Morgunblaðið - 09.11.2010, Qupperneq 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2010
Jakob Örn Sig-urðsson og
Hlynur Bærings-
son voru báðir
með Sundsvall
Dragons í gær
þegar liðið tapaði
mikilvægum leik
gegn LF Basket í
sænsku úrvals-
deildinni í körfuknattleik, 94:77.
Leikurinn var mjög kaflaskiptur og
munaði aðeins stigi á liðunum fyrir
lokaleikhlutann. Jakob Örn skoraði
15 stig í leiknum, tók 4 fráköst og
gaf 4 stoðsendingar, en Hlynur gerði
9 stig og tók 8 fráköst. Hlynur var að
spila á ný eftir að hafa misst af síð-
ustu leikjum vegna meiðsla. Eftir
leikinn er LF Basket með 12 stig í 3.
sæti deildarinnar en Sundsvall í því
fjórða með 8 stig og leik til góða.
Knattspyrnumaðurinn efnilegiKristján Gauti Emilsson var á
skotskónum fyrir unglingalið Liver-
pool um helgina þegar það vann 6:0
sigur á Bolton á útivelli. Kristján
Gauti lék allan leikinn. Þessi fyrr-
verandi leikmaður FH hefur verið á
mála hjá enska stórliðinu frá því í
desember á síðasta ári en hann er
aðeins sautján ára gamall.
Ole GunnarSolskjær
mun taka við
þjálfun norska
knattspyrnuliðs-
ins Molde, liðinu
sem hann spilaði
með áður en hann
sló í gegn með
stórliði Man-
chester United.
Solskjær yfirgaf Molde árið 1996
þegar Manchester United ákvað að
festa kaup á framherjanum fyrir 1,5
milljónir punda. Solskjær lék með
United til ársins 2007 en hann
neyddist þá til að leggja skóna á hill-
una vegna þrálátra meiðsla. Frá
árinu 2008 hefur hann stýrt varaliði
Manchester United með góðum ár-
angri.
Portúgalski knattspyrnumað-urinn Cristiano Ronaldo hefur
gert dómsátt í meiðyrðamáli, sem
hann höfðaði á hendur breska
blaðinu Daily Telegraph. Blaðið
sagði að Ronaldo hefði sótt sam-
kvæmi í næturklúbbi í Hollywood á
sama tíma og hann var að ná sér eft-
ir ökklameiðsli. Fréttin birtist í júlí
2008 og sagði lögmaður Ronaldos, að
hún hefði valdið leikmanninum
vandræðum og hugarangri en Ro-
naldo var þá leikmaður Manchester
United. Hann leikur nú með Real
Madrid á Spáni. Ekki er ljóst hve
háar bætur Telegraph sættist á að
greiða en Allan Dunlavy, lögmaður
Ronaldos, sagði að blaðið hefði beð-
ist afsökunar og mundi greiða um-
talsverðar bætur og málskostnað.
Danski lands-liðsþjálf-
arinn í knatt-
spyrnu Morten
Olsen hefur
ákveðið að hætta
að þjálfa liðið eft-
ir Evrópumeist-
aramótið 2012.
Danmörk er, sem
kunnugt er, með
Íslandi í riðli í undankeppni mótsins
en verður þar eflaust í harðri bar-
áttu við Portúgal og Noreg um að
komast í úrslitakeppnina.
Argentínski landsliðsmaðurinnWalter Samuel sem leikur með
Ítalíu- og Evrópumeisturum Inter
verður frá keppni næstu sex til átta
mánuðina vegna meiðsla sem hann
varð fyrir í leik með Inter um ný-
liðna helgi. Krossband í hné leik-
mannsins gaf sig og þar með er ljóst
að hann leikur ekki með með Míl-
anó-liðinu á leiktíðinni.
Fólk sport@mbl.is
Íslenska landsliðið í karate gerði
það gott á opna sænska meist-
aramótinu sem fram fór í Stokk-
hólmi um nýliðna helgi. Alls
hrepptu Íslendingar 27 verðlauna-
peninga á mótinu, þar af fimm gull-
verðlaun, og þar fór hin 18 ára
gamla Aðalheiður Rósa Harð-
ardóttir úr Karatefélagi Akraness
fremst í flokki en hún nældi sér í
fern verðlaun, þar af tvenn gull-
verðlaun.
Minn besti árangur
„Þetta gekk bara ansi vel hjá mér
og ég er mjög ánægð með árang-
urinn sem er sá besti hjá mér hing-
að til,“ sagði Aðalheiður við Morg-
unblaðið í gær.
Aðalheiður keppti á þessu sama
móti í fyrra en þá vann hún ein
bronsverðlaun en mót þetta er
sterkt og að þessu sinni voru kepp-
endur 650 talsins frá 12 löndum.
„Ég bjó mig vel undir mótið en
ég átti nú samt ekki von á að þetta
myndi ganga svona vel,“ sagði Að-
alheiður, sem vann gull og brons í
einstaklingskata og gull og silfur í
hópkata en þar var hún í liði með
Svönu Kötlu Þorsteinsdóttur og
Kristínu Magnúsdóttur.
Davíð Freyr Guðjónsson átti
einnig góðu gengi að fagna á
mótinu en hann vann gullverðlaun
í flokki kadet dan-gráðu auk
tvennra bronsverðlauna.
gummih@mbl.is
Góður árangur hjá ís-
lenska karatelandsliðinu
geti tekið tvær til sex vikur fyrir hann
að ná sér.
„Ég á eftir að fara í betri skoðun til
að sjá hvort þetta er rifa eða bara mjög
slæm tognun en sjúkraþjálfarinn segir
að þetta sé rifa,“ bætti Rúrik við.
OB tókst að merja 1:0 sigur í gær og
var þetta þriðji sigurleikur liðsins í röð.
OB er ásamt Bröndby í 3.-4. sæti
dönsku úrvalsdeildarinnar með 23 stig
en FC Köbenhavn hefur tekið afger-
andi forystu með 41 stig.
Danska deildin fer í frí 6. desember
og hefst aftur í mars, en OB leikur í
Evrópudeildinni 16. desember. Verði
Rúrik ekki orðinn klár þá, og komist
OB ekki áfram í Evrópudeildinni, er því
ljóst að ansi langt er í næsta alvöru leik
hans. sindris@mbl.is
s og ég
lærið“
Morgunblaðið/Ómar
Meiddur Rúrik missir af landsleik.
VIÐTAL
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
„Maður er er að sjálfsögðu búinn að
prenta stöðuna út,“ sagði Guð-
mundur Þórður Guðmundsson, þjálf-
ari þýska handknattleiksliðsins
Rhein-Neckar Löwen, og hló við
þegar Morgunblaðið spjallaði við
hann í gær. Lærisveinar Guðmundar
tróna í toppsæti þýsku 1. deild-
arinnar í handknattleik en liðinu hef-
ur gengið allt í haginn síðan Guð-
mundur tók við þjálfun liðsins af
Svíanum Ola Lindgren í lok sept-
ember.
Búið að ganga frábærlega
„Að sjálfsögðu er gaman að vera á
toppnum þó að liðin fyrir aftan okk-
ur eigi leik til góða. En er á meðan
er. Þetta er búið að ganga frábær-
lega og ég get ekki annað en verið
kátur með gang mála,“ sagði Guð-
mundur en Rhein-Neckar Löwen er
með 19 stig eftir 11 leiki, Kiel og
Hamburg hafa 18 og Füchse Berlin
17 en liðin þrjú hafa öll spilað 10
leiki.
Íslenskir þjálfarar þjálfa þrjú af
toppliðunum, Guðmundur er við
stjórnvölinn hjá Rhein-Neckar Lö-
wen, Alfreð Gíslason stýrir Kiel og
Dagur Sigurðsson er þjálfari Füchse
Berlin, sem hefur komið skemmti-
lega á óvart. Þetta hefur vakið verð-
skulda athygli í handboltaheiminum
enda þýska deildin talin sú sterkasta
í heimi.
Guðmundur segir að það stefni í
rosalega baráttu um meistaratitilinn
í ár en fram undan er ansi strembið
leikjaprógramm hjá Rhein-Neckar
Löwen. Næstu tveir leikir liðsins í
deildinni eru á útivelli gegn Flens-
burg og Hamburg og síðan koma
þrír leikir í beit gegn meistaraliði
Kiel. Fyrst tveir leikir í Meist-
aradeildinni og síðan í deildinni en
leikirnir á móti Kiel fara fram á níu
dögum.
Aldrei vitað annað eins
„Ég hef aldrei vitað annað eins og
þetta er erfiðasta törn sem ég hef
lent í sem þjálfari. Það mun virki-
lega reyna á liðið í þessum leikjum
og það má segja að stund sannleik-
ans renni upp. Ég lagði áherslu á
það við leikmenn mína að við þyrft-
um að reyna að laga markatöluna og
okkur tókst að laga hana um 23
mörk í síðustu tveimur leikjum. Okk-
ur hefur tekist að ná varnarleiknum
tiltölulega góðum en sóknarleikurinn
þarf að vera betri hjá okkur,“ sagði
Guðmundur en þrír íslenskir lands-
liðsmenn leika undir stjórn Guð-
mundar, þeir Ólafur Stefánsson, Ró-
bert Gunnarsson og Guðjón Valur
Sigurðsson.
Eins og fram kom í viðtali við
Guðjón Val í Morgunblaðinu í gær
mun hann hefja æfingar með liði
Rhein-Neckar í dag en Guðjón hefur
verið frá keppni vegna meiðsla frá
því í lok janúar. Fram undan er
heimsmeistaramót sem haldið verður
í Svíþjóð í janúar og þangað stefnir
Guðjón en næstu vikur skera út um
það hvort af því verði en Guðjón hef-
ur verið mikilvægur hlekkur í lands-
liðinu til fjölda ára.
Stórkostlegar fréttir ef Guðjón
getur byrjað að spila
„Ég vona það svo innilega að þetta
sé að koma hjá Guðjóni. Ég ætla að
vera bjartsýnn og það yrðu stórkost-
legar fréttir fyrir liðið og íslenska
landsliðið ef hann gæti byrjað að
spila aftur fljótlega. Ég held svo
sannarlega í vonina um að hann geti
verið með landsliðinu á heimsmeist-
aramótinu. Landsliðið þarf svo sann-
arlega á honum að halda en það ætti
að koma fljótlega í ljós þegar hann
byrjar að æfa á fullu hvernig þetta
heldur hjá honum,“ sagði Guð-
mundur Þórður.
„Að sjálfsögðu er gam-
an að vera á toppnum“
Lærisveinar Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Rhein-Neckar Löwen efstir
Mæta Kiel þrívegis á rúmlega viku Bjartsýnn fyrir hönd Guðjóns Vals
Morgunblaðið/Kristinn
Efstir Guðmundur Þórður Guðmundsson er svo sannarlega að gera góða hluti með Rhein-Neckar Löwen
Á toppnum
» Rhein-Neckar Löwen er í
efsta sæti í þýsku 1. deildinni,
er stigi á undan meisturum
Kiel og Hamburg
» Rhein-Neckar er einnig í
efsta sæti í sínum riðli í
Meistaradeildinni ásamt Kiel.
Bæði hafa 7 stig eftir fjóra
leiki.
» Ólafur Stefánsson, Róbert
Gunnarsson og Guðjón Valur
Sigurðsson leika með Rhein-
Neckar Löwen.