Eyjablaðið - 04.03.1939, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 04.03.1939, Blaðsíða 1
EYJABLAÐIÐ ÚTGEFANDI: SOSIALISTAFÉLAG VESTMANNAEYJA I. ÁRGANGUR_Laugardaginn 4. marz 1939 1. TÖLUBLAÐ Verkamenn! munið að greióa félagsgjöld ykkar til verkamannafé- lagsins DRÍFANDA VERKALÝÐS- SAMTÖKIN BLAÐ það, sem hér hefur göngu sína, er gefið út af Sósíalistafélagi Vestmanna- eyja. Tilgangurinn með útgáfu þess er sá, að bæta úr þeim skorti á blaðakosti, sem sósía- listar og aðrir frjálslyndir og lýðræðissinnaðir menn hér í Eyj- um hafa átt við að búa undan* farið. Mun blaðið fjalla um bæjar- og landsmál, en mun auk þess flytja ýmislegt efni, fólki til fróð- leiks og skemtunar. — Meðan rúm þess leyfir, mun það taka fúslega til birtingar greinar um hverskonar bæjar- eða þjóðþrifa- mál. Er þess að vænta, að blað þetta geti orðið vinsælt, keypt og lesið af öllum almenningi hér. Útg. Tildrög hennar eru þessi: í Hafnarfirði hafa hægri for- ingjar Alþýðuflokksins haft meiri hluta í bæjarstjórn um langt skeið. Þessir foringjar hafa í krafti kjörfylgis smám saman náð yfirráðum yfir 3/5 af öllum atvinnurekstri í bænum og eru því orðnir stærstu atvinnurek- endur þar. Samtímis hafa þeir og farið með völd í verkamanna- félaginu Hlíf, sem taldi um síð- astl. áramót nál. 600 meðlimi. Völd sín í atvinnumálum hafa þeir óspart notað til þess að hefta skoðunarfrelsi frjálslyndra ‘og vinstri sinnaðra verkamanna innan verkamannafélagsins. Þessa skoðnanakúgun vildu hafnfirskir verkamenn ekki þola og hrundu yfirráðum Skjaldborgarinnar, en svo eru hægri Alþýðuflokks- broddarnir alment kallaðir, við síðustu stjórnarkosningar í Hlíf. í kosningabaráttunni var aðal- málið að losna við alla atvinnu- rekendur úr samtökunum, enda mæltu lög Hlífar svo fyrir. Eftir kosningarnar skipuðu sósíalistar stjórn Hlífar og í samræmi við loforð sín, var 12 stærstu at- vinnurekendunum, sem allt voru »Skjaldbyrgingar« vikið úr fé- laginu. Við þetta þóttust hafn- flrsku atvinnurekendurnir ekki geta unað og fengu því til leiðar komið, að stjórn Alþýðusam- bandsins rak Hlíf úr Alþýðu- sambandinu og stofnuðu þeir 8amtímis nýtt klofningsfélag, Verkamannafélag Hafnarfjarðar, og er það nú upplýst, að meðulin, sem þeir not- Hér birtist mynd af ekkju Len- ins, Krupskaja, sem lézt nýlega. uðu til þessa óþokkatiltækis, voru þau, ýmist að lofa verka- mönnum atvinnu við fyrirtæki sín eða hóta þeim algerum at- vinnumissi að öðrum kosti. Verkamannafélagið Hlíf, sem er hið eina löglega og viður- kenda félag, hafði samniga við aðra atvinnurekendur í Hafnar- firði og var í taxta félagsins ákvæði þess efnis, að Hlífarmenn sætu fyrir allri vinnu. Við stofn- un klofningsfélags Skjaldborgar sögðu talsvert á annað hundrað manns sig úr Hlíf. Þessir menn voru eftir sem áður bundnir við taksta félagsins og þar með, að þeir máttu ekki vinna nema með félagsbundnum mönnum úr Hlif. En tilgangur Skjaldbyrg- inga var sá að brjóta niður Hlíf og sjá um, að félagsmenn hennar fengju enga atvinnu hjá fyrirtækjum Skjaldbyrginga. Þegar togarinn »Júní« kom til Hafnarf jarðar um miðjan febrúar, bannaði Hlíf vinnu við skipið, nema því aðeins að Hlífarmenn fengju vinnuna. Heflr vinnu- bann þetta staðið síðan. Skjald- byrgingar eru orðnir vita fylgis- lausir í Hafnarfirði, þ. e. a. s. af frjálsum verkamönnum og allar tilraunir foringjanna til þess að hefja vinnu hafa strandað á mótspyrnu Hlífar. Klofningsfé- lagið hefir þó »alt Alþýðusam- bandið« á bak við sig í deilunni, en það hefir sýnt sig, að er ekki annað en dautt hugtak, sem ekki geíur kúgað verka- lýðinn, þrátt fyrir góðan vilja. Frh. 4. bls. Öllum verkalýð ætti að vera það Ijóst, að eina vonin til þess, að hann fái haldið þeim kjörum, sem hann hefur áunnið sér og bætt þau, er að hann standi utan um samtök sín og efli þau, og það því fremur, sem hinir ýmsu andstæðingar verka- lýðssamtakanna leggja nú með degi hverjum aukið kapp á að brjóta þau á bak aftur. Ef litið er á samtök landverka- manna hér í Eyjum, verkam.fél. Drífandi, verður ekki komist hjá því að benda á, að enn eru það allmargir verkamenn, sem hafa ekki gengið í þessi samtök, og einnig aðrir, sem láta sig þau alltof litlu skifta, enda þótt þeir hafi gerst meðlimir þeirra. Þessir verkamenn hljóta að vita það, eins vel og aðrir, að þeir njóta þeirra kjarabóta, sem verkalýðssamtökin hafa náð fram á undanförnum árum, engu síður en þeir verkamenn, sem barist hafa fyrir þessum kjara- bótum, staðið á sínum stað inn- an samtakanna og gert þau þess megnug að ná kjarabótunum fram. Út frá þessu sjónarmiði getur því engin neitað pví, að það sé fullkomin sanngirniskrafa af verkamannafélagsins hálfu, að þessir verkamenn séu í fjélaginu og inni þar af höndum sjálfsagða félagsskyldu, enda verður ekki hjá því komist, að félagið taki þessi mál fastari tökum hér eftir en hingað til. Og jafnframt því að viðurkenna þetta, verða verkamenn að gera sér það ljóst, að ef fjöldinn af hinu vinnandi fólki hefði staðið betnr sameinað um samtök sin á und- anförnum árum, hefðu kjara- bæturnar orðið meiri, — og hve miklar þær verða i framtíðinni er undir þessu sama komið — hve vel verkalýðurinn skilur stéttarskyldu sína og rækir hana. Hjá því verður ekki kom- ist, að benda verkamönnum á það, að þeir, sem heima sitja, þegar verkalýðssamtökin boða til funda að kalla stéttina til starfa fyrir sameiginleg áhuga- mál, skaða með sinnuleysi sínu eigi aðeins samtök sín og stétt sína, heldur um leið og þar af leiðandi sjálfa sig og sína bein- línis. Það má ekki ske, að nú á tímum, þegar atvinnuleysið og skorturinn, sem því fylgir, kreppa æ fastara að mönnum með ári hverju — og atvinnurekendur magna og færa út samtök sín og kúgunartæki, — það má ekki ske, að til sé nokkur verkamaður, sem lætur sin samtök afskifta- laus. A þetta vill Eyjablaðið í stuttu máli benda verkalýð Evjanna, nú um leið og það hefur göngu sina. Það bendir á þetta vinsam- legast — en i fullri alvöru, og væntir þess, að verkalýðurinn taki því það vel upp og fari að. þess ráðum. Mun blaðið framvegis ræða félagsmál verkalýðsins, en að þessu sinni getur það þó ekki skilist við þau mál, án þess að vekja athygli á þeirri þungu ábyrgð, sem einstaka menn hér taka á sig gagnvart hinum fá- tæku heimilum þessa bæjar, er þeir dag hvern á ferðum sínum um bæinn gera það að venju sinni að rægja verkalýð3sam- tökin hér, og þá sérstaklega verkam.félagið Drífanda, í því skyni að sundra þeim og hindra þá, sem eru utan þeirra í þvi að ganga í þau. Eigi er tök á því í þetta skifti að taka »starf« þessara rægitungna rækilega fyrir, en til þess að nefna dæmi um starfsaðferðir þeirra, má nefna, að um verkam.félagið Drífanda, sem allir verkamenn, og aðrir hér vita um, að hefur á undanförnum árum háð marga harða baráttu fyrir rétti verka- lýðsins — og má þar til dæmis nefna Kveldúlfsverkfallið og Eldborgardeiluna svonefndu, auk baráttunnar fyrir atvinnubótum á hverju undanfarandi hausti — um þetta félag láta þessir ágætu menn sér sæma að segja að það sé ekki starfandi. Þessum og þvílíkum árásum verður verkalýðurinn að svara með því að fvlkja sér um verka- mannafélagið Drífanda. Verkamenn! Gangið i fólagið! Greiðið félagsgjöld ykkar skil- víslcga! Látið ykkur ekki vanta á fuudi þess! Hafnarfjarðardeilan.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.