Eyjablaðið


Eyjablaðið - 17.03.1970, Qupperneq 4

Eyjablaðið - 17.03.1970, Qupperneq 4
EYJABLADID Útgefandi: Aljiýðubandalagið í Vestmanna- eyjum. Ritnefnd: Garðar Sigurðsson (áb.), Hafsleinn Stefánsson, Jón Traustason. Prentsmiðjain Eyrún h.f. Launakjör — Landflótti Takist ekki að liœkka laun hins al- menna launþega á íslandi nú á komandi vori svo verulega muitar um — 50 til 70 prósent það allra minnsta — er land- flótti og þjóðarvoði framundan. — Það sem fyrst og fremst getur hindrað stór kostlegan flótta ungs fólks úr landinu eru bœtt launakjör. Víða á Norðurlönd- um er sótzt eftir góðum vinnukrafti fyr- ir helmingi og þrisvar sinnum hœrri laun en hérlendis eru greidd fyrir sam- bœrileg störf. Því skal nú beint til launafólks yfir- leitt, að það fylgist vel með því, hver afstaða stjórnarvaldanna, — það er for ustumanna Alþýðuflokksins og Sjálf- stœðisflokksins — verður í vor til þessa máls málanna, þegar launafólk setur fram kröfur sínar og krefst réttar síns. Við íslendingar höfum nú lifað undir „viðreisn" í rúm- an tug ára, og súpum nú líka rækilega af því seyðið. Þegar „viðreisnar“-stjórnin settist að völdum voru við- horfin þau hér á landi í launamálum fólks miðað við umheiminn, að vinnuafl sótt ist eftir að koma hingað til starfa og flykktist fólk hing- að til lands jafnvel þúsund- um saman árlega. Kjör ís- lenzkra launþega voru nokk- uð sambærileg við kjör sömu stétta í nágrannalöndunum þótt verðlag hafi alltaf ver- ið dálítið óhagstæðara hér á landi. Á þessum árum komu til dæmis hingað til Vest- mannaeyja tvö til þrjú hundr uð Færeyingar á hverri ver- tíð til starfa, og töldu sig hafa góða hýru. — Engum mundi nú detta sú fjarstæða í hug, að reyna að ráða menn í Færeyjum til starfa hér í dag upp á kjör þau, sem íslend- ingar búa við. Það hefur verið unnið að því markvisst af „viðreisnar- stjórninni“ að koma kjörum íslenzkra launþegai niður á það stig, sem þau eru í dag, — engum dettur í hug að væna þá um ,að þetta sé gert fyrst og fremst fyrir skamm sýni og bjálfahátt, _ 0g þó kann að vera að allt þetta komi til! Launakjör hér á landi eiga sér nú enga hliðstæðu nema í vanþróuðu nýlendunum og ef til vill í fasistaríkinu Portúgal, ef verðlag og kaup gjald er borið saman. Ef einhver lesandi skyldi vera í vafa um að rétt sé, að forustulið „viðreisnar- flokkanna" Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafi unnið markvisst að þessu, skal honurn bent á að fletta aðalblöðum þessara flokka, síðastliðin 10 ár, og sjá hvað forustuliðið liefur haft þar að segja, þegar sjómenn eða landverkafólk hefur af mestu hógværð farið fram á bætt launakjör. — Greinilegast kemur þetta fram í aðalmál- gögnunum, Morgunblaðinu, Vísi og Alþýðublaðinu. Þessi blöð hafa þrástagazt á því undanfarin 10 ár, að hin „miklu vandræði er að þjóðinni steðjuðu“ og verð- bólgan orsakaðist fyrst og fremst af því, að verkalýðs- félögin liefðu rckið fólkið út í baráttu fyrir hækkuðum launum og knúið það í gegn og þar með eyðilagt það góða 1 kerfi, sem stjórnarvöldin hefðu verið búin að komai á gegn öllum vanda. En nú er spurt: Hvaða launamaður er sam- þykkur bví og telur það satt vera, að laun hans hafi verið sprengd of hátt upp. Er nokk ur sá launþegi til í landi liér, sem telur lífvænleg laun vera til fyrir 8 stunda vinnudag? Það er bezt að hver og einn skoði hug sinn og svari sér sjálfur. Það hefur ekki ósjaldan sést í blöðum stjórnarflokk- anna undanfarið, að ekki sé að marka kauptölurnar sem sagðar eru í fréttum frá ná- grannalöndunum, því margt sé þar miklu dýrara en hér. Auðvitað skilja allir það, að þetta er fyrst og fremst skrif að í blöðin í blekkingarskyni Svíþjóð, en kaupið er þar líka þeim mun hærra en í hinum Norðurlöndunum. Fyrir ekki alllöngu heyrði ég-einn af kandídötum Sjálf- stæðismanna á framboðslista þeirra til bæjarstjórnarkosn- inganna hér í vor, lýsa því yfir, — en hann var þá ný- kominn heim eftir stutta ferð til Kaupmannahafnar, — að verðlag væri svipað í Dan- mörku og hér, nema sumt miklu ódýrara. — En launin væru miklu hærri. Til þess að taka af allr.n vafa í samanburði á launum hér á landi og í Kaupmanna höfn, ætla ég að birta hér laun manna í Kaupmanna- höfn í nokkrum launaflokk- um. til þess að reyna að draga úr Þessar tölur eru eftir opin hinum mikla mismuni laun- berum heimildum í árslok anna hér og þar. Ef til vill 1969 miðað við 44 stunda er eitthvað dýrara að lifa í vinnuviku yfirleitt: mánaðarl. mánaðarl. danskar kr. ísl. kr. Verkemenn, ófaglærðir kr. 2625,00 30.844,00 Rafvirkjar 3700,00 43.475,00 Afgreiðslustúlkur _ 2022,00 23,760,00 Kennarar með stúdentsmentun _ 4.000,00 47,000,00 Vélvirkjar 3.415,00 40.127,00 Múrarar _ 4-235,00 49.762,00 Prentarar - 3.900,00 45.830,00 Trésmiðir 4.110,00 48.300,00 Póstburðarmenn _ 2.765,00 32.490,00 Hjúkrunarkonur _ 2.965,00 34.840,00 Á þessum fáu liðum sjáum við, hve munurinn er gífur- legur. Það er athyglisvert, að þrátt fyrir þessi ömurlegu kjör, sem íslendingum eru búin samanborið við ná- grannalöndin, eru íslending- ar áttundu í röðinni af þjóð- um heims með framleiðslu á hvern íbúa, — næstir á und- an Vestur-Þjóðverjum (sjá annarsstaðar í blaðinu)., svo það virðist æ fjúka í fleiri skjólin fyrir þeim forystu- mönnum, sem beita sér hvað harðast fyrir nýðingslegri baráttu gegn bættum launa- kjörum. Kosningarnar í vor og launamálin. í maí í vor renna út samn- ingar launafólks um land allt um kaup og kjör við at- vinnurekendur. _ Þá hefst örlagarík barátta fyrir ís- land og íslenzka þjóð. — Það er lífsspursmál að gjörbreyt- ing verði hér á öllu launakerf inu til hækkunar, annars fer illa. Bezti kjarni hins upp- vaxandi unga fólks ,hverfur burt, og hætt við að atvinnu lífio lamist. Launafólk! Fylgist af gaum gæfni með því, hver afstaða forystumanna stjórnmálaflokk anna verður til launamál- anna á komandi voru, og metið þá eftir því- Það er ekki hægt að krefj- ast hærrí launa og bættra kjara samtíinis og sami aðili Ieggur sinn skerf fram til að kjósa yfir sig vaJd, sem harð neitar um hækkuð laun og bætt kjör, og liefur alltaf einseyrings sjónarmið skamm sýns og afturlialdssinnaðs at- vinnurekanda til launafólks- ins að leiðarljósi. Líkur eru til, að þessi launabarátta standi einmitt yfir á sama tíma og þessir forustumenn „viðreisnarinn- ar“ koma biðlandi til ykkar launamanna um brautar- gengi til valda í bæjar- og sveitastjórnum um land allt. Eg efast ekkert um það, að þeir eru dauðhræddir við dóm hinns almenna kjósanda. En þeir ala með sér þá von, að þeir sleppi nú ódæmdir í gegn eins og svo oft áður með sömu gömlu og marg- tuggnu blekkingunum. En fari nú svo, að þeir lendi á vogarskálunum, sem bíða þeirra, _ er ekki hin minnsta von til að þeir sleppi við dóminn. Gunnar. Áttundð í riÉini Stjórnarflokkarnir hafa til þessa haldið því fram, að ár- ið 1968 hafi verið mjög óhag- stætt íslendingum. Samt sem áður hefur Efnahags- og framfarastofnunin í París, DECD, birt skýrslu um þjóð- arframleiðslu aðildarríkjanna og er ísland þar 8. í röðinni. I Framleiðsla á íbúa 1. Bandaríkin 2. Svíþjóð 3- Kanada 4. Sviss 5. Danmörk 6. Frakkland 7. Noregur 8. ísland 4.380 3.230 3.010 2.790 2.540 2.530 2.360 2.240 9. V-Þýzkaland 2.200 dollarar dollarar dollarar dollarar dollarar dollarar dollarar dollarar dollarar í 21. sæti er Portúgal með 530 dollara á mann, en talið er að launakjör séu þar ekki ósvipuð og á íslandi miðað við almennt verðlag.

x

Eyjablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.