Eyjablaðið


Eyjablaðið - 17.03.1970, Side 1

Eyjablaðið - 17.03.1970, Side 1
30. árgangur Vestmannaeyjum, 17. maiz 1970. 1. tölublað. - AÐ KVÍÐA LOKNUM VERKEFNUM - SVARTSÝNN RITHÖFUNDUR, GUBLAUGUR, OG EINSÝNN, — EN BJARTSÝNN í KOSNINGUM — HIN SVARTA MVND. Guðlaugur Gíslason, alþing ismaður, aðalforystumaður í- haldsins og helzta skáld í lausu máli, ritar skemmtilega grein í Fylki 28. febr-, aldrei þessu vant. Málar skáldið mynd af á- standinu í ýmsum bæjarmál- um dökkum litum en í frjáls- um stíl, svo frjálsum, að drættir hugmyndarinnar eru í engu samræmi við hlut- veruleikann. Horfir stjórn- málagarpurinn bæði aftur og fram eins og Janus forðum, en aðallega verður honum þó starsýnt á þá hrikalegu erfið leika, sem væntanlegur meiri hluti verði að takast á við að kosningum loknum. Kem- ur Guðl. Gíslasyni þá auðvit að ekki annað í hug en að hann og aðrir samlistamenn hans muni verða til þess að taka við stjórnartaumunum og bjarga málunum á undur- samlegan hátt, eins og Dýr- lingurinn (hinn). MYNDIN SKOÐUÐ. Það hefur sjálfsagt engum dottið í hug, að sú bæjar- stjórn, er við tekur, geti lagt hendur í skaut og tekið líf- inu með ró, eftir afrek þeirr ar, er lýkur nú sínu fyrsta kjörtímabili. Sú bæjarstjórn og aðrar væntanlega munu hafa: næg verkefni við að glíma, eins og vera ber í bæ eins og okkar; allt annað væri óeðlilegt. Núverandi bæjarstjórn hefur vissulega komið mörgu áleiðis stóru og smáu, þó G. G. komi ekki auga á neitt nema eitthvert vatnsveitumál, sem halda mætti eftir greininni, að væru smámunir einir. En hann at- hugar ekki sá góði maður, að allir Vestmannaeyingar vita, að vatnsveitufraimkvæmdirn- ar eru stærsta verkefni, sem nokkur bæjarstjórn í Vest- mannaeyjum hefur nokkru sinni glímt við. Fjármálin standa þessu fjár málaséníi auðvitað hjarta næst, enda er hann að eigin áliti, eini bæjarfulltrúinn, sem einhvern skilning hefur á bókhaldi og fjármálavafstri bæjarins. Byrjar G. G- þar ljóta upp talningu og tekur tölur úr bókhaldi bæjarins ,en athug- ar ekki að koma með þær eins og þær eru, heldur eins og þær hafa einhverntíma verið. Þrátt fyrir þessi vinnu brögð G. G. munum við ekki sjá ástæðu til að skrifa um þá tíma í bókhaldssögu hans, sem honum kynnu að koma verzt. ILLA VALIÐ DÆMI. Skuld bæjarins við Trygg- ingastofnunina, sem G. G. seg ir að sé, eftir því sem bezt verði séð á bókhaldinu, meiri en 12,8 milljónir, er nú 9 millj. kr. lægri, eða 3,8 millj. króna og á eftir að lækka enn fram að kosningum, og sennilega þurrkast út. Er sú staða sízt verri en var í hans tíð, svo mjög kurteislega sé að orði komizt. En, góðir bæjarbúar. Með hvaða peningum var þessi skuld greidd, að verulegu leyti? Getið þrisvar. _ — Nei, ég er að gera að gamni mínu. Þið vitið það. — Skuldin var lækkuð mjög með fé, sem hafði verið stol ið frá bæjarbúum; mennirn- ir ætluðu að ræna samborg- ara sína þessu fé með því að svíkjast um að greiða sinn hluta útsvaranna, og bæta sínum byrðum á herðar hins vinnandi fólks í þessum bæ, þess sama fólks og flokkur þeirra ætlar að fá til þess að kjósa sig til að stjórna bæj- armálum. í hvaða flokki voru þeir (og eru)? Haldið þið, að þessir pen- ingar hefðu komið til skila, ef þeir hefðu sjálfir átt að sjá um innheimtu þeirra? Lán Atvinnumálasjóðs er næst á dagskrá. Þetta lán kom sér vel, þegar það fékkst, þótt seint kæmi. Af- borganir af láni þessu eru með eindæmum óhagstæðar, enda runnið undan rifjum viðreisnardraugsins. Við bæj- arstjórn er ekki að sakast um erfiða greiðsluskilmála þessa láns, heldur ætti G. G. að taka flokksbræður sína og samræðara á hinni leku viðreisnarskútu í karphúsið þess vegna. FORHERÐING. Líklegast hefur Guðl. Gísla son lært Helgakver fyrir ferm inguna, en aftur á móti ekki lært að forðast þær gryfjur, sem fermingarbörnin eru þar vöruð við. í kverinu segir svo á einum stað: — Forherð- ing kallast það, þegar mönn- um þykir sómi að skömmun- um og láta sér í engu segj- ast. Mér datt í hug þessi gamla lexía, þegar ég las það, sem G. G. skrifaði um barnaskól- ann. Til þess að gera langt mál stutt vil ég aðeins segja þetta: 1. Á fjárlögum var fé til sundhallar, en ekki til barna skóla- 2. Bærinn gat ekki tekið af þessu fé til barnaskólans, nema með sérstakri heimild írá Alþingi. 3. Þetta vissi G. G. en hreyfði hvorki hönd né fót málum til bjargar. 4. Þessu var bjargað við með tillöguflutningi Karls Guðjónssonar, eftir að Eyjólf ur Pálsson hafði haft sam- band við hann og ýtt málinu af stað. 5. Það er forherðing að hrósa sér af að koma máli fram, sem maður hefur unnið á móti beint og óbeint. MALBIK — SÝNDARMENNSKA. Einu framkvæmdirnar, sem Guðl. Gíslason hefur séð eitt- hvert púður í er malbikun, malbik á malbik ofan; jafn- vel malbikað í frosti og snjó, ef það gat bara verið sýni- legt fyrir kosningar. Sýndarmennskan eru í- haldsins ær og kýr. Hvort skólplagnir voru í götum var aukaatriði — malbikað yfir skítinn. Meðal annars varð hinn nú endurvakti fyrrverandi vara- bæjarstjóri að gera öll sín stykki í skítabrunn (ég kann ekki við að taka grófar til orða) ásamt fjölda annarra bæjarbúa- Annars er það bara lygi úr G. G., að ekki hafi verið mal bikað á kjörtímabilinu. Hve nær hefur verið malbikað meira en sumarið ’66? Hefur G. G. ekki tekið eft- ir viðgerðum hins bráðdug- Framhald á 3. síðu Skin t$lir skúr Þegar „Fylkir“ í næst síð- asta blaði birti myndskreytt- an framboðslista stærri við- reisnarflokksins hér í Vest- mannaeyjum, var ekki Iaust við að saknaðarhreimur væri í rödd eins lesandans er hann leit yfir safnið. Honum varð að orði: Það er bagi og bölvað tjón að Björn er hvergi sýndur. Nei, almáttugur. Er nú Jón algjörlega týndur ii’. HA ? W En svo birti yfir vininum, þegar hann kom á öftustu síðu. Þar rakst hann á mynd af manni nokkuð unglegum, þó bar hann samt kennsl á manninn, þrátt fyrir ýmsar smá breytingar sem orðið hafa síðan myndin var tekin. Og í gleði sinni mælti hann: í andlegri velsæld við ættum að lifa, ætli ekki þó. Nú hefur Bjössi næði að skrifa, „Neðan frá sjó“ Zilviínun. í tilefni af liinum hagspekilegum vangaveltum í- haldsmanna, sem hvergi snerta raunveruleikajin, lang- ar mig til að hneyksla eins og tíu íhaldskellingar af báðum kynjum með því að vitna hér í orð liins heims- kunnai byltingarmanns, MAOS. „Ekkert er auðveldara í veröldinni en liughyggja og frumspeki, því að á þeim forsendum geta menn sagt eins mikla vitleysu og hjartað girnist án þess að styðjast við raunveruleikainn eða hafa fyrir því að afla sér vitnisburðar veruleikans til þess að sannprófa lilutina. Aftur á móti krefst efnishyggjan og díalekt- íkin fyrirhafnar. Þær verða að vera reistar á grunni veruleikans og sannprófast með vitnisburði hans. Ef maður sparar sér (þá) fyrirhöfn, er liætt við að hann Iendi í hughyggju og frumspeki“.

x

Eyjablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.