Morgunblaðið - 13.01.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.01.2011, Blaðsíða 22
UPPRIFJUN Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Ég man vel eftir mörkunum þrem- ur sem ég skoraði í fyrri hálfleik gen Tékkum en mér er gjörsamlega fyrirmunað að muna eftir mörk- unum þremur sem ég gerði í síðari hálfleik,“ sagði Karl Jóhannsson og hló við þegar Morgunblaðið spjall- aði við hann á dögunum. Karl var í íslenska landsliðinu á þremur fyrstu heimsmeistaramót- unum, 1958 í Austur-Þýskalandi, þremur árum síðar í Vestur- Þýskalandi og í Tékkóslóvakíu 1964. Einn eftirminnilegasti leikur á þessum þremur mótum var jafn- teflið við Tékka, 15:15, í Stuttgart á HM 1961. Tékkar unnu til silfur- verðlauna á HM 1958 og aftur 1961 en áttu þá að margra mati besta lið keppninnar. „Í fyrsta markinu þá stökk ég inn úr horninu, markvörður Tékka æddi á móti mér en þar sem ég stökk svo hátt þá „vippaði“ ég bolt- anum yfir hann. Sá var ekki kátur en þetta var eina leiðin til að koma boltanum framhjá honum í þeirri stöðu sem ég var í. Ætli þetta hafi ekki verið með fyrstu vippunum?“ sagði Karl glettinn á svip. „Annað markið skoraði ég beint úr aukakasti, en það var sérgrein mín á þessum ár- um. Ég skoraði mörg mörk beint úr aukakasti, fann glufu í vörn andstæðinganna og lét bara vaða,“ sagði Karl. „Þriðja markið kom upp úr hraðaupphlaupi. Við unnum bolt- ann og rukum fram, ég og Labbi [Gunnlaugur Hjálmarsson]. Þegar við nálg- uðumst makið stökk ég upp og þótt- ist gefa boltann á Labba en hætti við og kastaði á markið og skoraði,“ sagði Karl. Viðureignin við Tékka var sú fyrsta sem íslenska liðið háði í milli- riðli á HM 1961. Ekki var reiknað með að Ísland myndi standa því tékkneska á sporði en annað kom á daginn. Tékkar voru þremur mörk- um yfir í hálfleik, 10:7. Ísland jafn- aði, 10:10, en lenti undir á ný, 15:12, þegar fjórar mínútur lifðu leiks. Gunnnlaugur minnkað muninn í 15:13, Birgir Björnsson í 15:14 og síðasta orðið átti Gunnlaugur fáein- um sekúndum fyrir leikslok. Mun gríðarlegur fögnuður hafa gripið um sig á meðal Íslendinganna eins og nærri má geta. „Þetta voru skemmtilegir tímar sem maður upplifir ekki á nýjan leik,“ sagði Karl þegar hann rifjaði upp leikinn. Man eftir þremur mörkum af sex Karl Jóhannsson Verðlaunahafar á HM Ár/staðsetning Gull Silfur Brons Sæti Íslands 1938 Þýskaland Þýskaland Austurríki Svíþjóð ekki með 1954 Svíþjóð Svíþjóð V-Þýskaland Tékkóslóvakía ekki með 1958 A-Þýskaland Svíþjóð Tékkóslóvakía Þýskaland 10. sæti 1961 V-Þýskaland Rúmenía Tékkóslóvakía Svíþjóð 6. sæti 1964 Tékkóslóvakía Rúmenía Svíþjóð Tékkóslóvakía 9. sæti 1967 Svíþjóð Tékkóslóvakía Danmörk Rúmenía ekki með 1970 Frakkland Rúmenía A-Þýskaland Júgóslavía 11. sæti 1974 A-Þýskaland Rúmenía A-Þýskaland Júgóslavía 14. sæti 1978 Danmörk V-Þýskaland Sovétríkin A-Þýskaland 13. sæti 1982 V-Þýskaland Sovétríkin Júgóslavía Pólland ekki með 1986 Sviss Júgóslavía Ungverjaland A-Þýskaland 6. sæti 1990 Tékkóslóvakía Svíþjóð Sovétríkin Rúmenía 10. sæti 1993 Svíþjóð Rússland Frakkland Svíþjóð 8. sæti 1995 Ísland Frakkland Króatía Svíþjóð 14. sæti 1997 Japan Rússland Svíþjóð Frakkland 5. sæti 1999 Egyptaland Svíþjóð Rússland Júgóslavía ekki með 2001 Frakkland Frakkland Svíþjóð Júgóslavía 11. sæti 2003 Portúgal Króatía Þýskaland Frakkland 7. sæti 2005 Túnis Spánn Króatía Frakkland 15. sæti 2007 Þýskaland Þýskaland Pólland Danmörk 8. sæti 2009 Króatía Frakkland Króatía Pólland ekki með 2011 Svíþjóð 1 2 3 VERÐLAUNAHAFAR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Svíar hafa ekki unnið stórmót í hand- boltanum í níu ár, og urðu síðast heimsmeistarar í Egyptalandi fyrir tólf árum, í lok síðustu aldar, en þeir eru eftir sem áður sigursælasta þjóð- in í sögu heimsmeistarakeppninnar. Svíar hafa ellefu sinnum komist á verðlaunapallinn á HM og þar af unnið keppnina fjórum sinnum. Þar af unnu „Bengan-strákarnir“ tvíveg- is á síðasta áratug 20. aldarinnar, 1990 og 1999. Liðið magnaða sem Bengt Johansson stýrði um árabil vann til verðlauna á sex heimsmeist- aramótum í röð frá 1990 til 2001. Þrisvar hafa Svíar tapað úrslita- leik keppninnar og fjórum sinnum haft betur í rimmu um brons- verðlaunin. Aðeins Rúmenar hafa jafnoft hampað heimsbikarnum en þeir unnu fjögur heimsmeistaramót af fimm á árunum 1961 til 1974. Frá þeim tíma hafa Rúmenar hinsvegar aðeins einu sinni komist á verðlauna- pallinn, árið 1990, og þeir eru fyrst nú að komast á ný í námunda við bestu liðin eftir langt hlé. Frakkar koma næstir á eftir Sví- um og Rúmenum hvað gullverðlaun varðar en frá því þeir unnu fyrst á Ís- landi árið 1995 hafa þeir þrisvar orð- ið heimsmeistarar. Frakkar hafa sjö sinnum komist á verðlaunapallinn á undanförnum níu heimsmeist- aramótum. Þýskaland hefur tíu sinnum unnið til verðlauna, en þar af fengu Austur- Þjóðverjar fern verðlaun og Vestur- Þjóðverjar tvenn. Sameinað lið Þýskalands varð heimsmeistari á fyrsta mótinu árið 1938 og aftur árið 2007, á heimavelli í bæði skiptin. Þá fengu Þjóðverjar silfur 2003 og brons árið 1958 þegar þýsku ríkin sendu sameiginlegt lið á mótið sem haldið var í Austur-Þýskalandi. Sovétríkin gömlu unnu heims- meistaratitilinn einu sinni en Rússar gerðu betur og hafa krækt í hann tví- vegis. Aðrar þjóðir sem hafa orðið heims- meistarar eru Tékkar, Júgóslavar, Króatar og Spánverjar en heild- arskiptingu verðlauna á HM má sjá hér til hliðar. Svíar sigur- sælastir á HM frá upphafi  Fern gull-, þrenn silfur- og fern bronsverðlaun  Rúmenar einnig fjórum sinnum heimsmeistarar Reuters Skytta Staffan „Faxi“ Olsson var lykilmaður í sigursælu liði Svía. 22 | MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.