Siglfirðingur - 21.04.1943, Qupperneq 3
SIGLFIRÐINGUR
3
| Ferskeytlu- |
I dálkur I
Stór og mikill hluti íslenzkra
ferskeytlna er kerskinn og glett-
inn. Gætir þar mjög oft meinhæðni
og kuldaglottið frá skáldinu er oft
ónotalegt og veldur hrolli. Undir
þá grein má tilfæra hinar alkunnu
skammarvísur, sem oft eru smelln
ar og hitta í hjartastað, en oft er
þó, að þær missa marks af því, að .
stóryrðin verða um of, enda eru
slíkar vísur ekki hafandi í flokki
vel gerðra vísna enda þótt formið
og rímið sé fágað og fellt.
Ekki er hrósinu fyrir að fara 1
þessari vísu eftir T'ryggva prest
Kvaran:
Þú ert, Gvendur gæðaskinn
■ þótt gáfur sé ei hjá þér.
Eg held eg þekkti hundsvipinn
þótt hausinn væri ’ekki á þér.
Eftirfarandi vísa var ort er
Björn Jónsson, ísafoldarritstjóri
féll í Barðastrandasýslu við þing-
kosningar fyrir Hákoni í Haga:
Gegn um fón og fréttatól
flýgur skrítin saga
Þeir hafa sent í Bjarnar ból
bolakálf frá Haga.
Er Vilhj. Bénediktsson í Branda-
skarði las kvæðið um Dalakofann
eftir Davíð varð honum vísa á
munni:
Illt er að eta einn úr skel
og eiga fátt til vina,
en sælt er að vera saddur vel
og syngja um fátæktina.
Þessi vísa er eftir Árna Snævar:
Stundum grætur gömul mey
glópsku sína og villu:
Þegar ung hún þóttist ei
þekkja gott frá illu.
Þessi hjónabandsvísa er eftir
Stefán Vagnsson:
Stældu þrátt við strit og bags,
stundum átti að glíma!
Urðu sátt af erjum dags
eftir háttatíma.
Eitt sinn var Stefán í smala-
mennsku en hundur hans strauk
frá honum sinna erinda, og hafði
oft leikið það áður. Um þetta orti
Stefán þessar vísur:
Ástin sigrar, sagan hermir,
sérhvern hal og sprund.
Aldrei hélt eg að hún færi
eins í nokkurn hund.
Við atlot blíð og ástadaður
unir hann hverja stund.
Hann er orðinn eins og maður,
eg er að verða að hund?
Eftir einn stórbrunann á Akur-
eyri, sem voru þar alltíðir um eitt
skeið, orti Júlíus Sigurðsson,
bankastjóri, þessa vísu:
Áfram líður ævibraut
eftir vegum duldum.
Drottinn leggur líkn með þraut
líka eld með skuldum.
Um einhverja „Stínu“ var þetta
kveðið. Höf. er alkunnur siglfirzk-
ur hagyrðingur:
Öðlast ,,Stína“ hylli og hrós,
hrífur .margan silkiskrúðinn.
Hún er talin dyggðug drós,
en dýr í rekstri — eins og Súðin.
Er sr. Sigurður Gunnarsson var
í framboði í Suður-Múlasýslu kvað
Páll Ólafsson í gamni:
Sendið ekki hann Sigga á þing
sem að laug í biskupinn.
Sýslunni er það svívirðing
— svo er hann líka frændi minn.
Þessi vísa var kveðin í kirkju
undir heldur „þunnri" stólræðu:
Meinleg andans magapín
mæðir herrans gesti.
Eg held að vanti vítamín
í vatnsgrautinn hjá presti.
Fyrsti Pálma-
sunnudagurinn.
Framh. af 2. síðu
hvíldu lágum hægindum er voru
kringum skeifumyndað, lágt borð.
Risu þeir upp á vinsri olnboga, en
réttu hægri hendi til réttanna, er
þrælarnir báru á borðið. Og eins
og allstaðar í Gyðingalandi, voru
aðalréttirnir smáfiskar og hveiti-
brauð, margskonar ávextir, ólífu-
ber og fíkjur og ágæt innlend vín,
og var þar höfgast hið freyðandi
Hebronvín, sem neytt var saman
við vatn og svalaði það og hressti
vína bezt.
Er lokið var máltíð, hóf Vajerí-
us upp erindi sín að spyrjast fyrir
um landshöfðingjann, og kvaðst
mundu hraða ferð sinni til Sesar-
eu, þar sem aðsetur hans var. Höf-
uðsmaður gat þess, að nú væri
landshöfðinginn farinn til Jerú-
salem til að vera þar til eftirlits
yfir páskahátíðina. „Þangað safn-
ast í raun og veru allir Gyðingar
um páskana,“ sagði hann. „Borg-
in verður þá eins og iðandi maura-
þúfa. Þar búa um 100 þúsundir, en
um páskahátíðina þrefaldast þar
fólksf jöídinn. Þar er nú 600 manna
setulið og riddaraliðssveit, þar við
bætist svo lífvarðarlið Pílatusar
landshöfðingja. Þú verður því að
fara til Jerúsalem, ef þú vilt ná
fundi lians. Enda geturðu þá
mörgu kynnzt .um háttu Gyðinga,
bæði á leiðinni og ekki sízt í borg-
inni um páskana.“ Rétt lijá bústað
höfuðsmannsins var samkomuhús
Valeríus kannaðist við það, að
livar sem Gyðingar voru saman-
komnir í heiminum margir saman
til dvalar, þar var þeim fyrsta
nauðsyn að eiga sér slíkan sama-
stað, þar sem þeir héldu helgan
sabbatsdaginn. En hitt kom Val-
eríusi mjög á óvart og varð hon-
um til nokkurrar áhyggju, er hann
varð þess var, að höfuðsmaðurinn
rómverski var orðinn strangtrúað-
ur að Gyðinga hætti og tilbað af
miklum fjálgleik þeirra Jahve, sem
tæplega mátti nefna og því síður
gera af líkneski. En þrátt fyrir það
þótt hann heiðraði og tilbæði þenna
guð, héldi stranglega boðorðin,
gæfi ölmusur, hefði byggt sam-
kunduhús á sinn kostnað og héldi
stranglega helgi sabbatdagsins —
já, fullkomlega á borð við Gyðing-
ana sjálfa — þó forðuðust Gyðing-
ar hinn óumskorna mann og skoð-
uðu hann sem trúvilling í ofstæki
sínu.
Höfuðsmaðurinn fór að sýna
Valeríusi fram á, hve miklu
hreinni og háleitari væri guðstrú
Gyðinga heldur en fjölgyðistrú
Rómverjanna. „Fólkið lifir í stöð-
ugu samfélagi við guð sirin, og guð
þeirra er stöðugt mitt á meðal
þeirra,“ sagði hann. „Þessvegna er
það höfuðlífsskilyrði Gyðinganna,
að halda hreinleika trúarinnar, en
þa ðverður því aðeins, að haldin
séu boðorðin og siðareglur hinna
skriftlærðu. Rómverjar skilja ekki
þessa trúarsiði og trúarnauðsyn,
og Gyðingarnir skilja ekki tómlæti
Rómverja gagnvart trúarsiðum
þeirra. Þessvegna getur Róma-
veldi og Gyðingaland aldrei sætzt.
Rómverjar saurga allt, sem Gyð-
ingum er heilagt, óafvitandi. Þetta
skeður á hverjum degi, og það er
Gyðingum með öllu óþolandi. Af-
leiðingarnar verða uppþot og ill-
indi, og Rómverjar vita ekkert og
skilja ekkert í orsökum þessara sí-
felldu úlfúðar.
Á leiðinni til Jerúsalem varð
Valeríus þess var, að Gyðingar
fóru ekki beinustu leiðina til Jerú-
salem, en tóku á sig stóran krók,
sem lengdi leiðina um helming.
Höfuðsmaðurinn skýrði þetta fyr-
irbrigði fyrir honum. Gyðingarnir
þóttust saurgast á því, að fara um
land Samarítanna, af því, að þeir
viðurkenndu ekki nema sumt af
lögmálinu og tilbáðu ekki guð sinn
í musterinu í Jerúsalem, héldur á
fjallinu Garizim rétt sunnan við
Samaríuþorpið. Hann sagði Valerí-
usi frá því, að enginn Gyðingur
dirfðist að gefa Samaríta svo mik-
ið sem vatnsdrykk til svölunar,
hvað þá að hafa þá nætursakir'
undir þaki sínu. Slíkt var óbæri-
leg saurgun, af því að þeirra trú
álitist óhrein. En Samarítarnir
voru líka viðsjárgripir, sem rændu
kauplestir Gyðinga og saurguðu
stundum musterið meðan stóð ó
páskaliátíðinni, með því að fleygja
beinum um ímusterisgarðinn. Varð
þá að hætta hátíðahöldum og guðs
þjónustum meðan musterið var
lireinsað og vígt á ný.
Eftir því er nær kom Jerúsalem
jókst umferðin á vegunum. Gyð-
ingar voru að flykkjast til borg-
arinnar fyrir páskana. Hvar sem
farið var barst að eyrum kliður
margra tungumála og mállýzka,
sérstaklega bar af hinn harði og
áherzluríki málblær Galileumanna.
En mest bar þó á grískunni, því
bæði var, að fjöldi griskra Gyð-
inga sótti til borgarinnar, og svo
kunni því nær hver Gyðingur
grísku á þessum tímum, eða að
minnsta kosti skildi hana. Þarna
voru stórhöfðingjar á ferðinni,
prestar, embættismenn, auðkýf-
ingar. Voru allir þessir auðkennd-
ir frá almúganum á búningnum,
sérstaklega yfirhöfnunum. Innan-
undir voru allir búnir hvítum kyrtl
um, er haldið var saman með
breiðum linda, sem var margvaf-
inn um mittið og var líka hafð-
ur fyrir vasa. Allir höfðu ilskó á
fótum og vefjarhetti á höfði. Eitt
af því er höfuðsmaður sagði Valerí
usi var um spámann einn frá
Nazaret er gerði lu'aftaverk. Hann
hafði læknað einn af uppáhalds-
þjónum höfuðsmannsins, sem eng-
inn hugði líf, aðeins með nokkrum
orðum. Og mikil æsing var meðal
Gyðinga út af honum, og skiptust
mjög í tvo flokka með honum og
móti. Hann hét Jesús, sagði liann.
Enginn spámaður hafði haft því-
líkt vald og slíkan mátt eins og
hann, og margir héldu því fram,
að þar væri' sá, er brjóta skyldi
vald Rómverja á bak aftur. Höf-
uðsmaðurinn sýndi Valeríusi borg-
ina. Mest pláss tók musterisgarð-
urinn girtur háum múrum og tók
yfir 17 vallardagsláttur og rétt þar
norðanvið var Antoníusarvirkið
þar sem setuliðið rómverska hafði
bækistöð. Þeir komu inn í forgarð
heiðingjanna, er svo var kallaður
og girtur var breiðum súlnagöng-
um. Þar var iðandi kös af fólki.
Hér voru seld fórnardýr og hinir
fátækustu létu sér nægja fórnar-
dúfur. Þarna var söfnuður hinna
skriftlærðu og lærisveinar þeirra
rabbínarnir. Hér voru Farísearnir,
heittrúaðir hreintrúarmennirnir,
sem horfðu til himins í fjálg-
leik sínum og flestir skinhoraðir
af löngum föstum. Og hér þrumaði
f jöldi ræðumanna kenningar sínar
til lýðsins — bannsungu veldi
Rómverja og hvöttu til þolinmæði,