Eyjablaðið


Eyjablaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 1
16. tölublað Vestmannaeyjum, 29. nóvember 1983 43. árgangur Jöfnuður, samvinna, heiðarleiki, drengskapur? Andrés Sigmundsson skrifar nokkuö merkilegan leiðara í síðasta Framsóknarblað. Þar fer hann mörgum vel völdum orðum um Framsóknar- flokkinn og stefnu hans en að auki gefur hann Sjálfstæði- flokknum og Alþýðubanda- laginu einkunnir. Vegna þess- ara einkunna langar mig að gera nokkrar athugasemdir. FRAMSÓKNAR- FLOKKURINN Lítum fyrst á Framsóknar- flokkinn. Um hann segir Andrés meðal annars: „Fram- sóknarflokkurinn er flokkur fólks sem hefur að leiðarljósi jöfnuð, samvinnu, heiðarleika og drengskap.” Ekki veit ég nákvæmlega hvað þessi orð Andrésar merkja en óneitan- lega finnst mér þau ekki vera í samræmi við stefnu Fram- sóknarflokksins í dag. Eða skyldi það flokkast undir jöfnuð og samvinnu að skerða laun þeirra lægst launuðu og banna þeim að semja um kaup og kjör? Felst jöfnuður í því að gefa forsætisráðherranum jeppa á sama tíma og al- menningur þarf að draga fram lífið af lágum launum sínum? Nei, í þessari stefnu Fram- Garðar Sigurðsson fimmtugur Sunnudaginn 20. nóv. s.l. varð Garðar Sigurðsson fimmtugur. Eyjablaðið óskar Garðari hjartanlega til hamingju með afmælið og þakkar honum góða sam- vinnu fyrr og nú. sóknarflokksins felst hvorki jöfnuður né samvinna. í ljósi síðustu atburða í landsmálum vil ég einnig leyfa mér að efast um heiðarleikann og drengskapinn hjá þeim framsóknarmönnum og varla geta skrif málgagns flokksins hér í Vestmannaeyjum flokkast undir þær dyggðir. SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKURINN Um stefnu Sjálfstæðis- flokksins segir Andrés: „Þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku fátækari. Það er stefna Sjálf- stæðisflokksins”. Þarna get ég verið Andrési fullkomlega sammála. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur alla tíð barist fyrir þessari stefnu og ekki síst nú þegar leiftursóknaröflin eru komin til valda í flokknum. En hins ber og að gæta að í dag er það Framsóknarflokkurinn sem er í verki að framkvæma þessa stefnu fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Það er illt hlutskipti en engu að síður staðreynd. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Hjá Andrési fær Alþýðu- bandalagið tvær einkunnir. Hin fyrri er sú að það ásamt með Sjálfstæðisflokknum skipti fólki í tvær fylkingar með og móti hernum. Þetta er laukrétt. Alþýðubandalagið er á móti er- lendri hersetu á íslandi. Það er á móti henni því hún ógnar sjálfstæði þjóaðrinnar og vegna þess að hersetan eykur mjög á líkur á því að Island verði skotmark í hernaðarátökum stórveldanna. Þessi atriði skipta sköpum fyrir íslensku þjóðina. Víst er að innan Fram- sóknarflokksins eru margir ein- lægir herstöðvaandstæðingar og hef ég alltaf haldið að Andrés væri einn þeirra. Hins vegar er það ljóst að flokks- forysta Framsóknarflokksins hefur enn og aftur opinberað undirlægjuhátt sinn við hið er- lenda vald. Seinni einkunnin sem Andrés gefur Alþýðubanda- laginu er sú að það vilji við- halda ófriði og ósáttum meðal landsmanna. Ég býst við að Andrés eigi hér við stefnu Al- þýðubandalagsins í launa- málum. Ef svo er verður hann auðvitað að gera það upp við sig og meta með sjálfum sér hvort það er að viðhalda ófriði og ósáttum að styðja launafólk í baráttu sinni fyrir bættum kjörum. Ekki er ég viss um að launafólk sé honum sammála. Ég vil að endingu taka undir inngangsorðin í leiðara Andrésar þar sem hann segir: „Það er ekki of mikið sagt að Framsóknarflokkurinn í Vest- mannaeyjum standi á tíma- mótum.” Ég vil hins vegar heimfæra þessi orð upp á Fram- sóknarflokkinn á landsvísu í stað Vestmannaeyja einna. Á þessum tímamótum verður Framsóknarflokkurinn að gera upp við sig hvort hann hyggst endanlega ganga til liðs við leiftursóknaröflin í landinu eða verða flokkur samvinnu og framsóknar eins og til stóð við stofnun hans. Því miður bendir allt til þess að fyrri kosturinn hafi þegar verið valinn. R.Ó. Oryggismál sjómanna Því miður er það svo, að öryggismál sjómanna eru lítið á dagskrá að öllum jafnaði; það er helst þegar hörmuleg slys verða, að menn taka við sér og spyrja: Hvers vegna? Sannleikurinn er hins vegar sá, að sífellt þarf að hafa í huga aðgát, varfærni og fyrirhyggju um hvaðeina, sem lýtur að búnaði skips, siglingu þess og annarri meðferð. Sjómennska er erfitt og hættulegt starf, vinnuslys um borð í skipum eru oft meiriháttar og alvarleg, og til þess að draga úr þeim, þarf stöðugt að gæta þess að öll þau tæki og tól, sem notuð eru á nútíma veiði- skipum, séu í sem bestu ásigkomulagi. Slysin gera ekki boð á undan sér. Það er auðvitað svo sjálf- sagt mál, að varla þarf um að tala, að björgunar- búnaður þarf að vera í full- komnu lagi og eins aðgengi- legur og vel búinn, sem kostur er. Því miður er víða pottur brotinn í þeim efnum. Lög og reglugerðir í tengslum við öryggisbúnað duga ekki einar sér, því hvort tveggja er, að þeim er ekki nægilega sinnt og heldur ekki fylgt eftir af þeirri kostgæfni og þeirri festu, sem hlutaðeigandi aðilum ber skylda til að gera. Undanþágur og undan- sláttur eru orð, sem ekki má vera hægt að nota varðandi öryggismál sjómanna. Auðvitað væri það best, að aldrei þyrfti að grípa til björgunartækjanna, en stóru slysin gera heldur ekki boð á undan sér. —G.S. Mikilsverður árangur Fyrir hvern? Haustdagur. —Ljósm.: EYJABLAÐIÐ Sigurgeir Kristjánsson lýsir hug sínum til efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar í síðasta Framsóknarblaði. Eins og við er að búast er hann afar ánægður með framgöngu Framsóknarflokksins síns undir forystu Steingríms, mannsins sem er að kveða niður dýrtíðardrauginn þjóð- inni til farsældar. En Sigurgeir fær ekki staðist að gleðjast yfir því að Alþýðubandalagið er nú utan stjórnar, en í huga hans er Alþýðubandalagið sá flokkur sem ber ábyrgð á dýrtíð síðustu ára og þeim ógöngum sem þjóðarbúskapurinn nú er í. FRAMSÓKNAR- ÁRATUGURINN Ég hélt satt að segja að fram- sóknarmenn hugsuðu sig tvisvar um að minnsta kosti áður en þeir færu að kenna öðrum um í þessu sambandi. Eða veit Sigurgeir ekki að Framsóknarflokkurinn hefur átt aðild að ríkisstjórn allan síðasta áratug og á enn, lengur en nokkur annar íslenskur stjórnmálaflokkur. Fram- sóknarflokkurinn hefur þannig borið meiri ábyrgð á efna- hagsmálum þjóðarinnar en aðrir flokkar enda er um- ræddur áratugur jafnan nefnd- ur Framsóknaráratugurinn, hvorki meira né minna. Það er að sjálfsögðu óþarfi fyrir Sigur- geir að loka augunum fyrir þessum staðreyndum. VÍSITALAN HEILÖG KÝR Annað atriði í grein Sigur- geirs þykir mér nokkuð merki- legt en það er fullyrðing hans um að vísitalan sé heilög kýr í augum okkar Alþýðubanda- lagsmanna. Þarna fer Sigurgeir vísvitandi með rangt mál. Al- þýðubandalagið hefur marg- sinnis lýst því yfir að vísitalan sé langt frá því að vera heilög kýr. Það sem mestu máli skipti sé hins vegar að launafólki, og þá einkum þeim sem við lökust kjör búa, séu tryggð viðunandi lífskjör. Þetta er kjarninn í stefnu Alþýðubandalagsins í launamálum þótt hjáróma framsóknarraddir vilji meina eitthvað annað. AÐ HYGLA HÁLAUNAMÖNNUM Það sem mér virðist há- punktur greinar Sigurgeirs er sú skoðun hans að Alþýðu- bandalagið vilji hygla há- launamönnum og bæta kjör þeirra á kostnað þeirra lægst launuðu. Svona nokkuð hélt ég að framsóknarmaður tæki sér ekki í munn, einkum eftir at- burði Iíðandi hausts. Það gerðist nefnilega að sjálfur for- sætisráðherrann leyfði sér að láta ríkissjóð gefa sér jeppa á sama tíma og hann heimtaði að kjör almennings væru skert og samningsréttur numinn úr gildi. Heitir þetta ekki einmitt að hygla þeim sem hæst hafa launin? Og sýnir þetta dæmi ekki einmitt hvað Framsóknar- flokkurinn vill gera fyrir hina hæst launuðu á kostnað þeirra sem lakar eru settir í þjóð- félaginu? Mér er spurn. Ég get verið Sigurgeiri sam- mála um að verðból^an er vá- gestur hinn versti. Eg vil hins vegar benda honum á að lág- launafólk á íslandi ber ekki ábyrgð á verðbólgunni nú fremur en áður. Það álítur Framsóknarflokkurinn hins vegar og þess vegna hefur hann ráðist á lífskjörin. Sigurgeir getur kallað þetta mikilsverðan árangur ef honum sýnist svo en eitt er víst að sá árangur er ekki mikilsverður fyrir láglaunafólk. —R.Ó. — VEISTU — — að áróðursbæklingur ríkisstjórnarinnar og fundahöld Steingríms Hermannssonar til að skýra fyrir fólki hvað ríkisstjórnin hefur gert því kostaði ríkissjóð 403.000,-. — að ríkisstjórnin hefur nú yfír að ráða fjórum mál- gögnum, þ.e. Morgunblaðinu, Tímanum, DV og Lög- birtingarblaðinu, en það blað birtir hina raunverulegu stefnu ríkisstjórnarinnar.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.