Siglfirðingur


Siglfirðingur - 07.03.1931, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 07.03.1931, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 En jeg er bara hræddur um að annað hljóð kunni að koma í strokkinn áður en varir, og að þess- ir háu herrar neyðist til að snúa sjer til safnaðarins viðvíiqandi fjár- hagslegu hlið málsins, og það er einmitt sú hliðin sem jeg æíla að byrja á að laka tii athugunar. Sje það aftur á móti misskilningur hjá mjer, að sóknarnefndin með gjörð- um sínum ætli fyrst að nota fje safnaðarins, síðan fje bæjarins og síðast skuldhinda söfnuðinn dráps- gjöldum, skemtanasnýkjum o. fl. því um líku, tii þess að koma kirkjunni upp — sje þetta skakt hjá mjer og sóknarnefndin ætli ein að standa straum allrar byggingarinnar, sem hana munar víst ekki mikið um, þá er málið ekki eins alvariegt fyrir bæjarbúa eins og ella. Jeg ætla nú samt að ganga út frá því, að byggingin komi söfnuðinum við, og er þá saga málsins á þessa leið: Pað mikla ár 1930 4. dag októ- bermánaðar birtist útboðsauglýsing þar sem bygging kirkjunnar var boðin út. Tilboðsfrcstur var tii 15. s. m. Tilboða var óskað í bygg- inguna samkv. útboðslýsingu og teikningu húsabyggingasmeistara Árna Finsens i Rvík. Pessi gögn láu frammi hjá formanni sóknar- nefndar hjer, á skrifstofu Síldar- einkasölunnar, og á tilteknum stöð- um á Akureyri og í Rvík. Nú lá á að vera „snar“ að reikna, því hjer var ekki miklum tíma að spilla. Pann 16. október átti að opna til- boðin og gera út um málið. Og þá mnnu margir fátækir og atvinnulitl- ir menn þessa bæjar hafa hugsað sem svo, að með þessari ráðstófun væri blessuð sóknarnefndin að gera sitt til þess að draga úr atvinnu- leysi vetrarins hjer, því sjálfsagt yrði verkið veitt einhverjum bæjar- manni, jafnvel þó um iítið eiit hærra tilboð yrði að ræða. Pe^sir menn munu sjálfsagt hafa gengið út frá því sama og jeg, að ef innan- bæjarmaður fengi verkið, þá yrði strax byrjað á aðflutningi hins ís- lenska steypuefnis, einkum grjóts, sem svo hefði mátt mala á kirkju- staðnum með vorinu. Að þessu hefði getað orðið talsverð atvinnu- bót þann tímann, sem dauðastur er hjer, frá nóvemherbyrjun til mars- loka. En nvað verður? Jú, sóknar- nefndin kom saman eins og til stóð 16, okt., á skrifstofu Síldareinkasöl- unnar, kl. 51 e. h. Einn nefndar- manna var þá ekki heima, hr. kon- súl! Porm. Eyólfsson. en hinirvoru allir mættir ásamt þeim heima- mönnum, sem gert höfðu tilboð. Voru svo tilboðin opnuð, lesin upp og bókuð í þessari röð: Einar Jó- hannsson og Jón Guðmundsson Akureyri kr. 107 þús.; Páll S. Jónsson hjer kr. 125 þús.; Pjetur Bóasson hjer kr. 105 þús.; Bvgging- arfjelag Siglufjarðar kr. 115 þús. Sverre Tynes hjer kr. 116 þús. og síðast Jens Eyólfsson Rvík kr. 75 þús. Síðasta tilboðið var því skilyrði bundið, að sóknarnefndin legði til alt það ísl. efni, sand, mulning og grjót, sem til byggingarinnar þyrfti. Síðan tilkynti sóknarnefnd tilboðs- gerendum, að þeir mættu fara. Lítið eitt síðar kom jeg svo til formanns sóknarnefndar og spurði hann hvort nefndin væri búin að taka ákvörðun um tilboðin, gerði jeg þetta af því að mjer fanst jeg standa næstur því að fá verkið, og jafnvel samkeppnismenn mínir um verkið höfðu látið það i ljósi við mig, að jeg hlyti að fá bygginguna. Formaðurinn svaraði mjer því, að nefndin væri að hugsa sig um, en líklega mundi tilboð Jens Eydlfs- sonar vera mun lægra en mitt. Jeg sagði bæði formanni og fleiri nefndarmönnum, að mjer findist tilboð Jensar ekki geta komið til greina, þar sem það væri á alt öðr- um grundvelli en útboðið hefði gert ráð fyrir. Petta fanst mjer að nefnd- in hefði átt sjálf að geta bæði sjeð og fundið, enda sagði formaður mjer oft, að nefndin vildi nú sjá tii og jafnvel heyra frá söfnuðinum, eða að minsta kosti fráþeim mönn- um, sem nefndin hafði kosið sjer tii aðstoðar við fjársöfnun til bygg- ingarinnar. Síðan spurði jeg oft eftir því, hvort nefndin hefði nokkuð afgert, og fjekk altaf sama svarið, að hún væri að bíða eftir upplýsingum frá Rvík. Upplýsingar þær er hjer var átt við, var áætlun um hve mikið þyrfti af hinu ísl. efni, grjóti, muln- ingi og sandi. Og enn fór jeg til for- manns nefndarinnar, og bað hann að lána mjer uppdráttinn ' og lýs- inguna af kirkjunni, og tveim til þrem dögum síðar bað jeg hann að Iofa mjer að sýna nefndinni með rökum, hve mikið isl, efni þyrfti. Jú, jeg gat fengið að tala við nefndina í nokkrar mínútur, og lagði jeg þá fyrir hana sundurliðun á efninu sarnkv. teikningunni, b>gða á töfl- um byggingameistara Jóh. Kristjáns- son.tr í handbók bærnda (bls. 187). Formaðurinn hafði það að athuga við þessa sundurliðun mína, að jeg hefði reiknað glugga og dyr sem heilt væri, og gerði jeg það af marg- sannaðri reynslu um rýrnun sands og malar meðan á byggingunni stendur. Býst jeg við að formaður komist að raun um, áður en öllu er lokið, að þar hafi ekki verið of- reiknað. Fór jeg svo í það sinn án þess að fá nokkuð að vita. Nú líður iangt fram í nóvember, og ekkert heyrist frá sóknarnefnd, og gat jeg naumast álitið annað, en að málið væri sofnað í höndum hennar. Ekki boðaði hún til fundar með þeim mönnum, sem formaður hafði sagt mjer að væri í fjársöfn- unarnefndinni — og mjer er ekki kunnugt um að hún hafi gjört það enn þann dag 1 dag, eða • nokkuð annað til þess að safna peningum. Svo loks, seint í janúar, frjetti jeg að kominn væri endanlegur samn- ingur frá Jens Eyólfssyni í Rvík, en að nefndinni þætti hann ekki eins aðgengilegur eins og hún hafði bú- ist við, og að líklega mundi ekkert verða af því að honum yrði tekið. Og með því að þá var orðið svo áliðið vetrar, og jeg hafði orðið þess var, að nefndin var farin að bjóða út sand, möl og grjót til byggingarinnar, þá taldi jeg víst að nú mundi nefndin fara að kalla saman safnaðarfund, eða aðstoðar- menn sína til ráðagerða, eða þá að hún myndi taka því munnlega til- boði . minu, sem jeg hafði gefið henni, um að byggja kirkjuna fyrir 75 þús. kr: og nefndin legði til grjót, möl og sand, en að óllu öðru eftir útboði og uppdrætti. En ekkert varð úr því. Næst frjetti jeg svo rð formaður hefði farið til Akureyrar og að nefndin mundi enga ákvörðun taka í málinu fyr en Pormóður kæmi heim. Svo kom hann fyrstu dagana í febrúar og átti jeg þá tal við hann um þetta mál. Sagði hann mjer, sem jeg líka vissi, að hann væri málinu lítt kunnugur, en formaður nefndarinnar væri nú að semja við þá Einar og Jón og að sjer litist vel á þá samninga. Peir væru nú svona, sagði hann, að Einar og Jón steyptu kirkjuna upp og gerðu hana fokhelda fyrir 57 þús. kr. oggreiðslu- skilmálar væru „ansi“ aðgengilegir. Við töluðum lítilsháttar um þetta og sótti jeg nokkuð fast á að fá bygginguna, en það átti þá bara að kosta það, að jeg fengi Einar til þess að vera hjá mjer. Pað hafði

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.