Morgunblaðið - 16.03.2011, Side 3

Morgunblaðið - 16.03.2011, Side 3
Evrópukeppnin » Noregur er með 9 stig í H- riðli, Portúgal 7, Danmörk 6, Kýpur 1 og Ísland ekkert. » Noregur og Danmörk mætast sama dag og Kýpur leikur við Ís- land, 26. mars, og þar með verð- ur riðlakeppnin hálfnuð. » Næsti leikur Íslands eftir það er gegn Dönum á Laugardals- vellinum 4. júní. UNDANKEPPNI EM Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Eiður Smári Guðjohnsen hlaut ekki náð fyrir augum Ólafs Jóhannssonar, landsliðsþjálfara í knattspyrnu, þeg- ar hann valdi 22 manna landsliðshóp fyrir leikinn gegn Kýpur í und- ankeppni EM sem fram fer í Nicosia á Kýpur hinn 26. þessa mánaðar. Þetta verður fjórði leikur Íslend- inga í undankeppninni en íslenska liðið hefur tapað öllum þremur leikj- um sínum í keppninni. Fyrst 1:2 fyr- ir Noregi á Laugardalsvellinum, síð- an 0:1 fyrir Dönum á Parken, á marki í uppbótartíma, og loks 1:3 gegn Portúgal á Laugardalsvellinum. Kýpurbúar eru með eitt stig eftir óvænt jafntefli á útivelli gegn Portú- gölum í fyrstu umferðinni í hreint ótrúlegum leik sem lauk með 4:4 jafntefli. Þeir töpuðu síðan 1:2 fyrir Norðmönnum á heimavelli og 0:2 fyrir Dönum á Parken. Eiður lítið spilað frá því hann fór frá Barcelona „Eiður Smári hefur átt erfitt upp- dráttar á Englandi. Hann hefur lítið spilað frá því hann fór frá Barcelona og það er ástæðan fyrir því að hann var ekki valinn í hópinn,“ sagði Ólaf- ur Jóhannesson landsliðsþjálfari þeg- ar hann var spurður hvers vegna Eiður hefði ekki verið valinn í lands- liðshópinn. A-landsliðið mætir Kýpur á milli tveggja æfingaleikja U21 árs lands- liðsins og að þessu sinni hafði Ólafur forgang að vali í lið sitt en tíu leik- menn eru í landsliðshópi Ólafs sem einnig eru gjaldgengir í U21 ára lið- ið. Sölvi og Jón Guðni meiddir „Þetta er fínn hópur sem ég hef úr að spila og flestir leikmannanna í ágætu standi. Það voru fleiri menn inni í myndinni eins og Árni Gautur Arason, Brynjar Björn Gunnarsson og Veigar Páll Gunnarsson en þeir voru ekki valdir að þessu sinni. Sölvi Geir Ottesen og Jón Guðni Fjóluson hefðu verið valdir í hópinn en þeir eru meiddir. Flestallir í þessum hópi hafa verið fastamenn í sínum liðum og hafa staðið sig vel og það er mjög jákvætt,“ sagði Ólafur. Það er orðið langt síðan íslenska landsliðið fagnaði síðast sigri í lands- leik. Síðasti sigurleikur Íslendinga leit dagsins ljós gegn Andorra á Laugardalvellinum, 4:0, í maí á síð- asta ári en síðan hefur liðið spilað fimm leiki í röð án sigurs. Það gerði 1:1 jafntefli við Liechtenstein en í kjölfarið fylgdu töp á móti Noregi, 1:2, Danmörku, 0:1, Portúgal, 1:3, og Ísrael, 2:3. „Við höfum farið vel yfir leiki Kýpurliðsins. Þetta er vel spilandi lið, sem er að mestu skipað leik- mönnum liða á Kýpur, og okkar bíð- ur erfiður leikur. Ég tel okkur samt eiga ágætis möguleika á að vinna en til þess þarf margt að ganga upp og hugarfar leikmanna verður að vera rétt. Gengi okkar hefur ekki verið eins og við vildum og okkur hefur ekki tekst að fá stig í undankeppn- inni þótt við höfum sýnt ágæta takta á köflum. Nú er kominn tími á sigur og vonandi gengur það eftir,“ sagði Ólafur. Íslendingar og Kýpurbúar mætt- ust síðast fyrir ári í Larnaca á Kýp- ur, í vináttulandsleik, og þá urðu úr- slitin markalaust jafntefli. „Kominn tími á sigur“ Morgunblaðið/Gísli Baldur Stigaleysi Ólafur Jóhannesson fylgist með sínum mönnum hita upp á æfingu á Parken síðasta haust. Þá var íslenska lið- ið óheppið að krækja ekki í stig gegn Dönum sem tryggðu sér sigurinn með marki í uppbótartíma leiksins, 1:0.  Íslendingar sækja Kýpurbúa heim í undankeppni EM annan laugardag  Eiður Smári úti í kuldanum  Tíu leikmenn í hópnum sem eru gjaldgengir í U21 liðið ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2011 Íslandsmeist-arinn Ragna Ingólfsdóttir tap- aði naumlega fyr- ir Carolinu Marin frá Spáni í for- keppni Opna svissneska Grand Prix-mótsins í badminton í gær. Ragna vann fyrstu lotuna 21:19 en sú spænska vann þá næstu 21:15. Bar- áttan var mikil í oddalotunni og Ragna hafði frumkvæðið framan af og var yfir bæði 11:7 og 12:9. Sú spænska náði hins vegar yfirhöndinni þegar á leið og sigraði 21:17. Marin er í 67. sæti á heimslistanum en Ragna er í 73. sæti. Opna svissneska mótið er mjög sterkt og margir af bestu spilurum heims taka þátt. Þar af leið- andi þurfti Ragna að fara í forkeppn- ina en er nú úr leik.    Rheinland, þýska handknattleiks-liðið sem Sigurbergur Sveins- son og Árni Þór Sigtryggsson léku með framan af vetri, fær ekki keppn- isleyfi í 1. deild á komandi tímabili. Þetta var tilkynnt í gær og þar með er ljóst að liðið verður annað þeirra tveggja sem fellur beint úr deildinni í vor. Rheinland er neðst en er rétt á eftir tveimur Íslendingaliðum, Burg- dorf og Ahlen-Hamm, sem þar með eiga aukna möguleika á að bjarga sér frá falli úr efstu deildinni.    Svissneska meistaraliðið Kadettenhefur fundið arftaka Björgvins Páls Gústavssonar, landsliðsmark- varðar í handbolta, sem fer frá félag- inu til Magdeburg í sumar. Það er Arunas Vaskevicius, 37 ára landsliðs- markvörður Litháens, sem lék um skeið undir stjórn Dags Sigurðs- sonar í Bregenz en hefur verið í röð- um Amicitia í Sviss síðustu árin.    Arsenal bar ígær til baka fregnir frá sviss- neska knatt- spyrnusamband- inu um að axlarmeiðslin hjá Johan Djourou væru ekki alvar- leg. Eftir lækn- isskoðun þar var fullyrt að hann yrði leikfær í lok mánaðarins. Hjá Arsenal staðhæfðu menn hinsvegar í gær að Djourou færi í uppskurð og yrði ekki meira með liðinu á tímabilinu.    Davíð Páll Hermannsson, leik-maður Hauka, var í gær úr- skurðaður í þriggja leikja bann af aganefnd KKÍ, Darco Milosevic, leik- maður KFÍ, í tveggja leikja bann, og Nebojsa Knezevic, leikmaður KFÍ, eins leiks bann. Fimm aðrir leikmenn liðanna fengu áminningu frá nefnd- inni. Þeim Davíð og Milosevic lenti saman í leik liðanna á dögunum. Dav- íð leikur því ekki með Haukum gegn Snæfelli í 8 liða úrslitum Íslands- mótsins en KFÍ hefur lokið keppni og féll úr úrvalsdeildinni. Fólk folk@mbl.is Gunnar Guðmundsson, þjálfari U17 ára landsliðs karla í knattspyrnu, hefur valið 18 leikmenn fyrir keppni í milliriðli EM í Ungverjalandi 24.-29. mars. Markverðir eru Magnús Gunnarsson, Haukum og Bergsteinn Magnússon, Keflavík. Aðrir leikmenn eru Árni Vilhjálmsson, Guð- mundur Friðriksson og Oliver Sigurjóns- son, Breiðabliki, Hjörtur Hermannsson, Fylki, Gunnar Þorsteinsson, Grindavík, Aran Nganpanya og Aron Jóhannsson, Haukum, Ívar Örn Jónsson og Orri S. Óm- arsson, HK, Fjalar Örn Sigurðsson og Sindri S. Kristinsson, ÍA, Óli Pétur Friðþjófsson, KR, Aron Grétar Jafetsson, Stjörnunni, Aron Elís Þrándarson og Davíð Örn Atlason, Víkingi R. og Hafþór Mar Aðalgeirsson, Völsungi. vs@mbl.is Átján í milliriðil EM Gunnar Guðmundsson Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Þetta er svakalegur léttir fyrir mig og fjölskylduna. Það er búin að vera mikil óvissa hjá mér undanfarið, sem hefur verið sérstaklega óþægilegt þar sem ég er með konu og barn, en nú er komin festa í hlutina og ég einbeiti mér bara að því að standa mig vel með KR,“ sagði knattspyrnumað- urinn Guðjón Baldvinsson við Morgunblaðið í gær. Hann samdi þá við KR til þriggja ára eftir að hafa feng- ið sig lausan frá GAIS í Svíþjóð, þar sem hann hefur verið á mála í tvö ár. KR komst í gær að samkomulagi við Svíana um félagaskipti hans. Guðjón var í láni hjá KR á síðasta ári og skoraði þá 10 mörk í 13 leikjum í úrvalsdeild- inni. Hann reyndi fyrir sér hjá liðum í Rússlandi og Póllandi í vetur en kveðst ánægður með niðurstöðuna. „Mér hefur liðið mjög vel í KR. Þar er frábær mann- skapur og góður mórall og mjög spennandi tímar fram- undan. Ég er ekki að hugsa um neitt annað, ef einhverjir aðrir möguleikar koma upp, þá koma þeir bara og ég skoða það. En ég stefni á að hefja nám í lögfræði hér heima í haust og horfi því líka fram á spennandi tíma utan vallar. Lögfræðin getur vel gengið með fótbolt- anum, ætli ég taki ekki bara Guðna Bergs á þetta!“ sagði Guðjón léttur í lund. Guðjón er 25 ára gamall, uppalinn í Stjörnunni, en hafði leikið með KR í eitt ár áður en hann fór til GAIS í Svíþjóð. Guðjón hefur alls skorað 19 mörk í 34 leikjum með KR í efstu deild. MARKVERÐIR: Gunnleifur Gunnleifsson, FH Stefán Logi Magnúss., Lilleström Ingvar Þór Kale, Breiðabliki VARNARMENN: Hermann Hreiðarss., Portsmouth Indriði Sigurðsson, Viking S. Kristján Örn Sigurðss., Hönefoss Grétar Rafn Steinsson, Bolton Birkir Már Sævarsson, Brann Ragnar Sigurðsson, Gautaborg Bjarni Ólafur Eiríksson, Stabæk MIÐJUMENN: Aron Einar Gunnarsson, Coventry Ólafur I. Skúlason, SönderjyskE Rúrik Gíslason, OB Arnór Smárason, Esbjerg Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Eggert Gunnþór Jónsson, Hearts Birkir Bjarnason, Viking S. Guðmundur Kristjánss, Breiðab. Gylfi Þór Sigurðsson, Hoffenheim FRAMHERJAR: Heiðar Helguson, QPR Kolbeinn Sigþórsson, AZ Alkmaar Alfreð Finnbogason, Lokeren Hópurinn sem fer til Kýpur A-LANDSLIÐ KARLA Í KNATTSPYRNU: „Spennandi í KR og lögfræðinni“ GuðjónBaldvinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.