Eyjablaðið - 22.11.1951, Síða 2
8
EYJABLAÐIÐ
MICHAEL SAYERS OG ALBERT KAHN:
„ Samsærið mikla gegn
Sovéfríkjunum ”
Bókaútgáfan Neistas'. — Reykjavík 1950.
EYJABLADIð
kemur út vikulega
--------Otgefandi: -------
Sósíalistafél. Vestmannaeyja
Ritnefnd:
Ólafur Á. Kristjánsson, Þórarinn
Magnússon, Oddgeir Kristjánsson,
Sigurður Jónsson áb.
Prentsmiðjan „Eyrún" h.f.
Lánsfjárkreppan
íslenzkt atvinnulíf mótast í
dag fyrst og fremst af skorti á
fjármagni. Þetta ástand, sem
nefnt hefur vxerið Idnsfjdr-
kreppa, er bein afleiðing af fjár-
málastefnu ríkisstjórnarinnar og
útreiknað af fjármálaséníinu
Benjamín Eiríkssyni.
Sem dæmi um þetta ástand
má taka ákveðið fyrirtæki í
Reykjavík. Það á vélar, hús og
aðrar eignir upp á 10 milljónir
króna, og á eignum þessum
hvíla skuldir, sem nema um 2
milljónum. Nauðsynlegar vöru
og hráefnabirgðir til reksturs
þessa fyrirtækis námu fyrir geng
islækkun 3 milljónum. Nú, eft-
ir gengislækkunina og erlendar
verðhækkanir þar á ofan, þarf
fyrirtækið a. m. k. 5 milljónir
í hráefnum og vörubirgðum —
en Björn Ólafsson og Benjamín
banna bönkunum að lána því
meira en þessa einu milljón.
Afleiðingin er sú, að fyrirtækið
lendir í fjárþröng, getur ekki
tryggt sér nægilegar vörubirgð-
ir, framleiðslan dregst saman,
það er í vandræðum með launa
greiðslur o. s. frv.
Það sem stendur fyrirtæki
þessu fyrir þrifum er alls ekki
fátækt í venjulegri merkingu;
það eru engir kotungar sem
eiga eignir upp á 10 milljónir.
Ekki er það heldur venjulegur
taprekstur sem hindrar vöxt
þess og viðgang því eigendur
þess eru öruggir um hagnað af
hverju því verki sem þeir láta
vinna. Það vantar aðeins eitt:
rekstrarfé, og eigendurnir, sem
sættu sig illa við þetta ástand,
bera sig upp við bankastjórana
— og bankastjórarnir segja þeim
að Benjamín liafi reiknað út
að það megi ekki lána meiri
peninga.
Annað dæmi: Fyrir gengis-
lækkunina lánuðu bankarnir kr.
1,60 út á kíló af fullstöðnum
fiski. Við gengislækkunina hækk
aði kostnaður við framleiðsl-
una um 75%, og þar við hafa
síðan bætzt erlendar verðhækk-
ánir, sem enn hafa hækkað fram
Það verður ekki fullþakkað, I
að bókaútgófan Neistar hefur
róðizt í að gefa út hið mikla rit
tveggja amerískra rithöfunda.
Samsærið mikla gegn Sovétríkj-
unum. Á þeim eymdarórum, sem
nú ríða yfir íslenzka bókaútgófu,
er óþvegnir dónar afla sér lífs-
uppeldis með því að gefa út
flötustu reyfara og reyfaratíma-
ri.t, sem að brotinu til virðast
vera miðuð við vasastærð manna
en að efni og innihldi við am-
erískan borgaraskríl, þó horfir
það til gamans, að til skuli vera
svo bjartsýnir menn, sem hika
ekki við að bjóða íslendingum
bók, sem er hótt ó. sjötta hundr-
að blaðsíður, og lóta sér ekki
segjast, þótt tímarnir séu erfiðir.
Þótt ekki væri fyrir annað, þó
er þessi bók sérlega athyglis-
verð. En þessi bók hefur svo
margt sér til ógætis, að ég get
ekki stillt mig um að fara um
hana nokkrum orðum, þótt henn
ar hafi óður verið minnzt. Sam-
særið gegn Sovétríkjunum er >
saga þess þóttar aldar okkar,
sem mest hefur borið ó í frétt-
um og blöðum síðasta mannsald
ur. Það verður skemmtilegt við-
fangsefni sagnfræðingum fram-
leiðslukostnaðinn. Samt neita
bankarnir nú að lána meira en
kr. 1,90 út á kílóið. Hækkunin
nernur aðeins tæpum 19%, svo
þarna liefur raunverulega átt
sér stað stórkostleg lækkun á
lánum til framleiðslunnar.
Fyrir gengislækkun lánuðu
bankarnir 40 aura út á kíló
rniðað við fullstaðinn fisk til_
að verka hann. Þessi lán eru nú
óbreytt, 40 aurar á kíló, eftir
allar þan: gífurlegu verðhækk-
anir sem síðan hafa orðið!
Afleiðing þessarar stefnu
gagnvart útveginum hefur orð-
ið sú, að útgerðarmenn og aðrir
framleiðendur hafa ekki treyst
sér til að láta verka fiskinn hér
heima, enda þótt verð sé nú
hátt erlendis og markaður slíkur
að stöðug eftirspurn er eftir ís-
lenzkum fiskafurðum. Þessir að-
ilar hafa hreint og beint ekki
haft fé til að geta grætt á frarn-
leiðslunni! Þess vegna hafa ýms-
ir tekið þann kostinn að senda
togarana til Danmerkur með
fiskinn óverkaðan; Danir liafa
tíðarinnar að rannsaka og prófa
samtíðarheimildir um sögu Sov-
étríkjanna. Hvílíkur hafsjór af
lygum. Samsærið gegn Sovét-
ríkjunum er sagan um viðskipti
auðvaldsríkjanna og Róðstjórnar-
Rússlands fró því að byltingin
brast ó 1917 og fram til loka
hinnar síðustu heimsstyrjaldar.
Saga þessara viðskipta er lyga-
sögu líkast. Enginn reyfari er
meira æsandi en sagan um við-
leitni auðvaldsríkjanna til að
koma Róðstjórnarríkjunum fyrir
kattarnef allt fró þvi, er rúss-
neska byltingin var í vöggu og
fram til þsssa dags. í baróttu
auðvaldsríkjanna gegn Sovét-
ríkjunum voru öll vopn heilög,
einskis var svifizt, tilgangurinn
helgaði hvert meðal. Fyrstu við-
brögð auðvaldsríkjanna við
rússnesku byltingunni voru þó
raunar mörkuð undrun, algeru
skilningsleysi ó því sem var að
gerast. Og í rauninni hafa þau
ekki nóð sér eftir þessa undrun
enn þann dag í dag, mannsaldri
eftir að fyrirburðurinn varð.
Daginn eftir að Lenín myndaði
stjórn sína í nóvember 1917,
skrifar sendiherra Bandaríkj-
anna, Froncis, þessi orð: „Sagt
síðan gengið frá honum og kom
ið honum í verð á íslenzkum
fiskmörkuðum.
Tapið af þessari ráðsmennsku
valdhafanna er margvíslegt.
Gjaldeyristekjurnar af fram-
leiðslunni verða miklu minni
en þær gætu orðið. Togararnir
tapa tíma frá veiðum með sigl-
ingunum. Og loks tapar íslenzkt
verkafólk vinnu, mikilli vinnu,
ög nú er orðið tilfinnanlegt at-
vinnuleysi víða um land.
Það vantar ekki að valdhaf-
arnir hafi verið minntir á á-
standið, og það vantar heldur
ekki að þeim hafi verið bent á
einfalda lausn: aukin lán til
framleiðslunnar. Og það stend-
ur sosum ekki á svarinu hjá
stjórnarvöldunum: Hann Benja
mín hefur reiknað út að þetta
eigi að vera svona, Benjamín
segir að við megurn ekki lána
peninga.
Hann virðist ætla að verða
íslendingum nokkuð dýr, þessi
Benjamín, áður en lýkur.
er að fulltrúaróð verkamanna í
Pétursborg hafi myndað stjórn
með Lenín sem forsætisróðherra
og frú eða ungfrú Kollontaj sem
menntamólaróðherra. Andstyggi
legt! En ég vona, að því hlægi-
legra sem ástandið verður, þeim
mun fyrr berist hjálpin". Já, víst
var það andstyggilegt. Fulltrúar
auðvaldsins skildu það af með-
fæddri stéttvísi, að nú var í
heiminn borinn sósíalisminn, er
mundi standa yfir hfuðsvörðum
auðvaldsins, morgunstjarna hins
vinnandi mannkyns brauzt fram
úr skýjum festingarinnar og síð
an hafa hundar auðvaldsins gól-
að án afláts að þessu bjarta him
intungli, en ekki fengið hrakið
það af braut sinni. Samsærið
gegn Sovétríkjunum rekur þessa
sögu, túlkar þessa baráttu í henn
ar sundurleitu myndum: vopnuð
um innrásum, skemmdarverkum
og launráðum. Engin smuga var
svo mjó, að hið erlenda auðvald
reyndi ekki að smjúga þar í gegn
til þess að bana þjóðfélagi hins
vinnandi manns, þjóðfélagi sósí-
alismans. Auðvaldið hagnýtti sér
allar veilur í flokki sósíalismans,
bolsévíkaflokknum, gerði marga
af áhrifamönnum flokksins að
leigðum leppum sínum. Öll er
þessi saga sögð á grundvelli ó-
hrekjanlegra heimilda, sérhver
fullyrðing er hlaðin óvéfengjan-
legum staðreyndum, og þegar
lestri bókarinnar er lokið hefur
lesandinn horft á sjónarspil um
sögu og örlög aldar okkar, svo
ægifagurt og átakanlegt, vegna
þess, að hver maður finnur, að
í átökum þessa leiks var barizt
um örlög og framtíð alls mann-
kynsins. Ef samsærið gegn Sov-
étríkjunum hefði heppnazt, þá
hefði öll saga jarðarinnar skipt
um svip. Svo mikinn sess skipa
Ráðstjórnarríkin í sögu aldar
vorrar.
Samsærið gegn Sovétríkjunum
er ein þeirra bóka, sem allir, er
á annað borð vilja botna eitt-
hvað í tilveru samtíðarinnar,
verða að lesa. í hinum miklu
sviptingum vorra tíma er það
hverjum hugsandi manni nauð-
syn að skilja eðli þeirrar baráttu
sem háð er gegn Sovétríkjunum.
Þessi barátta er ekki ný bóla,
hún er jafngömul rússnesku
byltingunni, og hún verður háð
með æ meira ofstæki á meðan
auðvaldið getur valdið vopni og
hefur ráð á að leigja sér póli-
tíska atvinnulygara. Samsærið
gegn Sovétrikjunum er í tölu
þeirra fáu bóka hér á landi,
sem hægt er að segja um, að
hver maður sé að fátækari, sem
hefur ekki lesið hana.
Sverrir Kristjánsson.