Eyjablaðið - 17.03.1970, Qupperneq 3
Eyjablaðið
3
væri ekki sú þvæla sem blað-
ið okkar, og auðvitað allra
stétta, hefur alltaf sagt. Við
nefnilega gerðum þá stórupp-
götvun að það er satt að án
ykkar erum við öreigar sem
þið, að vinnan ykkar skapar
auðinn okkar og að þess
vegna hafa alltaf verið erjur
á milli ykkar auðskapenda
og okkar auðneytendanna hið
svonefnda stéttastríð. En þá
datt okkur séníunum í hug
að snúa dálítið á Marx gamla
og senda hverju ykkar miða
um, hvað mikla kauphækkun
þið viljið fá, ekki lengur þess
ar skitnu 60-70 krónur, held-
ur 150-200 krónur. Nei ann-
ars, því þennan nirfilshátt
við skulum segja flugstjóra-
taxta og alls ekki lengri
vinnutíma á viku, eða ættum
við að segja tilvonandi lög-
fræðinga og hæstréttardóm-
arataxta eins og bollalagt var
í Mogganum, og þá ekki erf-
iðari vinnu, en þessar stéttir
hafa, þar kom ég með það,
þá getur okkur komið vel
saman. Já, jafnvel hefur okk-
ur dottið í hug, að verkafólk-
ið myndi þá geta lofsungið
okkur, sem sína beztu og
elskulegustu vin.“
J.
JÓN HJALTASON
'Jæstaréttarlögmaður
Skrils-ofa: Drífanda við
Bárugötu. Viðtalstími kl. 4,30
— 6 virka daga nema laug-
ardaga kl. 11—12 ÍJu
Sími 1847.
JÓN ÓSKARSSON,
HDL.
Lögfræðistofa Vestm.braut 31
Viðtalstími milli kl. 5 og 7
síðdegis. — Sími 1878.
Heimasími 2383.
Minningarspjöld
Slysavarnafélags íslands
fást á þessum stöðum: Svan
hvít Kjartansdóítir, Brim-
hólabraut 34, sími 1112. Ey-
gló Einarsdóttir, Faxastíg
39, sími 1620. Verzlunin Dríf
andi, sími 1128. Ingibjörg
Guðmundsdóttir, Nýjabæjar-
braut 1, sími 1186. Guðný
Gunnlaugsdóttir, Bakkastíg
27, sími 1752. Anna Halldórs
dóttir, Bakkastíg 9, sími 1338.
Barnaheimilið Sóli þakkar
Kvenfélaginu Líkn höfðing-
lega gjöf, sem heimilinu barst
á 10 ára afmælisdeginum þ.
12. marz s.l. Var það vöndu-
uð kvikmyndasýningarvél.
Húsvörður
Óskast að Sjúkrahúsi Vestmannaeyja.
Umsóknarfrestur til 20. þ. m.
BÆJARSTJÓRI.
Vestmannoeyinðar
ítalskir kuldaskór nýkomnir.
Verðið mjög hagstætt.
Stærðir frá 28 til 44.
Kaupféiag Vesfmannaeyja
SMÁSÖLUVERÐ Á FISKI
Verðlagsráð hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á fiski,
utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar:
Nýr þorskur slægður með haus kr. 15,50 kg. — Nýr þorskur
hausaður kr. 19,00 kg. — Ný ýsa, sl. m. haus kr. 19,00 kg. —
Ný ýsa ,sl., hausuð kr. 24,00 kg. —■ Þorskflök án þunnilda, ný
kr. 36,00 kg. — Þorskflök án þunnilda nætursöltuð kr. 39,00
Ýsuflök án þunnilda, ný kr. 43,00 kg. — Ýsuflök án þunnilda
nætursöltuð kr. 46,00 kg. — Saltfiskur kr. 46,00 kg. — Ef óhjá-
kvæmilegt er að flytja fiskinn að, er heimilt að fengnu sam-
þykki verðlagsskrifstofunnar að bæta flutningskostnaði við
tilgreint verð.
Vestmannaeyjum, 2. marz 1970.
VERÐLAGSEFTIRLITIÐ.
TILKYNNING
UM FYRIRFRAMGREIÐSLU UTSVARA
í gjalddaga eru nú fallin útsvör fyrir árið 1970 er
nema 1/5 hluta þess útsvars ,sem lagt var á árið 1969.
Útgerðarmenn og aðrirkaupgreiðendur eru minntir
á að gera skil á útsvarsreiðslum starfsmanna sinna
til bæjarsjóðs Vestmannaeyja, jafnóðum og laun eru
greidd.
Greiðslunum her að skila til bæjarsjóðs innan viku
frá hverri útborgun.
Kaupgreiðendum skal á það bent ,að vanræki þeir
að halda eftir af kaupi starfsfólks síns, bera þeir á-
byrgð á gjöldum þess, sem eigin gjöldum, og verða
þau innheimt með lögtaki, ef þörf krefur.
Kaupgreiðendum er skylt að tilkynna jafnóðum
allar breytingar á starfsmannahaldi sínu.
Vestmannaeyjum 16. marz 1970
Ú tsvarsinnheimtan
Vestmannaeyjum
Að kvíiii loknum verkefnum.
Framhald af bls. 1.
lega flokksbróður og verk-
stjóra með nýju viðgerðarvél
inni — og kannski ekki held
ur með gömlu aðferðinni?
Varðandi sjúkrahúsið nýja
er það að segja, að þar mun
taka til starfa læknamiðstöð
á komandi hausti og verður
það væntanlega örugg og góð
byrjun á bættri aðstöðu til
lækninga hér í plássinu. Hef
ur verið unnið vel að því að
undanförnu.
Með þessum áfanga í
sjúkrahúsmálinu mun lækn-
um hér í bæ verða; kleift að
stunda lækningar með ein-
hverju nútímasniði. Einkum
munar mestu að unnt verður
að fylgjast nákvæmlega með
efnainnihaldi hinna aðskilj-
anlegu vökva líkamans, svo
sem þvags og blóðs ,svo sem
nauðsynlegt er. Þarf þá ekki
að senda suður nærri því
eins marga sjáklinga og hing
að til.. Þessum hluta þarf G.
G. ekki að hafa áhyggjur af
fyrir hönd komandi bæjar-
stjórnar, hann er kominn vel
á veg.
VATNSVEITAN.
Það er slæmur eiginleiki
verkkvíði. Enn verra er að
kvíða fortíðinni og verkefn-
um hennar. Það gerir G. G.
sennilega vegna andlitsins
aftan á. Það virðist vera ó-
þarfi að kvíða fyrir fyrsta á-
fanga vatnsveitunnar, hann
er að baki. Dreifikerfið í bæ-
inn er að mestu komið. Jöfn
unartankur byggður í sumar,
greftri langt komið o.s frv.
Eg held annars, að G. G.
kvíði alls ekki þessum verk-
efnum. Hann veit alveg eins
vel og aðrir, hvað er búið,
þótt hann segi annað.
Tilgangurinn með slíkum
skrifum getur ekki verið
nema einn, að ljúga lil
um aðstöðu framkvæmda hjá
bænum og fjárhagsafkomu í
von um, að fólk láti blekkj-
ast til að kjósa hann og hans
menn á fölskum forsendum.
Hrósa sér síðan af annarra
afrekum eftir á.
Eg skora á bæjarbúa að
gera sér grein fyrir þessu.
Hin svarta mynd, sem G-
G. dró upp af ástandinu á
ekki við rök að styðjast.
Hún er öldungis laus við
stuðning raunveruleikans og
og hughyggjan ein, hún er
óskamynd G. G., hann von-
aði, að svona væri hún, svona
færi ,en af því varð bara
ekki. Núveraandi bæjarstjórn
hefur tekizt vel, þrátt fyrir
tvær mestu plágur, sem yfir
þjóðina hafa dunið síðustu
áratugina: viðreisnina og verð
fall með minnkandi síld.
N[ynd G. G. hefur verið
lýst í ljósi staðreyndanna og
er öllu bjartari eftir en áður
og enn bjartara verður yfir,
ef fólkið í bænum ber gæfu
til að gefa fulltrúum viðreisn
ar og G. G. langt nef í kom-
andi kosningum.
Kjósum móti „viðreisnar-
stefnunni“! G. S.
Frá
bæjarskrifstofunum
Skrifstofur bæjar- og hafnarsjóðs eru
fluttar á 3. hæð í hús TJtvegsbanka Is-
lands.
BÆJARSTJÓRI
FRÁ ÚTSÝN:
Vesfmannaeyingar!
Litprentuð ferðaáætlun komin, kynnið ykk-
ur Útsýnar-ferðir 1970.
Ferðaskrifstofan ÚTSÝN
Umboð í Vestmannaeyjum
Sigurður Guðmundsson
Austurhlíð 5 — Sími 1782.