Siglfirðingur


Siglfirðingur - 25.03.1938, Qupperneq 2

Siglfirðingur - 25.03.1938, Qupperneq 2
2 SIGLFIRÐINGUR „E F LIN G“ Sjálfstæðisfélag kvenna heldur AÐ AL- FUND sinn á Hótel Hvanneyri fimtu- daginn 31. marz kl. 872 e. h. Leituðu til hans um upplýsingar og marga smágreiða. Þessvegna var Helgi Hafliðason svo víða kunn- ur að góðu. Eg veit líka um menn, sem ekki hafa krafizt smágreiða af honum, heldur verið heimtufrek- ari en svo, og stundum eftir á gleymt viðurgerningunum. Þetta má ekki skilja svo, að mér sé sú vitund frá honum kom- in, þvi að hann talaði sjaldnast um þá menn. Og svo var hin dæmalausa gestrisni. Það skal enginn ætla að eg sé með þessum minningarorðum mín- um að draga slæður yfir galla Helga Hafliðasonar. Hann átti vissulega galla. En kostirnir voru svo miklu, miklu fleiri. Það er ' ekki svo hægur vandi að leggja mælikvarða á mann eins og Helga Hafliðason. Þó að maður hefði meðalgildi allra meðalgilda manns, þá verður hann samt ekki ínældur eftir því, því að meðalgildi meðal- gilda einhvers manns er, í orðsins nákvæmustu merkingu, að vera meðalmaður. En Helgi Hafliðason var ekki meðalmaður. Þar var bæði ofogvan. En hitt mér er ljóst, að þar þurfti meðalgildi margra manna að fella saman í heild, er svaraði mótun Helga Hafliðasonar, þegar honum lét bezt. Kæri vinur minn, nú ert þú genginn. Þú elskaðir allt sem var fallegt. Þú elskaðir alla, sem áttu bágt og voru minni máttar. Þú leiðst með þeim, sem áttu bágt. Og þú leiðst með sjálfum þér. Far svo vel á guðs fund. Helgi Hafliðason var fæddur 27. ág. 1880. Hann var elzta barn foreldra sinna, frú Sigriðar Páls- dóttur og Hafliða hreppstjóra Quðmundssonar, eins hins göfug- asta manns, sem hefir alið aldur sinn hér í Siglufirði. — Þau hjón voru bæði hingað komin af Suð- urlandi. — Helgi Hafliðason ólst hér upp í foreldrahúsum, þangað til hann fór stálpaður unglingur suður til Reykjavíkur að leita sér menntunar. Þá var enginn verzl- unarskóli til á íslandi, en slika menntun hafði hann helzt kosið sér, og varð þvi að leita sérprivat- kennslu í málum og öðru hjá ýmsum góðum kennurum, sem við þesskonar fræðslu fengust. Seinna var hann um nokkurra ára skeið við verzlunarstörf á Akureyri, t. d. hjá gamla Eggert Laxdal og Jakob Havstein, etatzráði á Oddeyri. — Kom svo aftur hingað til Siglu- fjarðar og fór ungur að eiga með sig sjálfur og byrjaði þá verzlun hér. Hann fór þá einnig að gefa sig að útgerð, og varð útgerðin brátt aðalstofninn í störfum hans. Hákarlaveiðar á veturna og þorsk- veiðar á sumrin, síðar einnig sild- veiðar og síldarsöltun. Afgreiðslumaður Sameinaða gufu- skipafélagsins danska varð hann 1910 og hélt því starfi til dauða- dags. Helgi átti sæti í hreppsnefnd Hvanneyrarhrepps í nokkur ár og svo í bæjarstjórn Siglufjarðarkaup- staðar nokkur kjörtímabil. Hann átti sæti í ýmsum helztu nefndum innan bæjarstjórnar, þar á meðal hafnarnefnd, sem hann bar allmjög fyrir brjósti. Hann vann ötullega að undirbúningi þess máls, að Siglufjörður fengi kaupstaðarrétt- indi. Hann vann velað undirbúningi nýrrar kirkjubyggingar hér í Siglu- firði, þó að það mál kæmi reynd- ar ekki undir úrslitaatkvæði hans. Helgi Hafliðason var listelskur maður, og hafði sérstaklega yndi af sjónleikum. Var oft frumkvöðull að sjónleikasýningum og lék þá jafnan með sjálfur. Honum var ekki ósýnt um slíkt. Helgi Hafliðason var giftur Sig- ríði Jónsdóttur, ættaðri úr Fljótum (komin að langfeðgatali af hinni alkunnu Stóru-Brekkuætt). Þau hjón áttu einn son, Hafliða, stúdent, er nú vinnur á skrifstofu Síldarverk- smiðja ríkisins hér í Siglufirði. Helgi Hafliðason var ekkikvelli- sjúkur maður. En fyrir nokkrum árum fékk hann þunga lungna- bólgu og bar aldrei sitt blak eftir hana. Síðan náði berklaveiki tök- Camilla Hallgrímsson. p. t. formaður. um á honum og hefir nú ráðið niðurlögum hans. G. T. H. Thule-mótið. Skíðamótið um Thule-bikarinn var haldið á Hellisheiði dagana 12. og 13. þ. m. með þeim úrslitum, að Skíðafélagið »Siglfirðingur' vann bikarinn af Skíðafélagi Siglu- fjarðar. í sveitinni sem vann voru. Jónas Ásgeirsson, tími 1,08,23 Alfreð Jónsson — 1,10,10 Ásgr. Kristjánsson — 1,10,17 Sigurg. Þórarinsson— 1,10,20 Samanl. tími 4.39,10 Fjórir bestu menn úr Skíðafélagi Siglufjarðar höfðu samanlagðan tíma: 4.39.48. Það félag átti 2 fyrstu menn í göngunni, þá Jón Þorsteinsson, sem bar af öllum skíðamönnum á þessu móti (tími hans var 1.06.38), og Rögnvald Ólafsson (tími 1.07.10). Úrslit í skíðastökki urðu þau, að Jón Þorsteinsson fékk 1. verðlaun með 221,5 stigum. 2. verðlaun fékk Jón Stefánsson úr sama fé- lagi með 208,4 st. 3. verðlaun fékk Ketill Ólafsson úr Skíðafélaginu »Siglfirðingur« með 205,4 st. 1. verðlaun í slalom-keppni fékk eini Akureyringurinn, sem tók þátt í mótinu, Björgvin Júníusson. Siglfirðingar stóðu sig með sæmd á mótinu, en þó virðist sem Reyk- víkingar séu að sækja síg, en gera má þó ráð fyrir, að félögin hér geti unnið bikarinn til skiftis nokkur ár enn, þar ti} Reykvíking- ar eru orðnir nægilega æfðir til að

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.