Morgunblaðið - 02.12.2010, Síða 2

Morgunblaðið - 02.12.2010, Síða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 VIÐTAL Kristján Jónsson kris@mbl.is Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, er kominn til Katalóníu þar sem hans bíður lokastigið á úrtöku- mótinu fyrir Evrópumótaröðina. Birgir Leifur var ekki í vandræðum með að komast í gegnum 2. stigið sem lauk á þriðjudag. Birgir lék einn hring á 68 höggum, tvo á 70 og einn á 74 við afar erfiðar aðstæður. Samtals lék Birgir á sex undir pari og hafnaði í 2. sæti. Rennir ekki blint í sjóinn „Ég er mjög ánægður. Það var góð stígandi í mínum leik og útkoman var alveg frábær. Ég var þannig lagað ánægður með allt í mínum leik og það small allt saman,“ sagði Birgir þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær. Hann hafði þá tekið æfingu og skellt sér í ræktina. „Ég reikna með því að taka níu holur á morgun (í dag) og níu holur á föstudag. Ég held að það sé ágætt að hvílast. Ég er að koma úr talsverðri törn og það er önn- ur framundan. Ég hef spilað báða vell- ina áður og renni því ekki blint í sjó- inn,“ sagði Birgir en annan völlinn spilaði hann á Evrópumótaröðinni vorið 2009 og hinn völlinn á 2. stigi úr- tökumótsins fyrir nokkrum árum. Birgir á góðar minningar frá þeim velli en þá komst hann í gegnum nið- urskurðinn eftir bráðabana. „Þá var þessum tveimur völlum reyndar blandað saman. Ég þurfti þá að fara í dramatískan sjö manna bráðabana um þrjú laus sæti. Það var virkilega gaman. Annað höggið var blint en þetta var par 4 hola. Þegar við komum að flötinni voru þar fjórir boltar og minn var 2 cm frá holunni. Ég setti því annað höggið næstum ofan í. Það var mikill léttir að sjá boltann því þetta voru frekar stressandi að- stæður.“ Sex hringir á tveimur völlum Vellirnir tveir eru á Catalunya- svæðinu. Leiknir verða tveir hringir á hvorum velli og þá verður kepp- endafjöldi skorinn niður. Um það bil sjötíu kylfingar munu þá halda áfram leik á öðrum vellinum og liðlega þrjá- tíu þeirra öðlast þátttökurétt á Evr- ópumótaröðinni 2011. Að sögn Birgis eru vellirnir nokkuð ólíkir viðureignar og því gæti sú staða komið upp, að talsvert betra skor verði á öðrum vell- inum og því erfitt að rýna í stöðuna fyrr en eftir fjóra hringi. Fram kom hjá Birgi að hann ætli sér að spila níu holur á hvorum velli fram að mótinu sem hefst á laugardaginn. Rétt er að taka það fram að hann mun þó einnig ganga þær holur sem hann ætlar ekki að spila til þess að búa til leikáætlun. Kuldi í kortunum „Það er rólegt skipulag á þessu hjá mér fram að mótinu. Ég mun æfa vel í kringum flatirnar enda snýst allt um það. Svo er bara að undirbúa gott leik- skipulag og láta vaða á þetta,“ út- skýrði Birgir sem er greinilega fullur sjálfstrausts eftir góða spilamennsku undanfarið. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvernig viðraði í Katalóníu enda hefur veður verið skrautlegt í Evrópu undanfarna daga. „Það var mjög kalt í nótt og svarta- þoka til klukkan 11 í morgun. Svo kom sólin og reif þetta allt í burtu. Það var því fimmtán stiga hiti og bongóblíða í dag. Það spáir hins vegar miklum kulda fram á laugardag með næt- urfrosti og sjö stiga hita yfir daginn. Ef sú spá rætist þá má reikna með að einhverjar seinkanir kunni að verða á mótshaldinu,“ sagði Birgir sem mun njóta liðsinnis vinar síns, atvinnukylf- ingsins Stefáns Más Stefánssonar, en hann ætlar að vera kylfusveinn Birgis. „Svo er bara að láta vaða á þetta“ Reuters Einbeittur Birgir Leifur lék virkilega vel á dögunum og er fullur sjálfstrausts.  Stefán Már verður á pokanum Birgir Leifur » Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, er kominn til Katalóníu þar sem hann mun takast á við lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina. » Kylfingarnir munu líklega ekki fara varhluta af því kulda- kasti sem gengur yfir víða í Evrópu þessa dagana. Verði það raunin gæti það sett móts- haldið úr skorðum. Óskar Örn Hauksson úr KR lagði upp flest mörk allra í úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi-deildinni í sumar. Þetta kom fram í gær þegar bókin Íslensk knattspyrna 2010 var kynnt á frétta- mannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal, en hún kom þá út í þrítugasta skipti. Lagði upp níu mörk Óskar Örn lagði upp 9 mörk fyrir KR í deildinni í sumar og þar af sex í síðustu fimm leikjum Vesturbæj- arliðsins í deildinni. Hann tók í gær við verðlaunum sem Víðir Sigurðsson, höfundur bókarinnar, afhenti en sam- antekt á stoðsendingum í deildinni hefur verið í bók- unum Íslensk knattspyrna undanfarin 17 ár. Þrír leikmenn voru á hæl- um Óskars í 2.-4. sæti yfir flestar stoðsendingar og þeir tóku einnig við verðlaunum í gær. Það voru þeir Atli Guðnason úr FH, Kristinn Jónsson úr Breiðabliki og Baldur Sigurðsson úr KR, en þeir lögðu upp 8 mörk hver í deildinni í sumar. Guðmundur Benediktsson, sem þjálfaði Selfoss í ár, hef- ur lagt upp flest mörk í deildinni frá 1992 þegar skráning stoðsendinga hófst en hann hefur átt 87 stoð- sendingar á þessum tíma. Tryggvi Guðmundsson úr ÍBV komst í annað sætið í ár en hann hefur lagt upp 62 mörk fyrir samherja sína í deildinni. Eyjólfur fékk heið- ursverðlaunin Bókaútgáfan Tindur, sem gefur út Íslenska knatt- spyrnu, veitir árlega sérstök heiðursverðlaun til ein- staklings eða félags fyrir unn- in afrek. Að þessu sinni var það Eyjólfur Sverrisson, þjálfari 21 árs landsliðs Ís- lands, sem fékk verðlaunin, fyrir frábæran árangur liðs- ins sem leikur í úrslitakeppni Evrópumótsins í Danmörku næsta sumar. gummih@mbl.is Óskar Örn varð stoðsendingakóngurinn Verðlaunaðir Óskar Örn Hauksson, Atli Guðnason, Ólafur Krist- jánsson fyrir hönd Kristins Jónssonar, og Baldur Sigurðsson. Alfreð Gíslason, þjálfari Evrópu- og Þýskalandsmeistara Kiel, hefur fengið til liðs við sig sænska línumanninn Ro- bert Arrhenius. Hann á að leysa landa sinn, Marcus Ahlm af hólmi en hann varð fyrir því óláni að handarbrotna á dögunum. Arrhenius verður í láni hjá Kiel næstu vikurnar en hann er á mála hjá spænska liðinu Aragon og fer aftur í þeirra herbúðir eftir heimsmeistaramótið í Svíþjóð í jan- úar. Arrhenius verður sextándi Svíinn sem klæðist búningi Kiel en þeirra á meðal eru Magnus Wislander, Staffan „Faxi“ Olsson, Stefan Lövgren, Marcus Ahlm, Kim And- ersson, Martin Boqvist og Henrik Lundström. Arrhenius mátti ekki spila með Kiel í leiknum gegn Rhein-Neckar Löwen í gær og er heldur ekki löglegur í leiknum gegn Barcelona í Meistaradeildinni um næstu helgi en hann spilar sinn fyrsta leik gegn Hannover-Burgdorf hinn 11. þessa mánaðar. gummih@mbl.is Enn einn Svíinn til liðs við Kiel Alfreð Gíslason Aðeins einn leikmaður þýska liðsins Hoffenheim hefur skorað fleiri mörk fyrir liðið en Gylfi Þór Sigurðsson á yfirstandandi tímabili í þýsku 1. deildinni í knatt- spyrnu. Gylfi Þór hefur skorað 5 mörk í þeim 10 leikj- um sem hann hefur komið við sögu í hjá Hoffenheim og Bosníumaðurinn Vedad Ibisevic hefur einnig náð að skora 5 mörk í þeim 12 leikjum hann hefur spilað á tímabilinu. Senegalinn Demba Ba er markhæsti leik- maður Hoffenheim en hann hefur náð að skora 6 mörk í deildinni. Gylfi Þór hefur skorað 2 mörk úr vítaspyrnum, 2 beint úr aukaspyrnum og eitt marka hans var skot sem hafði viðkomu í varnarmanni. Hoffenheim sækir Stuttgart heim í þýsku 1. deildinni á laugardaginn. Hoffenheim er í sjötta sæti deildarinnar með 22 stig en Stuttgart er í næst- neðsta sætinu með aðeins 11 stig eftir fjórtán umferðir. gummih@mbl.is Gylfi Þór næstmarkahæstur Gylfi Þór Sigurðsson England Deildabikarinn, 8-liða úrslit: Birmingham – Aston Villa ......................2:1 Sebastian Larsson 12. (víti), Nikola Zigic 84. – Gabriel Agbonlahor 30. Ipswich – WBA .........................................1:0 G. Leadbitter 69. (víti). Evrópudeild UEFA A-riðill: Lech Poznan – Juventus...........................1:1 Man City – Salzburg .................................3:0 Staðan: Man. City 10, Lech Poznan 8, Ju- ventus 5, Salzburg 2. B-riðill: Atl.Madrid – Aris ......................................2:3 Rosenborg – Leverkusen .........................0:1 Staðan: Leverkusen 11, Aris 7, Atl. Madrid 7, Rosenborg 3. C-riðill: Gent – Levski Sofia ...................................1:0 Sporting – Lille..........................................1:0 Staðan: Sporting Lissabon 12, Gent 7, Lille 5, Levski Sofia 4. G-riðill: Hajduk Split – AEK..................................1:3 Zenit – Anderlecht ....................................3:1 Staðan: Zenit 15, AEK 7, Anderlecht 4, Hajduk Split 3. H-riðill: OB – Getafe................................................1:1  Rúrik Gíslason er meiddur. Young Boys – Stuttgart............................4:2 Staðan: Stuttgart 12, Young Boys 9, Getafe 4, OB 4. I-riðill: Kharkiv – Debrecen..................................2:1 Sampdoria – PSV ......................................1:2 Staðan: PSV 13, Kharkiv 10, Sampdoria 5, Debreceni 0. Ítalía Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Bari – Livorno ...........................................4:1 Frakkland Marseille – Rennes....................................0:0 Valenciennes – Saint Etienne ..................1:1 KNATTSPYRNA N1 deild karla Úrvalsdeildin, 9.umferð: Fram – HK.............................................36:26 Staðan: Akureyri 8 8 0 0 248:204 16 Fram 9 7 0 2 310:258 14 HK 9 6 0 3 299:300 12 FH 9 5 0 4 256:245 10 Haukar 9 5 0 4 231:231 10 Afturelding 8 1 0 7 198:230 2 Selfoss 8 1 0 7 226:262 2 Valur 8 1 0 7 195:233 2 Þýskaland Rhein-Neckar Löwen – Kiel ................29:26 Gummersbach – Hamburg...................29:33 Balingen – Melsungen ..........................26:30 Staðan: Hamburg 14 13 0 1 451:364 26 Füchse Berlin 13 11 1 1 366:329 23 Kiel 14 11 0 3 453:344 22 RN Löwen 14 10 1 3 440:393 21 Göppingen 14 9 2 3 394:363 20 Flensburg 13 9 0 4 393:356 18 Gummersbach 14 8 1 5 420:401 17 Magdeburg 13 7 0 6 372:357 14 Grosswallst. 13 6 1 6 348:362 13 Lemgo 13 5 2 6 357:350 12 Balingen 14 4 3 7 385:425 11 N-Lübbecke 13 4 1 8 367:394 9 Wetzlar 13 4 1 8 325:363 9 Friesenheim 13 2 3 8 355:396 7 Melsungen 15 3 0 12 378:444 6 Ahlen-Hamm 13 2 1 10 348:402 5 Burgdorf 13 2 1 10 337:384 5 Rheinland 13 2 0 11 324:386 4 Svíþjóð Redbergslid – GUIF.............................28:33  Haukur Andrésson skoraði 3 fyrir GU- IF. Kristján Andrésson er þjálfari GUIF. Ystad – Drott .........................................25:25  Gunnar Steinn Jónsson skoraði 5 mörk fyrir Drott. Danmörk AaB – Nordjælland ...............................30:30  Ingimundur Ingimundarson skoraði ekki fyrir AaB en stóð í vörninni. Noregur Fyllingen – Viking.................................28:22  Andri Stefan lék ekki með Fyllingen vegna meiðsla.  Ingvar Árnason skoraði 2 mörk fyrir Viking. HANDBOLTI HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Varmá: Afturelding – Akureyri .......... 18.30 Vodafonehöllin: Valur – Selfoss .......... 19.30 1. deild karla: Víkin: Víkingur – Stjarnan .................. 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla, 16 liða úrslit: Borgarnes: Skallagr. – Njarðvík-b ..... 19.15 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.