Siglfirðingur - 01.09.1944, Blaðsíða 3
Kvenpeysur
Herraprjónavesti
VALUR
TIL SÖLU:
6 lampa RC A viðtæki
—★ —
Til sýnis lijá
KRISTNI GUÐMUNDSSYNI
Útuarpsvirkja — Tjarnargötu 12
t
Jónas Þórðarson
frá Siglunesi.
Hánn lézt á Landsspítalanum
17. þ. mán. eftir nærf-ellt árs legu
þar og hálfs árs á sjúkrahúsinu
hér, og var jarðsungin hér í dag.
Jónas var sonur hjónanna
Þórðar Þórðarsonar vitavarðar og
Margrétar Jónsdóttur konu hans
og fæddur 20. nóv. 1915. Faðir
hans lézt er Jónas var enn á barns-
aldri, en Jónas ólst upp með móð-
ur sinni þar á Siglunesi til full-
orðins ára, en síðar dvaldi hann
hjá systur sinni Sigríði og manni
hennar. Stundaði hann jöfnum
höndum almenna vinnu og sjó-
mennsku hér og stundum sunnan-
lands. Hann var ókvæntur og
barnlaus.
Jónas heitinn var óvenju vel á
sig kominn að líkamsatgerfi; þrek-
mikill, svo að fáir vissu afl hans,
en samhliða því svo gæflyndur,
að varla kom fyrir, að hann
skifti skapi. Vann hann talsvert
með lögreglunni hér í bænum á
sumrum og gat sér þar hinn bezta
orðstír, eins og raunar 'hjá öllum
þeim, sem hann starfaði með eða
kynntist. Átti hann miklum vin-
sældum að fagna. Baráttuna við
sjúkdóminn, sem Jónas heitinn
vissi sjálfur að var vohlaus, háði
hann með einstakri hugprýði og
þreki og ekki heyrðist til hans
æðruorð.
Það er mikill sjónarsviptir að
því, er ungir menn kallast þannig
burt í blóma lífsins fyrir aldur
fram, og því meiri, sem þeir eru
betur að sér gerðir. Það er mikill
harmur kveðinn að vandamönnum
Jónasar og vinum við fráfall hans,
en huggun má þeim vera að því, að
hann eftirlét góðar og hugljúfar
minningar.
SIGLFIRÐINGUR ~ ^ g
VERÐ A SlLDARMJDLI
Ákveðið hefur verið að verð á síldarmjöli á innlendum markaði
verði kr. 52,19 pr. 100 kg. frítt um borð, ef mjölið er greitt og tekið
fyrir 15. september næstkomandi. Sé mjölið ekki greitt og tckið fyrir
15. september bætast frá þeim tíma vextir og brunabótatryggingar-
kostnaður við mjölverðið. Sé hins vegar mjölið greitt fyrir 15. sept-
ember, en ekki tekið fyrir þann tíma, þá bætist aðeins brunatrygg-
ingarkostnaður við mjölverðið, ef kaupandi hefur ekki tilkynnt Síldar-
verksmiðjum ríkisins fyrir þann tíma, að hann hafi sjálfur vátryggt
mjölið á fullnægjandi hátt, að dómi síldarverksmiðjanna. Sama ákvæði
viðvíkjandi brunatryggingu gildir einnig fyrir það mjöl, sem ekki er
greitt né tekið fyrir 15. september næstkomandi. Allt mjöl verður
þó að vera pantað fyrir 30. september næstkomandi og greitt að fullu
fyrir 10. nóvember næstkomandi.
Vinsamlegast sendið pantanir yðar sem fyrst.
Siglufirði, 24. ágúst 1944.
Síldarverksmiðjur ríkisins.
NYJA-BÍÚ
Sænsku skipakaupin.
(Framhald af 1. síðu)
Áskriftum og stofnun hlutafé-
lagsins verður að vera lokið fyrstu
daga þessa mánaðar, svo að nú
eru síðustu forvöð um að skrifa
sig fyrir hlutum.
Á fjárhagsáætlun bæjarins
þetta ár eru áætlaðar 50 þús. kr.
til ráðstöfunar við áætluð báta-
kaup og verður það að sjálfsögðu
lagt fram sem hlutafé af hálfu
bæjarins, ef félagið kemst á
fót. Þegai»þetta er skrifað höfðu
safnazt um 30 þús. kr.
Siglfirðingur vill hvorki letja
menn né hvetja í þessu efni, en til
þess að gefa öllum lesendum hans
kost á að kynnast þessu máli sem
bezt, birtir hann hér upplýsingar
þær um skipin og verð þeirra, er
fengizt hafa nú nýlega frá Fiski-
félagi Islands. Þær upplýsingar
eru á þessa lund:
50 smál. bátarnir eru smíð-
aðir úr eik samkv. íslenzkum
teikningum og íslenzkum smíða-
reglum. Aðalmál 20 m, 5 m og
2,4 m. I hástaklefa eru tólf
hvílur, tvær í káetu og ein í
lyftingu. Síldardekk og síldar-
skilrúm fylgir. I bátnum er raf-
lýsing, miðstöðvarhitun, stýris-
vél af eksentrískri gerð, línu-
spil, akkerisspil, troll og drag-
nótaspil sambyggt, gálgar,
blakkir, trollhlerar, björgunar-
bátar og léttbátur. Á bátnum er
5 metra ísvörn. Eldhús og mat-
aráhöld handa 15 manns. Öll
venjuleg siglingatæki, auk þess
sextant og sjónauki. Aðalvél er
Polar-Diesel 170 hestöfl, 450;
snúningar, eyðsla 170 gr hkl.
Stefnisrör úr steypujárni,
skrúfa úr steypujárni eða stáli.
Vélin boðin snarvend, en lagt
til að hún verði útbúin með
backgear. Hjálparvél 10 ha
Diesel knýr '5 kw rafal 32 volt,
loftþjöppu og austurdælu. Raf-
geymar nife 140 ah. Ganghraði
áætlar skipasmíðameistarinn að
verði milli 9 og 10 mílur. Niður-
setning vélar innifalin í verði.
Verð: skipsskrokkur 143 þús.
sænskar og vélakerfi 66.725,
sænskar. Ráðuneytið áætlar
auk þess 5% viðbót fyrir eftir-
liti og öðrum kostnaði.
80 smál. bátarnir eru að að-
almáli 22 m, 5.4 og 2,8 m. Yfir-
bygging úr stáli. Hvílur fyrir
17 menn. I yfirbyggingu er auk
skipstjórnarklefa og herbergis
skipstjórnarmanna eldhús, mat-
skáli og bræðsluhús. Rafhitun
aftur í. Hvalbakur. Bátaþiljur
afturá. Aðalvél 215 hestöfl
Polar-Diesel snarvend, ekkert
backgear. Hjálparsett sama,
nema rafspenna 110 volt raf-
geymar nife 80 ah. Áætlað er,
Föstudaginn 1. september kl. 9:
Leyndarmál danshallarinnar
Laugardaginn 2. sept. kl. 9:
Frú Miniver
Allra síðasta sinn
Sunnudag 3. sept. kl. 5:
Skógarverðirnir
Bráðskemmtileg litmynd
Sunnudaginn 3. sept. kl. 9:
Leyndarmál danshallarinnar
Mánudaginn 4. sépt kl. 9:
Bæjarslúðrið
Vinnuföt
lítið óselt eftir
einnig
Drengjasamfestingar
Verzlunin
Halldór Jónasson
HÆNSNASKÚR
til sölu. Lágt verð
Afgr. vísar á.
að togspilið sé knúið með 80
ha Dieselvél. Að öðru leyti vis-
ast til þess, sem sagt er um
50 smál. bátinn. Verð: skips-
skrokkur 193 þús. sænskar og
v.élakerfið 72.775 kr., sænskar,
aflvél fyrir togspil ekki innifalin
þar í.
Miðstöðvareldavél
til sölu
Sigurður Sophusson
Norðurgötu 7
Siglufjarðarbíó
Laugardaginn kl.
Fjórar dætur
Sunnudaginn kl. 5:
Fjórar dætur
Síðasta sinn
Sunnudaginn kl. 9.
Fjórar mæður
Mánudaginn kl. 9:
Á fætur
Bob Crosby og hljómsveit lians
Drengjaregnkápur
allar stærðir
KAUPFÉLAGIÐ
Þurrkaður saltfiskur
Verzlunin
„Sveinn Hjartarson“