Siglfirðingur


Siglfirðingur - 11.07.1931, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 11.07.1931, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR N Y K O M I Ð Sjö tegundir F L A U J E L á kr. 2,90 meter SUMARKJÓLATAU, MORGUNKJÓAR, SLOPPAR. NÁTTFÖT dömu og herra. NÁTTKJÓLAR. SOKKAR dömu og herra. SOKKABÖND, SÆNGÚRVER. HANDKLÆÐI í mestu úrvali. „HAMBORG'1. SIGLFIRÐINGUR kemur út á lRugardögum. Kostarinn- anlands 4 kr. árgangur, minnst 52 tbl. 10 au. blaðið í lausasölu. Utan- lands 5 kr. árgangurinn. Auglýsinga- taxti: 1 kr. sentimeter dálksbreiddar. Afsláítur ef mikið «r auglýst. Útgefandi: Sjálfstœðismannafjelag Siglufjarðar. Ritstjóri og afgreiðsluni.: Friðb. Níelsson Pósthólf 118. Sími 13 á haustin, þegar síldin hverfur. Árni Friðriksson magister hyggur i riti sínu „Áta islenskrar síldar", er Síld- areinkasala Islands gaf út í fyrra og hver síldveiðimaður ætti að kynna sjer nákvæmlega, að rauðátan berist ef til vill frá Norðurlandi með straumunum austur og norður í höf. Petta kemur vel heim við síldarat- huganir úr lofíi síðustu tvö sumur. Um það leyti er síldveiðin hættir fyrir Norðurlandi, virðist vera mest af henni við norðausturhorn Islands. Sumarið 1929 hvarf næstum öll síld kringum 20. ágúst, en hálfum mánuði síðar sást ógrynni af sild kringum Jan Mayen. Við vitum að síldin lifir aðallega á rauðátu og ljósátu, en rauðátan og ljósátan lifa á rekplöntum, aðal- lega á þörungum og þá einkum sundþörungum og kísilþörungum, en þörungarnir lifa aftur á kolsýru, vatni og söltum úr sjónum. Síldin lifir á átu og átan á þör- ungnum, en átan og þörungarnir berast með straumunum og einu hreyfingar þeirra sem nokkuð kveð- ur að, eru lóðrjettar hreyfingar, upp og niður í sjónum og stjórnast hreyfingar þessar af sólarljósinu; rekið og þörungarnir dýpka og grynka á sjer eptir því hve bjart er eða dimt, af því að sólarljósið hefur áhrif á það. Siidin heldur sér sennilega úti á regin djúpi íyrir sunnan og vestan ísland áður en hún kemur upp að 1-andinu til að leita sjer að fæðu og virðast athuganir síðustu ára benda í þá átt að síldargöngurnar klofni í tvent og haldi annar straumurinn vestur með landi og norður, en hinn straumurinn haldi austur með landi. Síldin veður, kernur upp undir yf- irborðið, þar sem heitur og kaldur sjór mætast, á grynningum þarsem sólarljósið hefur náð að hita upp sjóinn við strendurnar. Síldin veður S KIPAVERSLUN Siglufjarðar Tenfjords-línuspil Bahco-mótorlampar — skrúf- lyklar rörtengur o. fl. Alafoss ullarteppi, doppur og buxur. Islenskur olíufatnaður. Mjög ódýr nærfatnaður. Vinnu- föt, sokkar og vetlingar. Skiþavershm Siglufjarður. þá aðeins á grunnu valni, undir 100 metra dýpi og þar sem sjávarupp- dráttur íslands sýnir mikið dýpi, veður síld ekki. Síldarathuganir úr loftí síðustu tvö sumur hafa sýnt, að síldartorfur sjást einkum á grynningum og virðast meðal bestu veiðistaða á Islandi vera Kálfshamarsvík, Skalli, Skaga- tá og Skagafjörður, kringum Málm- ey og Drangey. Á Húnaflóa er mest síld og auk þess við Vatnsnes 3—4 sjómílur i norður og vestur; fer síldin opt inn á Hrútafjörð, Mið- fjörð og Steingrímsfjörð sunnan- verðan, en á norðanverðum Stein- grímsfirði er sædýpi mikið og hafa því ekki sjeðst þar síldartorfur. Auk þess er stundum mikil síld á vest- anverðum Húnaflóa krir.gum Reykj- arfjörð, Norðurfjörð og víðar, þótt lítið hafi veiðst þar síðustu tvö sum- ur. Pegar austur fyrir Skagafjörð er komið, er síld venjulega mikil fyrir utan Siglufjörð. og utarlega á Eyjafirði, á Olafsfirði og Hjeðins- firði, síðan fyrir sunnan og vestan Grímsey, kringum Flatey. inn með landi þar austur af, kringum Mán- areyjar, í Axarfirði og Pistiifirði og síðan fyrir sunnan Langanes og suður á bóginn með Austijörðum. í ísafjarðardjúpi er oft mikil síld kringum Rit. Ef litið er á alla þessa staði, er r.ú hefir verið minst á, á sjóuppdrætti Islands, kemur í ljós, að sjávardýpið er tiltölulega minst á öllum þessum stöðum. Sjómenu œttu þvi aö fara eþtir uþþdrœtti og leita helst þar sem dýpi er litiö. Skýrslur þær er jeg hefi birt um síldarleit úr lofti 1929 og 1930 og birtar eru í Ægi, bera með sjer, að síldargöngurnar hafa hagað sjer mjög ólíkt bæði sumrin. Sumarið 1929 lá hafís á Húnaflóa mestallan síldar- límann, en þá veiddist mikil síld einmitt á Húnaflóa fram í byrjun ágúst, en siðari hluta sumars var mikil síld á utanverðum Eyjafirði, á Grímseyjarbanka og kringum Mánáreyjar, en i fyrra sumar var minni síld Á innar.verðum Húna- flóa, en mjög mikil kringum Skag- ann, vestan og austanmegin, inni á Skaganrði einkum vestanmegin, á ut- anverðum Eyjafirði, kringum Flatey á Skjálfanda og þaðan austur með landi. Tilraunavikuna ’28 i miðjum ágúst er fyrst var leitað að síld með flugvjel sást aptur á móti allmikil síld á vestanverðum Húnaflóa und- an Reykjarfirði og Norðurfirði við Drangey og Selsker. Af þessu er bersýnilegt, að erfitt er að segja um fyrirfram, hvernig síldargöngurnar munu haga sér. Nú er kunnugt að síldartorfur sjást vel úr lofti í 500 til 800 metra hæð i góðu veðri, og sjást síldartorfurnar ekki aðeins, er síldin veður, heldur sjást torfurnar

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.