Siglfirðingur


Siglfirðingur - 31.12.1928, Side 3

Siglfirðingur - 31.12.1928, Side 3
3 SIGLFIRÐINGUR Úr bæ' og bygð. Veðrið. Snjó talsverðan gerði hjer á annarsdagsnótt og annan jóladag. Síðan hefur veriö hægv. og frostlaust. 4/7». Nokkrir bálar rjeru áföstudag og laugardag og öfluðu vel. Kirkjan. Messað á gamlárskvöld kl. 6 síðdegis og á nýjársdag kl. 2 síð- degis. Listarnir til bæjarstjórnarkosninga eru nú komnir fram þrír og mun ekki von á fleirum. Er þeirra allra getið á öðrum stað hjer í blaðinu. Kosning- in fer fram þ. 12. jan. eins og áður er auglýst. Kœrumálin út af vínveitingunum í Enkasölu- veislunni hafa verið ransökuð á Akureyri, en rjettarprófin verða send stjórnarráðiuu án þess að dóm- ur falli í hjeraði. Virðist hjer vera beitt nýrri aðferð í dómsmálum, og er leitt getum að þvi að sumir hinna ákærðu þykist eiga þá hönk upp í bakið á stjórninni að hún taki hóglega á smásyndum þeirra. Reynir nú á hvort meira má sín fylgi Jónasar við bindindismálið eða vináttan við samherjana. Verkamaðurinn gengur 18 des. marga hringi rangsælis kringum sannleikan í grein- inni „Bæj.arstjórnarkosning á Siglu- firði“,Fyrst lýgur hann því upp, að Goos og Dr. Paul sjeu húsbændur íhaldsins á Siglufirði og eigendur Siglfirðings. Peirri slefutuggu stakk nú Alþýðublaðið upp í hann í haust og hefir hann jórtrað hana síðan og fær sig ekki til að sleppa henni þótt hann viti að hún sje löngum útsogin og ónýt. — Svona eru kálf- arnir þráir og.heimskir. Onnur lýgin er það, að hann er að reyna að gefa J skin, að Siglfirðingur hafi gert sjer tíðrætt um bæjarstjórnar- kosningarnar hjer fyrir 18. des. Siglfirðingur sýnir það sjálfur að hann fór ekki að skrifa um þær fyr en 22. des. eða 4 dögum síðar en Vkm. birtir tjeða grein. — Priðja lýgin er sú, að siglfirskur verkalýður hafi unnið glæstan sigur í kosninga- baráttu hjer 1927 og komið 3 mönn- um að. Pá voru engar kosningar hjer. Enn vjer fyrirgefum Vkm. þetta alt með ánægju, því í þeirri stór- flæðivatnsmygu sem grein þessi er öll, fundum vjer þó eitt gullkorn, — það er skrítlan umFrammsókn- arfjelagið og Pormóð. Par er „Fram- sókn“ gerð að nokkurskonar porti og Pormóður og fylgismenn hans látnir standa þar uppstiltir, kol- svartir annarsvegar en blóðrauðir hinsvegar og Framsókn á að vera eftir greininni að dæma, nokkurskonar útungunar- „ansfalt" þar sem Bols- um er ungað út. Pormóður sem höfuð flokksins eftir því hænan og liðsmenn hans kjúklingarnir. Verkamaðurinn ætti aðgefa Spegl- inum hugmyndina, þar ætti hún heima. Eftir áramótin \erður fiskur ekki metinn fyrir neinn þann, sem vanskil hefir sýnt á þessu ári nema ábyrgð Spari- sjóðsins sje fyrir hendi fyrir greiðslu á matslaunum og eldri matsskuldum. Fiskimatsmaðurínn. Auglýsingum í blaðið ber að skila til ritstjórans eða á prent- smiðjuna fyrir kl. 4 e. h. á föstudögum næ3t áður en þær eiga að birtast í blaðinu. Eg tel víst þeir vinni Pál Ungmennafjelagið i Hofsós vígði á laugardaginn samkomuhús er það heflr reist á Hofsósbökkum, sunnan við kauptúnið. Húsið er 20 álna langt og 12 álna breitt tvær hæðir og er alt bygt úr steinsteypu og hið vandaðasta. Pað stendur á stórri lóð sem fjelagið á þarna af- girta og sem það er þegar byrjað að rækta. Talið er að húsið muni kosta um eða yfir 20 þús. krónur og skuldar fjelagið þaraf eitthvað á þriðja þúsund. Ungm.fjel. Hofshrepps hefirþarna lyft því grettistaki sem vekja hlýtur aðdáun allra. Fjelagið er fáment og kraftar þess dreifðir um stóra sveit, en með samstarfi og samhug og fórnfýsi fjelagsm. sem lagt hafa á sig mjög mikið af vinnunni endur- gjaldslaust, hafa þeir leitt þetta áhugamál sitt fram til sigurs. Mun að veita lið sitt Merði. Hann hefir fyrri sína sál selt við lágu verði. X. það eigi hvað minst að þakka drengilegri forgöngu þeirra Bæjar feðga Jóns hreppstjóra Konráðssonar og Björns sonar hans, Ungmennafjelögin í nærliggjandi sveitum, Ólafsfirði, Austurfljótum, Stíflu og Hofsós hafa öll komið sjer upp reisulegum fundarhúsum, eru þau þó öll fámenn. — U. M. F. S. er efirbátur þeirra í þessu og hefir þó langtum best skilyrði þeirra allra Hvað veldur?. Siglufjarðarprentsmiðja 1928.

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.