Siglfirðingur


Siglfirðingur - 07.03.1924, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 07.03.1924, Blaðsíða 1
\ SIGLFIRÐIN I. árg. Siglufirði 7. marz 1924. 15. blað Stjórnarskifti. Frjett* frá Reykjavík í morgun segir, að Sig. Eggerz forsætisráð- herra, hafi í þinginu í gær Iýst yfir því, að hann væri búinn að senda konungi lausnarbeiðni fyrir sig og Kiemens, en að þeir myndu gegna starfinu þar til aðrir yrðu útnefndir. Skoraði hann á þingmenn að vera fljóta að koma sjer saman um nýja stjórn, og er gert ráð fyrir að í dag muni takast að gera út um það. Telja kunnugir víst, að það muni verða Jón Magnússon, sem mestu fylgi muni ná. Spánarvínin, Nú eru liðin hartnær 2 ár síðan undanþágan sæla gekk í gildi, sem leiddi inn yfir land vort hinn lengi þráða svaladrykk andbanninga, spönsku ólyfjanina. Er þannig feng- in nokkur reynsla fyrir árangri þess- arar frelsissölu þjóðarinnar og má óhætt fullyrða, að henni hafi^gjör- samlega brugðist vonir sínar í þeim efnum, nema þeim fáu mönn- um sem aldrei meintu annað en að fá vínið inn í landið. Fiskverð hefir lækkað að mun síðan og markaður fyrir hann verið svo tregur á Spáni, að .framboð hafa farið langt fram úr eftirspurn. Kostirnir virðast því vera þeir einir, að nú þarf minna að hafa fyrir því en áður, að drekka frá sjer vit og velmegun, og að nú er árlega höggið vænt skarð í andvirði út- fluttra afurða, til þess að greiða með þessi vín, sem annars hefði mátt nota til bjargarkaupa haqda þjóðinni. Peir munu eigi hafa verið allfáir, sem hugðu gott til þessara spönsku veiga í fyrstu og þótt þau gómsæt, en sem. betur fer mun þeim óðum fara fækkandi, því margir munu hafa fengið sig fullsadda á afleið- ingunum af notkun þeirra, og því snúið við þeim bakinu. Má því telja víst, að með ótrauðri bindind- isstaifsemi muni ekki líða á löngu, þar til þjóðin hryndir þessum ó- fagnaði af herðum sjer. Og eitt virðingarvert spor í þá átt má telja það, að nú með »Esju« senda siglfirskir alþingiskjósendur hinu háa alþingi svohljóðandi Áskorun: »Vjer undirritaðir alþingiskjós- endur í Siglufjarðarkaupstað skor- um hjermeð á hið háa Alþingi, er nú situr á rökstólum í Reykjavík, að hlutast til um að útsölustaður áfengisverslunar ríkisins hjerá Siglu- firði, verði lagður niður fyrirl.maí n.k. og vínbirgðir þær er þá kunna að liggja hjer, verði fluttar burtu. Pessi áskorun vor byggist á eft- irfarandi: 1. Að óþarfi virðist að hafa tvo útsölustaði Spánarvína í norð- lendingafjórðungi, frekar en í vesttir og austur fjórðungunum. Vjer lítum því þannig á að oss norðlendingum sjeir**' gjörðar ranglátlega þungar búsyfjar með þessu. 2. Vjer lítum þannig á og höfum þegar fengið reynshi fyrir því, að utan Reykjavíkur, er útsölu- staður vína þjóðinni hvergi eins hættulegur og hjer á Siglufirði. Að sumrinu ti) hópast hingaö fólk í þúsundatali, er sækir hingað atvinnu — máske aóal- ársatvinnu sína. — Að réka vín- verslun á slíkum stað, brsakar þá skerðingu á tekjum fjölda manna, að hætta stafar af fyrir þjóðina, enda eru þau dæmin mörg frá s.l. sumri, að áfengis- útsalan hjer hafi hirt sorglega stóran hluta af sumarkaupi áfengishneigðra manna. 3. Pann stutta tíma sem áfengis- verslunin hefir verið rekin hjer, hefir reynslan sýnt, að tollsmygl- un vína, launsala og bannlaga- brot hafa þrifist svo vel í skjóli hennar, að nauðsynlegt reyndist að bannvinir hefðu hjer sjerstak- an mann s.l. sumar, til hjálpar yfirvöldum staðarins að koma upp bannlagabrotum. Var heill hópur manna látinn sektum sæta, en þó má óhætt fullyrða, að fleiri hafi sloppið. Pessi ófagnaður gerir alla löggæslu bæjarins margfalt erfiðari en ella mundi, eykur lítilsvirðingu fyrir lögum landsins og spillir rjett- armeðvitund þjóðarinnar. 4. í fjórða lagi viljum vjer taka það fram, og undirstrika það, að síðan áfengisútsalan var sett hjer niður, er daglegum friði vor Siglfirðinga spilt svo — að minsta kosti að sumrinu til — að óviðunandi er framvegis. Hávaði og friðarspjöll ölvaðra manna hafa keyrt svo úr hófi fram, að sóma bæjarins og vel- ferð borgaranna er teflt á fremsta hlunn. Vjer, sem unnum sóma Siglufjarðar heima fyrir og út í frá, hljótum að gera þá kröfu til æðstu stjórnenda þjóðarinn- ar, að vjer sjeum ekki beittir því valdi frá þeirra ha'lfu, sem gerir oss ókleyft að varðveita heill og heiður bæjarins, einsog vjer viljum, og vinnum að. 5. Að þar sem engar kröfur liggja fyrir frá samningsaðila íslands — Spáni — um útsölustaði Spánarvíná hjer á landi, og þar sem engar óskir hafa verið send- ar hjeðan um að hafa hjer út- sölu vínanna, þá teljum vjer rjetti vorum um stjórn hjeraðs- mála, vera misboðið herfilega með því að neyða upp á oss

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.