Siglfirðingur - 06.10.1944, Page 3
SI0T,FIRÐIN6irR
jmi ——■ ———————____________ _
Skyggnzt um af sjónarhóli.
. Minningar frá fyrstu dögum síldarinnar.
Framh.
Fréttir
(Framhald af 2. síðu)
koma á góðvilja og samstarfi, sem
geti orðið grundvöllur að sam-
ningum, sem komið geti í veg fyr-
ir þann óþolandi möguleika, að
nokkrar þær bækistöðvar, sem
veigamiklar eru fyrir öryggi vort,
geti fallið í hendur þeirra velda,
sem fjandsamleg gætu reynzt
Bandaríkjunum.
(Fréttatilkynning frá
utanríkisráðu'neytinu).
Iðjudeilunni lokið.
Laugardaginn 30. sept tókust
loks samningar í Iðjudeilunni.
Vinnulaunatap verkafólks þess
er þröngvað var út í deiluna er nú
reiknað hálf önnur miljón króna
fyrir utan allt annað tjón, er al-
þjóð og vinnuveitendur hafa beðið.
Kröfur Iðju og árangur sá er
hún náði var sem hér segir:
1. Iðja krafðist þess að þegar
vinnutímabil hefðist kl. 17 eða
síðar, yrði vinnutíminn 6V2 klst.
í stað 7 klst. I samningum varð
niðurstaðan sú, að vinnutíminn
verður 6% klst.
2. Þá krafðist Iðja þess að vinnu
veitanda væri skylt að greiða
verkafólki kaup, þótt vinna félli
niður lengur en einn aag vegna
vélabilunar eða skorts á hráefni
eða af öðrum ástæðum, enda þótt
vanrækslu vinnuveitenda væri ekki
um að kenna. Frá þessari kröfu
sinni fellur Iðja alveg í hinum nýju
samningum.
3. Þá krafðist Iðja þess, að þótt
unnið væri eftir samþykktum
ákvæðisvinnutaxta, skyldi ákvæðis
mað,ur aldrei bera minna úr být-
um en mánaðarkaupsmaður í sama
aldursfloldci. Frá þessari kröfu fell
ur Iðja alveg í hinum nýju samn-
ingum.
4. Iðja krafðist þess, að greidd
ir veikindadagar yrðu 12 í stað 10.
Samkvæmt hinum nýju samning-
um verða engir veikindadagar
greiddir.
5. Iðja krafðist þess, að biðtími
verksmiðjufólks styttist úr 2 árum
í 1 ár. Þessari kröfu sinni fékk
Iðja framgengt.
Kröfur Iðju um kaup voru þær,
að hámarksgrunnkaup karla, eldri
en 18 ára, skyldi verða kr. 500.00,
á mán, í stað kr. 440.00, eða 13.6%
hækkun. Hámarksgrunnkaup
kvenna skyldi hækka úr 265.00 á
mán. í kr. 325.00, eða um 22.6%.
Samkvæmt hinum nýju samn-
ingum verður hámarksgrunnkaup
karla eldri en 18 ára, kr. 460.00 á
mán., en kvenna kr. 290.00.
Við þetta ber þess að gæta, að
Guðmundur í Bakka var því í
raun og veru-í jafn ábirgðarmiklu
embætti þá og tilsvarandi eins og
Jón Gunnarsson er nú með öll sín
Rrrr og Snorri Stefánsson sínar
Rauðku og Gránu. Hákarlinn var
þá engu þýðingarminni fyrir Siglu
fjörð, en síldin er nú. Lífssól Guð-
mundar var þá hæst á lofti. Hann
var þá um fertugt, léttur og kvik-
ur á fæti eins og fimmtán ára ung-
lingur, og gat hæglega farið á
milli Gránu og Bakka á fimm til
tíu mínútum. Nú er honum leiðin
lengri og seinfarnari, og nú fækk-
ar göngum hans hingað niður á
Eyrina, því að 6. sept sl. varð Guð-
mundur áttræður. Ellin er kröfu-
hörð, og tekst engum, hversu frár
sem hann er, að hlaupast frá
hanr.i né hddur sjálfum sér.
Norðmennirnir tveir spurðu
hvar haínarvörður byggi, en þann
embættisniann þekkti hér enginn í
þá daga. ,,En hvar býr þá léns-
maðurinn?“ Jú, það mundi vera
sami maðurinn og hreppstjórinn;
Það kom í ljós sumarið áður, er
áður greiddu iðnrekendur 10 veik-
indadaga á ári. Miðað við 440.00 í
grunkaup á mánuði, 8 klst. vinnu
á dag og 200 klst. vinnu á mánuði
greiddu iðnrekendur fyrir veikinda
daga kr. 14.67 á mánuði. Hjá karl-
mönnum var hámarksgrunnkaup
því raunverulega kr. 454.67. Það
hefur því hækkað um kr. 5.33 á
mánuði, eða um 1 xAc/c.
Sé miðað við sömu vinnu og áður
greinir, en kr. 265.00 í grunnkaup
á mánuði, greiddu iðnrekendur kr.
8.83 fyrir veikindadaga á mánuði.
Hámarksgrunnkaup kvenna var
því áður raunverulega kr. 273.83.
Það hefur því hækkað um kr. 16.17
á mánuði, eða um 6.1%.
En auk þessara lítilsháttar kaup
hækkana, sem er V/í % fyrir karl-
menn og 6.1% fyrir konur, fengu
þeir vinnutímann styttan um 15
mínútur á næturvöktum, og tímann
sem menn þurfa að vínna til að
fá hámarkskaup styttan úr tveim-
ur árum í eitt; Fólk sem unnið hef-
ur ákvæðisvinnu í iðnaðinum, hef-
ur enga breyting fengið á kjörum
sínum, nema hvað það missir úr
kaup í 10 veikindadaga.
Þetta er þá árangur verksmiðju-
fólksins, sem það fær fyrir tveggja
mánaða verkfall. En atvinnurek-
endur sitja eftir með tjónið af
stöðvuninni, er gerir þeim erfiðara
fyrir um atvinnurekstur sinn.
Fyrirtækin, sem verkfallið hefur
stöðvað í tvo mánuði, voru 60-70,
en verksmiðjufólkið hátt í eitt þús.
manns, sem tapað hefur atvinnu
þenna tíma.
Norðmenn spurðust fyrir um
þenna embættismann. „Hreppstjór
inn býr þarna í hvíta húsinu ofan
við háu fánastöngina þar sem
danski fáninn blaktir". — ,,Þökk!“
Þeir halda nú heim til Hafliða
og kveðja þar dyra, og út kemur
þrekvaxinn maður dálítið hærður
á hár og skegg. „Er þetta léns-
maðurinn?“ „Ójá Norðmennirnir
kalla mig það.“ Þeir kynna sig:
Olav Gæver, skipstjóri á seglskip-
inu Atlanta og Lars Kaavik skip-
stjóri á eimskipinu Atlas. Bæði
skipin voru eign útgerðafélags
þeirra Thomas og Falk í Stavangri.
Erindið var að greiða lögboðin
gjöld vegna komu skipanna, leggja
fram skipsskjöl. Þeir greiða það
er þeim ber og ætla að fara, en
þá kemur húsfreyja með kaffi.
EFTIIl
OLE TYNES
1
Auðvitað fá þeir ekki að fara fyrr
en þeir höfðu notið gestrisni heim-
ilisins. Þeir verða að fá sér kaffi-
sopa eftir allt ferðavolkið. Þeir
þakka fyrir sig og setjast að kaff-
inu.
Þá setur húsbóndinn „Búkollu“
á borðið fulla af gullnu Löytens
ákavíti og svo staup og vindla.
Samtalið verður fjörugra og þar
er talað um daginn og veginn.
Hafliði spyr nýrra tíðinda frá Nor-
egi. Sérstaklega er honum for-
vitni á að vita, hvað Norðmenn
hefðu fengið fyrir síldina síðast-
liðið haust. Gráskeggjaði skip-
stjórinn verður fyrir svarinu og
segist því miður enga vitneskju
hafa um þetta, því að hann hafi
verið nýkominn heim til Noregs úr
langferðum eftir 1Ó ára útivist, en
lítið hafa stanzað þar áður en þeir
lögðu upp til íslandsvertíðar. Og
heima hjá honum var nú ástandið
þannig, að yngri börnin þekktu
ekki pabba sinn, er hann kom
heim.
Kaaviksegist einnig vera ný-
kominn heim til Noregs eftir
tveggja ára dvöl í Ameríku.
„Jæja“ segir Hafliði. „Þú hefir
þá ekki kunnað þar vel vistinni.
Héðan frá íslandi hefir f jöldi fólks
flutzt til Ameríku þar í meðal
heilar fjölskyldur, og þeirra er
víst ekki von heim aftur.“
„Ojú,“ svaraði Kaavik. „Eg
kunni þar ágætlega við mig, en ég
fór ekki þangað til langdvalar. Eg
fór þangað í erindum útgerðarfé-
lagsins, sem ég vinn hjá, til þess
að kynna mér nýtt tæki til síld-
veiða. Ameríkumenn kölluðu það
ufsanót, en Norðmenn þeir, er
veiðitækið nota þar vestra, kalla
það hringnót en aðrir herpinót. Og
við þarna úti á skipunum köllum
tækið herpinót.”
„Ætlið þið nú að reyna að veiða
síld með þessu nýja tæki hérna?“
„Já.“
„Ykkur er þá líklega kunnugt
um, að á þessu ári, er stranglega
bannað að veiða síld í landhelgi í
nætur?“
„Já. En þessi nót er nú þannig,
að hún verður ekki notuð eins og
venjulegar landnætur eða lásnætur
Hún er einmitt gerð með það fyrir
augum að veiða með. henni utan
landhelgi. Og hvort sem síldin er
3Á úr mílu eða 200 mílur frá landi,
þá veiðist í hana síldin ef hún
kemur upp á yfirborðið, svo að
hún sjáist.“
„Ja — er það ekki stórartað.
í fyrra sat hér á sama stól-Norð-
maður, sem kvaðst ætla að byrja
síldveiði í lagnet eða reknet —
líka úti á opnu hafi á stórum skip-
um. Nú kemur þú í ár og kveðst
ætla að stunda síldveiði á sömu
slóðum úti á reginhafi með snurpi-
nót. Það fer að verða ísgyggilegt
fyrir vesalings síldina.“
Kaavik sagðist svo frá síðar að hann
hefði eklti getað varist því að sjá
bregða fyrir ofurlitlu tortryggnis-
brosi á hinu góðlátlega skeggjaða
andliti hreppstjórans. Það var eins
og hann læsi þá fullvissu út úr
þessu brosi, að það væri ófrávíkj-
anleg sannfæring Hafliða, að enda
þótt það hefði komið á daginn, að
hægt væri að veiða síldina í rek-
net úti á reginhafi, þá væri algjör-
lega loku fyrir það skotið, að sildin
yrði veidd á þeim slóðum í stóra
nót.
En sú tortryggni hvarf fljótt fyr
ir sta,ðreyndunum. Og Hafliða
entist aldur til að sjá þessar stað-
reyndir í fyllsta mæli.
Er kaffidrykkjunni var lokið
kvöddu gestirnir.
Hreppstjórinn fylgdi þeim út á
andyrispallinn. Hann horfir á eftir
þessum tveimur Norðmönnum er
þeir gengu niður grænan balann
til sjávar, þar sem báturinn þeirra
beið í fjörunni.
Bezt er að auglýsa í
— SIGLFIRÐINGI —