Morgunblaðið - 02.12.2010, Qupperneq 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010
RolandEradze,
þjálfari fyrstu-
deildarliðs
Stjörnunnar í
handknattleik
karla, var í gær
úrskurðaður í
eins leiks bann á
fundi aganefndar
HSÍ vegna grófrar, óíþróttamanns-
legrar framkomu í leik Stjörnunnar
og ÍBV í meistaraflokki karla síðasta
laugardag. Roland tekur út bann sitt
í kvöld þegar Stjarnan sækir Víking
heim í Víkina.
Þýska handknattleiksliðið Gross-wallstadt hefur sagt þjálfara
liðsins, Michael Biegler, upp störf-
um. Hann stýrði Grosswallstadt-
liðinu í síðasta skipti á Ásvöllum í
Hafnarfirði á laugardaginn þegar
liðið vann öruggan sigur á Íslands-
meisturum Hauka og sló þá út úr
EHF-keppninni. Með liði Grosswall-
stadt leikur landsliðsmaðurinn
Sverre Jakobsson en liðið er í 9. sæti
þýsku 1. deildarinnar. Það hefur
unnið sex leiki, tapað sex og gert eitt
jafntefli.
Nær öruggt er að Cristiano Ron-aldo verði fjarri góðu gamni
með Real Madrid gegn Valencia í
spænsku 1. deildinni í knattspyrnu á
laugardaginn. Portúgalinn gat ekki
æft í gær vegna meiðsla í ökkla sem
hann varð fyrir í niðurlægingu Real
Madrid gegn Barcelona á Nou Camp
á mánudagskvöldið. Ronaldo hefur
byrjað inná í öllum 18 leikjum Ma-
dridarliðsins, 13 í deildinni og fimm í
Meistaradeildinni, og hefur skorað í
þeim 18 mörk.
Landsliðsnefnd BlaksambandsÍslands hefur endurnýjað ráðn-
ingarsamning við Apostol Apostolov
vegna þjálfunar A-landsliðs kvenna.
Tvö verkefni verða á árinu 2011. Í
janúar tekur liðið þátt í móti í Lúx-
emborg og í maí keppir það á Smá-
þjóðaleikunum í Liechtenstein.
Apostol Apostolov hefur verið
landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna
síðan 2008 og hefur landsliðsnefnd
BLÍ nú endurnýjað samninginn
fram í júní 2011.
Jóhann Helga-son, leik-
maður Grindavík-
ur, hefur skrifað
undir nýjan
tveggja ára
samning við fé-
lagið en samn-
ingur hans var
útrunninn. Jó-
hann, sem er 26 ára, hefur verið einn
af lykilmönnum Grindavíkur und-
anfarin ár. Hann lék 21 leik í sumar.
Hann hefur leikið með Grindavík
síðan 2006 en lék áður með KA. Jó-
hann hefur leikið 93 leiki með
Grindavík og skorað 10 mörk. Hann
hefur leikið einn með U21 árs lands-
liðinu og fimm með U19.
Fólk folk@mbl.is
Á VELLINUM
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Sennilega felur fátt í sér meira
skemmtanagildi og nautn en að ger-
ast hetja síns liðs í mikilvægum og
spennandi leik. Segja má að skyttan
unga í liði Fram, Arnar Birkir Hálf-
dánsson, hafi fengið að upplifa slíkt
í gær þegar hann fór hamförum á
lokakaflanum í tíu marka sigri
Fram á HK í 9. umferð N1-deildar
karla í handknattleik, 36:26. Með
sigrinum komst Fram tveimur stig-
um frá HK og er liðið í 2. sæti,
tveimur stigum á eftir taplausum
Akureyringum.
Framarar höfðu náð sér í fimm
marka forskot í fyrri hálfleiknum
og haldið því framan af þeim seinni.
En þá, þegar um korter var eftir af
leiknum, virtist sem allt ætlaði að
falla með gestunum úr HK. Róbert
Aron Hostert hafði farið meiddur af
velli, Andri Berg Haraldsson fékk
að líta rauða spjaldið, Ólafur Bjarki
Ragnarsson hafði tekið upp á því að
skora (sem hann gerði ekki í fyrri
hálfleik) og munurinn var kominn
niður í eitt mark. En þá var komið
að Arnars þætti Hálfdánssonar.
Þessi 17 ára gamli leikmaður raðaði
inn mörkum utan af velli þegar út-
litið var orðið svo dökkt sem áður
segir, og átti ríkan þátt í því að
Framarar gátu fagnað vel og inni-
lega í leikslok. Hetjuleg innkoma,
svo ekki sé meira sagt, og gaman
að sjá unga menn með stáltaugar
láta til sín taka á ögurstundu.
„Arnar Birkir átti þvílíka inn-
komu. Hann skoraði hreinlega að
vild og leysti sitt hlutverk bara frá-
bærlega. Hann kom okkur yfir erf-
iðasta hjallann þegar við vorum í
vandræðum í sókninni,“ sagði Einar
Jónsson, aðstoðarþjálfari Fram, eft-
ir leikinn.
Besti maðurinn sást ekki
Textann hér að ofan má þó ekki
skilja sem svo að Arnar Birkir hafi
séð um HK-inga einn síns liðs.
Framarar gátu gengið afar stoltir
af velli enda spiluðu þeir frábæra
vörn stærstan hluta leiksins með
Magnús Stefánsson og Halldór Jó-
hann Sigfússon í broddi fylkingar.
Fyrrnefndur Ólafur Bjarki var
kjörinn besti leikmaður Íslands-
mótsins til þessa í vikunni, en hann
sást varla í fyrri hálfleik.
„Þetta var bara hörkuleikur
lengst af. Við spiluðum mjög vel
framan af en lentum í erfiðum kafla
þarna í seinni hálfleik. Við rifum
okkur svo upp úr því og kláruðum
leikinn með stæl.
Það var virkilega mikil barátta í
mönnum og það að hafa náð að
stöðva Ólaf Bjarka, einn af þremur
bestu mönnum mótsins til þessa,
sýnir bara hvers megnug þessi vörn
er. HK-liðið er búið að skora ein-
hver 35 mörk í flestum sínum leikj-
um þannig að það er mjög vel gert
að halda þeim í 26 mörkum. Við
vorum frábærir í þessum leik,“ sagði
Einar.
Erlingur Richardson, þjálfari HK,
tók í svipaðan streng.
„Þeir voru bara betri í dag. Við
náðum okkur ekki alveg á strik en
komumst inn í þetta um tíma og hefð-
um getað jafnað metin, og þá fannst
manni þetta vera að snúast með okk-
ur. En þetta fór á allt annan veg.
Framarar voru bara miklu betri á öll-
um sviðum í dag,“ sagði Erlingur.
Rauða spjaldið fór tvívegis á loft í
leiknum þegar þeir Andri Berg Har-
aldsson og Vilhelm Gauti Berg-
sveinsson voru reknir af velli. Andri
Berg á að hafa slegið í andlit Ólafs
Bjarka og Vilhelm Gauti braut á
Arnari Birki í lokasókn leiksins.
Brottrekstrarnir voru einkennandi
fyrir hitann og lætin í leiknum, sem
erfitt er að gera skil á prenti. Sjón er
alltaf sögu ríkari.
Sautján ára skytta sýndi
stáltaugar á ögurstundu
Morgunblaðið/Eggert
Aðalhlutverk Andri Berg Haraldsson var í einu aðalhlutverkanna í leik Fram og HK í gær þar sem hann gerði sjö mörk
en fékk svo að líta rauða spjaldið í seinni hálfleik þegar hann átti að hafa slegið til leikmanns HK.
Framarar einir í 2. sæti eftir 10 marka sigur á HK Arnar Birkir gerði útslagið
„Það er ennþá allt opið hjá mér núna. Ég
sagði við GAIS að ég ætlaði að nýta mér þessa
viku og næstu til að hugsa þessi mál, og taka
svo ákvörðun,“ sagði knattspyrnukappinn
Eyjólfur Héðinsson sem gæti verið á leið frá
sænska úrvalsdeildarfélaginu GAIS eftir
tæplega fjögurra ára veru hjá því.
„Þeir hafa sýnt því mikinn áhuga á að halda
mér sem er náttúrulega mjög gaman og ég
útiloka það ekki að vera þarna áfram, en ég
hef aðra möguleika og ætla að vega þá og
meta. Það eru nokkrir misspennandi mögu-
leikar í boði,“ sagði Eyjólfur sem segir áhugann aðallega koma
frá félögum í Skandinavíu. Hann er þó ekki orðinn leiður á lífinu
í Gautaborg:
„Það væri samt gaman að prófa eitthvað nýtt.“ sindris@mbl.is
Eyjólfur undir feldi
Eyjólfur
Héðinsson
Norska knattspyrnuliðið Viking hefur gert
Stefáni Gíslasyni tilboð en liðið er tilbúið að fá
hann í sínar raðir frá Bröndby í Danmörku. Að
því er fram kom í norska blaðinu Stavanger Af-
tenblad hefur Arnór Guðjohnsen, umboðs-
maður Stefáns, gert Viking gagntilboð að
kröfu leikmannsins.
Stefán á eitt og hálft ár eftir af samningi sín-
um við Bröndby en hann hefur verið úti í kuld-
anum hjá liðinu síðustu mánuðina. Hann var í
láni hjá Viking síðastliðið sumar og þótti standa
sig vel með norska liðinu. Stefán er á góðum
launum hjá Bröndby og fær sem samsvarar um 55 milljónum ís-
lenskra króna á ári. Stefán gerir sér grein fyrir því að hann muni
lækka í launum gangi hann í raðir Viking en samningaviðræður
um félagaskiptin verða áfram í gangi. gummih@mbl.is
Stefán gerði gagntilboð
Stefán
Gíslason
Íslensk ungmenni stóðu sig vel á alþjóðlegu
júdómóti sem haldið var í Hilleröd í Dan-
mörku um síðustu helgi. Íslendingar sendu
um 20 keppendur til leiks og komu þeir frá
fimm félögum, Júdófélagi Reykjavíkur, ÍR,
Ármanni, Grindavík og KA.
Íslendingar unnu tvenn gullverðlaun, Ingi
Þór Kristjánsson, JR, varð hlutskarpastur í
opnum flokki en hann vann átta af níu glímum
sínum á mótinu. Þá vann Helga Hansdóttir úr
KA sigur úr býtum í opnum flokki þar sem
hún lagði meðal annars þyngri og stærri
stúlku frá Þýskalandi.
Þá hreppti íslenska júdófólkið fern silfurverðlaun og átta
bronsverðlaun og því óhætt að segja að bjart sé framundan í jú-
dóíþróttinni hér á landi. gummih@mbl.is
Gott hjá júdómönnum
Helga
Hansdóttir
Íþróttahús Fram, úrvalsdeild karla, N1
deildin, miðvikudaginn 1. desember
2010.
Gangur leiksins: 4:2, 10:6, 13:9,
16:11, 18:13, 21:15, 23:17, 24:23,
32:24, 36:26.
Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 7,
Arnar Birkir Hálfdánsson 6/1, Einar
Rafn Eiðsson 6/2, Haraldur Þorvarð-
arson 4, Róbert Aron Hostert 4,
Magnús Stefánsson 3, Halldór Jóhann
Sigfússon 3, Matthías Daðason 3.
Varin skot: Magnús Gunnar Erlends-
son 17 (þar af 8 til mótherja).
Utan vallar: 12 mínútur.
Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson
8/5, Daníel Berg Grétarsson 7, Bjarki
Már Elísson 4/2, Atli Ævar Ingólfsson
4, Hörður Másson 2, Hákon Her-
mannsson Bridde 1.
Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson
15/1 (þar af 4 til mótherja).
Utan vallar: 10.
Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og
Hlynur Leifsson.
Áhorfendur: 300.
Fram - HK 36:26