Morgunblaðið - 05.04.2011, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 05.04.2011, Qupperneq 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011 PortúgalinnCarlos Quei- roz, fyrrum að- stoðarstjóri Man- chester United og landsliðsþjálfari Portúgals, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Írans í knatt- spyrnu. Queiroz samdi við Írani til þriggja ára, eða fram yfir úr- slitakeppni HM í Brasilíu árið 2014. Hann hefur einnig yfirumsjón með U23 ára og yngri landsliðum þjóð- arinnar. Queiroz var sagt upp sem þjálfara portúgalska landsliðsins í september á síðasta ári, eftir að hann var settur í sex mánaða bann af lyfja- yfirvöldum í landinu fyrir að hindra lyfjapróf.    FIFA, Alþjóða knattspyrnu-sambandið, hefur staðfest að Mohamed Bin Hamman frá Katar, forseti asíska knattspyrnusambands- ins, verði eini mótframbjóðandi Sepps Blatters í kjörinu á forseta FIFA þann 1. júní. Bin Hamman til- kynnti í síðasta mánuði um framboð sitt en frestur var gefinn til 1. apríl til að skila þeim inn. Blatter hefur verið forseti sambandsins frá 1998.    Tiger Woodser dottinn niður í 7. sæti heimslistans í golfi en nýr listi var kynntur í dag. Þjóðverjinn Mart- in Kaymer er eftir sem áður í efsta sæti listans. Tiger var í 5. sæti á síðasta lista en Phil Mickelson frá Bandaríkjunum og Englendingurinn Paul Casey fara nú upp fyrir kappann. Tiger er því í öðru sæti á meðal bandarískra kylfinga en langt er síðan það gerðist síðast.    Sam Tillen varnarmaður knatt-spyrnuliðsins Fram skrifaði í gær undir áframhaldandi samning við félagið og gildir hann út árið 2013. Tillen hefur leikið 68 leiki með Fram og skorað í þeim sex mörk. Þá hefur hann skorað tvö mörk í fjórum Evr- ópuleikjum með Fram. Sam Tillen kom fyrst til félagsins árið 2008 en hann lék 19 af 22 leikjum liðsins á síðustu leiktíð. Hann er 26 ára gamall og verður án efa mik- ilvægur fyrir Fram í átökunum í Pepsi-deildinni í sumar.    Enska knatt-spyrnu- sambandið hefur úrskurðað Wayne Rooney í tveggja leikja bann vegna framkomu hans á Upton Park á laugardaginn þeg- ar hann lét ósæmileg orð falla framan við sjónvarpsvélar um leið og hann fagnaði þriðja marki sínu í leik Manchester United og West Ham. Rooney hefur frest til klukkan 17 í dag til að áfrýja. Fólk sport@mbl.is Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is „Ég myndi ekki segja að Barcelona hafi verið óskamótherjinn en að sama skapi vorum við líklega ekki óskamót- herjinn þeirra,“ sagði Aron Pálm- arsson leikmaður Kiel um dráttinn í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Þar mætir lið hans, og Alfreðs Gísla- sonar þjálfara, Barcelona í átta liða úr- slitum. Liðin mættust einnig í riðla- keppninni en þá gerðu þau jafntefli á heimavelli Kiel sem tapaði svo í Barce- lona. Þá er þetta endurtekning á úr- slitaleiknum í fyrra þar sem Aron og félagar höfðu betur. „Mér líst vel á Barcelona, það var ekkert auðvelt lið í drættinum. Svo verður maður víst að vinna bestu liðin til þess að verða meistari. Ég held að sú staðreynd að við höfum ekki unnið þá á þessari leik- tíð hjálpi okkur frekar en eitthvað ann- að.“ Kiel byrjar á útivelli en Aron telur liðið ekki fara með forskot í leikina þó þeir spili seinni leikinn á heimavelli. „Það er þægilegra og ég held að öll lið- in vilji byrja á útivelli. Ég veit það hinsvegar að ef við værum að byrja á heimavelli þá kæmum við dýrvitlausir til leiks og ég býst við því frá leik- mönnum Barcelona. Það er því alls óvíst hvort það er eitthvað betra. Þetta eru alltaf átta liða úrslit í Meist- aradeild og þar eru allir leikir erfiðir, hvort sem þeir eru á útivelli eða ekki.“ Löwen til Frakklands Rhein-Neckar Löwen, lið Guð- mundar Þórðar Guðmundssonar landsliðsþjálfara, mætir franska liðinu Montpellier en fyrri leikurinn fer fram á heimavelli Löwen í Þýskalandi. Með Löwen leika að sjálfsögðu Guðjón Val- ur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson og Róbert Gunnarsson. Verkefni þeirra verður ærið, Montpellier er ógn- arsterkt en besti handknattleiksmaður heims um þessar mundir, Nikola Kar- abatic, spilar með liðinu. Þá mætast einnig þýska liðið Flensburg og Ciu- dad Real frá Spáni og efsta liðið í þýsku deildinni Hamburg dróst gegn rússneska liðinu Medvedid. Fyrri um- ferðin fer fram 20. til 24. apríl. „Það var ekkert auðvelt lið í drættinum“ landi hans Cristiano Ronaldo taki þátt í leiknum. Ronaldo hefur verið að glíma við meiðsli að und- anförnu. Harry Redknapp var lítið að hugsa um að næla fleiri rósum í hnappagat Mourinho. Hann var hins- vegar ánægður með að geta teflt fram Gareth Bale. „Hann gefur okkur svo mikið. Hann getur hlaupið með boltann og sótt mjög hratt. Bale gæti verið okkur mjög mikilvægur. Real Madrid er þó líklegra en við komum mjög bjartsýnir,“ sagði Redknapp sem lýsti því yfir að lið hans myndi ekki setjast til baka og verjast. „Við erum ekki með varnarsinnaða leikmenn, við spilum því ekki þann- ig.“ Leikirnir á morgun hefjast klukkan 18:45 og verða að sjálfsögðu í beinni textalýsingu á mbl.is. omt@mbl.is ndi Redknapp“ Birkir Már Sævarsson skoraði síðasta mark Brann sem vann Íslendingaliðið Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Birkir stóð sig vel en það er ekki á hverjum degi sem þessi knái bakvörður finnur netmöskvana. Brann vann Lilleström 4:1 á heimavelli þess síðarnefnda. Stefán Gíslason og Stefán Logi Magnússon markvörður spiluðu allan leikinn fyrir Lilleström en Birni Bergmann Sigurðarsyni var skipt af velli á 56. mín- útu. Brann er eftir leikinn með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Lilleström er hinsvegar með 3 stig eftir einn sigur og tap í tveimur leikjum. Í sænsku úrvalsdeildinni tapaði IFK Gautaborg fyrir Örebro 1:0 á heimavelli. Fjórir Íslendingar spila með Gautaborg en Ragnar Sigurðsson var sá eini sem byrjaði leikinn. Hjörtur Logi Valgarðsson kom inná sem varamaður á 38. mínútu og Theódór Elm- ar Bjarnason fékk að spila síðustu 22 mín- úturnar. Hjálmar Jónsson kom ekkert við sögu. Þá spilaði Helgi Valur Daní- elsson allan leikinn fyrir sænska liðið AIK sem gerði markalaust jafntefli við Djur- gården á útivelli. omt@mbl.is Birkir Már Sævarsson VIÐTAL Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Þetta fór betur en á horfðist og ég býst við því að ég missi ekki af nema einum leik,“ sagði Kolbeinn Sigþórs- son, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi, við Morgunblaðið í gær. Kolbeinn fór meiddur af velli eftir aðeins 25 mínútur þegar AZ vann mikilvægan útisigur á Feyenoord, 1:0, í Rotterdam á laugardagskvöldið. Þjálf- ari AZ, Gertjan Verbeek, lýsti þá yfir miklum áhyggjum og taldi hættu á að Kolbeinn léki ekki meira á þessu tíma- bili en hann er markahæsti leikmaður liðsins í vetur með 11 mörk í úrvals- deildinni. „Ég varð fyrir tæklingu snemma í leiknum og reyndi síðan að harka af mér og halda áfram en það gekk ekki og ég varð að fara af velli. Þetta leit ekki nógu vel út, þarna gat verið um slæma tognun eða jafnvel slit að ræða en sem betur fer reyndist bara um væga tognun að ræða,“ sagði Kolbeinn. Hann reiknar ekki með því að geta spilað næsta leik sem er gegn Breda á heimavelli á föstudagskvöldið, en stefn- ir á að vera klár í slaginn laugardaginn 16. apríl þegar AZ fær ADO Den Haag í heimsókn. Mikilvægur leikur í baráttu um Evrópusæti „Já, ég held að það séu góðar líkur á að ég nái þeim leik og þeim fjórum leikjum sem eftir eru. Leikurinn við ADO er geysilega mikilvægur, við er- um í fjórða sætinu, einu stigi á undan ADO, og markmiðið er að halda því. Fjórða sætið gefur þátttökurétt í Evr- ópudeildinni á meðan liðin í fimmta til áttunda sæti þurfa að fara í umspil um eitt Evrópusæti. Ef við endum í fjórða sætinu verður tímabilið búið 15. maí, það yrði virkilega gott vegna undirbún- ingsins hjá 21-árs landsliðinu. Annars þurfum við að spila til 1. júní og það viljum við forðast,“ sagði Kolbeinn. Hann náði ekki að spila með A- landsliðinu gegn Kýpur á dögunum vegna nárameiðsla. „Ég var tæpur vegna þeirra alveg fram að leiknum við Feyenoord en fann svo ekkert fyrir þeim í leiknum. Það var því ansi svekkjandi að verða fyrir öðrum meiðslum strax á fyrstu mínútunum.“ Orðaður við stærri félög Kolbeinn hefur talsvert verið orð- aður við önnur félög að undanförnu. Enskir fjölmiðlar skrifuðu um áhuga Newcastle á honum fyrir skömmu og um helgina var hann orðaður við Feyenoord í blaðinu De Telegraf. Kol- beinn kvaðst rólegur yfir þessum mál- um. „Mér líður vel hjá AZ og það væri ekki mikil ástæða til að færa sig til inn- an Hollands, nema kannski ef tilboð kæmu frá Ajax eða PSV. En að öðru leyti er allt opið hjá mér. Minn samn- ingur rennur út vorið 2012 og það er því hálft ár þangað til ég má fara að ræða við önnur félög. Auðvitað horfi ég til stóru deildanna í Englandi og Þýskalandi en aðalmálið er að vera þar sem mér hentar best og taka rétt skref þegar þar að kemur,“ sagði Kolbeinn. Samherji Kolbeins í AZ og íslenska landsliðinu, Jóhann Berg Guðmunds- son, var ekki með AZ gegn Feyenoord en hann meiddist á ökkla í landsleikn- um á Kýpur. „Jói er orðinn nokkuð góður og verður örugglega með í næsta leik á föstudaginn,“ sagði Kolbeinn. Morgunblaðið/Eggert Marksækinn Kolbeinn Sigþórsson er markahæsti leikmaður AZ Alkmaar í vet- ur og hann skoraði þrívegis í fimm fyrstu A-landsleikjum sínum.  Meiðsli Kolbeins reyndust ekki alvarleg  Vonar að tímabilinu ljúki 15. maí „Ég stefni á síðustu fjóra leikina“ Svíþjóð 8-liða úrslit, oddaleikur: Sundsvall – Jämtland...........................83:67  Hlynur Bæringsson skoraði 16 stig fyrir Sundsvall og Jakob Örn Sigurðarson skor- aði 12 stig.  Sundsvall áfram, 3:2. NBA-deildin San Antonio – Phoenix....................... 114:97 LA Lakers – Denver ............................ 90:95 Boston – Detroit ................................. 101:90 Charlotte – Washington....................... 91:97 New Jersey – Miami .......................... 94:108 New York – Cleveland ..................... 123:107 Toronto – Orlando .............................. 102:98 Sacramento – Utah ............................ 106:97 Houston – Atlanta ............................ 114:109 New Orleans – Indiana ...................... 108:96 Portland – Dallas................................ 104:96 KÖRFUBOLTI Birkir Már fann netmöskvana

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.