Siglfirðingur


Siglfirðingur - 29.09.1944, Qupperneq 3

Siglfirðingur - 29.09.1944, Qupperneq 3
SIGLFIRÐINGUR 3 Skyggnzt um af sjónarhóli. Minningar frá fyrstu dögum síldarinnar. RYKSUGA Heyskaparfólk á Hvanneyri og Staðarhóli leggur frá sér orf og hrífu. Það má til með að horfa á þetta mikilfenglega fyrirbrigði og njóta þess að virða fyrir sér slíka tignarsjón. Eimskipið lætur nú lausan tog- kaðalinn og beygir aftur fyrir segl- skipið og leggst upp að stjórn- borðshlið þess, skipin eru tryggi- lega bundin hvort við annað, og nú koma þau bæði á hægri ferð, hlið við hlið, inn fjörðinn. Þessi skip höfðu legið fram undan Engi- dal um nóttina. Það var þetta skip er blásið hafði í þokunni og hringt klukkunni. I lyftingu aftur á — upp á þil- farsklefaþakinu — stendur hár maður, sem vekur óhemju eftir- tekt hvar sem hann sést eða fer. Hann var með snjóhvítt skegg er náði niður fyrir beltisstað. Þarna gnæfir hann og heldur opinni bók í annarri hendi en sjónauka í hinni. Manni datt í hug Móses sálugi á Sínaí - f jalli og áletraðar lögmáls- töflurnar með hinum tíu boðorð- um. Reyndar var þetta nokkurs- konar stéttarbróðir Mósesar, því að Móses fór eins og kunnugt er snemma í siglingarnar, þó að far- kostur hans væri óálitlegri en sá, er hér gaf á að líta. Kennarinn minn, sem kenndi Kristinfræði í mínum skóla, sagði okkur krökkunum frá því í biblíu- sögutíma, að ,,fartau“ Mósesar hefði verið úr sefi og þétt með einskonar leðjuskít eða svört- um leir. Drengur einn sem var áhugasamur um allt, er skipum til- heyrði og bátum, spurði kennar- ann hvort þetta hefði ekki verið vanaleg kúamykja, sem notuð var til að þétta með farkost Mósesar. Kennarinn spurði drenginn hversvegna hann héldi það. ,,Af því,“ sagði drengurinn, ,,að hún mamma notar mykjuna á vetrin til að þétta með götin á f jósveggn- um og hún verður svo glerhörð, þegar hún frýs.“ „Nei, drengur minn,“ sagði kennarinn. „Þetta var leðja úr hinni blessuðu Níl, og er svört og verður hörð eins og steinsteypa.“ Þetta var teknisk guðfræði, sem tæplega er kennd nú á dögum, bæði hagnýt og fróðleg — og trú- leg. Bókin, sem maðurinn heldur á í hendinni, er „Islands hafnsögu- maður“ (Islands Los), sem inni- heldur mið og merki um legustaði flestallra hafna á íslandi, og segir til þess, hve langt skuli siglt inn hverja höfn, áður en lagzt er fyrir akkeri. Nú stöðvast gufuskipið og eftir litla stund sígur það aftur á bak, unz bæði skipin hafa því nær stöðvazt og seglskipið hleypir nið- ur akkeri sínu. Verður slíkur háv- aði og hriktandi gnýr, er akkeris- EFTIR OLE TYNES festin hrökklast gegnum festar- opin, að bergmálaði um allan Siglufjörð. Það var eins og hest- arnir úti á Hvanneyrarströndinni yrðu skelfingu lostnir og héldu, að heimsendir stæði fýrir dyrum, og taka á rás eins og orkan leyfði upp Jilíðina og staðnæmast ekki fyrr en uppi í Hvanneyrarskál — nema Sæby-Rauðka! Hún verður eftir. Hún er nú líka orðin svo gömul, að henni finnst engin á- stæða til að láta sér krossbregða við þennan gný. Hún lætur sér nægja að skokka nokkra hringi „um sjálfa sig“ og leggja koll- húfur. En í gegn um allan gnýinn, sker sig digur og dimm karlmanns- rödd sem mögnuð er með kall- lúðri: „Þrír keðjulásar utan- borðs!“ Ferðinni er lokið. Áfanganum er náð. Hingað og ekki lengra. Nú er einn skipsbátanna settur á flot, og tveir menn eru fluttir í land. Það eru skipstjórar beggja skipanna. Gamli gráhærði maður- inn, með síða skeggið, og miðaldra maður um þrítugt með mikið og prútt yfirskegg og hökutopp, nokkru stærri en toppur Flóvents. Þessir tveir menn lenda í fjör- unni neðan við beykisskúrinn frá Gránu. Fyrsta manneskjan, er þeir verða varir við, er í land kom, var öldruð fröken, sem þar var niðri í fjörunni að safna sér sprekum í uppkveikju og hugðist bera þau heim í svuntu sinni. En í ógáti, hafði pilsið að framan lyfzt með svuntunni. Hinn síðskeggjaði vakti athygli farbróður síns á því, hvernig ástatt var, og lætur þess getið, að fyrst hún hafi rifað segl- in, hljóti hún að búast við ofviðri. Gömlu frökeninni hafði orðið svo starsýnt á þessa tvo félaga, og þó helzt á skeggjúðann, að hún „tók aftur á“ og það töluvert. En þegar þeir ávarpa hana, taka ofan og heilsa henni, þá venti hún, sneri í þá skutnum og stikaði heim á leið löngum, föstum skrefum, Ójá, við erum að ræða hér um aldraða jómfrú. Mig minnir að Hannes geti þess einhversstaðar í „Góðum degi“ að fleira hafi verið um jóm- frúr í „gamla daga“ heldur en nú tíðkast, og hver em ég, að ég dirf- ist að mótmæla því! En eitt er þó, er mælir heldur með þessari skoðun. Hér ríkti ekk- ert innrásar-ástand. Hér flæddu þá ekki um bæ og byggð 100 þús- undir karlmanna á bezta þroska- aldri í skínandi einkennisklæðum undir dynjandi hornablæstri og margskonar ginnandi hljómleikum. En þrátt fyrir allt, þá var hér þó um nokkurskonar innrás að ræða, er' Norðmenn réðust inn í Siglufjörð 1903—1904, en vita- skuld undir mun fri§samlegri kringumstæðum. Mikils virt og vel metin frú hefir nýlega látið svo um mælt, að það væri algjörlega óþarft að nudda sér því um nasir, að dóttir hennar hafi verið og sé enn í á- standinu eða bransanum, því að hún sjálf hafi frá öndverðu haft náin kynni af mönnum úr norska hernum. Og vitanlega mátti henni leyfast slíkt án þess að fá á sig óorð. Ójá. Þetta er vafalaust rétt hjá frúnni, enda þótt ég sé líklega ekki réttkjörinn dómari í þessum Vönduð ryksuga til sölu JÖN L. ÞÓRÐARSON efnum. En það hlýtur þó — eða er það ekki, góðir Islendingar — ? hróplegur munur á þvi, hvort hing að ráðast inn Engilsaxar frá Liver- pool og kynbótablámenn frá Búkó- vínu, setjast að á hvaða sveitabæ sem vera skal, og mata þar krók- inn, eða þótt hingað komi frændi frá Noregi til að heilsa upp á ís- lenzka frænku sína og þau leiki dálítið lausum hala og rifji upp gömul og ný kynni. Að minnsta kosti dirfðist sjaldan hinn beinskeytti Amor að veiða hér í landhelgi í gamla daga, hvað . sem hann hefir leyft sér nú í seinni tíð. En hvert tímabil á sína sögu. En nú, sem hinir tveir Norð- menn fengu enga fyrirgreiðslu sinna mála hjá hinni aldurhnignu jómfrú héldu þeir áfram för sinni á land upp og komu brátt þar sem Grána gamla átti sína miklu há- karlalifrarbræðslu. Þar var nú allt í háspani. Það kraumaði, sauð og frussaði þar í öllum pottum og ker öldum, og gufustrókarnir gusu hvæsandi og blásandi upp mót heiðbláum og sólþrungnum sumar- himninum. Þarna mátti sjá lifandi spámynd þess, er síðar koma skyldi, hinna tröllauknu síldar- bræðslna ríkisins. Hér á þessu eimgjósandi og ólg- andi lýsishverasvæði réði og re- geraði hinn ágæti heiðursmaður Guðmundur Bjarnason, í daglegu máli kallaður Guðmundur í Bakka. Hér var hann einvaldsherra og kommanderaði sínum þegnum eins og Hitler eða Mussolini gerðu og gera enn. Hér var brædd öll sú hákarlalifur, er skipin lögðu á land vor- og sumar hvert. Og Guð- mundur bar á því fulla ábyrgð að hvert skip og hver háseti fengi sinn rétta skammt af lýsi í hlut- falli við það magn lifrar, er á land var lagt síðustu vertíð. Framhald. Munið fjársöfnun berklavarnardagsins á sunnudaginn kemur!

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.