Morgunblaðið - 05.04.2011, Síða 1
ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011
PÖNTUNARTÍMI
AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 14,
miðvikudaginn 20. apríl.
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
Morgunblaðið gefur út
glæsilegt sérblað um
Íslandsmótið
Pepsí-deild karla í
knattspyrnu
30. apríl. Farið
verður um víðan
völl og fróðlegar
upplýsingar um
liðin sem leika
sumarið 2011.
ÍSLANDSMÓTIÐ
PEPSÍ-DEILD KARLA Í KNATTSPYRNU 2011
MEÐAL EFNIS:
Umfjöllun um öll liðin í
Pepsí-deild karla
Allir leikmenn og ítarlegar
upplýsingar um þá
Sérfræðingar spá í
styrkleika liðanna
Allir leikdagar sumarsins
Árangur liða í gegnum tíðina
Dómarar sumarsins
Ásamt fullt af spennandi
efni
–– Meira fyrir lesendur
SÉRBLAÐ
íþróttir
Oddaleikur Keflvíkingar knúðu í gærkvöldi fram oddaleik gegn KR í undanúrslitum Íslands-
móts karla í körfuknattleik með sigri í fjórða leiknum 104:103 eftir framlengingu. 4
Íþróttir
mbl.is
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Sundsvall Dragons, lið Hlyns Bæringssonar og
Jakobs Sigurðarsonar, komst í gærkvöldi í und-
anúrslit sænsku úrvalsdeildarinnar í körfuknatt-
leik, þegar liðið sigraði Jämtland 83:67 í oddaleik
í átta liða úrslitum.Hlynur og Jakob lögðu sitt af
mörkum að venju. Hlynur skoraði 16 stig og tók
7 fráköst. Jakob skoraði 12 stig og gaf 5 stoð-
sendingar.
„Þetta var svolítið stress en við vorum alltaf
með fína forystu. Þetta var endanlega komið um
miðjan fjórða leikhluta,“ sagði Hlynur þegar
Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gærkvöldi.
Sundsvall varð deildameistari en Jämtland hafn-
aði í áttunda sæti. Hlynur segir Jämtland hafa
sótt í sig veðrið eftir slæma byrjun á leiktíðinni
og hafi það þess vegna reynst erfiður andstæð-
ingur.
„Fyrirfram ætti rimma á milli liða í þessum
sætum ekki að vera svona jöfn. Þeir skiptu um
þjálfara og fengu tvo nýja leikmenn á miðju
tímabili. Þetta var erfiðasta sería sem ég man
eftir að hafa spilað í fyrstu umferð. Ég held að
við séum á mjög góðum stað. Ég tel betra að
fara í gegnum svona seríu heldur en að rúlla 3:0
yfir andstæðingana í fyrstu umferð. Þá eru
menn að spila alla leiki og ekkert verkefni er
auðvelt. Við erum því nokkuð brattir,“ útskýrði
Hlynur og hann vonast til þess að mæta Uppsala
í undanúrslitum en liðið er með Helga Má
Magnússon innanborðs. Uppsala mætir Sö-
dertlje í oddaleik í kvöld. Hinüm megin mætast
meistararnir í Norrköping og LF Basket en þau
tvö hafa ásamt Sundsvall verið talin líklegust til
að vinna titilinn.
Hlynur segir stemninguna vera að aukast hjá
Sundsvall. „Stemningin í úrslitakeppninni er sú
mesta sem verið hefur í vetur. Það var stappað í
húsinu í kvöld, um 2500 manns og mikil læti sem
var mjög gaman.“
„Við erum nokkuð brattir“
Sannfærandi sigur hjá Sundsvall í oddaleiknum Jakob og Hlynur gætu
mætt Helga í undanúrslitum Betra að lenda í alvöru rimmu að mati Hlyns
„Mér finnst að það sé búið að snúa þessu einvígi. Ég held
að við séum að finna meðbyr en núna stöndum við bara
frammi fyrir eins konar bikarleik. Þeir sem vinna eru
komnir áfram en þeir sem tapa eru búnir. Næstu 40 mín-
útur í KR-heimilinu verða mikið stress, rétt eins og síð-
ustu leikir hafa verið. Ég finn fyrir stígandi mín megin.
Mér finnst við enn eiga svolítið inni en ég er mjög
ánægður með það sem er að gerast,“ sagði Guðjón
Skúlason, þjálfari Keflavíkur, þegar Morgunblaðið
ræddi við hann í gærkvöldi. Hann sagðist þá vera að ná
sér niður eftir atburði kvöldsins, þegar Keflavík sigraði
KR eftir framlengingu 104:103 og knúði fram oddaleik í
vesturbæ Reykjavíkur. Keflavík snéri við 0:2 stöðu í
undanúrslitarimmu gegn ÍR árið 2008 og sigraði 3:2.
Keflavík varð í kjölfarið Íslandsmeistari.
„Maður finnur að við búum yfir nægilegum karakter
til að gera þetta. Menn eru alveg tilbúnir og þetta verður
svakalegur leikur á fimmtudaginn. Keflavík hefur oft
lent undir í erfiðum seríum í úrslitakeppni í gegnum tíð-
ina en tekist að klára dæmið“ sagði Guðjón ennfremur
en hann á að baki ófaá leikina í úrslitakeppni sem leik-
maður og þjálfari. kris@mbl.is
Finnur fyrir stígandi
Guðjón Skúlason finnur fyrir meðbyr í rimmunni
gegn KR Stendur frammi fyrir eins konar bikarleik
Heiðar Helguson og félagar í QPR
eru á góðri leið með að tryggja sér
sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir
góðan 3:0 sigur á Sheffield United í
gær. QPR er eftir leikinn með 79
stig í 1. deildinni, níu stigum meira
en Norwich sem er í öðru sæti.
Knattspyrnumaðurinn harði frá Dal-
vík átti góðan leik þrátt fyrir að hafa
ekki verið á meðal markaskorara.
Wayne Routledge skoraði tvö af
mörkum QPR og Argentínumað-
urinn Alejandro Faurlin skoraði eitt.
Aðeins eru sjö leikir eftir af deild-
inni og þarf mikið að gerast svo QPR
spili ekki í deild þeirra bestu á Eng-
landi á næsta tímabili. omt@mbl.is
Fátt getur
stoppað QPR
úr þessu
KA átti í vandræðum með bar-
áttuglaða Þróttara frá Reykjavík í
fyrsta leik liðanna í undanúrslit-
unum í blaki í gær. Þróttur byrjaði
betur en KA-liðið hrökk þó í gang
og náði að landa sigri. Nánari um-
fjöllun um undanúrslitin þar sem
einnig áttust við HK og Stjarnan
má finna á baksíðu íþróttablaðsins.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Þróttur hafði ekki erindi sem erfiði norður