Morgunblaðið - 13.01.2011, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.01.2011, Qupperneq 2
ÍSLAND Á HM Ívar Benediktsson iben@mbl.is Nú verður flautað til leiks á 22. heimsmeistaramóti karla í hand- knattleik. Í fjórða sinn verða Svíar gestgjafar mótsins og Ísland sendir lið til keppni í 16. skipti. Fyrsta heimsmeistaramótið var haldið 5. og 6. febrúar 1938 í Þýskalandi og þátt- tökuþjóðir voru fjórar. Auk heima- manna sendu Austurríki, Danmörk og Svíþjóð landslið til leiks. Þýska- land stóð uppi sem heimsmeistari, vann alla þrjá leiki sína og fékk markatöluna 23:9. Meðal annars unnu þeir Austurríki, 5:4, í úrslita- leik. Austurríki hafnaði í öðru sæti og Svíar í því þriðja. Handknattleikur var nokkuð þekktur á þessum árum í Þýskalandi og hafði m.a. verið keppt í honum [að vísu utanhúss] á Ólympíuleikum sem fram fóru í Berlín 1936. Þá var í fyrsta sinn keppt í handknattleik á Ólympíuleikum og eina skiptið þang- að til á leikunum í München 36 árum síðar. Vegna heimsstyrjaldarinnar og síðar þrenginga í Evrópu sem fylgdu eftirstríðsárunum var næsta heims- meistaramót innanhúss ekki haldið fyrr en árið 1954. Svíar voru gestgjafar og urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn. Þátt- tökuþjóðir voru sex. Svíþjóð vann Þýskaland, 17:14, í úrslitaleik. Curt nokkur Wadmark þjálfaði sænska landsliðið en hann átti seinna eftir að verða einn af höfuðandstæðingum íslenskra handknattleiksmanna utan vallar þegar hann komst síðar til valda hjá Alþjóðahandknattleiks- sambandinu, en það er önnur saga. Fyrst til Austur-Þýskalands Ísland var fyrst með á heims- meistaramóti karla í handknattleik árið 1958 er mótið var haldið í Aust- ur-Þýskalandi. Ekki þurfti íslenska landsliðið að taka þátt í undan- keppni. Þegar á hólminn var komið voru þátttökuþjóðir 16, tíu fleiri en á HM fjórum árum fyrr. Sami fjöldi þátttökuþjóða, 16, hélst, með einni undantekningu á HM 1961, allt þar til HM var haldið á Íslandi 1995. Þá var þátttökuliðum fjölgað um átta, uppi í 24, og hefur svo verið síðan. Nokkru áður var Handknattleiks- samband Evrópu stofnað og fyrsta Evrópumótið haldið 1994 og B- heimsmeistaramótin slegin af um leið. Síðast var blásið til leiks á B- heimsmeistaramóti árið 1992 í Aust- urríki. Sextán leikmenn voru valdir til fararinnar á fyrsta heimsmeistara- mótið sem Ísland tók þátt í árið 1958. Voru þeir valdir úr hópi 26 sem höfðu æft um nokkurt skeið undir stjórn Hallsteins Hinrikssonar. HM- hópinn skipuðu: Birgir Björnsson, FH, bræðurnir Bergþór og Ragnar Jónssynir, FH, Einar Sigurðsson, FH, Guðjón Þ. Ólafsson markvörður úr ÍR, Gunnlaugur Hjálmarsson, ÍR, Hermann Samúelsson, ÍR, Hörður Jónsson, FH, Karl Benediktsson, Fram, Karl Jóhannsson, KR, Krist- ófer Magnússon markvörður úr FH, Reynir Ólafsson, KR, Sverrir Jóns- son, FH, Valur Benediktsson, Val, Þórir Þorsteinsson, KR, og Kristinn Karlsson, Ármanni. Upp kom ágreiningur Upp kom ágreiningur innan landsliðsnefndar við valið á 16. manninum. Stóð valið á milli Krist- ins og Guðjóns Jónssonar úr Fram. „Stjórn HSÍ og þjálfari úrskurðuðu að Kristinn Karlsson skyldi vera 16. maður hópsins,“ segir í frétt Morg- unblaðsins 4. febrúar 1958 þegar greint er frá valinu. Íslenski hópurinn hélt út ásamt fararstjórn 26. febrúar. Flogið var til Kaupmannahafnar hvaðan átti að fljúga áfram til Austur-Berlínar. Slæmt veður var í Þýskalandi og ekki gerlegt að fljúga þangað þann daginn. Ljóst var að ferð landleiðina gæti tekið sinn tíma og jafnvel verið torsótt. Þegar útlit var fyrir betra veður daginn eftir voru allar áætl- anir um ferðir með langferða- bifreiðum og lestum til Austur- Berlínar lagðar til hliðar og ákveðið að taka áhættuna af því að hægt yrði Saga um skin og skúrir  Ísland tekur þátt í HM í 16. skipti  Hefur aðeins misst af fjórum mótum frá 1958  Besti árang- urinn er fimmta sætið í Kumamoto 1997  Morgunblaðið rekur sögu Íslands á HM frá upphafi 1958 Rúmenska stórskyttan Moser sækir að íslensku vörninni en í henni eru f.h. Gunn- laugur Hjálmarsson, Karl Jóhannsson, Birg- ir Björnsson, Hermann Samúelsson og Ragn- ar Jónsson. Á litlu myndinni að neðan er Moser enn í sóknarhug gegn Karli G. Bene- diktssyni og Karli Jóhannssyni (7). að fljúga um daginn. Það gekk eftir. Íslenska liðið kom ekki til Austur- Berlínar fyrr en fáeinum klukku- stundum áður en fyrsti leikurinn í mótinu hófst. Þá var enn ófarin tveggja til þriggja stunda ferð til Magdeburg þar sem leikið var. Ís- lenska liðið mætti því ferðalúið til leiks en stóð sig eigi að síður vel og betur en margir höfðu reiknað með. Gunnlaugur skoraði fyrstur Fyrsti leikurinn var við Tékkó- slóvakíu og tapaðist hann með 10 marka mun, 27:17. „Gunnlaugur Hjálmarsson byrjaði á að skora fyrsta mark Íslands gegn Tékkum, sem svöruðu með átta mörkum í röð, 1:8, en Tékkar höfðu yfir í leikhléi, 9:15,“ segir m.a. í frá- sögn af fyrsta leiknum í bókinni „Strákarnir okkar“ sem Sigmundur Ó. Steinarsson blaðamaður skrifaði og gaf út fyrir 18 árum. Ekki voru allir bjartsýnir fyrir fyrsta leikinn við Tékka eins og m.a. má lesa í frásögn Morgunblaðsins nokkrum dögum eftir að keppninni lauk. „Einn þjálfara í handknattleik hér heima hafði dreymt tölurnar 63 og 13 og setti drauminn í samband við úrslitin. En leikurinn fór 27:17. Það mega teljast mjög góð úrslit fyr- ir landa vora. Markatalan 27 er ekki ýkja há, og það sýnir að vörn Íslend- inga hefur engan veginn staðið opin fyrir sóknarhörðum Tékkunum. Að » Einn þjálfara íhandknattleik hér heima hafði dreymt tölurnar 63 og 13 og setti drauminn í sam- band við úrslitin. Íslendingar skora 17 mörk sýnir að engan veginn hefur verið um „ein- stefnuakstur“ að ræða. Það má þvert á móti ætla að leikurinn hafi verið nokkuð jafn, en markvörður Tékkanna gert strik í reikninginn. Hann er af velflestum talinn bera af öðrum markvörðum sem sézt hafa í heiminum,“ segir m.a. í Morgun- blaðinu þriðjudaginn 4. mars 1958. Sparkaði upp í pallana Eftir hvíldardag mætti íslenska landsliðið Rúmenum í öðrum leik hinn 1. mars og aftur í Hermann- Giesler Halle í Magdeburg sem enn stendur, 53 árum síðar, og er notuð til handknattleiks þótt stórlið borg- arinnar hafi fyrir rúmum áratug flutt í nútímalegra keppnishús. Skemmst er frá því að segja að ís- lenska liðið lagði Rúmena, 13:11, í frábærum leik þar sem Hafnfirðing- urinn Ragnar Jónsson varð marka- hæstur með fimm mörk auk þess sem hann hljóp í skarðið í markinu um stund eftir að Guðjón Ólafsson markvörður var rekinn af leikvelli „fyrir að hlaupa út á völl og sparka knettinum upp í áhorfendapalla,“ eins og segir í fyrrgreindri bók Sig- mundar Ó. Steinarssonar. Segja hinar óljósu fregnir … „Markatalan gefur til kynna, að þarna hafi verið barizt af hörku – varnir beggja verið góðar og mark- menn góðir, enda segja hinar óljósu fregnir er borizt hafa, að Guðjón Ólafsson hafi staðið sig með sér- stökum glæsibrag í marki Íslands,“ sagði m.a. í frásögn Morgunblaðsins eftir sigurinn á Rúmenum, þeim fyrsta hjá íslensku landsliði á heims- meistaramóti karla í handknattleik. Íslenska liðið þurfti a.m.k. á jafn- tefli að halda í lokaleiknum til þess að komast áfram í millriðla. Það lán- aðist ekki. Ungverjar spöruðu sínar helstu hetjur daginn gegn Tékkum og mættu því úthvíldir til leiks gegn Íslendingum og unnu með þriggja marka mun, 19:16, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 11:7. Ungverjar og Tékkar komust upp úr riðlinum en Íslendingar og Rúm- enar sátu eftir. Tékkar léku síðar til úrslita í mótinu en töpuðu fyrir Sví- um, 22:12, í úrslitaleiknum. Þjóð- verjar hrepptu þriðja sætið en Ung- verjar höfnuðu í sjöunda sæti. Miklu stærri vellir Íslensku leikmennirnir gátu geng- 2 | MORGUNBLAÐIÐ HM 2011 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Enn einu sinni er komið að „strákunum okkar“ að lífga uppá svartasta skammdegið í janúarmánuði. Það hefur verið nær árviss viðburður frá aldamót- um að karlalandsliðið í handbolta spili um þetta leyti árs á stærstu mótunum. Nú er það úrslita- keppni HM, þar sem Ísland var reyndar ekki með síðast, í Króatíu 2009, en hefur annars tekið þátt í, meira og minna, í rúmlega hálfa öld. Eftir magnaða frammistöðu liðsins undir stjórn Guðmundar Þ. Guðmundssonar síðustu ár, silfur- verðlaun á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsið á Evrópumótinu í Austurríki í janúar 2010, eru talsverðar vonir bundnar við gengi Íslands á þessu móti í Svíþjóð. Reyndar var bjartsýnin ekki mikil eftir slaka leiki liðsins fyrr í vetur en eftir sannfærandi sigra á Þjóðverjum um síðustu helgi er þjóðin komin á flug á ný. Það er talað um raun- hæfa möguleika á verðlaunapeningi á sjálfu heims- meistaramótinu, þar sem Ísland hefur áður best náð 5. sætinu. Eins og Ívar Benediktsson rekur í ítarlegri um- fjöllun um þátttöku íslenska landsliðsins á HM frá 1958 hér á næstu blaðsíðum hefur bjartsýnin æði oft verið með í farteskinu, og kannski stundum í rík- ari mæli en innistæða hefur verið fyrir. Í þetta skiptið er þó ástæða til að ætla að liðið geti virkilega farið langt og tekið þátt í slag um verðlaun í þriðja sinn á rúmlega þremur árum. En á svona móti getur margt farið öðruvísi en ætlað er og við Íslendingar þekkjum það af reynsl- unni. Til að ná árangri þarf hinsvegar að hafa trú á því, og hana hafa bæði leikmenn og áhugamenn um handbolta í ríkum mæli. Í þessu blaði er fjallað um landsliðið og þátttöku þess á HM fyrr og nú. Morgunblaðið mun að vanda flytja ítarlegar fréttir af HM í Svíþjóð og jafnframt verður mikil umfjöllun um það á mbl.is, m.a. beinar lýsingar frá öllum leikjunum og myndskeið þar sem rætt verður við leikmenn og aðstandendur liðsins. Góða skemmtun.Morgunblaðið/Kristinn Innistæða fyrir bjartsýninni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.