Siglfirðingur


Siglfirðingur - 21.03.1940, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 21.03.1940, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 hraðfrystihús gæti tekið á móti. Þar við bætist: 1) að margir bátar hafa á undan- förnum árum Iagt hér upp afla sinn að sumrinu til (aðallega flatfisk), 2) að allmargir aðkomubátar og þá sérstaklega frá Ólafsfirði, hafa stundað héðan sjóróðra á hverju hausti, 3) og að sennilegt má telja, að skip stærri en 30 tonn mundu einnig stunda héðan sjóróðra, ef möguleikar sköpuðust fyrir því, að losna við fiskinn eftir hendinni. Eins og minnst er á í ofanritaðri greinargerð, mun hraðfrystihús, er fryst getur allt að 5 tonn af flökum á sólarhring, líklega taka til starfa eftir 2—3 mánuði. Er ástæða til að fagna því, en einnig fullvíst, að þetta frystihús mun alls ekki full- nægja þeirri þörf, sem er á því, að útgerðarmönnum, smáum og stórum, skapist möguleikar á því að losna við framleiðsluvöru sína. Á næsta bæjarstjórnarfundi verða lagðar fram tillögur hraðfrystihús- nefndar. Mun eg þá upplýsa mál þetta nánar, eftir því sem óskað verður. Að lokum skal þetta tekið fram: Til kaupa á nýjum vélum í fyrir- hugað hraðfrystihús þarf ca. 30 þús. kr. í erlendum gjaldeyri. Hefir gjaldeyrisnefnd tjáð mér, að gjald- eyris- og innflutningsleyfi á vélum þessum fengist því aðeins, að með- mæli fiskimálanefndar fylgdi. Svo sem kunnugt er, er það á valdi atvinnumálaráðuneytisins, að taka ákvarðanir um það, hverjar sam- þykktir fiskiniálanefndar skuli ná fram að ganga og hverjar ekki. Með bréfi dags. 7. marz sótti nefndin um allt að 30 þús. kr. lán til hraðfrystihúsbyggingar og einn- ig var sótt um meðmæli nefndar- innar til gjaldeyrisnefndar, um gjaldeyris- og innflutningsleyfi vegna vélakaupa. Til vara sóttum við um innflutningsleyfi á vélun- um, án gjaldeyrisleyfis, vegna þess, að við töldum ekki útilokað, að hægt væri að útvega eitthvað af erlendu fé sem hlutafjárframlag. Það veltur þyí fyrst og fremst á því, hvernig þessir aðiljar taka á málaumleitun okkar, hvort tekst að hrinda þessu hagsmunamáli bæjarbúa í framkvæmd. Er öll á- stæða til að ætla, að nefndir þess- ar afgreiði umsóknir okkar með velvilja og skilningi. Siglufirði 19. marz 1940. A. Schiöth. Abyrgðarmaður: ] ó nas Djörnsson. Siglufj arðarpr entsmiðj a. Slökkvilið Siglufjarðar. Slökkviliðsstjóri: Egill Stefánsson, Aðalgötu 20. Sími 132. Varaslökkviliðsstjóri: Kristján Sigurðsson, Norðurg. 18. Sími 114. FLOKKSSTJÓRAR: Guðmiindur Jóakimsson, Lœkjargötu 17. Sími 53. Jón Gunnlaugsson, Lœkjargötu 8. Jóhann Einarsson, Austurgötu 5. Sími 234. Rudolf Sœbg, Aðalgötu 11. Sími 138. Snorri Stefánsson, Hliðarhúsum. Sími 73. Sigfús Ólafsson, Hliðarueg 13: Sími 85. BRUNABOÐAR: Guðmundur Gíslason, Aðalgötu 6. Sími 77. Óskar Sueinsson, Lindargötu 34B. Sími 195. Páll Guðmundsson, Lindargötu 3. Sími 54. Suafar Helgas .n, Þormóðsgötu 7. Sími 113. Hringið tafarlaust, ef eldsvoða ber að höndum, til slökkviliðsstjóra og brunaboða og tilkynnið lögreglunni. Siglufirði, 29. febr. 1940. Slökkviliðsstjórinn. Söfnun áskrifenda að bókum Þjöðvina- félagsins og Menningarsjóðs verður lok- ið um næstu mán.möt. Fram að þeim tíma verður tekið á móti áskrifendun^ bæði heima hjá mér, Norðurgötu 13, og í bókaverzlun minni. Hannes Jónasson. Mikið úrval af kvenskóm fáum við á næstunni. NÝJA-BÍÓ sýnirfimmtud.21. marz kl. 6 Cirkus Saran Aðalhlutverkið leikur: LITLI og STÓRI.. Kl. 8.40: Maskerade. 2 stúlkur vantar í Mjólkurbúð Siglu- fjarðar. Árslaun annarar er kr. 1800.00 og veitirhúnbuð- inni forstöðu. Árslaun hinn- ar er kr. 1500.00. Forstöðu- starfið veitt frá 1. maí, hitt frá 1. juní. Umsóknir, ásamt læknisvottorði, afhendist undirrituðum formanni nefndarinnarfyrir5. apríln.k. Guðm. Sigurðsson. í páska- matinn höfum vér meðal annars: Svínakótelettur Svínasteik Nýtt nautakjöt í buff og steik Hangikjöt BjÚgU o. m. fl. Salöt og allskonar álegg. Kjötbúð Siglufjarðar. Páskaeggin bezt og ódýrust. H/f Félagsbakaríið

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.