Morgunblaðið - 13.01.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.01.2011, Blaðsíða 30
HM-STJÖRNUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Mikil veisla er framundan fyrir hand- knattleiksunnendur þegar HM hefst í Svíþjóð. Hjörtu landsmanna slá vitaskuld með strákunum okkar í ís- lenska liðinu og mun Morgunblaðið fylgjast rækilega með gangi mála hjá þeim. Í þessari samantekt verður hins vegar gerð tilraun til að nefna nokkra áhugaverða leikmenn til sög- unnar, sem leika í hinum riðlunum í keppninni Verði úrslit eftir bókinni marg- frægu í riðlakeppni HM þá munu Ís- lendingar mæta ríkjandi heimsmeist- urum Frakka í Jönköping, en þeir eru raunar einnig Evrópu- og ólymp- íumeistarar. Einn af mönnunum á bak við ótrúlega velgengni Frakka á undanförnum árum er markvörð- urinn Thierry Omeyer. Omeyer hefur verið afskaplega sigursæll á sínum ferli. Hann byrjaði 18 ára gamall að leika sem atvinnu- maður með liði Selestat en var keypt- ur þaðan til stórliðsins Montpellier árið 2000. Þar varð hann franskur meistari fimm ár í röð 2002-2006 auk þess sem Montpellier sigraði í Meist- aradeild Evrópu árið 2003. Árið 2006 fór hann til þýska stórveldisins Kiel og leikur þar enn undir stjórn Al- freðs Gíslasonar. Með Kiel hefur hann tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið í Þýskalandi og safnar Þýskalandsmeistaratitlum auk þess að hafa sigrað tvívegis í Meist- aradeildinni, 2007 og 2010. Löng bið hjá Omeyer Það tók tíma hjá Omeyer að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið hjá franska landsliðinu. Fyrir voru reyndir og sigursælir markverðir, Christian Gaudin og Bruno Martini. Eftir að þeir komust á aldur eignaði Omeyer sér stöðuna og fáir mótmæla því í dag að Omeyer sé sá besti í sinni stöðu í heiminum. Ekki þarf að leita langt eftir rökstuðningi því hann er lykilmaður bæði í besta landsliði heims og besta félagsliði heims ef horft er til síðustu ára. Þar fyrir utan hefur hann fengið fjölda persónu- legra viðurkenninga. Omeyer var val- inn handboltamaður ársins í heim- inum árið 2008 og var þá í úrvalsliði Ólympíuleikanna. Hann var valinn leikmaður ársins í Þýskalandi árið 2009 og var þá í úrvalsliði heims- meistarakeppninnar. Omeyer er á 35. aldursári en gefur ekkert eftir og for- vitnilegt verður að sjá hversu lengi honum tekst að halda sér í fremstu röð. Omeyer og samherjar hans leika í A-riðli og liðin þrjú sem komast áfram úr honum munu mæta þremur liðum úr riðli Íslands í milliriðli. Í A- riðli er að finna þrjú handbolta- stórveldi, Frakkland, Þýskaland og Spán. Í franska liðinu er valinn mað- ur í hverju rúmi og þar er Nikola Karabatic fremstur meðal jafningja. Hann missti nokkuð úr í vetur vegna meiðsla og því spurning hvort hann verði í sínu besta formi. Einn áhuga- verðasti leikmaður Frakka er Luc Abalo sem iðulega leikur í hægra horninu en hann og Karabatic eru jafnaldrar og voru báðir teknir ungir inn í landsliðið. Þegar Abalo leikur handbolta er engu líkara en að hann sé liðamótalaus og hann liðast ein- hvern veginn áfram eins og ormur. Hann hefur fremur sérstakar hreyf- ingar og nýtir sér þær til fullnustu. García er skemmtilegur Spánverjar eiga líka afskaplega skemmtilegan hornamann í Juan García sem lengi hefur verið í fremstu röð. García er 33 ára gamall og leikur með Barcelona. Hann varð heimsmeistari með Spánverjum árið 2005 og vann til bronsverðlauna á Ól- ympíuleikunum 2008. García er flink- ur í að klára færin sín og mikill hraðaupphlaupsmaður. Þegar hann er í stuði er afskaplega gaman að fylgjast með honum. Stelur Bitter senunni? Þjóðverjar eru með afar sterkt lið og eiga fjölda frambærilegra hand- knattleiksmanna. Í þeirra liði eru kannski ekki miklar stjörnur sem skera sig úr af því liðið er afskaplega jafnt. Líklegasti senuþjófurinn er kannski markvörðurinn snjalli Jo- hannes Bitter. Hinn litríki Stefán Kretzschmar fangaði alla athygli á sínum tíma og eftir að hann hætti hefur enginn komist með tærnar þar sem hann hafði hælana í töffaraskap. Púður í Hammed og Hmam? Túnis er einnig í A-riðli og það verður áhugavert að sjá hvort enn sé eitthvert púður í þeim félögum Ay- men Hammed og Wissem Hmam sem slógu eftirminnilega í gegn á HM í Túnis árið 2005. Þeir leika báðir með Montpellier í Frakklandi og eru alla vega á besta aldri, Hammed er 27 ára og Hmam er tæplega þrítug- ur. Fjallað er sérstaklega um and- stæðinga Íslands í B-riðlinum annars staðar í blaðinu og því ekki þörf á því að nefna hér áhugaverða leikmenn úr þeim riðli. Hansen spennandi skytta Danir leika í C-riðli og þeir hafa innan sinna raða einhverja áhuga- verðustu skyttu í handboltanum í dag. Sá heitir Mikkel Hansen og er samherji Arnórs og Snorra hjá AG Kaupmannahöfn. Kraftmikill leik- maður sem virðist hafa lítið fyrir því að skora mörk. Er einungis 23 ára gamall en vakti snemma athygli og fór um tíma til Barcelona en sneri aftur heim til að taka þátt í ævintýr- inu í kringum AG. Hansen mun vafa- laust láta hraustlega til sín taka í Sví- þjóð. Af öðrum leikmönnum í danska lið- inu þá er spurning hvort markvörð- urinn Niklas Landin muni springa út í keppninni. Hann er 22 ára gamall og markmannsstaðan í landsliðinu er eyrnamerkt honum þegar Kasper Hvidt dregur sig í hlé. Ilic, Balic og Vori Serbinn Momir Ilic ætti að vera ís- lenskum handknattleiksáhuga- mönnum að góðu kunnur, í það minnsta þeim sem fylgjast með þýsku deildinni. Ilic hefur lengi verið undir handleiðslu Alfreðs Gíslasonar með góðum árangri. Fyrst hjá Gum- mersbach og fylgdi honum síðar til Kiel. Ilic er þrítugur og ætti því að vera á hátindi síns ferils. Hann er í lykilhlutverki hjá Serbum. Króatar verða vafalaust ógnar- sterkir eins og jafnan á undanförnum árum. Þeirra leiðtogi er Ivano Balic en fleiri leikreyndir kappar bera mikla ábyrgð í liði Króata eins og línumaðurinn Igor Vori og skyttan Blazenko Lackovic en allir urðu þeir ólympíumeistarar árið 2004. Beðið eftir Ahlm og Anderson Í D-riðli munu heimamenn spila og væntingarnar til þeirra eru nokkrar þrátt fyrir magurt gengi á und- anförnum árum. Ekki er ósanngjarnt að halda því fram að tími sé kominn til að Marcus Ahlm og Kim And- erson nái sömu hæðum með landslið- inu og þeir hafa gert hjá Kiel. Nú horfir hins vegar svo við að Ahlm er meiddur og Anderson er að stíga upp úr langvarandi meiðslum. Oscar Car- lén er einnig öflugur leikmaður en hann er sonur Pers sem var línumað- ur hjá landsliðinu þegar Svíar brutu ísinn og urðu heimsmeistarar árið 1990. Eineygða skyttan Merkilegt má telja að pólska stór- skyttan Karol Bielecki skuli aftur vera farinn að leika handknattleik eftir að hafa misst sjón á öðru auga. Pólverjar eiga fleiri gæðaleikmenn og má þar nefna Grzegorz Tkaczyk sem leikið hefur árum saman í Þýskalandi við góðan orðstír. Hann spilar með Íslendingaliðinu Rhein- Neckar Löwen rétt eins og Karol Bielecki. Nýr Kang í Kóreu? Rétt er að geta þess til öryggis að Suður-Kórea er í D-riðlinum. Þeir eru óútreiknanlegir og þar gæti hæg- lega einhver snillingur komið fram á sjónarsviðið sem handboltaheim- urinn þekkir ekki. Þann lærdóm drógu menn af HM í Sviss árið 1986 þegar Jae-Won Kang skaust upp á stjörnuhimininn með þvílíkum til- þrifum. Árin á eftir var hann almennt talinn einn sá snjallasti í heiminum. Markinu ennþá lokað?  Thierry Omeyer á stóran þátt í velgengni Frakka undanfarin ár  Liðamótalaus Luc Abalo  Ógnarsterkir Króatar og Balic enn á fullu  Væntingar til heimamanna  Áhugaverð AG-skytta Morgunblaðið/hag Sigursælir Thierry Omeyer, besti markvörður heims, fær góð frá frá hinum magnaða Claude Onesta. 30 | MORGUNBLAÐIÐ Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningar- verkefni ÍSÍ fyrir alla aldurshópa. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um hreyfingu og gera hreyfingu að föstum lið í lífsstíl sínum. Lífshlaupið byrjar 2. febrúar! ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S I 52 84 0 12 /1 0 • Vinnustaðakeppni • Hvatningarleikur í skólum • Einstaklingskeppni Lífshlaupið Þín heilsa – þín skemmtun Samstarfsaðilar Ólympíufjölskyldan Skráning og nánari upplýsingar á: www.lifshlaupid.is Fersk sending Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynnir:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.