Siglfirðingur


Siglfirðingur - 31.12.1940, Síða 1

Siglfirðingur - 31.12.1940, Síða 1
Blað Sjálfstæðismanr.a í Siglulirði. Siglfirðingur óskar öllum GLEÐILEGS NÝÁRS. 13. árgangur | Siglufirði, þriðjudaginn 31. desember 1940 | 7. tölublað Áramótaþankar. Óskum öllu starfsfólki voru gleðilegs og farsæls komandi árs með þökk fyrir samstarfið á liðna árinu. Pólstjarnan h/f. f Árið 1940 er að kveðja. Þetta ár mun flestum íslendingum minnis- stætt og margt mun verða ritað síðar meir um þetta ár. Engan íslending mun um síð- ustu áramót hafa órað fyrir að á hinu nýja ári myndu gerast hér þau tíðindi, sem — því miður — raun varð á, þau, að ísland, þetta fámenna friðsæla og afskekta land, yrði hernumið og hér sett í landið hlutfallslega meira setulið, miðað við ibúatölu landsins, heldur en dæmi munu vera til í veraldar- sögunnni að setið hafi í nokkru öðru landi. Vér íslendingar treyst- um á, að hið yfirlýsta ævarandi hlutleysi vort, ásamt legu landsins og því, að vér höfum engan her, myndi verða oss skjól og skjöldur gagnvart íhlutun hinna stóru stríðs- velda, en vöknum svo upp við það einn fagran maímorgun, að vér höfum sett dæmið kakts upp og verðum að reikna það að nýju, út frá öðrum forsendum. ísland er allt í einu orðið að ómissandi reit í tafli stríðsþjóða. Þegar þessir atburðir skeðu, vildi svo vel til, að nokkru áður höfðum vér grafið hina pólitísku stríðsöxi um, stundarsakir, og stóð þjóðin saman að mestu sem einn maður. Það er óvíst, hvort allir hafa gert sér það ljóst, hve afar þýðingar- mikið það spor var, að 3 stærstu þingflokkarnir skyldu hafa gengið til samstarfs og þjóðstjórn mynd- uð áður en landið var hernumið. Mun þó engan þeirra manna, er beittu sér fyrir og báru fram til sigurs þetta samstarf, hafa dreymt um, að þeir með því hafi stígið jafn giftudrjúgt spor og síðar kom í ljós, eða við hertöku Danmerkur 9. apríl og síðar 10. maí, hertöku íslands. Með því, að þá sat við stýrið stjórn þriggja stærstu þing- flokka landsins var hið nauðsyn- lega spor, að flytja konungsvaldið inn í landið og taka utanríkis- málín algjörlega í hendur íslend- inga sjálfra, svo fljótt og auð- veldlega, stígið og hin eindregnu mótmæli íslenzku ríkisstjórnarinnar út af hertöku landsins langtum sterkari og áhrifameiri. Þrátt fyrir hertöku landsins um stundarsakir, verðum vér að líta björtum augum á framtíðína og vorla hið bezta. Englendingar hafa lofað að flytja heim hvern einasta hermann þegar að styrjöldinni lok- inni og hafa engin afskipti af mál- um þjóðarinnar eftir lok styrjaldar- innar og á meðan á stríðinu stendur, nema aðeins það, er óumflýjanlegt er vegna reksturs þess. Ekki er með sanni hægt að segja annað, en að hið erlenda setulið hafi kom- ið mjög prúðmannlega fram hér í landinu, þegar athugað er, hvílíkur fjöldi þetta er, og eigi nema rétt og sjálfsagt að viðurkenna slikt. Það er ávallt misjafn sauður í mörgu fé og á það, því miður, ekki síður við oss íslendinga. Ennþá hefir land vort sloppið við ógnir styrjaldarinnar að mestu. Engir bardagar hafa verið háðir á eða yfir íslenzkri grund og ís- lenzki fiskiflotinn hefir sloppið bet- ur á sínum hættulegu siglingum, heldur en nokkur hefir getað bú- izt við á þessum eyðileggingar- innar tímum. Hefir þar farið sam- an einstakt lán og svo hitt, að eigi er annað hægt að sjá, en að sú þjóðin, sem ætla mætti að eigi sæi sér fært að líða verzlun vora við óvinaþjóð sína, vilji oss eng- an miska gera. Árferði hefir verið ágætt. Síld- veiðarnar meiri en nokkru sinni fyrr. Aflabrögð yfirleitt góð og fiskverð mjög gott. Þrátt fyrir stór- aukna dýrtíð kemst allur þorri landsmanna sæmilega af. Hagur útgerðarinnar og bænda, og hag- ur banka og landsins inn á við og út á við hefir stórbatnað. Ríður nú á að fara rétt með þann hagn- að, er þjóðinni hefir hlotnazt, að eigi fari eins og eftir síðustu heims- styrjöld. Enginn veit hvað næsta ár ber í skauti sínu. Vér skulum vona, að allt fari vel, Iand vort verði utan bardagasvæðisins, sjómönnum vor- um fylgi sama gifta og hingað til og svo einnig, að þessari ægilegu styrjöld verði lokið fyrir næstu áramót, vér íslendingar sitjumein- ir vort land og sýnum í verkinu, að vér séum færir um að stjórna oss sjálfir, án nokkurrar íhlutunar eða aðstoðar annarra. íslendingar misstu sjálfstæði sitt í hendur Norðmanna vegna inn- byrðis óeiningar. Strengjum þess heit, að vér, allir sem einn, vinn- um að því nú á þessum alvöru tímum, að slíkt hendi oss eigi aft- ur. Sameinaðir stönduin vér, sundr- aðir föllum vér! Jón L. Þórðarson. Bókasafnið. Siglfirðingur vill vekja eftirtekt bæjarbúa á hinu myndarlega bóka- safni bæjarins, og hvetja menn til að notfæra sér enn betur en orðið er lestrarstofu þess. Útlán frásafn- inu hafa verið geisimikil það sem af er útlánstímanum siðan í haust og munu vera allmikið á annað þúsund bóka i umferð á viku hverri. Mikinn íslenzkan fróðleik geta menn sótt í safnið, ef menn hagnýta sér Iesstofuna eftir því, er tómstundir leyfa, en allarbækur eru lánaðar á lesstofu, enda þótt eigi séu þær léðar heim. Má sér- staklega benda fróðleiksfúsum mönnum á hið ágæta safn gamalla íslenzkra blaða er safnið á, eink- um frá eldri tíma, eða allt frá því er blaðaútgáfa hófst í landinu, svo og fjölda gamalla merkra bóka, er nú eru Iöngu ófáanlegar og marg- ar mjög sjaldgæfar. Ber að þakka bæjarstjórn góðan skilning hennar á nytsemi safnsins og ríflegan styrk til þess. Er enginn vafi á því, að ef svo verður haldið áfram um að- hlynningu safnsins og nú hefir gert verið síðustu árin, líður ekki á löngu að bókasafn Siglufjarðar verði eitt gagnmerkasta bókasafn hérlendis, þeirra er eigi njóta for- réttinda um ókeypis bækur ís- lenzkar. Bæjarbúar ættu allir að sameinast um það, að hlynna s’em bezt að safninu og færa því að gjöf bækur er þeir eiga og hafa lesið, ef þeir eigi hirða um að safna þeim sjálfir. Ossberaðmuna það, að bókasafnið á að verða fullkomnasta og bezta menningar- tækið, sem bærinn getur átt kost á. Og það verður það, ef bæjarbúar og bæjarstjórn hlynna að því eins og bezt má verða. S.l. sunnudag voru gefin saman i hjónaband Anna Jónsdóttir frá ísafirði og Kjartan Friðbjarnarson; heimili þeirra er í Vetrarbraut 9. Siglfirð- ingur óskar þeim allra heilla.

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.