Eyjablaðið - 04.03.1939, Blaðsíða 3
EYJABLAÐIÐ
Laugardaginn 4. marz 1939
Eftirfarandi ummæli eru höfð
eftir rnerkum stjórnmálamanni, ís-
lenzkum:
„Framkvæmdarvaldslaust þjóð-
í'élag er eins og helvítislaus kirkja
— eða tukthúslaust íhald.“
Af staðháttum um skiptingu
jarða í Vestmannaeyjum, er það
augljóst, að Yztiklettur hefir áður
legið undir Ivirkjubæ. Segja gömul
munnmæli, að jörðin hafi gengið
undan Kirkjubæ með þeim hætti,
að einn bóndinn þar hafi selt á-
búðarréttinn fyrir brennivíns-
kvartil.
Þura gamla er að koma frá
kirkju og staldrar við hjá vinkonu
sinni, Línu, á heimleiðinni.
Tekst með þeim samtal:
Lína: Var gott að heyra til
prestsíns í dag?
Þura: Ó, hann er alltaf jafn-
indæll, blessaður öðlingurinn.
Lína: Hvaða sálmar voru
sungnir?
Þura: Hvað ætli eg muni það.
Jú, reyndar, ég má segja, að það
hafi einu sinni komið lagið hérn-
ana, Grikkland að grárri meri.
Gamalt og nýtt
úr Eyjum.
Guðmundur rokkadraujari, kall-
aður Gvendur geglir, bjó hér á
Kirkjubæ og seinna í Grímshjalla
— norðar en Sveinsstaðir eru
nú — var greindur maður og rnein-
hæðinn, þegar hann var við öl, en
það var hann oft.
Stundaði hann mest járnsmíði.
Var hann þá oft reiklitaður í fram-
an og ábúðarmikill, með svart
skeggið og augnabrýr afarloðnar
og svartloðna lambskinnshúfu, en
yfir tók þó afmyndunin og gegl-
ingin á andlitinu. Kipptust munn-
vikin til, sitt á hvað, og lyftust
upp með leiílurhnrða svo að sá i
rauðan góm og hvíta skaflana og
augun uppglent, áberandi hvít í
dölckri umgjörðini, sem öll lék í
bylgjum og skaut oft — okkur
strákunum skelk í bringu. Þó gát-
um við ekki að því gjört, að vera
ekki að smágægjast inn í srniðj-
una. En ekki þurfti hann að hreyfa
sig mikið, svo við ekki tækjum til
fótanna. Ekki hefðum við þurft að
vera svo mjög óttaslegnir, því
hann var í rauninni, meinleysis-
maður.
Það bar eitt sinn við að Guð-
mundi hvarf lifrarkaggi við hús
sitt og vissu menn ekkert frekar.
Nokkru seinna var hópur manna
staddur á götunni — að gömlum
og nýjuin hætti — og ræddi um
Árni úr Eyjum ?
Fuglaveiðar í Vestmannaeyjum.
Margur maðurinn, sem aðeins
einu sinni hefur komið til Vestm.-
eyja — e. t. v. að vetri til í slæmu
veðri, minnist þeirra sem »kol-
svartra, rennvotra kletta og
eyðilegra dranga og skerja*.
Hinir, sem alizt hafa upp í
Vestmannaeyjum eða dvalizt þar
lengi, geyma í huga sér mynd
af blómlegum, brosandi túnum,
grænum, grasigrónum hlíðum og
háum, hrikalegum fjöllum með
ótal litbrigðum og línum. Þeir
geyma í huga sér mynd vorsins,
sólaruppkomunnar yilr skínandi
ísbreiðum Eyjaijallajökuls og
kvöldsólina yíir Eiðinu — yfir-
leitt alla töfra vors og sumars.
Þeir muna lika fegurð haustsins,
þegar norðurljósin glitra og
máninn gyllir grund og vog.
Þeir, sem komið hafa í hina
miklu og marglitu sjávarhella
eða virt fyrir sér hið dásamlega
útsýni af lielgafelli, hafa notið
fegurðar, sem er ógleymanleg.
En fátt er það, sem jafnmjög
einkennir Eyjarnar — og fjöllin
þar að sumri til — er fuglalifið.
Hundruð þúsunda af allskonar
sjófuglum lifa í fjöllunum á
Heimaey og í eyjum og dröngura
í kring. — Þar syngur hver með
sínu nefi og er því, eins og
nærri má geta ærinn hávaði í
hömrunum, þar sem fuglinn hefur
aðsetur sitt. Þessi þúsundradda
kliður líður þeim seint úr minni,
sem alizt hafa upp við hann og
vanizt honum frá blautu barns-
beini. En það er ekki einasta
það, að margur hafi glaðzt yfir
þessum herskörum loftsins, heldur
hefur og fuglinn í björgunum
verið einn af höfuðþáttunum í
lífsbjörg Eyjaskeggja. Einkum
hefur mikið gagn orðið að fugla-
veiðunum í aílaleysisárum og
öðru harðæri, en svo sem kunnugt
er, eru fiskiveiðarnar og hafa
verið aðalatvinnuvegur Vest-
manneyinga. Á síðustu árum má
segja, að fuglaveiöarnar hafi
ekki haft mikla fjárhagslega
þýðingu fyrir Eyjabúa í heild, en
þeim sem að veiðunum standa,
bændunum og veiðimönnunum
færa þær árloga mikla björgi bú,
landsins gagn og nauðsynjar. Kom
þar að Guðmundur og gaf sig í
hópinn og barst þá kaggahvarfið
í tal. Guðmundur lét lítið yfir, en
fór að hringganga einn manninn
og eins og vepjast fyrir honum og
nudda sér utan í hann og segir, á
sinn einkennilega liátt — eill og
eitt orð og setningu í senn með
langri þögn í milli og ineð eftir-
minnilegu og hlæilegu gegleríi sem
mörgum þótti nautn í að horfa á
— „Kagginn hvarf og hefur ekki
sagt til sín. Það er ekki svoleiðis,
að ég sé að þýfga þig, en það var
svo napurt, að hann hvarf.“ Þessu
hélt áfram, að Guðmundur varð
æ nærgöngulli við manninn, eins
og hann sæi ekki annan, þar til
maðurinn reyndi að koma sér
burtu, svo lítið bar á. Var talið að
Guðmundur hefði verið að benda
grun að þessum manni — sérstak-
lega. —
Sigurður — sonur þessa Guð-
mundar — kallaður Siggi bonn —
sem var og talsvert einkennilegur,
reri sem oftar til fiskjar einn dag.
Lagði aflann inn hjá Bryde fyrir
hressingu, en færði föður sínum
kollana. Þegar karl fór að kroppa
soðninguna um kvöldið, sag'ði
hann: „Sætur er sonaraflinn“ og
var það lengi haft að orðtaki síð-
an.
Eitt sinn mætti Guðmundur á
förnum vegi manni þeim, seni
Snorri hét Bjarnarson, kallaður
Snorri ekk; ættaður úr Mýrdal og
var hér vinnumaður hjá Helga
Jónssyni faktor hjá Bryde. Snorri
var trúr og skildurækinn, en frek-
ar einfaldur. Segir þá Guðmundur,
sem var talsvert kenndur: „Enga
menn þekki ég líkari, cn hann Sig-
urð son og hann Snorra bekk“.
Gegldi hann sig nú hræðilega,
langa stund, þar lil hann bætir
við: „í einfeldninni".
Hér í Litlabæ bjó maður er Ein-
ar héi, kallaður Einar stóri -—
burðamaður, en lálinn miður
greindur. Kona lians hét Valgerð-
ur og hafði hún músarblett á kinn-
inni. Hún fluttist með Markúsi,
tengdasyni sínum, lil Vestur-
heims. Var það einn dag, að þeir
Gvendur geglir og Einar stóri voru
báðir staddir inni í Tangabúð —
Juleanehaabsverzlun. Spyr þá
Gvendur Einar, hvort hann hafi
ekki fengið 'bréf frá henni Val-
gerði. Einar lagði aulalega undir
flatt og svaraði neitandi. Gvendur
varð nú alvarlega þenkjandi og
gegldi sig og skældi geigvænlega
langa stund, svo fyrnum sætti og
sPyr þá loks: „Fékkstu þá ckki
mynd með rós?“
Einu sinni, sem oftar, vorum við
strákarnir að snudda í kringum
smiðjuna, sáum við þá að Guð-
mundur var að kasta af sér vatni
undir smiðjuveggnum og var með
hýrara móti. Kom þá lit í bæjar-
dyrnar kona hans og varð hann
þess var. Hló hann þá ákaft og
skældi sig mjög og kallaði hástöf-
Erh. á 4. bls.
Ekki mun það fullkunnugt,.
hvenær menn hafi fyrst byrjað
að veiða hverja tegund, en
margt bendir til, að fuglaveiðar
hafi verið stundaðar frá önd-
verðu, a. m. k. lundatekja,
sbr. hina alkunnu vísu í Sturl-
ungu: »Loftur er í Eyjum og
bítur lundabein* o. s. frv. Þá
eru til sagnir um það, að Þorgeir
Skorageir hafi vegið sjö Landey-
inga úti í Eyjum, en orsökin til
misklíðar þeirra hafi verið ósam-
komulag um veiði og veiðirétt.
En það bendir til þess, að forn-
menn liati komið af meginlandinu
til fuglatekju í Eyjum.
Mun ég nú nefna helztu nytja-
fnglana og lýsa veiðiaðferðum
við hvern þeirra. En fuglar þeir,
sem Eyjamenn hafa mest not af
eru þessir: 1 u n d i, f ý 11 eða
f ý 1 u n g i, s v a r t f u g 1 og s ú 1 a.
Byrja ég þá á lundanum.
Lundinn (Fratercula arctica
grabæ) er heldur lítill fugl með
svart bak og hvíta bringu. Fæt-
urnir, sem eru rauðir eru injög
aftarlega, svo fuglinn situr næst-
um uppréttnr, svo er og um aðra
svartfugla (en til þeirra telst
lundinn). Nefið er rautt og rönd-
ótt og allt á háveginn. Er
lundinn næsta spekingslegur,
þar sem hann situr, enda er
hann oft af alþýðu nefndur
prófastur. Lundinn verpir í
djúpar holur, sem hann grefur
sér inn í grasbrekkur, sem næst
sjó. Vængina ber hann ótt og
títt, en ekki telzt hann góður
flugfugl. Lundinn er veiddur
bæði á »heimalandinu«, sem svo
er nefnt, eða Heimaey, og í
úteyjum. Þeir, sem stunda lunda-
veiði í úteyjum, liggja þar við,
enda eru skýli eða kofar í hinum
stærstu eyjum; arnnars nottiðu
menn aðallega tjöld fyrr meir.
— Er þetta nefnt »að vera til
lunda«. Lundatíminn er 12.—16.
vika sumars og eigi má veiða
fuglinn á öðrum tímum árs.
Vciðin er venjulega sótt til þeirra,
er veiðina stunda tvisvar í viku
og algengt er, að veiðimennirnir
komi heim um helgar. Ekki er
það þó alltaf — fer vitanlega
mikið eftir veðrinu.
Skal ég nú lýsa þeim veiðiað-
ferðum, sem menn þekkja til,
að notaðar hafi verið við lttnda-
veiðarnar. Um eldri aðferðir og
margau annan fróðleik um fugla-
veiðar styðst ég við lýsingu
Þorsteins heitins Jónssonar læknis
1 »Eimreiðinni« 1896.
Framhald,