Siglfirðingur


Siglfirðingur - 04.04.1936, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 04.04.1936, Blaðsíða 2
2 SIGLFIÐRINGUR Avextir socialismans. Tveggja ára reynsla. Iðunni í grein, sem séra Magnús Helgason skrifaði um þennan atburð. Móðurafi Sophusar Blöndal hét Carsten Möller, danskur lögfræð- ingur, sem dvaldi nokkur ár i Reykjavík á skrifstofu stiptamt- manns. Af þessu sést að Sophus Blöndal var vel ættaður maður. Sophus Blöndal var útskrifaður úr Verzlunarskólanum í Reykjavík. Fór síðan til Kaupmannahafnar og lagði enn stund á verzlunarfræði í hinum alkunna Brocksverzlunar- skóla (Köbmandskolen), en var jafnframt á skrifstofu hjá Sigurði Jóhannessyni, alkunnum íslenzkum kaupmanní, sem rak stórverzlun við kjötsölu. Sigurður var ættaður af Austurlandi, blásnauður, en varð stórríkur í Kaupmannahöfn. I þess- um skrifstofustörfum hefir Sophus Blöndal séð og lært margt. Hann fór svo aftur heim til Islands og var þá um tíma verzlunarmaður við Riisverzlun á Hvammstanga, sem hann reyndar hafði áður verið. Árið 1915 kom hann hingað til Siglufjarðar og varð þá verzlunar- stjóri hér fyrir Snorra Jónsson á Akureyri. Noklcru seinna, eftir andlát, Snorra keypti SophusBlönd- al verzlunina og rak hana á eigin spítur í mörg ár. Svo hætti hann kaupmennsku og varð forstjóri við síldarsölu Ríkisins og hélt því starfi til dauðadags. Sophus Blöndal var bráðgreindur og menntaður maður. Pað var því ekki að furða, að honum yrðu falin mörg verk í þágu Siglufjarðarkaup- staðar. Meðan hann var heilbrigð- ur lét hann mörg mál til sín taka. Hann átti sæti í bæjarstjórn Siglu- fjarðar í nokkur ár, og var oft ó- myrkur i máli. Hann var í niður- jöfnunarnefnd og formaður í sókn- arneínd um allmörg ár til dauða- dags. Hann átti drjúgan þátt í því, að koma upp hinni stóru og fallegu kirkju, sem nú hefir verið byggð hér í Siglufirði. Hann hafði um nokkur ár ritstjórn á blaðinu „Frarn" og fór það smekklega úr hendi. Hann var um tíma fenginn tí' þess að gegna póstafgreiðslu ogsíð- ar ýmsum öðrum verkum, því að hann var starfhacfur á flesta hluti. Hann var þýzkur konsull í all- mörg ár. Pví starlr hefir þó lík- lega ekki fylgt mikill vandi, en reyndi á prúðmennskuna og hún sveik ekki. Sophus Blöndal var gleðskapar- Kosningaloforðið : Alger útrýming at- vinnuleysisins! og almenn vellíðan verka- lýðsins. Efndirnar : Aidrei meira at- vinnuleysi en nú! og almenn vanlíðan og fyrir- sjáanleg neyð meðal verkalýðsins ! I. Fjárhagur ríkisins, Aldrei hafa fjármálahorfur hins ísl. ríkis verið jafn-ægilegur og nú. ”Skipulagið“ socialistiska er búið að velta atvinnuvegunum í rústir og öll von um að geta greitt okur- vexti erlendra lána og urnsamdar afborganir, veltur á því, hvað hægt muni að pína út úr mergsognum skattþegnum, atvinnurændum eða margsviknum um atvinnu. Ríkis- reksturinn fer nú allur fram eftir ströngustu prinsipum og teoríura socialismans, svo ekki þarf því um að kenna, að kapitalistar og íhalds- maður en stillti þó öllu í hóf. Hann var góður söngmaður og studdi mjög gönglíf hér. Hann var giftur Ólöfu dóttur Hafliða sál. Guð- mundssonar, hreppstjóra hér i Siglu- firði. Hafliði var valinkunnur heið- ursmaður og betri dreng hefi eg ekki þekkt í þessum firði. Pau Sophus Blöndal giftust 1. júlí 1916 og eiga tvær dætur, Sig- ríði og Sveinbjörgu. Sophus Blönhal lifði mjög ástúð- legu heimilslífi og var með afbrigð- um indæll eiginmaður og faðir. G. T. H. lýður séu að kippa í stjórnartaum- ana og klandra með því skipulagið- Atvinnurekstrinum er öllum kippt úr höndum einstaklinganna. Peir fá að vísu að útvega rekstrarféð. og hafa alla áhættuna, en þegar þeir eru búnir að draga framleiðsl- una úr skauti jarðarinnar eða djúpi hafsins kemur margörmuð ófreskja socialismans og bremmir allt. Ein- staklingarnir eru þrælarnir, sem eiga að afla nauðsynjanna. Socalisminn selur þær eftir sínu „skipulagi“. Nefndirnar sjá um það. Nefndir, skipaðar hálaunuðum bitlingaþræl- um skipulagsins. Ef skattpíningin bregzt, er allt í fári. Atvinnuvegirnir, sem áður héldu við fjármagninu, eru lamaðir — getutausir. „Skipulagið“ hefir drepið þá. Fjárhagslegt hrun er yfirvofandi. II. Sjáfarutvegurinn, sem um hálfa síðustu öld hefir verið meginstoð og stytta fjárhags- legrar orku þjóðarinnar og aflvaki allra andlegra og verklegra fram- fara hins örþroska tímabils síðustu áratuga, hefir nú, fyrir pólitískar vammir og markvísar og skipulagð- ar álygar og ofsóknir sósíalistanna, verið lamaður og gerður óstarfhæf- ur, Nú hafa þeir náð markinu. Með pólitískum ofsóknum, löggjaf- arkúgun og skattpiningu,rsem stappar nærri fullkomnu eignaráni, háspennt- um tollum á öllum útgerðarvörum, ósvífnum útflutningsgjöldum, og svo látlausum rógi og álygum um for- vígismenn íslenzkrar útgerðar, og þeirra, er útvegað hafa erlendan markað fyrir afurðirnar, sífelldum áróðri um arðrán atvinnuveitenda og með fleiri álíka heiðarlegum meðulum, hefir hinum sameinuðu sósialistisku skemmdaröflum þjóð* félagsins, tekizt að grafa undan öllum grunnmúrum, er þessi aðalatvinnuvegur var á reistur, og leggja hann í rústir. En þegar hið sósíalistiska apparat, sem við á að taka, er sett í gang, klikkar allt. Allt hrynur í djúp eymdar ogþjóð-

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.