar hann var 16 ára, eða árið 1939, þegar m.b. Ásbjörg var byggð, réðist hann þar í skiprúm og var liann nær óslitið síðan allt þar til í október s. 1., eða í 14 ár, í skip- rúmi hjá Ragnari Jónssyni á Ásbjörgu og síðar á m.b. Haf- björgu. Albert var stór maður að vexti og karlmannlegur, hann var dug legur og áhugasamur við öll þau störf sem hann gekk að, hvort heldur var á sjó eða landi. Hann var vel liðinn af öllum sem hann umgekkst fyrir prúðmennsku sína og drengskap. Skipsfélagar hans frá umliðn- um árum, svo og vinir hans aðr- ir, sakna góðs félaga og vinar, en mestur er þó söknuðurinn hjá eiginkonu og dóttur, svo og móður hans, fósturmóður og systkinum. Blessuð sé minning hans. J. H. Guð leggur ávallt likn með þraut En, þegar ungir, öflgir falla, sem sígi í ægi sól á dagmálum. Svo kvað þjóðskáldið eftir ungan vin sinn og efnismann. Svip- líkar hugsanir húa nú í brjósti Hafnfirðinga og raunar allra ís- lendinga, er þeir minnast sjóslyssins í Grundarfirði aðfararnótt 16. þ. m., þegar vélskipið Edda fórst þar og 9 skipverjar létu lífið. Allir voru þeir í hlóma lífsins, eða á hezta aldri, og dug- miklir sjómenn, er gengu „lnklaust á orustuvöll, út í stormviðr- in höst“. í landi beið þeirra stór ástvinahópur. Sjómanninum er ávallt vel fagnað, þegar hann kemur að landi. Það er til hans lmgsað út á hafið og fyrir honum heðið. Því verða vonhrigðin svo nístandi köld og söknuðurinn svo sár, þegar hann kemur ekki aftur og harmsagan er kunn. Þar eiga lilut að máli nánustu vinir og ættingjar, en jafnframt þjóðin öll, Því drúpa mí Hafnfirðingar og íslendingar allir höfði. Það er því líkast, að sól hafi gengið til viðar um dagmálaskeið. En gleymum ekki að þakka guði fyrir þá, sem hann gaf oss. Það var liönd hans, sem hlífði þeim við grandi í ofviðrinu og stormhrynunum, og stýrði litla hátnum þeirra fram hjá hoðum og skerjum heilum í liöfn. Líf þjóðar vorrar, framtíð hennar og menning er og verður órjúfanlega tengt sjónum og auðæfum hafsins. Starf sjómanns- ins er því þjóðnýtt starf og blessunarríkt. Á því hvílir ekki sízt framvinda þjóðarinnar í menningar- og framfaramálum. Sjó- mennirnir „flytja þjóðinni auð, sækja harninu brauð, færa hjörg- in x grunn undir framtíðarliöU“. Því eru björtustu vonir ástvina og skylduliðs tengdar við starf þeirra, og fámenn þjóð stendur fátækari eftir, er hún missir fyrir aldur fram lirausta og góða drengi frá framleiðslustörfunum. En þann veg er lífið. Þetta er hæði gömul og ný saga, en þó alltaf jafn sár. Lífsbaráttan er hörð í landi voru, en vér mennirnir veikir og vanmáttugir í brotsjóum og sviftibyljum lífsins. Eins og nætur- ís er lífið í hamförum náttúruaflanna, — milli vor og dauðans er aðeins eitt fótmál. Gagnvart þessari staðreynd hregzt mannlegur máttur og hin fullkomnasta tækni jafnt, þegar því er að skipta. Þá dugar ekkert, nema drottins náð, nema trúin á handleiðslu guðs og mátt. Guðstraustið gefur oss fullvissu um það að allt, sem að hendi her, hafi einhvern tilgang í sér fólginn, ekkert sé tilviljunum háð, jafnvel þó að þær dulrúnir ráðist ekki, fyrr en í afturelding æðra lífs. Vér biðjum, að sú trú verði styrkur allra þeirra, er nú eiga um sárt að binda og er innan brjósts eins og sólin sjálf hafi brugðið birtu um hádegisbil. Vér biðjum, að þeir megi setja traust sitt á það, að „yfir alla heima armur drottins nær“ — og að guð leggur ávallt likn með þraut. Ástvinir og skyldulið kveður hina ungu, hraustu sjómenn með hjartanlegu þakklæti, og í þeirri fullvissu, að leiðirnar liggi síð- ar saman að nýju handan við tímans haf. Þjóðin öll kveður þá með söknuði og þakkarhug, af því að þeir sýndu dug og árvekni til hinztu stundar við þjóðnýt störf. Blessun guðs vaki ijfir þeim á landi lifenda og veiti aðstend- um þeirra hjálp og huggun. Kristinn Stefánsson. Minningarathöfn um þá, sem fórust með m.s. Eddu. Minningarathöfn um þá, sem fórust með m.s. Eddu, fer fram í Hafnarfjarð- arkirkju í dag kl. 2 e. h. Jafnframt fer fram útför þeirra Sigur- jóns M. Guðmundssonar og Alberts Egilssonar, en lík þriðja mannsins, Stefáns S. Guðnasonar, var flutt austur til Stöðvarfjarðar. Athöfninni verður útvarpað.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.