Eyjablaðið - 04.03.1939, Blaðsíða 2
Laugardaginn 4. marz 1939
EYJABLAÐIÐ
STRÍÖSUGGUR
Eftir Högna Sigurðsson.
Þcið þykir hlíða, að fylgja úr
lilaði með nokkrum orðum kvæði
því, er hér birtist, eftir genginn,
gamalkunnan Eyjaskeggja —
Sigurð hreppstjóra Sigurfinnsson.
Eins og kvæðið ber með sér, er
það orkt á stríðsárunum svo
nefndu, þegar öll vítisöfl ver-
aldarinnar leystust úr læðingi
og léku lausum hala á láði og
legi, í lofti og undirdjúpunum
og fóru eldi eyðileggingar og
dauða um heimsbygðina og lim-
lestu hin dýrustu verðinæti
mannkynsins: — samúðina og
kærleikann, — sem eru grunn-
steinar hins síþráða friðar, mann-
anna barna.
Andi skáldsin3 leitar vítt of
lönd og horfir yfir tryllingslegar,
vitstola hamfarir hernaðar-
ófreskjunnar og dregur upp, í
kvæði sínu, skýrar myndir af
óskapnaði eyðileggingarinnar á
hispurslausri íslenzku. Skáldinu
‘er ljóst, að á bak við ósköpin
stendur auðvald heimsins eins
og æfinlega — með fiest menn-
ingartækin í höndum og alt sitt
yfirstéttar leiguþý. Að skáldið
hneikslast á prestunum er —
— því miður — ekki að ástæðu-
laust. Þeir voru, í alheimsstríð-
inu, eins og ot't áður, alt of
margir, sem gleymdu köllun
sinni, en gegndu kalli yfirstéttar
og auðvalds og agiteruðu og
hvöttu lýðinn af stólnum —
einkum ungu mennina — til að
fara á vígvellina — guði til
þóknunar og frelsa löðurlandið!
Þeir ákölluðu guð og báðu hann
um að vernda og styrkja hina
ungu menn sinnar þjóðar og
koma afiur heila heim, með
sigurpálmann í höndum. 0 g
samskonar bænar báðu prestar
andstæðingaþjóðarinnar hinn eina
og sanna guð. Og hvernig mátti
þeim guði vera farið, sem átti
að uppfylla svo ósamræmar og
andstæðar bænir beggja aðila?
Og er synir fósturjarðarinnar
komu aftur heim, með sigur-
pálmann í höndum, lofuðu og
vegsörauðu prestarnir guð og
blessuðu hina ungu menn í Jesú
nafni og létu hringja öllum
kirkjuklukkum, guði til lofs og
dýrðar, fyrir það, að hann í náð
sinni tekið þá fram yfir óvin-
ina og gjört þá verðuga bæn-
heyrslu sinnar. Um hvað? Að
þeir legðu sem mest í auðn og
skildu eftir allan fjölda af ekkj-
um og munaðarleysingjum hjá
hinum kristnu bræðrum þeirra
meðal andstöðuþjóðarinnar.
Og enn er stríð, áralöng stríð
um veröld víða. Bráðnauðsynleg
til að viðhalda friðnum og menn-
ingunni, eins og þeim dettur svo
undursamlega í hug að orða það
— Hitler og Mússa — beint upp
í opið geðið á lýðræðisþjóðun-
um, samtímis og þeir útrýma
öllum bókum, sem fjalla um
frið og hundelta alla friðarvini
og ýmist kvelja, drepa eða fang-
elsa þá. Er skamt að minnast
eftirmanns Nymöllers, er þeir
tóku fastan fyrir það eitt, að
prestur sá bað fyrir friðnum af
prédikunarstóli kirkjunnar.
Já, enn er strið! Annarsvegar
sjálfstæðar, frjálsar og friðel3k-
andi lýðræðisþjóðir, en vanbúnar
að hertækjum og þeirra hluta
þjálfun. Iíinsvegar ógurleg inn-
rásar hernaðar-stórveldi. En enn
þá meiru eiga menn von á.
Allir, sem um þessi mál rita,
hvort heldur eru leikir eða
lærðir — sérfræðingar — kemur
saman um, að alheimsstríð hljóti
að vera skamt undan. Hvernig
því muni hagað, má nokkur
marka, eftir framkomu fasista-
ríkjanna þriggja — Ítalíu, Þýzka-
lands og Japans.
Ungu mönnunum f þessum
löndum heíir verið innrætt fyrir-
litning og hatur á öðrum þjóð-
um og afleiðingin er brjálæðis-
ofmetnaður og þjóðdramb.
Þessar þjóðir hafa nú fengið
undirbúningsæfingu undir alls-
herjarstríð og haft hundruð þús-
unda manna að tilraunadýrum.
— Flogið á sprengjuílugum inn
yfir varnarlausar borgir, lengst
frá vígstöðvuuum, lækkað sig
niður að götunum og skotið úr
hríðskotabyssum á flýjandi fólk-
ið, rétt eins og á fuglahópa.
Einkennandi, framar heims-
styrjöldinni, fyrir þessi árásar-
og landvinningastríð hins fasist-
iska, blóðgíruga kvalavalds er
þrælmenskan, drápgirnin, grimd-
in og siðmenningarleysið.
Vestmannaeyjingar!
Maður frá
FATAPRESSUN
REYKJAVÍKUR
verður staddur í Vest-
mannaeyjum dagana 4.—
9. marz og tekur á móti
fötum karla og kvenna til
hreinsunar, litunar og
pressunar. — Sanngjarnt
verð. 1. flokks vinna. Not-
ið tækifærið, Býr á Hótel
Berg.
Halldór Sigurbjörnsson.
NB. Hreinsa einnig dömu. og
karlmannshatta.
Sigurður Sigurfinnssón:
Hildarleikur
Systurnar Grimd og Heimska og heift,
hafa nú völdum náð:
manndáðar-verkin mestu keypt, —
rneta þær sína bráð;
í flónskunnar djúp er fegurð steypt,
farsældin eyðing háð;
s kö m m er á jarðar-skjöldinn greypt,
svo skýrt, ei verður máð.
Herprestar glenna ginin rauð,
og glápa’ á fórnarlýð,
hrópa til guðs að geyma sauð,
er gengur úti’ í hríð —
að hremma annars heill og brauð,
og heyja blóðugt stríð,
svo stórbokkar og stjórnar-gauð
steypist ei fyrir tíð.
Af guðsmynd drambar guðlaus öld,
og guðlast drýgir mest;
bölvun og neyð er grimdar-gjöld,
griðrof og smánin flest,
háðung málast á hroka-spjöld,
hörmung á sögu klest;
drápgirni stolin ver sín völd,
í voluðum fórn er bezt.
Drottinn uppeldis- þrýtur þrek,
þessa heims börnum hjá;
stórkostleg eru barna-brek;
batna með aldri fá.
tsraels börniti sýnast sek;
saklausu Kanaan frá;
barnagullanna brotin frek
bitna ráðstnönnum á.
Ohamingjunnar ólgar flóð
yfir saklausan lýð,
hervaldið sinnar heiftarglóð,
hellir of löndin fríð,
manndrápa-sveitin æðir óð
í elds- og járna-hríð.
saklausra streymir sárheitt blóð,
á svívirðinga-tíð.
Dunar í fjöllum dauða-vein,
drambið það verkar alt,
þrumar í húsum, kvala kvein
kongareykelsið galt;
ágirnd þjóðböðla er það mein,
sem ólán lætur falt;
bölvunar-alda byltist ein
svo blessun ríður halt.
Löndin frjósömu laugar blóð,
litast af dreyra sjór,
hörmung og brotin hylur flóð
hafsins, þó mörg sé’ stór.
Ástríkar meyjar, ektafljóð,
ungbörn, og fauskur mjór,
höggvin í spað og hent á glóð,
hrakin frá skýli’ og kór.
Meðaumkun er að mestu svæfð,
múgans blóð litar geir;
í glötunar-skóla grimdin æfð,
grátinn virðir ei meir.
Helgidóm engum hlíft af gæfð,
heimskan í spilling þreir;
með eldi og reyk er ástin kæfð,
ættingja fjöldinn deyr.
Værðartíminn um vélráð snýst,
vígum þá stefnt er að;
morðvélin frarn í myrkri brýst,
murkar í kvalabað
skepnur og menn, þar skömm er hýst,
skelfingin fer um hlað.
Réttvisin fær ei ránum lýst
ranglætið bannar það.
Snarkar í glóð þar brennur borg.
Brennimerkt lönd um sinn.
Með líkum hyljast leið og torg,
lemstraðra fölnar kinn.
Horfast í augu: heift og sorg,
hlátur og skelfingin;
deyjanda stunur, ilskuorg,
upp fara’ í himininn.
I eyðimörk breytast akurlönd,
aldingarðar í flög,
þorpin í rústir, bruna-bönd')
borgum fá reiðarslög.
Um loftið ríður ódauns hönd,
eitruð, sem hefir lög;
grafat- og hauga-gjörð óvönd,
geymir minningadrög.
Saklaus og fögur sál er hreld
á sjónar- og hrottaleik,
böðlar þá vaða blóð og eld,
og búa mannasteik.
Illverka-græðgi ofurseld
óskabörn hraust, ósmeik,
í gömlu morðvarga-mótin feld,
mannskemda hulin reyk.
Víkingsandinn í víga-dvöl,
valköstum flýgur hjá,
svalar hann þorsta blóð og böl,
blóðlækjum syndir á,
skreytir sig þýfi, skamtar kvöl,
þar skola tárin brá.
Mannelska flæmd á vonarvöl,
völdunum rekin frá.
Friðar-glamrið er ftoða ióm,
fláræðið undir býr;
hrokinn fellir vilhallan dóm,
hrekkvísi sem að snýr.
Friðarvina hin fögru blóm,
frjóvgast er batnar tíð,
og lífið þvær af lýðum gróm,
og löstum rist er níð.
Mannelska er hið mesta l;ós,
í mannheim þegar kemst
hylur logandi heiftar-ós,
hjálpar þeim, raunum lemst;
henni ber valdsins heilög rós,
þá heimskati sundur kremst;
sannleikans harpa syngnr hrós,
sigrandi stendur fremst.
Mannelska! festu friðar-gjörð,
sem frelsi tryggir vörn!
er blindni og hroki byrgja svörð,
og brotnar hervalds-örn.
Kúgara heft með kjörin hörð
og kvalráið ilskugjörn.
Með Ijósi’ af himni lýstu jörð,
og leið úr villu börn.
1) Bönd = goð.