Morgunblaðið - 15.03.2011, Síða 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2011
FRÉTTASKÝRING
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Ef allt fer samkvæmt bókinni munu
Ísland og Noregur heyja einvígi um
efsta sætið í 3. riðli Evrópukeppni
kvenna í fótbolta og sæti í lokakeppni
EM í Svíþjóð sumarið 2013. Dregið
var í riðla í gær og þá má sjá hér til
hliðar. Fyrsti leikur verður væntan-
lega í Búlgaríu 19. maí.
Það er hinsvegar ljóst að allir hinir
andstæðingarnir í riðlinum, Belgía,
Ungverjaland, Búlgaría og Norður-
Írland, geta reynst skeinuhættir mót-
herjar. Í heildina verður þetta erfiðari
riðill en í undankeppni HM þegar
Eistland, Serbía og Króatía reyndust
íslenska liðinu engin fyrirstaða.
Í þessari riðlakeppni skiptir öllu
máli að misstíga sig ekki í leikjunum
við þau fjögur lið sem eru lægra skrif-
uð. Það lið sem nær bestum árangri í
öðru sæti fer beint á EM, en önnur lið
í öðru sæti þurfa að fara í umspil, rétt
eins og íslenska liðið gerði haustið
2008, þegar það komst síðan í loka-
keppni EM í Finnlandi.
En við skulum líta nánar á and-
stæðingana í riðlinum:
Noregur næststerkastur
Noregur kom úr efsta styrk-
leikaflokki, og var einn af erfiðari
kostunum þar, ásamt Þýskalandi,
Frakklandi og Englandi. Óskamót-
herjar þaðan hefðu frekar verið Danir
eða Finnar.
Noregur var næststerkasta þjóðin
sem hægt var að mæta í þessari und-
ankeppni, miðað við FIFA-listann. Ís-
land hefur einu sinni unnið Noreg, 3:1
á Algarve í mars 2009, en tapaði síðan
0:1 þegar liðin mættust á EM í Finn-
landi um sumarið. Norska liðið hefur
verið í fremstu röð í heiminum alla tíð,
skartar heimsmeistaratitli frá 1995,
Evrópumeistaratitlum frá 1987 og
1993, og fékk silfur á EM 2005 og
bronsið á EM í Finnlandi 2009.
Belgar stóðu í Svíum
Belgía er samkvæmt FIFA-
listanum eitt af lakari liðunum í C-
flokki og því tiltölulega hagstæður
mótherji. Erfiðara hefði verið að fá
t.d. Pólland eða Sviss úr þeim hópi. Ís-
land hefur aldrei mætt Belgíu sem
varð í 3. sæti riðils í síðustu undan-
keppni HM. Belgar voru þá seigir á
útivöllum, töpuðu naumlega 1:2 í Sví-
þjóð og unnu Tékka óvænt, 2:1, en
lágu svo 1:4 og 0:3 í heimaleikjunum.
Ungverjar voru í baráttunni
Ungverjaland er aftur á móti sterk-
asta liðið sem hægt var að fá úr D-
flokki. Ungverjar voru nálægt því að
komast áfram í undankeppni HM en
urðu í þriðja sæti eftir tvísýna baráttu
við Úkraínu og Pólland. Ungverska
liðið var með 50 prósenta árangur í
innbyrðis leikjum við þessa keppi-
nauta sína. Ísland mætti Ungverjum í
undankeppni EM 2003 og 2004 og
vann 4:1 á Laugardalsvelli og 5:0 úti.
Búlgarar gerðu jafntefli við Dani
Búlgaría er hæst skrifaða liðið sem
var í E-flokki, og kom mjög á óvart í
Einvígi við Norðmenn?
Ísland og Noregur slást væntanlega um sæti á EM í Svíþjóð Erfiðari riðill en
í síðustu undankeppni Allir mótherjarnir skeinuhættir Byrjað í Búlgaríu í maí
Leikir Íslands
» Leikir á þessu ári:
19.5. Búlgaría – Ísland
17.9. Ísland – Noregur
21.9. Ísland – Belgía
22.10. Ungverjaland – Ísland
26.10. N-Írland - Ísland
» Leikir á næsta ári:
4.4. Belgía – Ísland
16.6. Ísland – Ungverjaland
21.6. Ísland – Búlgaría
15.9. Ísland – N-Írland
19.9. Noregur – Ísland
UNDANKEPPNI EM KVENNA Í FÓTBOLTA 2011-2012
1. riðill 2. riðill 3. riðill 4. riðill 5. riðill 6. riðill 7. riðill
Riðlakeppnin fer fram frá maí 2011 til september 2012 Sigurliðin í riðlunum og lið með bestan árangur í 2. sæti fara í lokakeppnina 2013.
Hin sex liðin í öðru sæti riðlanna fara í umspil um þrjú sæti í lokakeppninni Svíþjóð fer beint í lokakeppni EM sem gestgjafi sumarið 2013.
* Tölur fyrir framan segja til um stöðu viðkomandi liðs á heimslista FIFA.
11 Ítalía
20 Rússland
30 Pólland
57 Grikkland
95 Bosnía
119 Makedónía
2 Þýskaland
19 Spánn
26 Sviss
37 Rúmenía
66 Tyrkland
78 Kasakstan
7 Noregur
17 ÍSLAND
35 Belgía
31 Ungverjaland
49 Búlgaría
64 Norður-Írland
8 Frakkland
24 Skotland
29 Írland
47Wales
61 Ísrael
16 Finnland
21 Úkraína
38 Hvíta-Rússland
42 Slóvakía
79 Eistland
10 England
15 Holland
60 Slóvenía
45 Serbía
65 Króatía
14 Danmörk
25 Tékkland
39 Austurríki
39 Portúgal
113 Armenía
Á VELLINUM
Skúli Sigurðsson
sport@mbl.is
Njarðvíkurstúlkur gerðu sér lítið fyrir
og slógu út Hauka í úrslitakeppni Ís-
landsmóts kvenna í körfubolta í gær-
kvöldi með því að sigra, 83:55, í öðrum
leik liðanna. Þar með mæta þær deild-
armeisturum Hamars í undanúrslitum
mótsins.
Tímabilið hefur verið nokkuð köflótt
hjá Njarðvíkurliðinu í vetur. Þær hófu
tímabilið með miklum krafti en svo
virtist síga á ógæfuhliðina hjá þeim
þegar leið á mótið. Nú eru þær hins-
vegar á mikilli siglingu og tveir sigrar
á sterku liði Hauka sýna það. Hauka-
liðið átti í raun aldrei möguleika í þess-
um leik. Þær skorti alla trú á verkefn-
inu og ekki bætti það að erlendi
leikmaður þeirra var langt frá sínu
besta þetta kvöldið. Ljós í myrki þeirra
að þessu sinni var hin unga Margrét
Rósa Hálfdánardóttir sem skilaði 9
stigum en stúlkan er aðeins 16 ára
gömul. Hjá Njarðvík virtist engu máli
skipta hver tók við keflinu, allar skil-
uðu sínu. Sheyla Fields virðist hins-
vegar vera hjartavöðvinn í þessu liði en
hún hefur spilað gríðarlega vel í síð-
ustu leikjum. Njarðvíkurstúlkur fá
storminn í fangið í þeirra næsta verk-
efni, en þá halda þær í blómabæinn og
etja kappi við hið feikilega sterka lið
Hamars.
„Nú er einu af markmiðum okkar
náð og við þurfum að fara að huga að
næsta verkefni. Í kvöld spiluðum við
gríðarlega sterka vörn og áttu Haukar
erfitt með að finna leiðir í gegnum
hana. Við virtumst líka vera einbeittari
og tilbúnari. Þær skora aðeins einhver
50 stig og vinna okkur ekki á því hér í
Ljónagryfjunni. Þær voru komnar
með bakið upp að vegg þannig að við
bjuggumst við að þær myndu spila fast
en við mættum því og það var þá fljótt
að fjara út hjá þeim. Næsta verkefni er
Hamar og ef við spilum í líkingu við
það sem við gerðum í kvöld eigum við
alla möguleika þar,“ sagði Sverrir Þór
Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur.
Ætluðum okkur meira
„Við ætluðum okkur meira í þessu
einvígi en þetta. Við teljum okkur vera
með jafngott lið og Njarðvík þó svo að
við höfum ekki sýnt það í þessu einvígi.
Þær voru bara betri og stóðu sig vel og
við getum ekkert kvartað yfir því en
þetta voru vissulega vonbrigði. Það
vantaði allt sjálfstraust hjá mínum
leikmönnum að þessu sinni. Við vorum
16 stigum undir í hálfleik og munurinn
lá í því að þær settu sín skot niður á
meðan við trúðum ekki á að við gætum
skorað. Erlendi leikmaðurinn minn
skilaði ekki sínu þannig að ég tók þá
ákvörðun að leyfa yngri leikmönnum
að spila. Njarðvíkurstelpunar eru á
uppleið og það verður fróðlegt að fylgj-
ast með þeim gegn Hamri sem mér
finnst einmitt hafa verið að gefa eftir
undanfarið,“ sagði Henning Hennings-
son, þjálfari Hauka, og sagðist verða
áfram með liðið, jafnvel næstu 10 árin.
KR vann í Hólminum
KR sigraði Snæfell í Stykkishólmi,
84:76, en fékk mikla mótspyrnu frá
Hólmurum eins og í fyrri viðureign lið-
anna. Snæfell komst yfir um tíma í
þriðja leikhluta en KR náði tíu stiga
forskoti í lok hans og hélt því að mestu
eftir það. Chazny Morris skoraði 25
stig fyrir KR og Margrét Kara Sturlu-
dóttir 23 en Monique Martin gerði 20
stig fyrir Snæfell og Laura Audere 19.
Ákveðin Njarðvíkingurinn Auður Jónsd
Jónasdóttur, fyrrum leikmanni Njarðvík
Eigum alla mögu-
leika gegn Hamri
Njarðvík í undanúrslitin eftir öruggan sigur á Haukunum
Úrslitakeppnin
» Njarðvík lagði Hauka að velli
2:0 og mætir Hamri í undan-
úrslitum.
» KR vann Snæfell einnig 2:0
og mætir Keflavík í undan-
úrslitum.
Danmörk
OB – Lyngby............................................. 2:0
Rúrik Gíslason lék allan leikinn með OB.
Staðan:
København 21 17 3 1 51:17 54
OB 21 11 2 8 39:30 35
Brøndby 21 9 7 5 34:27 34
Midtjylland 20 9 6 5 35:23 33
Horsens 21 8 3 10 20:29 27
Silkeborg 21 6 8 7 27:33 26
Randers 21 5 10 6 29:26 25
SønderjyskE 21 7 4 10 23:30 25
Lyngby 20 6 6 8 27:34 24
Nordsjælland 21 6 5 10 23:34 23
Esbjerg 21 3 8 10 23:35 17
AaB 21 3 8 10 19:32 17
England
B-DEILD:
Norwich – Bristol City............................. 3:1
Staða efstu liða:
QPR 37 20 13 4 59:23 73
Norwich 37 18 12 7 61:46 66
Swansea 37 19 6 12 50:34 63
Cardiff 37 18 8 11 57:43 62
Leeds 37 16 13 8 69:58 61
Nottingham F. 37 15 15 7 46:32 60
Burnley 35 15 11 9 51:42 56
Hull 37 14 13 10 41:37 55
Leicester 37 16 7 14 56:55 55
Reading 36 13 15 8 59:42 54
Spánn
Getafe – Athletic Bilbao........................... 2:2
Staða efstu liða:
Barcelona 28 24 3 1 79:14 75
Real Madrid 28 22 4 2 67:20 70
Valencia 28 16 6 6 42:32 54
Villarreal 28 15 6 7 47:30 51
Espanyol 28 14 1 13 37:39 43
Athletic Bilbao 28 13 3 12 44:40 42
Atlético Madrid 28 11 6 11 41:37 39
Sevilla 28 11 6 11 42:43 39
Real Sociedad 28 11 2 15 38:46 35
Real Mallorca 28 10 5 13 29:38 35
Getafe 28 9 7 12 38:43 34
KNATTSPYRNA
Njarðvík – Haukar 83:55
Njarðvík, úrslitakeppni kvenna, 1. umferð,
2. leikur, 14. mars 2011
Gangur leiksins: 3:0, 10:8, 13:13, 17:15,
22:17, 27:19, 29:22, 35:24, 39:26, 44:28,
54:34, 58:36, 63:40, 68:44, 74:46, 83:55.
Njarðvík: Shayla Fields 24/7 fráköst, Julia
Demirer 16/8 fráköst, Ólöf Helga Pálsdótt-
ir 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Eyrún Líf
Sigurðardóttir 9, Dita Liepkalne 8/15 frá-
köst, Ína María Einarsdóttir 7, Anna María
Ævarsdóttir 4, Emelía Ósk Grétarsdóttir 4,
Árnína Lena Rúnarsdóttir 1.
Fráköst: 28 í vörn, 12 í sókn.
Haukar: Ragna M. Brynjarsdóttir 11/8 frá-
köst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/4 frá-
köst, Margrét Hálfdánardótir 9/4 fráköst,
Kathleen Snodgrass 6/5 fráköst, María
Lind Sigurðardóttir 5, Ína Sturludóttir 5,
Íris Sverrisdóttir 4/5 fráköst, Bryndís
Hreinsdóttir 3, Helga Jónasdóttir 2/7 frá-
köst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 1.
Fráköst: 27 í vörn, 15 í sókn.
Njarðvík áfram, 2:0, og mætir Hamri.
Snæfell – KR 76:84
Gangur leiksins: 4:7, 7:12, 13:16, 15:21,
18:24, 24:26, 26:30, 33:35, 41:37, 47:44,
51:59, 54:64, 59:68, 64:74, 69:78, 76:84.
Snæfell: Monique Martin 20/10 fráköst,
Laura Audere 19/6 fráköst, Berglind Gunn-
arsdóttir 13/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir
10/6 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartans-
dóttir 6/4 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir
3, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Helga
Hjördís Björgvinsdóttir 2/4 fráköst.
Fráköst: 19 í vörn, 16 í sókn.
KR: Chazny Morris 25/9 fráköst/3 varin
skot, Margrét Kara Sturludóttir 23/5 frá-
köst, Hildur Sigurðardóttir 14/5 fráköst/5
stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteins-
dóttir 10/6 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir
4/5 fráköst, Signý Hermannsdóttir 3/6 frá-
köst, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 3,
Svandís Anna Sigurðardóttir 2.
Fráköst: 25 í vörn, 15 í sókn.
KR áfram, 2:0, og mætir Keflavík.
NBA-deildin
Boston – Milwaukee............................. 87:56
Toronto – Charlotte ............................. 90:95
Cleveland – Oklahoma ......................... 75:95
Phoenix – Orlando .............................. 88:111
New York – Indiana ........................... 93:106
Golden State – Minnesota ................. 100:77
Efstu lið í Austurdeild:
Boston Celtics 64 47 17 73,4%
Chicago Bulls 65 47 18 72,3%
Miami Heat 66 45 21 68,2%
Orlando Magic 67 42 25 62,7%
Atlanta Hawks 66 38 28 57,6%
New York Knicks 65 34 31 52,3%
Efstu lið í Vesturdeild:
San Antonio Spurs 66 54 12 81,8%
Dallas Mavericks 66 47 19 71,2%
Los Angles Lakers 67 47 20 70,1%
Oklahoma Thunder 65 42 23 64,6%
Denver Nuggets 66 39 27 59,1%
New Orl. Hornets 68 39 29 57,4%
Svíþjóð
Solna – Borås ....................................... 75:72
Logi Gunnarsson skoraði 15 stig fyrir
Solna.
KÖRFUBOLTI