Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011 Magnea Ólafs og Magnús K. Magnússon úr Víkingi sigruðu í meistaraflokkum kvenna og karla á lokamóti mótaraða Borðtennissambands Íslands á sunnudaginn og urðu þar með Grand Prix-meistarar keppnistímabilsins 2010-2011. Í meistaraflokki karla léku í undanúrslitum Magnús K. Magnússon og Daði F. Guð- mundsson, Víkingi, og fóru leikar þannig að Magnús sigraði 4:1. Í hinum und- anúrslitaleiknum lék Kári Mímisson, KR, gegn Sindra Þór Sigurðssyni, Víkingi, og Kári sigraði, 4:1. Magnús og Kári léku því til úrslita og Magnús sigraði, 4:2. Í meistaraflokki kvenna léku í undanúrslitum Magnea Ólafs og Eyrún Elíasdóttir, Víkingi, þar sem Magnea sigraði örugglega, 4:0. Í hin- um undanúrslitaleiknum léku Bergrún Björgvinsdóttir, Dímon, og Sigrún Tóms- dóttir, KR, þar sem Bergrún sigraði 4:1. Magnea og Bergrún léku því til úrslita og leikar fóru þannig að Magnea sigraði örugglega, 4:0. vs@mbl.is Magnea og Magnús meistarar Magnea Ólafs Magnús Kristinn Magnússon VIÐTAL Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Árangur liðsins hefur verið framar vonum. Eftir að það var í fallbaráttu í fyrra var stefnan sett á að vera um miðjan riðilinn en nú þegar ein um- ferð er eftir þá erum við í öðru sæti og á leið í úrslitakeppni um sæti í 1. deild,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámunda- dóttir, körfuknattleikskona hjá franska C-deildarliðinu Olympique Sannois Saint-Gratien (OSSG), þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hennar í gær til að forvitnast um dvöl hennar hjá þessu félagi í einu úthverfa Parísarborgar. Sigrún Sjöfn er úr Borgarnesi en lék um nokkurra ára skeið með KR en var í herbúðum Hamars í fyrra. Hún á 20 landsleiki að baki fyrir Ís- lands hönd. Hún flutti til Parísar sl. sumar og segir að Ágúst Björg- vinsson, þjálfari Hamars, hafi komið sér í samband við forráðamenn OSSG. Hana hafi langað að breyta til í körfuboltanum og tekið því fegins hendi er henni stóð til boða að leika sem atvinnumaður með Parísarliðinu. Sigrún Sjöfn segir að æv- intýraþráin hafi gert vart við sig. Það hafi fyrst og fremst verið ástæðan fyrir því að hún flutti til Frakklands. „Reynslan af þessum vetri hefur verið mjög góð Allir í kringum liðið hafa reynst mér afar vel. Þá hefur allt staðið eins og stafur á bók.“ Ekki hefur það heldur spillt fyrir dvölinni í París að liðinu hefur gengið afar vel. Settum okkur ný markmið „Fljótlega eftir að keppni hófst í haust þá sáum við fram á að liðið var sterkara en svo að það yrði um miðja deild og þar með settum við okkur ný markmið, að vera í toppbaráttunni, og það hefur tekist,“ segir Sigrún Sjöfn en þegar ein umferð er eftir af riðlakeppninni er OSSG í öðru sæti, með átján sigra og þrjú töp. Sæti í úrslitakeppninni er í höfn. Og nú er stefnan sett á að fara alla leið upp um deild,“ segir Sigrún Sjöfn. Síðasti leikur OSSG í riðlunum fer fram á næsta laugardag. Úrslita- keppnin hefst síðan laugardaginn fyr- ir páska og stendur eitthvað fram undir lok maí. Sigrún Sjöfn segir að lið hennar og tvö önnur úr hennar riðli fari í úrslitakeppni ásamt þrem- ur öðrum liðum úr einum af fjórum riðlum 2. deildar. Liðin úr riðli OSSG mætast ekki aftur heldur taka þau mér sér úrslitin úr innbyrðis leikjum keppnistímabilsins. Þau leika ein- göngu við liðin þrjú úr hinum riðl- inum heima og að heiman. Tvö efstu lið riðilsins fara síðan upp í 1. deild. Bikarkeppni framundan Að úrslitakeppninni lokinni tekur við bikarkeppni milli liða á Parísar- svæðinu sem verður lokið þegar u.þ.b. vika verður liðin af júní. Þá kemur Sigrún Sjöfn heim, hvort sem hún snýr á ný út síðsumars eða ekki. „Við erum með lið sem getur farið upp um deild,“ segir Sigrún Sjöfn sem hefur ekki neinar sérstakar skýringar á bættum árangri liðsins frá síðasta ári. Liðið hafi aðeins bætt við sig tveimur leikmönnum, auk sín hafi frönsk stúlka gengið til liðs við það á síðasta sumri. „Annars er þetta sami kjarni og áður,“ segir Sigrún Sjöfn en 12 leikmenn eru í æfingahópnum en heimilt er að tefla 10 fram í hverjum leik. Hærri og sterkari leikmenn Sigrún Sjöfn segir liðið æfa sam- an þrisvar í viku en auk þess eiga leikmenn að æfa sjálfir. „Ég æfi flesta daga, reyni að fara að lyfta eins oft og mögulegt er,“ segir Sig- rún Sjöfn sem alveg hefur einbeitt sér að körfuknattleiknum síðan hún flutti út í ágúst á síðasta ári. Munurinn á þeim körfubolta sem liðið hennar og andstæðingarnir leika og þeim sem stundaður er af bestu liðunum hér heima er ekkert gríðarlega mikill, að mati Sigrúnar Sjafnar. „Gæðin eru ef til vill ekkert mikið meiri hérna en leikurinn er öðruvísi. Hraðinn er meiri, leikmenn eru flest- ir líkamlega sterkari auk þess sem leikmennirnir í teignum eru hærri, alveg upp í 195 sentimetra háir. Það er nokkuð sem við eru ekki með mik- ið af heima,“ segir Sigrún Sjöfn sem er vel sátt við þann leiktíma sem hún hefur fengið til þessa á keppn- istímabilinu. Veltir framhaldinu fyrir sér „Mér hefur gengið afar vel og standa á mér öll spjót frá for- ráðamönnum félagsins að ég verði áfram. Ég er að velta stöðunni fyrir mér um þessar mundir og sjá til hvað verður úr þessu hjá okkur á næstu vikum. Það eina sem stendur í mér er að ég vildi gjarnan að meiri metnaður ríkti innan félagsins. Það er kannski það eina sem veldur því að ég er ekki alveg fús að koma aftur á næsta keppnistímabili. Þessi vetur hefur verið frábær reynsla fyrir mig sem fylgir manni vafalaust alla ævi,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, körfuknatt- leikskona í Frakklandi. Morgunblaðið/Ómar Atvinnumennska Sigrún Sjöfn Ámundadóttir einbeitir sér að körfuboltanum í París og gæti leikið áfram með liðinu. „Dvölin í París frábær“  Borgnesingurinn Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í atvinnumennsku í körfubolta með franska liðinu OSSG  Komnar í úrslitakeppni og geta farið upp um deild Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu heldur áfram í kvöld en þá tekur Schalke á móti Inter og Real Madrid fær Tottenham í heimsókn á Bernabéu í átta liða úrslitum. Langt er síðan stuðningsmenn Madrídar-liðsins sáu Real Madrid spila svo seint í keppninni. José Mourinho knattspyrnustjóri Real Madrid var auðmjúkur í garð Harry Redknapp stjóra Tottenham þegar hann hitti fréttamenn. „Markalaust jafntefli á heimavelli eru alltaf góð úrslit í Meistaradeildinni. Harry Redknapp er vin- ur minn. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd því þegar ég var á Englandi þá hafði hann ekki þessi tækifæri. Ég segi það frá hjarta mínu að ef ég næ ekki í úrslitaleikinn þá vona ég að það verði hann.“ Mourinho hefur lýst því yfir að hann muni bíða fram á síðustu stundu með að ákveða hvort sam- „Ef ekki ég þá vonan Deildabikar karla, Lengjubikar A-DEILD, 2. riðill: HK – Víkingur R.......................................1:2 Eyþór Helgi Birgisson 22. (víti) – Viktor Jónsson 85., Baldur Ingimar Aðalsteinsson 90. Víkingur Ó. – Leiknir R...........................1:0 Brynjar Kristmundsson 42. Staðan: Valur 7 6 0 1 18:3 18 Fram 5 4 0 1 8:2 12 Fjölnir 6 3 1 2 14:7 10 Leiknir R. 7 3 1 3 12:12 10 ÍBV 6 2 2 2 9:8 8 Víkingur R. 7 2 1 4 11:15 7 Víkingur Ó 5 2 1 2 4:9 7 HK 7 0 0 7 3:23 0 B-DEILD, 2. riðill: KV – Njarðvík...............................................?  Ekki var greint frá úrslitum leiksins á vef KSÍ í gærkvöldi. England B-DEILD: QPR – Sheffield United ...........................3:0  Heiðar Helguson lagði upp tvö mörk fyr- ir QPR. Staðan: QPR 39 22 13 4 63:23 79 Norwich 39 19 13 7 68:47 70 Cardiff 39 19 9 11 64:47 66 Swansea 39 20 6 13 54:38 66 Leeds 39 17 13 9 73:61 64 Reading 38 15 15 8 62:42 60 Nottingham F. 39 15 15 9 49:39 60 Millwall 39 15 12 12 52:40 57 Burnley 38 15 12 11 54:48 57 Watford 39 15 11 13 68:56 56 Hull 39 14 14 11 42:39 56 Leicester 39 16 8 15 59:59 56 Portsmouth 39 15 9 15 50:50 54 Bristol City 39 15 8 16 51:54 53 Ipswich 39 15 7 17 50:50 52 Barnsley 39 12 11 16 45:57 47 Coventry 39 12 9 18 43:50 45 Middlesbro 38 12 9 17 49:57 45 Derby 39 12 8 19 49:57 44 Doncaster 39 11 11 17 49:68 44 Cr. Palace 39 11 9 19 39:60 42 Sheffield Utd 39 9 8 22 34:62 35 Preston 38 8 10 20 44:66 34 Scunthorpe 39 10 4 25 33:74 34 Svíþjóð IFK Gautaborg – Örebro.........................0:1  Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn, Theódór Elmar Bjarnason kom inná sem varamaður á 68. mínútu, Hjörtur Logi Val- garðsson kom inná á 38. mínútu en Hjálmar Jónsson sat allan tímann á varamanna- bekknum hjá Gautaborg. Djurgården – AIK ...................................0:0  Helgi Valur Daníelsson spilaði allan leik- inn fyrir AIK. Elfsborg – Häcken ....................................2:1 Noregur Lilleström – Brann ...................................1:4  Björn Bergmann Sigurðarson spilaði fyrstu 56 mínúturnar, Stefán Gíslason spil- aði allan leikinn og fékk gult spjald og Stef- án Logi Magnússon stóð allan tímann í markinu hjá Brann.  Birkir Már Sævarsson skoraði fjórða mark Brann. Staðan: Start 2 2 0 0 7:1 6 Brann 2 2 0 0 6:2 6 Vålerenga 2 2 0 0 4:0 6 Tromsö 2 1 1 0 4:2 4 Lilleström 2 1 0 1 8:4 3 Sarpsborg 2 1 0 1 5:4 3 Odd Grenland 2 1 0 1 4:3 3 Haugasund 2 1 0 1 4:4 3 Fredrikstad 2 1 0 1 2:2 3 Viking 2 1 0 1 1:2 3 Strömsgodset 2 1 0 1 3:6 3 Stabæk 2 1 0 1 2:8 3 Molde 2 0 1 1 2:5 1 Rosenborg 2 0 0 2 2:4 0 Aalesund 2 0 0 2 1:4 0 Sogndal 2 0 0 2 2:6 0 Danmörk Midtjylland – Lyngby...............................4:4 Spánn Almería – Athletic Bilbao .........................1:3 KNATTSPYRNA KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslit kvenna, annar leikur: Njarðvík: Njarðvík – Keflavík............. 19.15  Staðan er 1:0 fyrir Keflavík. BLAK Undanúrslit kvenna, fyrstu leikir: Neskaupstaður: Þróttur N. – KA ....... 19.30 Fagrilundur: HK – Ýmir...................... 19.30 KNATTSPYRNA Deildabikar karla. Lengjubikarinn: Reyðarfj.: Fjarðabyggð – Draupnir ........ 19 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.