Morgunblaðið - 13.01.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.01.2011, Blaðsíða 27
EHF-STJÓRNANDI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Þegar ég sat og fylgdist með lands- liðinu í fyrri leiknum við Þjóðverja síðasta föstudag fékk ég mjög góða tilfinningu fyrir liðinu og er viss um að það nær langt í Svíþjóð,“ sagði Helga Magnúsdóttir handboltafröm- uður þegar Morgunblaðið spurði hana um hennar mat á möguleikum landsliðsins á HM. „Mér fannst strákarnir mjög ein- beittir, þeir höfðu mjög gaman af þessu, og það var gott andrúmsloft í kringum liðið. Ég missti af seinni leiknum en mér skilst að hann hafi verið enn betri og þetta lofar góðu. Ég fæ yfirleitt pínu sting í magann þegar liðinu gengur svona vel skömmu fyrir stórmót, þá fer ég að kvíða fyrir því að nú bregðist eitthvað þegar á hólminn er komið, en ég er ekki farin að fá hann ennþá. Ég trúi því að þeir standi sig mjög vel,“ sagði Helga. Ekkert venjulegur milliriðill Þegar á hana var gengið með spá um sæti til handa íslenska liðinu svar- aði hún: „Ég hef sagt í mörg ár að það sé komið að því að við fáum verð- launapening á HM. Ég spái liðinu hiklaust verðlaunasæti, ég ætla ekk- ert að draga af því í þetta skipti. Hóp- urinn á eftir að smella enn betur sam- an og halda þessum stöðugleika. Stundum hefur það brugðist þegar mótið hefst en ekki núna. Þetta er orðið svo sjóað lið, margir reyndir og sterkir leikmenn, og þeir vita hvað þeir geta. Auðvitað verður milliriðillinn ekk- ert venjulegur, þegar við mætum Spáni, Frakklandi og Þýskalandi, en ég hef fulla trú á drengjunum. Við er- um búin að fá verðlaunapeninga á Ól- ympíuleikum og Evrópumóti, og nú er komið að HM. Svo förum við aftur á Ólympíuleika. Hvernig litur verður á peningnum verður svo að koma í ljós,“ sagði Helga. Hún hefur ekki látið stóru mótin framhjá sér fara og hefur farið á þau flest á seinni árum. Að sjálfsögðu er Helga búin að panta sér far til Sví- þjóðar. Förum á nánast öll stórmót „Jú, við hjónin ætlum að fara á mót- ið, reyndar ekki fyrr en milliriðlarnir hefjast, enda erum við viss um að ís- lenska liðið komist þangað. Við erum búin að fara á nánast öll karlamótin í seinni tíð, nema hvað við vorum ekki á EM í Noregi 2008. Ég fór meira að segja með liðinu til Sviss fyrir 25 ár- um, 1986,“ sagði Helga, sem ferðast gott betur en það til að sinna stóra áhugamálinu sínu, handboltanum. Hún hefur nefnilega nóg fyrir stafni í störfum fyrir Evrópska handknatt- leikssambandið, EHF, auk þess sem hún á sæti í framkvæmdastjórn ÍSÍ. „Já, ég er í mótanefnd EHF, ein af fimm sem sitja þar, og mitt hlutverk þar er að bera ábyrgð á Evr- ópumótum kvenna. Þetta er stærsta nefndin hjá EHF og hún tekur á öll- um mótamálum sambandsins.“ Erlendis vegna handboltans í rúma 100 daga á ári „Síðan sé ég um eina unglinga- keppni á hverju ári. Síðasta sumar var ég með strákakeppnina í Svart- fjallalandi og næsta sumar verð ég í Hollandi þar sem U19 ára lið stúlkna spila til úrslita. Ég er nýbúin að taka saman hvern- ig síðasta ár var hjá mér og þá var ég erlendis vegna starfa í kringum hand- boltann í 120-130 daga. Þar af voru ríflega 100 dagar vegna starfa minna hjá EHF, og þar að auki fór ég fyrir ÍSÍ sem fararstjóri með lið á Partille Cup og Gothia Cup í Gautaborg. Það er mikið um fundahöld og ferðalög til að taka út aðstöðu vegna móta, og svo er ég oft eftirlitsmaður á Evrópu- leikjum til viðbótar við það,“ sagði Helga sem var einmitt eftirlitsmaður á fyrri leik Íslands og Þýskalands í Laugardalshöllinni á föstudags- kvöldið síðasta. Helga er ekki í fullu starfi með handboltaverkefnunum, enda vart tími til þess. „Nei, ég tek fyrst og fremst að mér ýmiss konar verkefni sem falla til. Svo passa ég barnabörn- in og reyni að sinna eiginmanninum og heimilinu þegar ég er á annað borð heima. Þetta á ágætlega við mig, mér leiðist aldrei þó ég sé ekki í fastri vinnu, og svo nýt ég þess mikið betur að vera heima hjá mér þegar ég hef verið í burtu. Eins og til dæmis í kringum Evrópukeppni kvenna í Noregi og Danmörku í desember þegar ég var þar í þrjár vikur. Það var mikil törn og gott að koma heim að henni lokinni.“  Helga Magnúsdóttir telur að röðin sé komin að Íslandi að komast á verðlaunapall HM  Hefur ekki fengið sting að þessu sinni Veit ekki hver liturinn verður Morgunblaðið/RAX Mætir Helga Magnúsdóttir ætlar til Svíþjóðar áður en keppnin í milliriðlunum hefst og er sannfærð um að í þetta sinn sjái hún liðið á verðlaunapalli HM. MORGUNBLAÐIÐ | 27 Þorbjörg Ágústsdóttir margfaldur Íslands- og Norðurlandameistari í skylmingum: „Ég vil þakka Saffran kærlega fyrir stuðninginn. Ég finn hvað maturinn frá Saffran gerir mér gott. Góður árangur í íþróttum er samtvinnaður góðri næringu. Ég er í engum vafa um að góð næring hafi átt stóran þátt í árangri mínum.“ Mark Wesley Johnson, bikarmeistari og í hópi 15 bestu stangastökkvara í Banda- ríkjunum: „Sem atvinnumaður í íþróttum og þjálfari þekki ég mikilvægi þess að við- halda fjölbreyttu og næringarríku mataræði. Það byggir upp vöðva og minnkar um leið fitumagn, en að auki er það nauðsynlegt fyrir ákjósanlega andlega starfsemi. Saffran er með mjög næringaríkan mat, án þess að fórna bragði. Saffran er án efa uppáhalds heilsuveitingastaðurinn minn og hef ég prófað þá marga, alla leið frá San Diego til Íslands.“ Lára Örlygsdóttir, þjálfari í Sporthúsinu: „Ég hef nýtt mér veisluþjónustu Saffran sem stóðst allar þær væntingar sem hægt er að gera og meira til. Ég ráðleggg öllum sem ég þjálfa að borða á Saffran og eru allir sammála um að nú sé loksins hægt að fá hollan og næringarríkan „skyndibita“ sem hægt er að verða saddur af.“ Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona í fótbolta: „Það er mikilvægt fyrir mig sem afrekskonu í íþróttum að borða hollan mat sem er framleiddur úr fersku hráefni og án aukaefna. Það fæ ég á Saffran, auk þess sem maturinn þar er líka framandi og bragðast einstaklega vel.“ Elvar Þór Karlsson, Íslandsmeistari í CrossFit 2010 og Lífstílsmeistari 2010: „Saffran hefur hjálpað mér gríðarlega að ná inn þeirri hágæða næringu sem ég þarf til að stuðla að stífum æfingum og viðhalda hámarksþreki, þoli og styrk. Það besta er að matseðillinn er mjög góður og fjölbreyttur þannig að ég hlakka alltaf til máltíðarinnar. Saffran undirstrikar það að hollur matur ER góður.“ Magnús Bess á 31 Íslandsmeistaratitla í vaxtarækt og var Norðurlandameistari 2008. Katrín Eva er Íslandsmeistari og vann Arnold Classic 2010: „Mataræðið skiptir mjög miklu máli ef þú ætlar að ná árangri í Fitness og vaxtarrækt. Saffran sameinar hollan og mjög bragð- góðan mat. Við mælum tvímælalaust með Saffran við alla sem við þjálfum.“ Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmark- maður í fótbolta: „Til að halda mér í fremstu röð í minni grein á Íslandi þarf ég að æfa mjög vel, vera í góðu andlegu jafnvægi og huga vel að næringu. Ég hef vanið komur mínar á Saffran frá því að staðurinn opnaði á Dalvegi. Maturinn er mjög bragðgóður og að auki er hann virki- lega næringaríkur sem hjálpar mér við það sem ég tek mér fyrir hendur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.