Morgunblaðið - 09.11.2010, Síða 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2010
Danmörk
OB – Randers ............................................1:0
Rúrik Gíslason, leikmaður OB, fór
meiddur af leikvelli á 18. mínútu.
Staðan:
København 15 13 2 0 39:10 41
Midtjylland 15 7 4 4 25:15 25
Brøndby 15 6 5 4 24:21 23
OB 15 7 2 6 25:23 23
Lyngby 15 6 3 6 22:26 21
Silkeborg 15 5 5 5 20:22 20
Sønderjyske 15 6 1 8 17:20 19
Horsens 15 5 2 8 11:23 17
Esbjerg 15 3 6 6 19:25 15
Nordsjælland 15 4 3 8 15:23 15
Randers 15 2 8 5 14:18 14
AaB 15 3 5 7 15:20 14
Spánn
Sevilla – Valencia.......................................2:0
Staðan:
Real Madrid 10 8 2 0 27:5 26
Barcelona 10 8 1 1 22:7 25
Villarreal 10 7 2 1 21:8 23
Espanyol 10 6 0 4 9:13 18
Valencia 10 5 2 3 14:11 17
Sevilla 10 5 2 3 16:16 17
Real Sociedad 10 5 1 4 13:12 16
Atlético Madrid 10 4 2 4 13:12 14
Real Mallorca 10 4 2 4 11:12 14
Athletic Bilbao 10 4 1 5 18:18 13
Getafe 10 4 1 5 15:16 13
Osasuna 10 3 3 4 11:10 12
Sporting Gijon 10 2 4 4 10:16 10
R. Santander 10 3 1 6 9:16 10
Dep. La Coruna 10 2 4 4 8:15 10
Almería 10 1 6 3 8:9 9
Hércules 10 2 3 5 9:15 9
Levante 10 2 2 6 10:18 8
Zaragoza 10 1 4 5 10:17 7
Málaga 10 2 1 7 14:22 7
KNATTSPYRNA
„Það voru nokkur lið búin að hafa
samband en þegar Keflavík talaði
við mig var aldrei spurning um hver
niðurstaðan yrði. Ég á náttúrlega
heima hér og Keflavík er flott félag
með lið sem ég tel að geti verið í bar-
áttunni um titla,“ sagði Grétar
Hjartarson í samtali við Morgun-
blaðið í gær. Hann hafði þá samið við
knattspyrnudeild Keflavíkur til eins
árs, en Grétar kemur til félagsins frá
Grindavík þar sem hann hefur leikið
stærstan hluta ferilsins.
Grétar lék með KR árin 2005-08
en fór þá um sumarið til Grindavík-
ur. Hann missti af leiktíðinni 2009
vegna meiðsla en spilaði mikið í ár.
„Ég spilaði 20 leiki og bjóst ekkert
við því fyrir tímabilið að ná svona
mörgum. En ég tel að ég verði sterk-
ari á næsta tímabili og sýni mitt
rétta andlit,“ sagði Grétar sem skor-
aði 4 mörk í sumar. sindris@mbl.is
Ætlar að
sýna sitt
rétta andlit
Íslenska kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu tekur þátt í Algarve Cup eins
og undanfarin ár. Að þessu sinni fer
mótið fram 2.-9. mars.
Ísland er í B-riðli ásamt Svíþjóð,
Kína og Danmörku. Fyrsti leikur ís-
lenska liðsins verður gegn Svíum.
Í hinum riðlinum eru: Japan, Finn-
land, Bandaríkin og Noregur. Sig-
urvegarar riðlanna leika svo til úr-
slita í mótinu. Liðin sem hafna í öðru
og þriðja sæti riðlanna leika gegn
hvort öðru, annarsvegar um þriðja
sætið og hinsvegar um fimmta sætið.
Neðstu lið hvors riðils leika svo við
efstu liðin úr C-riðli um sjöunda og
níunda sætið. Ekki hefur verið stað-
fest hvaða þjóðir munu leika í C riðli.
Af mótherjum Íslands í riðlinum
eru Svíar efstir á styrkleikalista
FIFA. Þeir eru í 4. sæti, Danir eru í
10. sæti og Kínverjar í 14. sæti. Ís-
land er í 16. sæti.
Kvennalands-
liðið með á
Algarve Cup
Handknattleiksþjálfarinn Patrekur Jóhannesson sá
fram á erfiða tíma hjá liði sínu Emsdetten í þýsku 2.
deildinni þegar Svíinn Patrik Kvalvik meiddist en hann
verður frá keppni næstu 6 vikur eða svo. Áður hafði
Stefan Thünemann meiðst, en saman hafa þeir félagar
myndað kjarnann í vörn Emsdetten. Patrekur dó hins
vegar ekki ráðalaus. Hann skellti frekar inn skila-
boðum á facebook-síðu sinni þar sem hann gerði grein
fyrir vandamálinu og auglýsti eftir öflugum línumanni,
sennilega þó frekar í gamni en alvöru. Auglýsingin var
á þessa leið:
„Svaka getur sportið verið grimmt eins og einn góð-
ur maður sagði. Í gær þá puttabrotnaði sænski varn-
armaðurinn minn og verður frá í 6 vikur! Nú vantar
mig ekki bara línumann í sókn heldur einhvern sem
getur lamið frá sér í vörninni. Einhver sem er klár?
Leikur á morgun í Hildesheim. Best að fljúga til Dussel
fyrir þá sem eru á Íslandi. Bis bald.“
Það er skemmst frá því að segja að skilaboðin báru
góðan árangur því rúmum klukkutíma síðar hafði fyrr-
verandi landsliðsmaðurinn Sigfús Sigurðsson svarað:
„Ég er geim Patti!“
„Ég veit um einn sem betur barið vel frá sér í vörn.
Spurning með sóknina!“ Skömmu síðar bætti hann við:
„Ég er geim Patti“.
Þetta var á fimmtudaginn og síðan hafa hlutirnir
gerst hratt, svo Sigfús heldur til Emsdetten í dag. Þar
mun hann verða næstu 6-8 vikurnar og spila með lið-
inu, með möguleika á áframhaldandi samningi.
Sigfús, sem er 35 ára gamall, lék síðast handbolta
með Val í úrslitakeppni Íslandsmótsins í vor.
„Hann er ekki að koma fyrir peninga, hann vill bara
hjálpa okkur,“ sagði Patrekur í samtali við Ems-
dettener Volkszeitung. „Hann lofaði að hann væri í
góðu formi. Hann mun reynast okkur mjög vel,“ bætti
Patrekur við en fyrsti leikur Sigfúsar verður líklega á
laugardag gegn toppliði Minden. sindris@mbl.is
Sigfús kom Patreki til bjargar eftir að
hafa séð „auglýsingu“ á facebook
Rúrik Gíslason mun ekki geta leikið
með íslenska landsliðinu í knattspyrnu
þegar það sækir Ísrael heim í æfinga-
leik 17. nóvember. Rúrik var valinn í
hópinn sem Ólafur Jóhannesson til-
kynnti um miðjan dag í gær, eins og sjá
má á forsíðu, en um kvöldið varð Rúrik
fyrir því óláni að rífa vöðva aftan í læri
í leik með liði sínu OB gegn Randers í
dönsku úrvalsdeildinni.
„Ég var bara að hreinsa boltann frá
eftir hornspyrnu þegar þetta gerðist.
Ég hef aldrei lent í svona áður og þetta
er mjög skrýtið. Þetta var eins og ég
væri skotinn í lærið, og kom bara eins
og þruma úr heiðskíru lofti,“ sagði Rú-
rik við Morgunblaðið.
Hann segir erfitt að meta það strax
hve lengi hann verði frá keppni en það
g
a
a
s
a
v
O
d
e
a
o
E
R
O
l
h
„Þetta var eins
væri skotinn í l
VIÐTAL
Skúli Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
Norðfirðingar hafa verið duglegir
síðustu áratugi að koma með mjög
frambærilega blakara. Einn þeirra er
Elsa Sæný Valgeirsdóttir sem nú
leikur með danska liðinu Holte. Hún
var hér á landi um helgina með liði
sínu á Norðurlandamóti félagsliða og
gaf sér tíma til að setjast niður með
undirrituðum og segja honum undan
og ofan af ferli sínum í blakinu.
Sex ár í blaki í Danmörku
„Ég er búin að vera í sex ár í Dan-
mörku, fór þangað út til að spila blak
og er enn að,“ segir Elsa sem hóf fer-
ilinn hjá danska liðinu Ikast í annarri
deildinni þar í landi. „Það gekk bara
fínt þannig að ég ákvað að prófa
hvort ég gæti komist aðeins hærra í
deild og fór til Holte og hef verið þar
síðan,“ segir Elsa, sem er Þróttari í
húð og hár ef svo má segja. Hún hóf
ferilinn nefnilega hjá Þrótti í Nes-
kaupstað og þegar hún flutti til
Reykjavíkur skipti hún úr Þrótti í
Þrótt í Reykjavík. „Ég er algjör
Þróttari! segir hún og hlær.
En hún gerir fleira í Danmörku en
æfa blak, þó svo mikill tími fari í það.
„Ég byrjaði í hagfræði, en líkaði það
ekki og hætti fljótlega og nú er ég á
öðru ári í sjúkraþjálfun.“
Ekki á leiðinni heim
Hún er ekki lengi að svara þegar
hún er spurð hvort hún sé ekkert á
leiðinni heim: „Nei!“
„Á meðan ég get spilað blak á
þessu stigi, meðal þeirra bestu í Dan-
mörku, þá er ég ekkert að hugsa mér
til hreyfings. Ég kann rosalega vel
við mig þarna og verð áfram í Dan-
mörku.
Það er allt svo flott í kringum
þetta hjá Dönunum. Við æfum mikið
og ég hef bara tvo daga á ári sem ég
er löglega afsökuð fyrir því að mæta
ekki á æfingar. Við æfum fimm sinn-
um í viku, erum í sérstöku lyft-
ingaprógrammi og það er allt bara
rosalega flott í kring um þetta hjá
þeim,“ segir Elsa og greinilegt að
hún kann mjög vel við allt í kringum
íþróttina í Danmörku, enda er liðið í
efsta sæti í deildinni með tíu stig eft-
ir sex leiki, reyndar ásamt Bröndby
og Gentofte, en með hrinuhlutfallið
17-5.
„Við töpuðum okkar fyrsta leik um
síðustu helgi, 2:3 fyrir Gentofte. Það
var lélegur leikur hjá okkur og eins
og við hefðum lent í einhverri lægð
og það hefur sést á leik okkar hérna í
Digranesi. Við komum hingað til að
komast áfram, enda er markmiðið
alltaf að vera í úrslitakeppninni á
NM, í úrslitum bikarsins og í deild-
inni. Við vorum ferlega lélegar í
fyrstu tveimur leikjunum hér og það
voru mikil vonbrigði þannig að við
ákváðum þá að setja okkur það
markmið að finna leik okkar á nýjan
leik, ef svo má segja, og okkur tókst
það í síðasta leiknum á móti HK.“
Árangurinn mikil vonbrigði
„Þetta eru því mikil vonbrigði, það
er að segja blakið, en ferðin sem slík
var fín. Mótið mjög gott og fínt að
spila hér á blakgólfi í stað þess að
vera stundum á „harpix“ gólfum. Það
var virkilega gaman að spila á þessu
blakgólfi. Það var rosalega vel staðið
að þessu móti í alla staði og allir
mjög ánægðir með það. Þetta var al-
veg frábært. Það er verst að stelp-
urnar fara heim strax eftir leik, ann-
ars hefði ég getað sýnt þeim aðeins
meira af landinu. En við fórum í
morgunmat heim til mömmu á laug-
ardaginn og það var mjög gaman,“
segir Elsa sem fékk nokkurra daga
frí til að vera með vinum og ætt-
ingjum hér á landi.
45 landsleikir á átta árum
Elsa, sem er 27 ára gömul, byrjaði
ung í blaki á Norðfirði. „Besta vin-
kona mín var í blaki og mamma
hennar var þjálfari þannig að þetta
kom af sjálfu sér. Ég var í fótbolta
líka en blakið varð síðan fyrir val-
inu.“ Hún hefur leikið 45 landsleiki
fyrir Ísland í blaki, fyrsta landsleik-
inn lék hún á móti Kýpur 31. maí árið
2000 og síðast lék hún 2008. Hún var
valin efnilegasti blakarinn árið 2001.
Spurð hvernig henni hafi fundist
lið HK segir Elsa: „Þær eru með fínt
lið. Baráttan er rosalega mikil í liðinu
og þarna eru margar mjög ungar
stelpur. Systir mín, Berglind Gígja
(15 ára gömul) kom inná og það var
rosalega gaman að spila á móti henni.
Við vissum að baráttan yrði mikil og
að við yrðum að hafa fyrir hlutunum
og það kom á daginn. Maður þurfti
að vera á tánum allan tímann því það
er ekkert gefið á móti þeim.“
Það vakti athygli að Holte kom
beint úr flugi í fyrsta leikinn á föstu-
dagskvöldinu. „Það var ekki alveg
nógu gott. Við komum hingað í húsið
klukkutíma fyrir leik, beint úr flug-
inu. Maður fann alveg fyrir því, en
það er samt engin afsökun fyrir slök-
um leik,“ segir Elsa.
Morgunblaðið/Eggert
Blakari Elsa Sæný Valgeirsdóttir, nr 7., situr á bekknum þar sem leikmenn danska blakliðsins Holte fara yfir stöðuna.
Ekkert á leiðinni heim
Elsa Sæný kann vel við sig í Danmörku Ekki sátt með leik Holte á Norður-
landamótinu í Digranesi Byrjaði í blaki á Norðfirði og er Þróttari í húð og hár
Handknattleikur
Bikarkeppni kvenna, Eimskipsbikarinn
Kaplakriki: FH – Fylkir ...................... 20.00
Í KVÖLD!