Morgunblaðið - 04.12.2010, Page 3

Morgunblaðið - 04.12.2010, Page 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010 Tékkneska stórskyttan FilipJicha, leikmaður Evrópu- og Þýskalandsmeistara Kiel, er búinn að jafna sig af meiðslum og verður með liðinu gegn Barcelona í Meist- aradeildinni á morgun en liðin eigast við á Spáni. Jicha var sárt saknað í liði Kiel í vikunni í leiknum gegn Rhein-Neckar Löwen en meist- ararnir töpuðu þeim leik.    Grindavík hefurfengið góðan liðsstyrk í kvenna- fótboltanum því Jóna Sigríður Jónsdóttir hefur skrifað undir eins árs samning við félagið. Jóna Sig- ríður er 26 ára varnarjaxl og kemur frá Haukum þar sem hún hefur verið lykilleik- maður undanfarin ár. Jóna Sigríður hefur spilað 137 leiki í deild og bikar fyrir Hauka og Stjörnuna. Þetta kemur fram á vef Grindvíkinga.    Knattspyrnuþjálfarafélag Íslandsútnefndi Ólaf H. Kristjánsson og Frey Alexandersson þjálfara árs- ins 2010 á aðalfundi sínum í vikunni. Ólafur og Freyr stýrðu meistara- liðum Breiðabliks og Vals í karla- og kvennaflokki. Sveinbjörn Jón Ás- grímsson, Júlíus Á. Júlíusson og Halldór Þ. Halldórsson voru heiðr- aðir fyrir vel unnin störf við þjálfun yngri flokka.    Owen Coyle knattspyrnustjóriBolton var í gær útnefndur stjóri nóvembermánaðar í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu og fram- herji liðsins, Svíinn Johan Elm- ander, var útnefndur besti leikmaður mánaðarins. Bolton tapaði ekki leik í nóvember. Liðið vann þrjá leiki, gerði tvö jafntefli og endaði mánuðinn í sjötta sæti deildarinnar. Leikur liðsins hefur tekið gríð- arlegum breytingum til batnaðar frá því Coyle tók við liðinu af Gary Meg- son í janúar. Elmander hefur leikið sérlega vel í framlínu Bolton en Svíinn hávaxni skoraði þrjú mörk í nóvember.    Hópurinn hjánýliðum Víkings stækkar enn fyrir keppn- ina í úrvalsdeild karla í fótbolt- anum næsta sum- ar. Hörður Sig- urjón Bjarnason er á leið til félags- ins á nýjan leik eftir að hafa spilað með Þrótti R. í sumar. Þetta staðfesti Hörður við vefmið- ilinn Fótbolti.net í gær. Hörður, sem er 29 ára gamall vinstri bakvörður eða kantmaður, lék með Víkingum í fjögur ár. Hann lék 19 leiki með Þrótturum í 1. deildinni í sumar og skoraði 5 mörk. Í efstu deild hefur hann leikið 30 leiki með Víkingum og 16 með Breiðabliki og skorað alls 4 mörk. Fólk folk@mbl.is VIÐTAL Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is „Nei blessaður vertu. Það er engin krísa hjá okkur. Við munum kom- ast á gott skrið aftur og ætlum okkur að verja titlana,“ sagði landsliðsmaðurinn Aron Pálm- arsson, leikmaður Evrópu- og Þýskalandsmeistara Kiel, við Morgunblaðið í gær. Kiel tapaði fyrir Rhein-Neckar Löwen í vikunni og var þetta þriðja tap meistaranna í deildinni á leik- tíðinni. Ekki er hægt að segja að meistaraliðið sé á kunnuglegum slóðum því það er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar. Verðum komnir á toppinn fljótlega eftir áramót „Það er eins og það sé allt gert til gera okkur lífið leitt. Í fyrri um- ferðinni höfum við mætt Flens- burg, Hamburg, Füchse Berlin og Rhein-Neckar Löwen öllum á úti- velli á meðan Hamburg hefur átt öll sterkustu liðin á heimavelli. Ég hef engar áhyggjur af okkar stöðu. Hamburg á eftir að tapa stigum og ég reikna með því að við verðum komnir á toppinn fljótlega eftir HM. Við höfum verið með marga menn í meiðslum og auðvitað hefur það tekið sinn toll,“ sagði Aron en hann átti mjög góðan leik gegn Rhein-Neckar í vikunni, skoraði 4 mörk og átti fjölda stoðsendinga í leiknum. Alfreð spurði mig hvort ég gæti spilað í 60 mínútur Aron, sem er tvítugur, er á sínu öðru ári hjá Kiel og ef fram heldur sem horfir er ekki þess langt að bíða að hann verði orðinn einn af lykilmönnum liðsins en Alfreð Gíslason, þjálfari liðsins, hefur jafnt og þétt verið að gefa Aroni fleiri tækifæri og aukið ábyrgðina á herðar Hafnfirðingsins unga. „Alfreð kom til mín fyrir leikinn og spurði mig hvort ég gæti spilað í 60 mínútur þar sem Jicha gat ekki spilað. Ég sagðist vera klár í það og maður verður bara að nýta tækifærið. Ég mjög sáttur með minn leik en við þurftum mörkin hans Jicha og hefðum unnið ef hann hefði spilað,“ sagði Aron sem stendur í ströngu þessa dagana. Mæta Barcelona á morgun Kiel heldur til Barcelona í dag en liðið mætir Börsungum í Meist- aradeildinni á morgun. Kiel er efst í riðlinum með 10 stig, Rhein- Neckar Löwen er með 8, Barcelona og Chambery 6, Celje 4 og Kielce 2 en fjögur efstu liðin komast í 16 liða úrslitin. Kiel og Barcelona skildu jöfn í fyrri leiknum, 28:28, en Aron fagnaði sigri á heimavelli Barcelona í Meistaradeildinni á síð- ustu leiktíð. „Við viljum vinna riðilinn og því er mikilvægt að ná sigri á móti Barcelona. Með sigri í þeim leik er- um við komnir í mjög góða stöðu. Það er mikið álag á manni. Strax eftir leikinn í Barcelona flýg ég til Svíþjóðar og spila þar með landslið- inu á þriðjudag og miðvikudag og með Kiel á móti Burgdorf á laug- ardag. Eftir leikinn á laugardaginn verð ég búinn að spila átta leiki á 20 dögum en maður kvartar ekki. Þetta er svo gaman,“ sagði Aron. „Eins og allt sé gert til að gera okkur lífið leitt“ Ljósmynd/Jürgen Pfliegensdörfer Íslendingaslagur Aron Pálmarsson ógnar marki Rhein-Neckar Löwen en Ólafur Stefánsson reynir að stöðva hann í leik liðanna á dögunum.  Aron Pálmarsson hefur engar áhyggjur af gengi Kiel  Meistararnir hafa tapað þremur leikjum í deildinni  Mikið leikjaálag, Aron spilar átta leiki á 20 dögum Þýskaland » Hamburg er á toppnum í þýsku 1. deildinni með 26 stig. Füchse Berlín er með 23, Kiel 22, Rhein-Neckar Löwen 21, Göppingen 20, Flensburg 18 og Gummersbach 17 stig. » Kiel á eftir að mæta Burg- dorf heima, Gummersbach heima, N-Lübbecke úti, Frie- senheim úti og Rheinland heima áður en gert verður hlé á deildinni vegna HM í Svíþjóð. Apostol Apostolov, nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna í blaki, hefur valið 18 manna hóp til æfinga fyrir Novotel Cup, alþjóðlegt mót sem fram fer í Lúx- emborg 7.-9. janúar. Sjö leikmenn eru frá Íslands- meisturum HK, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Fríða Sig- urðardóttir, Karen Björg Gunnarsdóttir, Velina Apostolova, Birta Björnsdóttir, Steinunn Helga Björgólfsdóttir og Laufey Björk Sigmundsdóttir. Þá koma fjórar frá Þrótti í Neskaupstað, þær Kristín Salín Þórhallsdóttir, Helena Kristín Gunnarsdóttir, Zaharina Filipova og Miglena Apostolova. Frá KA koma Auður Anna Jónsdóttir og Birna Baldursdóttir, frá Stjörnunni þær Hjördís Eiríksdóttir og Hjördís Marta Óskarsdóttir, og svo Fjóla Rut Svavarsdóttir frá Þrótti R. Frá dönskum liðum koma Elsa Sæný Valgeirsdóttir frá Holte og Ásthildur Gunnarsdóttir frá Ama- ger. Tólf leikmenn verða síðan valdir til ferðarinnar. vs@mbl.is Sjö frá HK í æfingahópi Elsa Sæný Valgeirsdóttir Leik Blackpool og Manchester United í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu sem fram átti að fara á Bloomfield vell- inum í Blackpool síðdegis í dag hefur verið frestað. Völl- urinn er frosinn en engar hitalagnir eru í honum og hann því ekki leikfær. Þar með fá Chelsea og Arsenal tækifæri til að komast upp- fyrir United í dag. Arsenal tekur á móti Fulham og Chelsea fær Everton í heimsókn en bæði lið eru tveimur stigum á eft- ir Alex Ferguson og hans mönnum. Flestallir vellir liða í úr- valsdeildinni eru upphitaðir og því er yfirleitt hægt að spila, nema ef erfiðleikar verða með umferð til og frá völlunum. Nokkrum leikjum í 1. deildinni hefur einnig verið frestað sem og fjölmörgum leikjum í neðri deildunum en mikið vetr- arríki er á Bretlandseyjum eins og víða í Evrópu. Meðal ann- ars fá Íslendingarnir hjá QPR, Portsmouth og Reading helg- arfrí en leikjum þeirra hefur þegar verið frestað. vs@mbl.is Helgarfrí hjá United Vefmiðillinn Talksport heldur áfram að orða Gylfa Þór Sigurðsson við Manchester United. Fram kemur í frétt á vefnum að Gylfi ætli sér ekki að fara frá þýska liðinu Hoffenheim á yfirstandandi tímabili þrátt fyrir áhuga bæði Manchester United og Arsenal. Forráðamenn Hoffenheim eru meðvitaðir um áhuga annarra liða á Gylfa og ku verð- leggja hann á sem svarar 12 milljónum punda sem gerir 2,2 milljarða íslenskra króna en Hoffeheim greiddi helming þeirr- ar upphæðar þegar það keypti hann frá enska liðinu Reading í sumar. ,,Við reiknum með því að Gylfi verði hjá okkur í vet- ur. Hann vill ekki fara frá liðinu strax,“ segir heimildarmaður Hoffenheim við Talksport. gummih@mbl.is Metinn á 2,2 milljarða Gylfa Þór Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.