Morgunblaðið - 15.03.2011, Síða 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2011
Margrét LáraViðars-
dóttir, landsliðs-
kona í knatt-
spyrnu, sagði í
viðtali við mbl.is í
gær að íslenska
liðið þyrfti ekki að
hræðast neina
mótherja í und-
ankeppni EM.
„Það er ágætt að sleppa við Frakk-
ana svona einu sinni. Í því er ákveðin
tilbreyting að fá einhverja aðra þjóð
úr fyrsta styrkleikaflokki. Við unnum
Svíþjóð og Danmörku á Algarve og
ættum að geta unnið Noreg líka. Við
ætlum okkur aftur á EM og ég held
að það sé engin ástæða til að fela það
markmið,“ sagði Margrét, sem leist
vel á að mæta Noregi.
Landsliðskonurnar Dóra MaríaLárusdóttir og Katrín Jóns-
dóttir voru á skotskónum með sínu
nýja félagi í Svíþjóð, Djurgården, á
sunnudaginn. Dóra skoraði þá tvö
mörk og Katrín eitt í 4:1 sigri í æf-
ingaleik gegn nágrannaliðinu Hamm-
arby.
Heiðar Helguson, framherji QPR,er í liði vikunnar í ensku 1.
deildinni í knattspyrnu á opinberri
heimasíðu ensku deildakeppninnar.
Heiðar skoraði bæði mörk QPR í 2:1
sigri gegn Crystal Palace á laug-
ardaginn en með sigrinum náði liðið
10 stiga forskoti á toppi deildarinnar.
Heiðar hefur farið mikinn með QPR-
liðinu á síðustu vikum en hann er
annar markahæsti leikmaður liðsins
á tímabilinu með 12 mörk í deildinni.
Ragna Ingólfs-dóttir verð-
ur á meðal þátt-
takenda á sterku
alþjóðlegu bad-
mintonmóti í
Sviss sem hefst í
dag en það heitir
Sviss Open Grand
Prix Gold. Ragna
hefur vanalega
farið beint í 1. umferðina á alþjóð-
legum mótum en nú þarf hún að spila
í forkeppni við Carolinu Marin frá
Spáni. Sú spænska hefur sigrað
Rögnu tvívegis í jafnmörgum við-
ureignum á undanförnum tveimur ár-
um, en mjög naumlega í seinna skipt-
ið, 21:19 og 24:22. Marin er í 67. sæti
heimslistans en Ragna er í 73. sæti
svo búast má við hörkuleik þeirra á
milli.
Paul Scholes, miðjumaðurinnreyndi í liði Manchester United,
er kominn í tveggja leikja bann en
hann fékk að líta sitt 10. gula spjald á
leiktíðinni í uppbótartíma í sigurleik
United gegn Arsenal í ensku bik-
arkeppninni í knattspyrnu á laug-
ardaginn. Scholes fer því sjálfkrafa í
tveggja leikja bann og hann missir af
leikjum sinna manna gegn Bolton og
West Ham.
Ísland átti fjórafulltrúa á móti
í efstu deild
bandaríska há-
skólagolfsins sem
fram fór á Flórída
og lauk á sunnu-
dag. Axel Bóas-
son lék best Ís-
lendinganna á
þremur höggum
yfir pari samanlagt og hafnaði í 18.
sæti. Axel er á sínu fyrsta ári í
Bandaríkjunum og keppir fyrir Miss-
issippi State-skólann. Ólafur Björn
Loftsson náði sér ekki almennilega á
strik fyrr en í lokahringnum þegar
hann lék á höggi yfir pari en hann var
samtals á ellefu yfir pari. Skólafélag-
arnir Kristján Þór Einarsson og Pét-
ur Freyr Pétursson voru einnig með í
mótinu. Kristján endaði á þrettán yfir
pari og Pétur á tuttugu og sjö högg-
um yfir pari.
Fólk sport@mbl.is
VIÐHORF
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Eins og lesendum Morgunblaðsins
og mbl.is er kunnugt um náði
kvennalandsliðið í knattspyrnu frá-
bærum árangri á dögunum, þegar
það lék til úrslita í Algarve-
bikarnum. Liðið hefur á und-
anförnum árum hreiðrað um sig á
meðal bestu liða í Evrópu og undir-
strikaði það með því að vinna þrjá
leiki af fjórum gegn nokkrum af
sterkustu liðum heimsins.
Landsliðsþjálfarinn Sigurður
Ragnar Eyjólfsson sagði við Morg-
unblaðið að aðalmálið í mótinu væri
að þróa leik liðsins. Landsliðskon-
urnar sem Morgunblaðið ræddi við
voru sammála um að liðið væri í
framför og nýjar víddir væru í leik
liðsins. Dóra María Lárusdóttir
benti til dæmis á að íslenska liðið
hefði nú sýnt meiri getu í því að
halda boltanum á móti sterkum lið-
um og sjálfstraustið væri meira.
Hið síðastnefnda er að mínu mati
sérstakt ánægjuefni og til þess fall-
ið að auðvelda liðinu að komast upp
að hlið bestu liðanna og bæta sinn
besta árangur.
Undirritaður velti einmitt þessum
þætti leiksins nokkuð fyrir sér, eftir
að hafa horft á liðið tapa 0:1 fyrir
Frakklandi á síðasta ári, í úrslita-
leik um að komast í umspil fyrir
lokakeppni HM. Þá stóð liðið
frammi fyrir því að þurfa að vinna
með tveggja til þriggja marka mun
til þess að komast áfram. Þegar á
hólminn var komið var sú von held-
ur lítil, vegna þess að liðið hafði
ekki tamið sér að reyna að halda
boltanum og stjórna leikjum gegn
andstæðingum á borð við Frakk-
land.
Skref sem þarf að taka
Kvennalandsliðið náði merki-
legum áfanga með því að komast á
EM í Finnlandi 2009. Þar skoraði
liðið glæsilegt mark í upphafi loka-
keppninnar en fleiri urðu þau ekki í
leikjunum þremur. Til þess að liðið
geti tekið næsta skref og náð enn
lengra þurfa landsliðskonurnar að
geta spilað boltanum á milli sín
gegn sterkum andstæðingum og
byggt þannig upp sóknir. Liðið er
öflugt í föstum leikatriðum og jafn-
framt hættulegt í skyndisóknum.
Öflugri sóknarleikur er því viðbót
við þau vopn sem fyrir eru í vopna-
búrinu. Ekki er eingöngu hægt að
stóla á að snillingurinn Margrét
Lára Viðarsdóttir dragi kanínur
upp úr hattinum uppi við mark
andstæðinganna.
Nú gafst manni ekki kostur á því
að sjá leiki íslenska liðsins í Portú-
gal en úrslit og gangur leikjanna
bera því vitni að íslensku landsliðs-
konurnar séu að færa sig upp á
skaftið í sókninni. Ég trúi því held-
ur ekki fyrr en ég tek á því að leik-
mennirnir á miðsvæðinu, Edda
Garðarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir
og Dóra María, geti ekki haldið
boltanum undir pressu. Þær þurfa
einfaldlega að hafa sjálfstraust til
að láta á það reyna og koma því
upp í vana. Getan er fyrir hendi.
Ánægjuleg
teikn á lofti
Framfarir í leik íslenska landsliðsins
Spil og sjálfstraust nauðsynlegt
síðustu undankeppni HM með því að
gera 0:0 jafntefli við Dani. Því svaraði
danska liðið hinsvegar með 9:0 sigri í
seinni leiknum í Danmörku. Búlgarar
voru þá í 4. sæti í sínum riðli, töpuðu
stórt fyrir Skotum en náðu að vinna
Grikki á útivelli, ásamt Georgíu á
heimavelli.
Norður-Írar erfiðir síðast
Norður-Írar voru líka í E-flokki og
miðað við frammistöðu þeirra í síð-
ustu undankeppni HM kemur á óvart
hve neðarlega þeir eru á FIFA-
listanum. Norður-Írar urðu þá
þriðju, á eftir Frökkum og Íslend-
ingum. Þeir voru fyrir ofan Eista,
Króata og Serba og töpuðu aðeins
einum leik af sex gegn þessum liðum.
Íslenska liðið lenti í basli með Norð-
ur-Íra í báðum leikjum. Sérstaklega í
fyrri leiknum á útivelli sem endaði
1:0, og síðan fór 2:0 á Laugardalsvell-
inum.
Morgunblaðið/Golli
Frænkuslagur Edda Garðarsdóttir og Dóra María Lárusdóttir kljást við Trine
Rönning í viðureign Íslands og Noregs í úrslitakeppni EM í Finnlandi 2009.
Ljósmynd/Skúli Sigurðsson
dóttir reynir að komast framhjá Helgu
kur, í leiknum við Hauka í gærkvöld.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Jóhannes Valgeirsson, annar reynd-
asti knattspyrnudómari landsins af
þeim sem voru í starfi á síðasta tíma-
bili, dæmir ekki á vegum KSÍ í ár.
Gylfi Þór Orrason, formaður dóm-
aranefndar KSÍ, staðfesti það við
Morgunblaðið í gær.
Jóhannes sendi frá sér yfirlýsingu í
gær, sem birt var á mbl.is, þar sem
hann hafnaði því að hann hefði sagt
upp störfum sem dómari hjá KSÍ með
formlegum hætti.
„Þetta hef ég ítrekað reynt að leið-
rétta á undanförnum vikum en komið
að lokuðum dyrum. Allt þetta er byggt
á samtali í síma við Birki Sveinsson,
mótastjóra KSÍ og starfsmann dóm-
aranefndar. Þar lýsti ég fyrir honum í
löngu máli hvaða upplifun ég hefði af
þróun mála að undanförnu og ef það
væri stemmingin að bola mér út og
enginn vildi ræða það, þá væri eflaust
rétt að ég léti það eftir mönnum. Hið
rétta er að dómaranefnd KSÍ, með
Gylfa Þór í fararbroddi, hefur með
mjög svo furðulegum og and-
styggilegum hætti bolað mér út. Skýr-
inga hef ég ítrekað leitað en algerlega
án árangurs. Jú, mér hefur verið sagt
að um samstarfserfiðleika sé að ræða
en við slíkt kannast ég ekki,“ segir
m.a. í yfirlýsingunni.
„Jóhannes sagði af sér frammi fyrir
dómaranefndarmanni á æfingu dóm-
ara á Akureyri og staðfesti það síðan
nokkrum vikum síðar í samtali við
starfsmann nefndarinnar. Við erum
einhuga um að ákvörðunin standi og
ætlum ekki að ræða hans mál frekar í
fjölmiðlum,“ sagði Gylfi.
Jóhannes hefur dæmt í efstu deild
karla undanfarin 13 ár, næstlengst af
þeim sem dæmdu í fyrra, og á alls 137
leiki að baki í deildinni. Jóhannes og
Magnús Þórisson dæmdu flesta leiki
allra í deildinni á síðasta ári, 17 leiki
hvor.
Gylfi sagði að þetta hefði ekki í för
með sér breytingar á dómarahópnum.
„Nei, við breyttum kerfinu í vetur á
þann hátt að nú er dómurum ekki
lengur skipað í A-, B- og C-hópa. Í
staðinn eru landsdómararnir allir í
einum hópi og þeir bestu hverju sinni
dæma í efstu deild,“ sagði Gylfi Þór
Orrason.
Yfirlýsingu Jóhannesar í heild sinni
má lesa á mbl.is/sport/efstadeild.
„Við erum einhuga um
að ákvörðunin standi“
Jóhannes dæmir ekki Hafnar því að hafa sagt upp
Morgunblaðið/Ómar
Reyndur Jóhannes Valgeirsson hefur dæmt í 13 ár í efstu deild.