Morgunblaðið - 12.11.2010, Side 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010
Spánn
Bikarinn, 32ja liða, seinni leikir:
Getafe – Portugalete ................................ 0:0
Getafe áfram, 1:1 samanlagt.
Sporting Gijon – Mallorca ....................... 2:2
Mallorca áfram, 5:3 samanlagt.
Valencia – Logrones................................. 4:1
Valencia áfram, 7:1 samanlagt.
Málaga – Hercules ................................... 3:2
Málaga áfram, 3:2 samanlagt.
Danmörk
Bikarkeppnin, 8 liða úrslit:
Randers – Lyngby.................................... 3:0
Horsens – Nordsjælland ......................... 0:1
Meistaradeild kvenna
16 liða úrslit, síðari leikir:
Arsenal – Rayo Vallecano........................ 4:1
Arsenal áfram, 4:3 samanlagt.
Everton – Bröndby .................................. 1:1
Everton áfram, 5:2 samanlagt.
Juvisy Essonne – Torres ......................... 2:2
Juvisy áfram, 4:3 samanlagt.
Neulengbach – Potsdam.......................... 0:9
Potsdam áfram, 16:0 samanlagt.
Fortuna Hjörring – Duisburg................. 0:3
Duisburg áfram, 7:2 samanlagt.
Lyon – Rossiyanka................................... 5:0
Lyon áfram, 11:1 samanlagt.
Zvezda-2005 – Röa ................................... 4:0
Zvezda áfram, 5:1 samanlagt.
Sparta Prag – Linköping......................... 0:1
Linköping áfram, 3:0 samanlagt.
Ítalía
Parma – Sampdoria.................................. 1:0
Staða efstu liða:
AC Milan 11 7 2 2 20:11 23
Lazio 11 7 1 3 13:9 22
Napoli 11 6 3 2 18:11 21
Inter Mílanó 11 5 5 1 13:6 20
Juventus 11 5 4 2 22:12 19
Roma 11 5 3 3 14:14 18
Sampdoria 11 3 6 2 11:9 15
Chievo 11 4 3 4 11:10 15
Palermo 11 4 2 5 17:16 14
Catania 11 3 5 3 9:8 14
KNATTSPYRNA
Á VELLINUM
Andri Yrkill Valsson
sport@mbl.is
„Það er enginn sem ber liðið á herð-
um sér, við erum allir í þessu sam-
an,“ sagði varnartröllið Guðlaugur
Arnarsson eftir að Akureyringar
unnu sinn sjötta leik í röð þegar þeir
báru sigurorð af nýliðum Selfoss fyr-
ir norðan, 34:29. Akureyri er því
með fullt hús stiga eftir sex leiki en
Selfyssingar hafa tvö stig eftir jafn-
marga leiki.
„Við erum ein liðsheild og það
skýrir að mörgu leyti hversu vel við
höfum byrjað deildina,“ sagði Gunn-
laugur ennfremur. „Við mættum
góðu liði, þeir eru í góðu formi,
hlaupa endalaust og keyra mikið á
okkur svo þetta var mjög góður sig-
ur.“
Akureyringar höfðu yfirhöndina
allan leikinn en góð barátta gest-
anna virtist koma heimamönnum á
óvart. Ragnar Jóhannsson lék laus-
um hala lengi vel í hægri skyttunni
hjá Selfyssingum og dró vagninn
ásamt Guðjóni Finni Drengssyni
sem var frábær í horninu. Eftir að
heimamenn náðu að loka á Ragnar
steig enginn annar upp í staðinn og
Akureyringar sigldu fram úr undir
lokin.
Geir og Bjarni skoruðu grimmt
Hjá heimamönnum var Geir Guð-
mundsson öflugur í hægri skyttu og
skoraði til að mynda fyrstu fimm
mörk Akureyringa. Bjarni Fritzson
var að vonum góður og hélt liðs-
heildin áfram að skína af liðinu eins
og hefur verið í upphafi leiktíðar.
Endurkoma Sveinbjarnar Péturs-
sonar til liðsins hefur verið gríð-
arlega mikilvæg en hann hefur spil-
að frábærlega síðan hann kom aftur
norður. Hann varði 24 skot í leiknum
og það hlýtur að vera traustvekjandi
fyrir varnarmenn liðsins að vita af
slíkum manni fyrir aftan sig.
Mikil batamerki á liðinu
Sebastian Alexandersson, þjálfari
Selfyssinga, sá mikil batamerki á
leik sinna manna. „Ég er aldrei
ánægður að tapa en ég sé mikil bata-
merki á liðinu í síðustu tveimur leikj-
um. Við vorum að spila við besta lið
deildarinnar en náðum að standa í
þeim lengi vel svo það er stutt í að
hlutirnir fari að smella hjá okkur.“
„Enginn sem
ber liðið á
herðum sér“
Akureyringar áfram á sigurbraut
Sveinbjörn varði 24 skot
Frískur Geir Guðmundsson lét mik-
ið að sér kveða og gerði 8 mörk.
Höllin, Akureyri, úrvalsdeild karla,
N1-deildin, fimmtudaginn 11. nóv-
ember 2010.
Gangur leiksins: 0:1, 6:6, 11:6,
14:10, 15:13, 18:17, 23:19, 29:24,
34:29.
Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson
9/5, Geir Guðmundsson 8, Oddur
Gretarsson 5, Guðmundur Hólmar
Helgason 4, Guðlaugur Arnarsson 4,
Heimir Örn Árnason 2, Hörður Fann-
ar Sigþórsson 2.
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson
24, Stefán Guðnason 1/1.
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk Selfoss: Ragnar Jóhannsson
8/2, Guðjón Finnur Drengsson 8/1,
Árni Steinn Steinþórsson 4, Einar
Héðinsson 3, Atli Kristinsson 3, Óm-
ar Vignir Helgason 1, Helgi Héð-
insson 1, Gunnar Ingi Jónsson 1.
Varin skot: Birkir Bragason 11.
Utan vallar: 2 mínútur.
Dómarar: Hlynur Leifsson og Anton
Pálsson.
Áhorfendur: Um 600.
Akureyri – Selfoss 34:29
VIÐTAL
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Allt fremsta badmintonfólk landsins
mætir til leiks í TBR-húsinu í Laug-
ardalnum í dag þegar keppni hefst á
alþjóðlega mótinu Iceland Inter-
national. Mótið hefur verið haldið hér
í fjölda ára, ef undan er skilið árið
2008, og hefur badmintonkonan
Ragna Ingólfsdóttir átt á því góðu
gengi að fagna. Hún er sig-
urstranglegust í keppni kvenna í ár
og stefnir á að vinna í fjórða skiptið í
röð.
„Þetta hefur alltaf verið gott mót
fyrir mig. Mér er raðað efsta sæti í
mótinu núna en það koma nokkrar
danskar stelpur sem eru góðar, og
svo ein frá Malasíu sem er frekar of-
arlega á heimslista og er númer 2.
Þetta verður því ágætis samkeppni.
Mótið hefur hins vegar oft verið
sterkara því núna hefur það verið
lækkað um styrkleikaflokk, og það
hefur áhrif á hverjir mæta til leiks,“
sagði Ragna við Morgunblaðið í gær.
Flýgur upp heimslistann
Hún er í góðu standi og hefur
gengið vel á alþjóðlegum mótum í
haust. Á síðustu 10 vikum hefur hún
hækkað um heil 45 sæti á heimslista
Alþjóðabadmintonsambandsins.
„Ég reyni alltaf að toppa á þessu
móti. Undirbúningstímabilið hjá mér
er frá júní til ágúst og svo byrja ég
að fara á alþjóðleg mót, og er búin að
fara á sex slík núna. Ég er komin
upp í 80. sæti á heimslistanum þann-
ig að það er búið að ganga ótrúlega
vel. Ég náði í undanúrslit á Kýpur og
var svo í 8-manna úrslitum á móti í
Hollandi, í einu af sterkustu mót-
unum sem eru haldin, og fékk pen-
ingaverðlaun fyrir það. Svo komst ég
inn í Super Series-mót í Frakklandi
sem er álíka sterkt mót og heims-
meistaramót og Ólympíuleikar, og
„Reyni alltaf að toppa“
Iceland International hefst í dag Ragna á titil að verja
Sigursæl Ragna Ingólfsdóttir stefnir a
Á VELLINUM
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Leikmenn HK halda áfram að fara á
kostum í N1-deild karla í handknatt-
leik. Þeir hafa nú unnið fimm leiki í röð
og sitja í öðru sæti deildarinnar þegar
sex umferðir eru að baki. HK lagði Ís-
landsmeistara Hauka í Digranesi í
gærkvöldi, 36:34, eftir að hafa verið sjö
mörkum yfir í hálfleik, 20:13.
HK-liðið lagði grunninn að sigrinum
með frábærum leik fyrstu 40 mín-
úturnar. Liðið réð lögum og lofum í
fyrri hálfleik jafnt í vörn sem sókn á
sama tíma og flest gekk leikmönnum
Hauka í mót. Mest náði HK-liðið níu
marka forskoti, 24:15, þegar tæpar tíu
mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.
Þá slökuðu HK-menn á auk þess sem
þeir áttu í erfiðleikum með framliggj-
andi vörn Hauka. Íslandsmeisturunum
tókst að saxa á forskot HK svo minnst-
ur varð munurinn tvö mörk, 33:31,
þegar skammt var til leiksloka. Bjarki
Már Elísson innsiglaði sigur HK þegar
hann skoraði 34. mark HK þegar hálf
önnur mínúta var til leikslok og kór-
ónaði stórleik sinn með því að vinna
boltann af Haukum í næstu sókn.
Tapa ekki leik í þessum ham
„Við komum afar einbeittir til leiks
og náðum strax mjög góðri forystu
sem lagði grunninn að þessum sigri,“
sagði Atli Ævar Ingólfsson, hinn
skemmtilegi og baráttuglaði línumaður
HK-liðsins. „Þegar við mætum í þess-
um ham til leiks þá vinnur ekkert lið
okkur,“ sagði Atli Ævar ennfremur en
hann skoraði sex mörk að þessu sinni.
„Við slökuðum alltof mikið á klónni
þegar leið á síðari hálfleikinn. Nokkuð
sem máttum ekki gera. En áður en illa
fór þá komum við okkur í gang á ný og
unnum tvö kærkomin stig,“ sagði Atli.
Sterkur Ólafur Bjarki Ragnarsson sækir að vörn Hauka þar sem Sveinn Þorgeirsson
Sigurgangan
HK náði mest níu marka forskoti
Haukar voru ekki með í fyrri hálfleik
N1-deild karla
Úrvalsdeildin, 6. umferð:
Akureyri – Selfoss ................................ 34:29
HK – Haukar ........................................ 36:34
Fram – Afturelding.............................. 34:27
Staðan:
Akureyri 6 6 0 0 183:148 12
HK 6 5 0 1 203:198 10
Fram 6 4 0 2 205:175 8
FH 5 3 0 2 158:142 6
Haukar 6 3 0 3 156:162 6
Afturelding 6 1 0 5 157:180 2
Selfoss 6 1 0 5 162:185 2
Valur 5 0 0 5 124:158 0
HANDBOLTI
Powerade-bikarinn
Bikar karla, dregið til 16 liða úrslita:
KR – Hamar
Grindavík – KFÍ
Haukar – Þór Þ.
IR – Valur b/Fjölnir
Skallagrímur – Njarðvík b
Keflavík – Tindastóll
Laugdælir – Ármann
Snæfell – Njarðvík
Bikar kvenna, dregið til 16 liða úrslita:
Þór Ak. – Haukar
Hamar – Valur
Fjölnir – Keflavík
Njarðvík – Laugdælir
Stjarnan – KR
Skallagrímur, Grindavík og Snæfell sitja
hjá og fara beint í 8 liða úrslit.
KÖRFUBOLTI
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, IE-deildin:
Ásgarður: Stjarnan – Tindastóll ......... 19.15
Hveragerði: Hamar – KFÍ .................. 19.15
DHL-höllin: KR – Njarðvík ................ 19.15
1. deild karla:
Smárinn: Breiðablik – Ármann........... 19.15
Höllin Ak.: Þór Ak. – Skallagrímur .... 19.15
Vodafonehöllin: Valur – Þór Þ.................. 20
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, N1-deildin:
Digranes: HK – Stjarnan.......................... 18
Ásvellir: Haukar – Fylkir .................... 19.30
1. deild karla:
Austurberg: ÍR – FH U....................... 19.30
Seltjarnarnes: Grótta – Stjarnan........ 19.30
BADMINTON
Iceland International, alþjóðlega mótið,
hefst í TBR-húsunum klukkan 10.
SUND
Íslandsmótið í 25 metra laug heldur áfram í
Laugardalslaug í dag. Úrslit hefjast kl.
16.30 og lýkur um klukkan 18.
Í KVÖLD!