Morgunblaðið - 04.12.2010, Page 4

Morgunblaðið - 04.12.2010, Page 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010 Íslandsmótið í skylmingum barna, 12 ára og yngri, með höggsverði fór fram í Skylmingamiðstöðinni í Laug- ardal síðasta sunnudag. Þar er glæsileg aðstaða fyrir skylmingafólk, undir stúku Laugardalsvallar, eða í Baldurshaga eins og sá hluti svæðisins hefur lengi verið nefndur og áður var notaður sem keppnis- og æfingaaðstaða fyrir frjáls- íþróttafólk. Keppt var í flokkum 11-12 ára, 9-10 ára og 7-8 ára en síðan var sérstakur sýningarflokkur fyrir börn 6 ára og yngri. Í hverjum aldursflokki var keppendum síðan skipt í byrjendaflokk, fyrir þá sem ekki hafa keppt áð- ur, og í keppnisflokk þar sem lengra komnir í íþrótt- inni áttust við. Í byrjendaflokkum fengu allir þátttak- endur sömu viðurkenningu en í keppnisflokkum var keppt til úrslita. Kjartan Þorbjörnsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, betur þekktur sem Golli, mætti í Skylmingamiðstöðina á sunnudaginn og tók meðfylgjandi myndir af krökk- unum. vs@mbl.is Skylmingakrakkarnir á fullri ferð Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.