Morgunblaðið - 09.11.2010, Qupperneq 1
ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2010
íþróttir
Handbolti Guðmundur Þórður Guðmundsson er að gera flotta hluti með þýska handboltaliðið
Rhein-Neckar Löwen. Lærisveinar Guðmundar tróna í toppsæti deildarinnar 3
Íþróttir
mbl.is
Hjörtur Logi
Valgarðsson
leikmaður FH og
U21 ára lands-
liðsins í knatt-
spyrnu er kom-
inn til Svíþjóðar
þar sem hann
verður til skoð-
unar hjá sænska
úrvalsdeildarlið-
inu Helsingborg
út þessa viku. Hjörtur mætti á sína
fyrstu æfingu með liðinu í gær en
Helsinborg rétt missti af meist-
aratitlinum. Liðið hafnaði í öðru
sæti deildarinnar sem lauk í fyrra-
kvöld, varð tveimur stigum á eftir
Malmö. Hjörtur var á dögunum við
æfingar hjá Viking í Noregi og þá
hafa fleiri lið sýnt bakverðinum
sterka áhuga. gummih@mbl.is
Hjörtur til
skoðunar hjá
Helsingborg
Hjörtur Logi
Valgarðsson
Markverðir:
Gunnleifur Gunnleifsson, FH
Árni Gautur Arason, Odd
Varnarmenn:
Hermann Hreiðarsson, Portsmouth
Indriði Sigurðsson, Viking
Kristján Ö. Sigurðsson, Hönefoss
Grétar Rafn Steinsson, Bolton
Birkir Már Sævarsson, Brann
Ragnar Sigurðsson, Gautaborg
Sölvi Geir Ottesen, FC Köbenhavn
Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson, Coventry
Ólafur Ingi Skúlason, SönderjyskE
Rúrik Gíslason, OB
Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Alkmaar
Eggert Gunnþór Jónsson, Hearts
Birkir Bjarnason, Viking
Gylfi Þór Sigurðsson, Hoffenheim
Sóknarmenn:
Kolbeinn Sigþórsson, AZ Alkmaar
Alfreð Finnbogason, Breiðabliki
Landsliðs-
hópurinn
Ljósmynd/Craig Watson
Í hópnum Knattspyrnumaðurinn efnilegi Gylfi Þór Sigurðsson verður eflaust í eldlínunni þegar Ísland sækir Ísrael heim í æfingaleik 17. nóvember.
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari
teflir fram sterku liði gegn Ísraels-
mönnum en hann valdi í gær 18
manna hóp sem mætir Ísrael í vin-
áttuleik í Tel Aviv þann 17. þessa
mánaðar og koma leikmennirnir sjö
sem spiluðu með U21 ára liðinu gegn
Skotum allir inn í hópinn á nýjan
leik.
Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í
landsliðshópnum að þessu sinni og
heldur ekki Heiðar Helguson en
Heiðar boðaði forföll þar sem hann
hefur átt við meiðsli að stríða und-
anfarnar vikur og hefur ekki getað
spilað með QPR.
Ólafur ákvað að
velja Alfreð Finn-
bogason í hans
stað en Alfreð fór
á kostum með Ís-
landsmeisturum
Breiðabliks í
sumar.
Eiður hefur átt
erfitt uppdráttar
hjá Stoke frá því
hann kom til liðsins í september en
spurður hvers vegna hann hafi ekki
verið valinn í hópinn sagði Ólafur:
„Ég ákvað sleppa Eiði að þessu
sinni því mér fannst tilvalið að gefa
fleiri yngri leikmönnunum tækifæri
til að spreyta sig í
þessum leik. Við
erum að horfa til
framtíðar og hver
leikur sem þessir
ungu menn spila
með A-landslið-
inu er dýrmæt
reynsla fyrir þá,“
sagði Ólafur í
samtali við Morg-
unblaðið.
Þetta verður þriðji landsleikur
þjóðanna en árið 1992 mættust þær í
tveimur leikjum. Í þeim fyrri sem
háður var í Ísrael varð jafntefli, 2:2,
þar sem bræðurnir Sigurður og Arn-
ar Grétarssynir gerðu mörk Íslands
en Ísraelsmenn höfðu betur á Laug-
ardalsvellinum í seinni leiknum, 2:0.
„Það er mjög fínt að fá þetta verk-
efni og ég er ánægður að geta teflt
fram jafnsterku liði og raun ber
vitni. Ég þekki vel til þessara leik-
manna sem eru í hópnum enda hafa
þeir allir leikið meira eða minna
undir minni stjórn. Það var erfitt að
ætla að velja fleiri leikmenn sem
spila hér heima enda langt síðan
tímabilinu lauk. Það eru hægt og bít-
andi að verða kynslóðaskipti í lands-
liðinu. Við eigum orðið marga unga
og efnilega stráka sem eru að taka
sín fyrstu skref með landsliðinu og
leikur sem þessi fer í reynslubank-
ann hjá þeim,“ sagði Ólafur.
Ólafur veðjar á þá ungu
Eiður Smári ekki í landsliðshópnum sem mætir Ísraelsmönnum í Tel Aviv
Ólafur
Jóhannesson
Eiður Smári
Guðjohnsen
Sigfús Sigurðs-
son, fyrrverandi
landsliðsmaður í
handknattleik,
hefur ákveðið að
leika undir stjórn
Patreks Jóhann-
essonar hjá Ems-
detten í þýsku 2.
deildinni næstu
6-8 vikurnar.
Sigfús verður
þar með fjórði Íslendingurinn í her-
búðum Emsdetten því fyrir eru hjá
félaginu þeir Hreiðar Levý Guð-
mundsson markvörður og skyttan
Fannar Friðgeirsson, sem lék með
Sigfúsi hjá Val á síðustu leiktíð.
Að sögn Frank Thünemann, yf-
irmanns íþróttamála hjá Ems-
detten, gæti Sigfús fengið hálfs til
eins árs samning standi hann sig
vel. »2 sindris@mbl.is
Sigfús til
Emsdetten
Sigfús
Sigurðsson