Eyjablaðið


Eyjablaðið - 11.05.1978, Page 6

Eyjablaðið - 11.05.1978, Page 6
EYJABLAÐIÐ Stef numál — Hér fer á eftir 6. og 7. og þar með síðusín aðalflokkar þeirra mála, sem 6 efstu menn á lista Alþýðubandalags- ins í bæjarstjórnarkosningunum hafa unnið í hópyinnu. HÚSNÆÐISMÁL. Húsnæðismálum Vestmannaeyinga var illa komið eft- ir gosið, er þriðjungur íbúðarhúsanna var horfinn, ann- ar þriðjungurinn stórskemmdur og raunar hvert hús eitthvað skemmt. f>að var því næsta tröllaukið verkefni að hýsa bæinn upp að nýju. Ærin verkefni voru fyrir alla okkar iðnaðarmenn að lagfæra og byggja hús fyrir einstaklinga og Viðlagasjóð, og var því rétt og sjálfsögð stefna að fá stórvirka verk- taka að, til að reisa íbúðir og aðrar byggingar fyrir fé- lagasamtök og bæjarfélag, jafnvel þótt verulegur auka- kostnaður fylgdi þeim vinnuaflsaðflutningi. Þegar svo risavöxnustu verkefnunum, sem mest lá á, var lokið, var stefnt að því að innanbæjarmenn tækju framkvæmdir bæjarins í sínar hendur við öll þau verk- efni, sem þeir voru samkeppnisfærir í, á við aðra, og sem þeir gátu yfir komist. Þetta var að sjálfsögðu líka rétt stefna. Með forgöngu BÁV hefur Vestmannaeyjabær lyft þyngsta Grettistakinu í íbúðabyggingum, en margir aðrir hafa vel unnið. Enn vantar þó nokkuð upp á að húsnæðisþörf Vest- mannaeyinga sé fullnægt. Má í því sambandi benda á þær 100 leiguíbúðir bæjarins, sem flestar eru bráða- byrgðahúsnæði, og leggja þarf kapp á að losa. Auk þess er fjöldi húsnæðislausra fjölskyldna á biðlista til að komast í leiguhúsnæði þessi. Það er því full þörf enn að gera allt, sem mögulegt er, til að auðvelda fólki að koma yfir sig íbúðum á sem hagkvæmastan hátt. Lóðir hafa verið hér mjög ódýrar og þarf svo frarn að halda. Fullnýta þarf heimildir fyrir byggingum á kjörum verkamannabústaða, eða hagkvæmari, athuga hagkvæmni við stofnun byggingarsamvinnufélags, og yfirleitt að leita eftir öllum leiðum, sem gera mættu íbúðarbyggingar framkvæmanlegri fyrir lágtekjufólk. í Framkvæmdaáætlun er minnst á smáíbúðabygg- ingar fyrir aldrað fólk, og hefur þeim íbúðum verið hugsaður staður á flötinni sunnan Hraunbúða. Nú fyrir alllöngu lagði Magnús Magnússon fram til- lögu um það í bæjarráði, að farið yrði að athuga um teikningar, kostnað og annan undirbúning að þessum byggingum. Allir flokkar í bæjarstjóm samþykktu til- löguna, en ekkert hefur enn út úr henni komið. Mikil- vægt er að koma byggingum þessum í framkvæmd. Þyrftu þarna bæði að koma til leiguíbúðir og söluíbúð- ir, sem gerðu öldruðu fólki í stórum og erfiðum íbúð- um fært að selja þær og komast í íbúðir við sitt hæfi. Slík skipti stuðla Iíka að lausn á húsnæðisvanda. Alþýðubandalagsmenn munu verða opnir fyrir öllum góðum hugmyndum til að auðvelda fólki að eignast ó- dýrt og heppilegt húsnæði, frá hverjum sem þær koma. HÚSNÆÐISMÁL SKÓLANNA. Hraða þarf byggingu skóla vestur á Hamri, svo og byggingu þess skólahúsnæðis, sem gert er ráð fyrir að komið verði í gagnið 1980, samkvæmt Framkvæmda- og byggðaáætlun Vestmannaeyja 1977—1986. HEILBRIGÐISMÁL. í aðalatriðum má segja, að heilbrigðismál bæjarins séu í mjög sæmilegu lagi og má eflaust þakka það því láni, að sjúkrahússbyggingin slapp að mestu leyti ó- skemmd út úr hamförunum 1973. Þó má ýmislegt bet- ur fara, t. d. er tannlæknaþjónustan enn í miklum ó- lestri. Við höfum að vísu tvo tannlækna, en þar sem við vorum lengi tannlæknislaus eftir gos, er ekki enn þá búið að vinna það upp og er margra mánaða bið eftir að fá tíma. Hafa því margir orðið að fara með sig og börn sín til Reykjavíkur til að fá þessa þjónustu. Svo er annað, við höfum hér tvo mjög góða lækna, skurðlækni og lyflækni, sem við vonum að okkur takist að halda hér. Með heilsugæslulæknana skiptir öðru máli. Hingað ráðast margir kandídatar, sem eru sjálfsagt ágætir flestir, en þeir stoppa hér aðeins stuttan tíma í senn, þannig að þegar fólk er farið að kynnast þeim, þá eru þeir farnir og nýir komnir í staðinn. Æskilegra væri að fá lækna til frambúðar, ef kostur væri. í nokkur undanfarin ár hefur starfsfólk vinnustaða í bænum verið sent í læknisskoðun einu sinni á ári, en þó hafa margir, sem ekki hafa verið í starfi á þeim tíma misst af þessari læknisskoðun. Það ætti að fylgja því ákvæði laga, að fólk fái ekki að hefja vinnu neins Framhald á 5. síðu. 20. maí — 8. júní • Það er ekki aldeilis, að það sé fjarrænn draumur að fara til Kanaríeyja, því það er ferð þangað 20. maí n. k. og komið heim aftur 8' júní, allir kátir og hressir. • Átt þú lítinn pening eða ertu blankur í augnablikinu? • Það skiptir engu máli, því suðureftir þarftu endilega að fara og þú mátt greiða mér far- gjaldið í haust þegar þú ert búinn að eign- ast peninga. • Hafðu samband við mig strax! • Láttu draum þinn rætast. — Ég skal lijálpa þér! FEMASKRIFSTOFAN SUNNA PÁLL HELGASON SÍMÍ1515

x

Eyjablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.