Eyjablaðið


Eyjablaðið - 05.05.1970, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 05.05.1970, Blaðsíða 4
>0000<>0000000000000000OOOOÓOOO< Hækjan Þvi miður hefur það hent allt of margan manninn, að hafa einhverntíma þurft að styðjast við hækju vegna þess að slys eða sjúkdómar hafa hindrað þann hinn sama í því að geta staðið á eigin fótum. Að pví er ég bezt veit hef- ur Biblíu-Geiri aldrei þurft á slíkri hækju að halda, sem betur fer. Hins vegar virðist þeim mun nauðsynlegra að styðjast við hækju í öðrum skilningi. Það er þegar hann er að burðast við að koma klámhöggum sínum á þá, sem dirfast að gagnrýna hann og hans s'krif eða ritsóða þeirra er leggja honum lið, þar sem þeir eru samankomnir í sömu flatsænginni. Þessi hækja hans eru ósannindin. Síðasta Sindur-grein hans bókstaflega morar af þessari þörf á tilbúnum stuðningi. Reynir hann að gera því skóna, að síðasta Eyjablað hafi verið ein lofgjörð um á- gætan stíl minna ritverka. Þessi fullyrðing er algjörlega úr lausu lofti gripin, enda getur hver sem vill gengið úr skugga um það með eigin athugun. Það er á einum stað minnzt á stílsnilld og er þar Tleðan úr kró Vegvísir Stöðvalistans í síðastai blaði Fylkis mátti líta augiýsingu á mjög áberandi stað (Valið er auðvelt X-D). Kona nokkur, sem hélt að þetta væri auglýsing um nýjustu tegund af þvottaefni, spurði nær- stadda hvort það væri háfreyðandi. — Að sjálfsögðu leiðrétt- um við þessa prentvillu og töldum víst að þarna hefði átt að standa „Valið er auðvald o. s. frv.“ (Vegvísir stöðvailist- ans). — Vonum við að lesendur átti sig vel á þessari leið- réttingu. Sýndarmennska Kunnur áróðursgreinaframleiðandi skrifar j Fylki um hug- ljúfa kenningu, hvernig fulltrúar fólksins eigi að bregðast við trausti bví, sem kjósendur sýni þeim, með því að gefa þeim atkvæði sitt. Þeim ber ekki að skoða sig sem fulltrúa neinnar sérstakrar stéttar, þeim beri jafnframt að starfa fyrir háa sem lága. Við, sem höfum svolítinn nasaþef af vinnubrögð'um höfundar undanfarin 30 ár, teljum að efnið í þessai kenninga hafi hann lært í æsku, En í þekktri barnasögu eru þessi orð (nokkurnveginn óbreytt): „Eg bið innilega að heilsa henni ömmu þinni, Rauðhetta mín, sagði úlfurinn, (aðeins Iægra við sjálfan sig): svo kem ég bráðam og ét ykkur báðar.“ Herhragð Þar eð sýnt þyltir að nú muni líða hálfur mánuður milli út- gáfudaga Fylkis, en hefur til þessa verið vika, þá erum við satt að segjai hálf hræddir um að þeir knáu menn hafi loks- ins dottið ofan á bá tjáningartækni, sem mundi vissulega gef- ast þeim bezt. Sem sagt, skrifa 50% minna. Mistök Leiðinlegt óhapp henti okkur Eyjablaðsmenn þegar við vor- um a0 troða efni,- um kaup og sölu á gömlum liúsum,- inn í ljóðavélina okkar. Þurfti þá endilega að slæðast með lýsing á gömlu liúsi við Bárugötu, Vík, Félagsheimili Eyverja,. Varð þetta ljóðavélinni okkar ofraun, og halda sérfræðingar að um úrbræðslu sé að ræða. Hefur ekkert komið út úr henni síðan annað en þvæla, sem varla er eftir hafandi. Þetta kom sér hálf iila þar eð engin mynd var birt af áðurnefndu húsi, í því myndskreytta blaði ,Stofnar“, sem þeir Eyverjar voru svo elskulegir að gefa bæjarbúum. Ekki var þess heldur getið, að þeir hefðu reynt að selja bænum þessa glæsilegu húseign. Angur vekja örlög slík andans kraftur dofnar. Finnast nú á fjöru í „Vík“, fúnir íhaldsstofnar. s EYJABLADID A ÚTGEFANDI: Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum. v RITNEFND: Garðar Sigurðsson (áb), Hafsteinn Stef- A ánsson, Jón Traustason. — Prentsmiðjan Eyrún h. f. >oooooooooooooooooooooooooooo<>c Nýir kjarasamningar átt við skáldið LaXhéss á Gljúfrasteini. Tveir verða þrír. Mér er að vísu heiður sýnd ur með því að Geira hefur fundizt svo mikið til um grein ar mínar, að honum sýnast þær vera þrjár, þar sem þær gátu varla talizt tvær. Mi'klu meiri heiður finnst mér að því, þegar hann telur pistla mína ,sem ritaðir eru í tímaskorti ,hæfa sama flokki og greinar Austra- Þjóðviljans. Þær ritar maður, sem fengið hefur verðlaun fyrir frábæra meðferð máls- Frh. á 3. síðu. Fasteigna- markaðurinn er í fullum gangi. Nú er m. a. til sölu: Húseignin Kirkjuhvoll, eitt höfuðból Eyja á þessari öld, Húseignin Presthús, silki- veggfóðrað og teppalagt á hæð. Bílskúr. Húseignin Vestrai Staka- gcrði, tveggja íbúða timbur- hús með nýju járni, tvöfalt gler á hæð. Húseignin Arnarhóll, Faxa stígur 10, vandað einbýlishús Einbýlishús stórt og vandað við Vestmannabraut, harðvið- 'arhurðir og teppi á stofum og göngum. Einbýlishús við Njarðarstíg stórlega vandað með harð- viðarinnréttingum. Einbýlishús við Landagötu Selst ódýrt miðað við rými. Einnar liæðar 120 ferm. hús við Hrauntún, selst fokhelt fyrri hluta sumars. Húseignin Nýibær, lítið ein býlishús. ÍBÚÐIR af ýmsum stærð- um og gerðum t. d. við Breka stíg, Fífilgötu, Hólagötu, Landagötu, Miðstræti, Sól- hlíð, Vestmannabraut og Vest urveg. Þá er til sölu lítill húskofi með lóðarréttindum á aðal- verzlunarhringnum. Kjörið fyrir byggingu verzlunar- eða skrifstofuhúsnæðis eftir fjar- lægingu þess, sem fyrir er á lóðinni. Mörg eru tækifærin, ef að er gáð. HJALTASON 'læstaréttarlögmaður Skrifstofa: Drífanda við Bárugötu. Viðtalstími ld. 4,30 — 6 virka daga nema laug- ardaga kl. 11 — 12 fán Enn á ný verður Verka- lýðshreyfingin að búa sig til sóknar, til að krefjast hlutdeildar í þeim arði sem fói'k hennar hefur fært þjóðarbúinu á undan- förnum árum. Það eru engin smáræðis verðmæti sem sjó- menn og verkafólk hefur fram leitt á þessum tíma. Það hef- ur oft lagt nótt við dag, og hvergi dregið af sér í þeirri baráttpi, sem hefur þó malað gull, flestum öðrum en því sjálfu. Fyrir strit sitt hefur það orðið að sætta sig við hálfgerða nauðungarsamninga þegar það hefur reynt að rétta hlut sinn. Þá hafa sjó- menn, í sambandi við sínar samningagerðir, orðið að þola endurtekna valdníðslu af hendi ríkisvaldsins. Hef- j þeim sárstaklega, svo tillits- I laust, að flestum hefur | blöskrað. Sumar aðrar starfs- j stéttir hafa einnig orðið fyrir I barðinu á gerðardómslögum, er þær hafa reynt að ná frjálsum samningum við at- vinnurekendur. Slíkar tiltekt- ir „viðreisnarstjórnarinnar11 er ekki einungis að finna í syndaregisti hennar yfir síð- 'Ustu ár. Valdaferill hennar allur er varðaður slíkum ,,af rt'kum“. Á veltiárunum, ár- um metafla á ölum miðum, og hæsta markaðsverði á flest um útflutningsvörum okkar, létu þessir auðnulausu stórn- | arherrar jafnan skína í vald- ið, eða beittu því grimulaust I þegar láglaunað alþýöufólk | vildi fá sína hlutdeild í vax- andi þjóðarauði. Fyrir valda- | tíð núverandi ríkisstjórnar var kaupgjald hér á landi I sambærilegt við nágranna- | lönd okkar, og að sumu leyti hagstæðara, og sóttist þá er- lent verkafói'k eftir að kom- ast hingað til starfa. Síðan hefiux jafnt og þétt sigið á ó- gæfuhlið í þessu efnum. Dýr- tíð hefur vaxið svo óhugnan- lega á seinni árum, að jafn- vel naju.ðsynlegasta matvara kostar nú svimandi upphæð- ir. Ekki virðast fyrirmenn þjóðarinnar hafa miklar á- hyggjur af því„ hvernig end- ar megi názt saman í bú- rekstri alþýðuheimilanna við slíkar aðstæður. Svo í þokka- bót hefur atvinnuleysi hrjáð verkafól'k víða um land. Hinsvegar er því mjög hald ið að verkafólki, að endar verði að ná saman hjá at- vinnurekendum, hvernig svo sem allt veltist hjá öðrum. Byggingamátinn, og bruðlið undangengin ár, sem margir atvinnurekendur eru frægir fyxúr af endemum, sýnir, að endar náðust þar saman, og vel það. Að vísu hefur ,,stjói-nvizka“ þeirra stundum leitt til áfalla og það þá helzt þegar mest hefur verið í velt unni. Dæmin um slikt eru næi-tæk, bæði hér í Eyjum og annai-sstaðar. En „máttarstólp arnir“ í „vel reknu“ fyrir- tækjunum ,eru ekki endilega gerðir ábyrgir fyrir slíku tapi þótt þeir fái að valsa að vild með gróðann, þegar hann er annarsvegar til staðar. Nei, það eru almennir laun þegar í landinu sem fá að greiða fyrir slík afglöp með hækkandi sköttum, og laun- um sem standa í öfugu hlut- falli við vaxandi dýrtíð. Semtök launafólksins, verkalýðshreyfingin hefur ver ið full seinþx-eytt til vand- ræða á undangengnum árum. Það hefur þó ekki verið spar að, að saka hana um, að ala á úlfúð og tortryggni í garð atvinnurekenda. Engan s'kyldi undra, þótt hugur verkafólks sé orðinn þungur í gerð ríkjandi ó- stórnar á flestum sviðum. En á þeirri óstjórn ber verka- lýðshreyfingin ekki ábyrgð, heldur atvinnurekendur með ríkisvaldið að bakhjerli. Þeir setja sig jafnan þvex-s- um gegn sanngjörnum kröf- um verkalýðsfélaga um eðli- legar samningaleiðir og frið- samlega lausn þeirra mála. En nú er þó svo komið, að jafnvel úr þeim herbúðum heyrist, að unnt eigi að vera að bæía eitthvað hag hinna lægstlaunuðu í þeim samning um, ssm nú fara í hönd. Betra er seint en aldrei. Það er þó því miður lítil á- stæða til að ætla, að stói-mann lega verði boðið úr þeirri átt- Það mun sannast nú, sem áð ur, að árangur verkalýðs- hreyfingarinnar fer efíir þeii-ri samstöðu og festu, sem meðlimir hennar á hverjum stað sýna, þegar til samninga kemur. Ekki mun sami hátt- Framhald á 3. síðu OOOOx

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.