Morgunblaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2010
Stefán Logi Magnússon, markvörður Lilleström, og
Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Örgryte,
voru í gær valdir í íslenska A-landsliðið í knatt-
spyrnu fyrir æfingaleikinn í Ísrael 17. þessa mán-
aðar í stað Árna Gauts Arasonar og Rúriks Gísla-
sonar sem eru meiddir. Stefán Logi hefur ekki verið
valinn í landsliðið í þónokkurn tíma en hann lék síð-
ast í æfingaleik við Færeyjar í mars 2009.
„Vissulega kom þetta mér svolítið á óvart en ég
átti gott spjall við Ólaf [Jóhannesson, þjálfara] í
haust. Ég fékk að vita það að hann fylgdist vel með
mér og það var gott að heyra. Þó að maður sé ekki
alltaf sammála valinu og vilji alltaf vera í hópnum þá
ber maður bara virðingu fyrir ákvörðunum þjálf-
arans. Árni og Gunnleifur [Gunnleifsson] hafa staðið
sig mjög vel með landsliðinu og
ekkert hægt að setja út á að þeir
séu valdir,“ sagði Stefán Logi
sem hélt marki sínu hreinu í 10
deildarleikjum í norsku úrvals-
deildinni á nýafstaðinni leiktíð.
„Ég lít þannig á þetta að ég sé
góð viðbót við hópinn og stuðn-
ingur við Gulla. Svo verður gam-
an að kynnast strákunum þarna
upp á nýtt. Mörgum þeirra hef
ég ekkert spilað með áður og það
verður gaman að kynnast þeim. Mér leiðist ekkert
að tala, þannig að ég hef nóg við tímann að gera
þarna,“ sagði Stefán Logi léttur. sindris@mbl.is
Stefán Logi og Steinþór aftur í landsliðið:
Vissulega kom þetta mér svolítið á óvart
Stefán Logi
Magnússon
Undanþágan sem enska knattspyrnufélagið Totten-
ham fékk til þess að fá hollenska miðvallarleik-
manninn Rafael van der Vaart í sínar raðir, eftir að
félagaskiptaglugganum svokallaða hafði tæknilega
séð verið lokað hinn 31. ágúst, ætlar að reynast því
gulls ígildi. Þessi silfurverðlaunahafi frá heims-
meistaramótinu í sumar hefur smollið frábærlega
inn í lið Harry Redknapp, og virðist kunna sér-
staklega vel við sig á heimavellinum White Hart
Lane. Þar hefur hann nú skorað 5 mörk í 4 deild-
arleikjum, en það fimmta gerði hann gegn Sunder-
land í gærkvöldi. Það dugði þó ekki til því Sunder-
land jafnaði með marki Asamoah Gyan.
Árangur van der Vaart er eftir sem áður eft-
irtektarverður. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu
Rafael van der Vaar
heimaleiknum með
VIÐTAL
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Fyrir tæpu hálfu ári var fjárhagsstaða sænska knatt-
spyrnufélagsins Kristianstad orðin hræðileg. Þetta
Íslendingalið, sem óhætt er að kalla svo með þjálf-
arann Elísabetu Gunnarsdóttur í brúnni og þær
Margréti Láru Viðarsdóttur, Erlu Steinu Arn-
ardóttur og Guðnýju Björk Óðinsdóttur í leik-
mannahópnum, virtist ramba á barmi gjaldþrots og
átti á hættu að missa keppnisleyfi sitt í úrvalsdeild-
inni. Á mánudag barst hins vegar úrskurður um að
leyfi Kristianstad yrði endurnýjað, eftir frækilegt
„björgunarstarf“ þeirra sem að félaginu standa.
„Það var rosalega vel unnið í þessum málum af fé-
laginu. Við vorum í djúpum skít, hreint út sagt, og fé-
lagið hafði aldrei verið svona illa statt. En hér var
unnið hörðum höndum frá því í sumar, eftir að við
þjálfararnir og leikmenn höfðum farið í verkfall, og
til 1. september þegar skila þurfti inn pappírum.
Þetta voru tveir og hálfur mánuður sem félagið hafði
til að vinna upp skuldir að andvirði 1,2 milljóna
sænskra króna [um 20 milljóna íslenskra króna] og
það tókst rosalega vel með góðri hjálp margra.
Styrktaraðilum fjölgaði og félagið hefur í raun aldrei
verið betur statt en núna,“ sagði Elísabet við Morg-
unblaðið.
Hvorki hún né leikmenn liðsins létu sitt eftir liggja
í að reisa fjárhag félagsins við. Liður í því var að út-
búa skemmtilegt veggspjald sem sjá má á meðfylgj-
andi mynd og selja það til fyrirtækja í Kristianstad.
Myndin vísar til frægrar myndar úr seinni heims-
styrjöldinni af bandarískum hermönnum á Iwo Jima.
„Við tókum vissan þátt í þessu með því að safna
um tveimur milljónum íslenskra króna á mjög ein-
faldan hátt. Við létum taka svolítið furðulega mynd
af okkur og gengum svo um og seldum eintök af
henni á 18.000 krónur til fyrirtækja í bænum. Það
gekk svona vel. Þetta var það sem við lögðum af
mörkum og það var bara gaman að geta sýnt vilja í
verki,“ sagði Elísabet.
Hún horfir nú fram á bjartari tíma og stefnir
ótrauð á að koma Kristianstad í fremstu röð í Sví-
þjóð, en liðið varð í 9. sæti af 13 liðum í haust eftir
góða byrjun á leiktíðinni:
„Við vorum að toppa í deildinni þegar öll þessi vit-
leysa kom upp á yfirborðið, og þetta hafði mikil áhrif
á alla. Það var erfitt að halda fókusnum á fótbolt-
anum og í rauninni þrekvirki að komast í gegnum
keppnistímabilið fyrir leikmenn og þjálfara án þess
að nokkur gæfist upp. Það sem háði okkur var að við
vorum með 13 leikmenn í síðustu 9 umferðunum, og
þar af leiðandi enga samkeppni um stöður í liðinu.
Þetta er alls ekki versta staða sem sænskt kvennalið
hefur verið í en núna er staðan mun betri. Í fyrsta
sinn frá því að ég kom hingað er mér gefin ákveðin
upphæð til leikmannamála á réttum tíma, en ekki
eftir áramót þegar það er orðið of seint. Ég er búin
að vera í viðræðum núna við marga leikmenn og
þetta lítur mjög vel út.“
Kristianstad bjargað
Keppnisleyfi fyrir lið Elísabetar Gunnarsdóttur í höfn Staðan aldrei verið betri
Leikmenn söfnuðu 2 milljónum með innblæstri frá frægri „Iwo Jima-mynd“
Björgun Erla Steina reisir hér fána Kristianstad en Margrét Lára horfir til sólar með hendur á lærum.
Ljósmynd/KDFF
Fylkir tryggði sér sæti í 8 liða úrslit-
um Eimskipsbikars kvenna í hand-
knattleik í gærkvöldi þegar liðið
vann FH, 24:20, í Kaplakrika í Hafn-
arfirði. Fylkisliðið var fimm mörkum
yfir að loknum fyrri hálfleik, 11:6.
Sunna María Einarsdóttir var
markahæst hjá Fylki með sjö mörk
og þær Arna Valgerður Erlings-
dóttir og Elín Helga Jónsdóttir skor-
uðu fimm mörk hvor. Eins og yf-
irleitt áður var Ragnhildur Rósa
Guðmundsdóttir atkvæðamest hjá
FH. Hún skoraði fimm mörk að þessu
sinni. Steinunn Snorradóttir skoraði
fjögur mörk og var næstmarkahæst.
Stjarnan og Fylkir eru þar með
komin í átta liða úrslit Eimskipsbik-
arsins.
16 liða úrslitum lýkur í kvöld. Þá
mætast ÍBV og Haukar í Vest-
mannaeyjum klukkan 18. Valur 2
tekur á móti ÍR klukkan 19.10 og
Grótta og HK leiða saman hesta sína
í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi
klukkan 19.30. iben@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Sterkt Nataly Sæunn Valencia, Fylki, snýr á Berglindi Björgvinsdóttur, FH, og skorar annað marka sinna í leiknum.
Sunna María
með sjö í sig-
urleik Fylkis
England
Úrvalsdeild:
Stoke – Birmingham ................................3:2
Robert Huth 44., Ricardo Fuller 71., Dean
Whitehead 85. – Keith Fahey 74., Cameron
Jerom 76.
Eiður Smári Guðjohnsen var á vara-
mannabekk Stoke allan leikinn.
Tottenham – Sunderland ........................1:1
Rafael van der Vaart 64. – Asamoah Gyan
67.
Staðan:
Chelsea 11 8 1 2 27:5 25
Man. Utd 11 6 5 0 24:13 23
Arsenal 11 6 2 3 22:11 20
Man. City 11 6 2 3 15:10 20
Newcastle 11 5 2 4 20:14 17
Tottenham 12 4 4 4 14:15 16
Sunderland 12 3 7 2 12:13 16
Bolton 11 3 6 2 17:16 15
Liverpool 11 4 3 4 12:14 15
WBA 11 4 3 4 14:19 15
Everton 11 3 5 3 12:10 14
Blackpool 11 4 2 5 17:23 14
Fulham 11 2 7 2 13:12 13
Aston Villa 11 3 4 4 10:14 13
Stoke City 12 4 1 7 13:18 13
Blackburn 11 3 3 5 11:13 12
Birmingham 12 2 6 4 14:17 12
Wigan 11 2 4 5 8:20 10
Wolves 11 2 3 6 11:18 9
West Ham 11 1 4 6 9:20 7
B-deild:
Nott. Forest – Coventry...........................2:1
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn
fyrir Coventry og átti þátt í markinu.
Portsmouth – QPR ...................................1:1
Hermann Hreiðarsson kom inn á sem
varamaður á 90. mínútu.
Heiðar Helguson lék ekki með QPR
vegna meiðsla.
Burnley – Doncaster.................................1:1
Ipswich – Derby ........................................0:2
Leeds – Hull...............................................2:2
Millwall – Norwich ....................................1:1
Preston – Barnsley ...................................1:2
Scunthorpe – Middlesbrough ..................0:2
Crystal Palace – Watford .........................3:2
Staða efstu liða:
QPR 16 9 7 0 30:7 34
Cardiff 15 10 2 3 28:13 32
Swansea 15 9 2 4 21:12 29
Derby 16 8 3 5 29:17 27
Norwich 16 7 4 5 23:21 25
Coventry 16 7 3 6 24:21 24
Ipswich 16 7 3 6 19:18 24
Leeds 16 7 3 6 28:30 24
Burnley 16 5 8 3 25:19 23
Nottingham F. 16 5 8 3 19:16 23
Doncaster 16 6 5 5 26:25 23
Reading 15 6 4 5 23:17 22
Watford 16 6 4 6 29:26 22
Holland
Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit:
Heerenveen – Breda ................................0:2
Björn Jónsson er leikmaður Heeren-
veen.
Danmörk
Bikarkeppnin, 8 liða úrslit:
AaB – Esbjerg...........................................0:2
Arnór Smárason er leikmaður Esbjerg.
KNATTSPYRNA
Eimskipsbikar kvenna
Bikarkeppni HSÍ, 16-liða úrslit:
FH – Fylkir............................................20:24
Mörk FH: Ragnhildur Rósa Guðmunds-
dóttir 5, Steinunn Snorradóttir 4, Heiðdís
Rún Guðmundsdóttir 2, Hind Hannesdóttir
2, Gunnur Sveinsdóttir 2, Arnheiður Guð-
mundsdóttir 2, Sigrún Gilsdóttir 1, Birna
Íris Helgadóttir 1, Ingibjörg Pálmadóttir 1.
Mörk Fylkis: Sunna María Einarsdóttir 7,
Elín Helga Jónsdóttir 5, Arna Valgerður
Erlingsdóttir 5, Tinna Soffía Traustadóttir
4, Nataly Sæunn Valencia 2, Áslaug Gunn-
arsdóttir 1.
Þýskaland
A-deild:
Kiel – Wetzlar .......................................38:29
Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir
Kiel. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel.
Kári Kristján Kristjánsson skoraði fjög-
ur mörk fyrir Wetzlar.
Grosswallstadt – Hamburg.................25:32
Sverre Jakobsson skoraði ekki fyrir
Grosswallstadt en var að vanda fastur fyrir
í vörninni.
B-deild-norður
GWD Minden – Dessau ........................35:24
Gylfi Gylfason skoraði þrjú mörk fyrir
GWD Minden.
HANDBOLTI
Körfuknattleikur
Úrvalsdeild kvenna, Iceland Express-
deildin:
Grafarvogur: Fjölnir – Haukar........... 19.15
Stykkishólmur: Snæfell – Grindavík .. 19.15
Keflavík: Keflavík – Hamar................. 19.15
Njarðvík: Njarðvík – KR ..................... 19.15
Handknattleikur
Bikarkepni kvenna, Eimskipsbikarinn:
Eyjar: ÍBV – Haukar ........................... 18.00
Hlíðarendi: Valur 2 – ÍR ...................... 19.10
Seltjarnarnes: Grótta – HK................. 19.30
Í KVÖLD!