Siglfirðingur


Siglfirðingur - 28.11.1946, Side 1

Siglfirðingur - 28.11.1946, Side 1
Siglufjarðarprentsmiðja Siglfirðingur Blað Sjálfstæðismanna í Siglufirði. Blaöiö kostar kr. 12,00 árg. Gjalddagi 1. júli. ] Ábyrgðarmaður: j OLAFUK KAGNARS ! 24 tbl. Fimmtudaginn 28. nóv. ’46 19. árgangur Tvö þing I síðasta blaði var sagt frá þeirri vá, sem fyrir dyrum er í sambandi við stöðvun fiskiflotans, sem að óbreyttum aðsæðum er yfirvofandi. Þegar þessi yfirlýsing L.Í.Ú. var gefin út sátu einmitt á rökstólum í Reykjavík þeir aðilar, sem einir eru færir um að leysa þennau vanda: Þing Al{)ýðusambands ís- lands og fulltrúafundur L.Í.U. Hvað gerðu svo þessir tveir aðilar? Höfðu þeir viðræður um þessi mál? Nei. — L.Í.Ú. gaf út tii- kynninguna um yfirvofandi stöðv- un fiskiflotans. Alþýðusambandið gerði ennþá meiri kröfur til útgerðarinnar. Hafnarmálin og Neisti í 30. tbl. Neista er nökkuð vikið að hafnarmálum Sigiufjarðar, og kennir þar all mikilla vonbrigða hjá greinarhöfundi yfir því, að til- lögur alþýðuflokksins í hafnar- málum hafa ekki vferið í heiðri hafðar sem skyldi, en aftur á móti eru tillögur bæjarverkfræðingsins nær því að verða framkvæmdar. Þetta er svo kryddað með nokkr- um ókvæðisorðum í garð fyrver- andi bæjarstjóra, og farið lítils- virðandi orðum í garð verkfræð- ings vitamálaskrifstofunnar, er hér var fyrir stuttu til að athuga þessi mál. Hafnarmál Siglufjarðar hafa nokkuð lengi verið til umræðu, en framkvæmdir orðið litlar vegna fé- leysis og flestum heimamönnum hér, nema háttvirtum greinarhöf- undi í Neista er Ijóst við hverja örðugleika er þar að etja, en svo blindur er þessi maður, að hann Annað er ekki vitað, að þessir tveir aðilar hafi aðhafst til J)ess að nálgast hver annan. Nú er það vitað mál, að þetta og Önnur yandamál í atvimiumálum þjóðarinnar verða aðeins leyst á viðunandi hátt með frjálsu og einlægu samstarfi verkamanna og framleiðanda. Sá tími er liðinn, að liægt sé að setja fram kröfur á kröfur ofan. Það sem þjóðin þarfnast er sterk stjórn og einlægur samstarfsvilji stettanna. Án þessa verður ekki klifið niður brattann. setur fram þessa klausu um fyrir- hugaða þátttöku landeigenda við höfnina vegna væntanlegra fram- kvæmda: „Hitt er annað mál, að ef þeim er f járhagslega ofvaxið að standa straum af þeim kostnaði, sem kemur í þeirra hlut við fram- kvæmdirnar verður bærinn (letur- breyting Siglfirðings) eða það opinbera, að sjá þeim fyrir hag- kvæmum lánum.“ Það er gamalt orðatiltæki, „að sá bætir ekki annars brók, sem ber er um rassinn sjálfur". Og leitt er til þess að vita, að svo ó'fróður er þessi greinarhöfundur, að hann virðist ekki vita neitt um f járhags- getu kaupstaðarins og heldur ekki um, að hið opinbera hafi ekki ótak- markaða löngun eða getu til að greiða úr f járhagsörðugleikum bæj arins. Svo mikið er víst, að á svona fimbulfambi og glamuryrðum verður Siglufjarðarhöfn aldrei byggð upp og slík s'kriif, sem um- rædd grein, er aðeins til að sýnast. Rannsóknir o. fl. Sjálfsagt er að rannsaka allt, sem miður fer í rekstri öllum og framkvæmdum einstaklinga og hins opinbera. Vissulega er það sjálfsagt, að grafist sé fyrir or- sakir þess, að mannvirki fara óskiljanlega fram úr áætlun, eins og átt hefir sér stað á undanförn- um árum. Oftast hefir komið í ljós, að hér veldur fyrst og fremst hækkandi vísitala samfara aukinni verðbólgu, hækkuð s'kipsgjöld og eigi allsjaldan lélegri vinnuafköst. Svo sem kunnugt er hefir verið skipaður gerðardómur í ágreinings máli Siglufjarðarkaupstaðar og Höjgaard & Schultz út af fram- kvæmd Skeiðsárvirkjunarinnar. — Skal að svo stöddu ekki f jölyrt um þau mál með því að rétt þykir að b'iða gerðardómsins en í sambandi við þétta mætti á það benda, að þingmenn Framsóknarflokksins bæði töfðu og rægðu framgang og framkvæmd þessa máls löngu áður en ndkkuð var vitað um galla á þrýstivatnspípu virkjunarinnar, enda ekki byrjað á smíði hennar á þeim tíma. Þetta skýrist kannske að nokkru leyti þegar þess er gætt, að það er stefnuskráratriði Fram- sóknarflokksins, að ríkið eigi og reki allar stærztu rafveitur lands- ins, og sé því á móti skapi, að annar eins „Grimsbylíður" og Sigl- firðingar gefist kostur á að eignast sína eigin rafveitu. — Hitt er svo annað mál hvort siglfirzkir fram- sóknarmenn séu á sama máli. Það má því telja tilviljun eina, að umboð bæjarins 'í viðskiptum hans við Höjgaard & Schultz hefir verið fengið í hendur þeim manni, sem aleinn greiddi atkvæði á móti því, þeirra manna er ákvörðun áttu að taka um það, hvort ráðis't yrcji i virkjunina á sínum tíma. „H.iálparkokkar kommúnista.“ Neisti er stundum að minnast á Sjálfstæðisflokkinn sem hjálpar- kokka kommúnista. Hverjir voru það, sem gengu til bæjarstjórnar- kosninga á sameiginlegum lista 1938 og aftur 1942 með Erlend Þorsteinsson sem eífsta mann? Það voru Alþýðuflokksmenn og komm- únistar. Þá ge'kk ekki hnífurinn milli Áka og Erlendar; já meira að segja sá fyrmefndi fékk at- kvæði Erlendar sem bæjarstjóri. „Mun verða minnzt meðan Sigluf jörður byggist.“ Siðasti Neisti minnist á samsæti eitt voldugt, sem bæjarstjóm hélt með sínum útvöldu að Hótel Hvanneyri hinn 7. þ. m. Segir þar, að Erlendur Þorsteinsson hafi verið kvaddur með „hlýhug og söknuði“ og honum þakkað „hið mikla starf, sem hann hefir leyst af hendi fyrir bæjarfélagið“. — Síðar er tekið nokkuð dýpra í ár- inni og sagt að starfs hans muni „verða minnzt meðan Siglufjörður byggist.“ Minna mátti nú ekki gagn gera. En þegar bærinn á á bak að sjá öðrum eins afreksmanni vill blaðið varpa fram þeirri spurn- ingu, hvort ekki hefði verið rétt- ara að reisa einhverskonar minnis- varða af þessum ágætismanni. — Hvað munar bæinn um það í ofan- álag á hátíðamatinn ? Tvískipting flokka. Einherji gerir sér mikið far um að koma því inn hjá fóliki, að Sjálf- stæðismenn í Siglufirði séu klofnir í tvær eða fleiri deildir. Einherji góður! Er það fógeta- deildin eða Þormóðsdeildin í Fram- sóknarflokknum hér í Siglufirði er talar, eða er það Hermannsdeildin eða Jónasardeildin í sama flokki, sem hefur orðið. Raunar virðist nú einnig vera í uppsiglingu Ey- steinsdeild, sem einnig hefur haft sig í frammi upp á síðkastið og vverður þv'i að spyrja Einherja litla í umboði hverra hann tali? Jónasardeildin hélt á sínum tíma upp áköfum andróðri gegn komm- únistum og öllu þeirra athæfi, en á sama tíma vildi Hermannsdeildin óð og uppvæg 'komast í flatsæng með kommúnistum og hafa yfir- boðið sjálfa sig hvað eftir annað til (Framliald á 2. síðu) ★ BÆ3ARMÁL 9»

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.