Morgunblaðið - 05.04.2011, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.04.2011, Qupperneq 4
Á VELLINUM Skúli Sigurðsson sport@mbl.is Keflvíkingar sýndu mikinn karakter í gærkvöldi þegar þeir sigruðu KR í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar. 104:103 var lokastaða þessa æsi- spennandi leiks og annað skiptið í röð þurfti að grípa til framlengingar eftir dramatíska lokamínútu í venju- legum leiktíma. Serían býður stuðn- ingsmönnum liðanna og fleiri til veislu og veisluborðin svigna undan kræsingum í formi baráttu og til- þrifa á báða bóga. Leikurinn var hnífjafn allan tímann að undan- skildum fáeinum mínútum í þriðja leikhluta þegar gestirnir gerðu sig líklega til að koma sér í þægilegt for- skot. En það er víst ekkert sem heit- ir þægilegt forskot í úrslitakeppn- inni þegar þú ert gestur í Toyotahöll þeirra Keflvíkinga. Keflvíkingar ein- faldlega hætta aldrei og að þessu sinni var það Magnús Þór Gunn- arsson sem setti upp skotsýningu af dýrari gerðinni. Það sem breyst hefur frá fyrstu tveimur leikjunum í þessari seríu er að svæðisvörn þeirra Keflvíkinga virðist vera að trufla sóknarskipulag KR. Eftir að KR höfðu unnið tvo fyrstu leikina nokkuð sannfærandi átti undirritaður alls ekki von á þess- ari stöðu í einvíginu. Keflvíkingar hafa nú klifið þrítugan hamarinn og eina sem þeir þurfa nú að gera er að stinga flaggi sínu á toppinn, eigna sér sætið í úrslitin. En KR-ingar urðu ekkert slakir í körfuknattleik á einni nóttu þrátt fyrir að hafa tapað núna tveimur leikjum í röð og nú er komið að þeim að svara kalli stuðn- ingsmanna sinna líkt og Keflvík- ingar hafa gert. Tekur ekki þátt í rugli „Það var baráttan líkt og í síðasta leik frá fyrstu mínútu sem skilaði sigri í kvöld. Við höfðum líka trú á þessu og spiluðum bara hörkuvel. Leikskipulag okkar hefur ekkert breyst í raun og veru nema hvað nú spilum við af hörku í 40 mínútur og reyndar í 45 mínútur í síðustu tveim leikjum. Það er annaðhvort að vinna leikinn eða fara í sumarfrí. Ég sé enga ástæðu að við ættum ekki að getað farið aftur á þeirra völl og sigrað.“ sagði Magnús Þór Gunn- arsson og bætti við að Keflavík væri á leið í úrslit. Brynjar Þór Björnsson leikmaður KR var súr með leikinn en kvað við sama tón og Magnús. „KR er á leið í úrslit, ég tek ekki einu sinni þátt í neinu öðru rugli. Þeir eru ekkert búnir að vinna seríuna þrátt fyrir þetta kvöld. Við vorum sjálfum okkur verstir en við komum sterkir til baka á fimmtudag, það er alveg óþarfi að örvænta. Varnarlega, hérna í lokin, erum við ekki nægilega sterkir. Þetta er engin heimsendir. Nú bara mætum við á æfingu á morgun og förum yfir þetta og mæt- um rétt gíraðir á fimmtudag.“ Það má búast við troðfullri DHL- höll þeirra KR-inga á fimmtudag þegar liðin mætast í oddaleik og veislan mun halda áfram! Veisluborðin svigna undan kræsingum Morgunblaðið/Skúli Sigurðsson Jaxlar Miðherjarnir Fannar Ólafsson og Sigurður Þorsteinsson takast á.  Veislan mun halda áfram  Keflavík knúði fram oddaleik eftir framlengdan leik  Ekkert sem heitir þægilegt forskot 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011 BLAK Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Deildarmeistarar KA byrjuðu ekki sannfærandi í undanúrslitum Ís- landsmótsins í blaki í gær. Þeir mættu Þrótti R. sem endaði í 4. sæti deildarinnar og þurfti oddalotu þar sem KA hafði á endanum betur. All- ar hrinurnar voru mjög jafnar og spennandi þrátt fyrir að blakið hafi ekki verið það besta. KA vann fyrstu hrinuna en Þróttur tók tvær næstu mjög sannfærandi en KA-vélin virt- ist alveg bensínlaus á köflum. Heimamenn áttu bara ekkert svar við fádæma varnartilburðum Þrótt- ara sem oft og tíðum voru ævintýra- legir. KA-menn jöfnuðu leikinn og síðan var boðið upp á oddahrinu með öllu þar sem liðin skiptust á að hafa forustu. Jafnt var í stöðunni 11:11 en þá tók KA góðan endasprett og land- aði sigri 15:11. Stigahæstur hjá KA var Piotr Kempisty með 25 stig. Hjá Þrótti R. var Jóhann Sigurðsson at- kvæðamestur með 18 stig. Í Fagralundi mætti HK liði Stjörnunnar en leikir þessara félaga hafa ávallt verið spennandi síðustu árin. Á því varð þó undantekning í gær þar sem Stjörnumenn hentu inn hvíta handklæðinu í fjórða leikhluta og HK vann nokkuð auðveldlega 3:1. Bæði lið spiluðu þó oft góðar varnir. Eins og úrslitin gefa til kynna voru það þó HK-ingar sem vörðust betur. Stjarnan vann fyrstu hrinuna 26:24 en skoraði ekki meira en 20 stig í næstu þremur og aðeins 16 stig í síð- ustu hrinunni. Þungir í fyrstu hrinunni Brynjar Pétursson fyrirliði HK var ánægður með sigurinn og þá sér- staklega hávörnina. „Hávörnin var mjög góð hjá okkur og þeir áttu í erfiðleikum með móttökuna. Þess vegna áttu þeir í erfiðleikum með að koma boltanum framhjá. Við fengum mörg stig frá hávörninni og það munar mjög miklu.“ Brynjar sagði þeir hafi verið þungir í fyrstu lotunni en eftir það hafi þeir ekki litið til baka. „Við vorum mjög einbeittir og ætluðum okkur að vinna. Það sást al- veg á okkur.“ Þetta var fyrsti leikur liðanna eft- ir undanúrslitin í bikarnum þar sem Stjarnan hafði betur. „Ef við tökum næsta leik líka þá erum við búnir að hefna fyrir bikarleikinn. Það er alls ekki nóg að vinna bara þennan. Við þurfum að fylgja þessu vel eftir til að tryggja okkur í úrslit þar sem við mætum líklega KA.“ Besti maður vallarins í gær var Orri Þór Jónsson leikmaður HK. Mörg stig frá hávörninni Morgunblaðið/Árni Sæberg Hávörn Brynjar Pétursson fyrirliði HK hældi vörn sinna manna eftir leikinn.  Deildarmeistararnir í vandræðum  Óvenju ójafnt í Fagralundi Toyotahöllin, Íslandsmót karla í körfubolta, undanúrslit, fjórði leikur, mánudag 4. apríl 2011. Gangur leiksins: 10:8, 13:12, 15:18, 17:20, 25:22, 33:35, 37:39, 44:44, 47:48, 54:55, 59:61, 61:69, 65:76, 77:84, 82:87, 89:89, 95:97, 104:103. Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 29/4 fráköst, Thomas Sanders 21/8 fráköst/7 stoðsendingar, Hörður Ax- el Vilhjálmsson 16/6 fráköst/7 stoð- sendingar, Andrija Ciric 13/11 frá- köst, Gunnar Einarsson 12/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/8 fráköst/7 stoðsendingar/5 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 5. Fráköst: 32 í vörn, 13 í sókn. KR: Marcus Walker 28/9 stoðsend- ingar, Brynjar Þór Björnsson 20, Pa- vel Ermolinskij 16/17 fráköst/5 stoð- sendingar, Finnur Atli Magnússon 12/8 fráköst/3 varin skot, Fannar Ólafsson 9/10 fráköst, Hreggviður Magnússon 6, Ólafur Már Ægisson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 6. Fráköst: 32 í vörn, 13 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herberts- son, Davíð Kr. Hreiðarsson, Jón Ben- der.  Staðan er 2:2 í einvíginu, odda- leikur á fimmtudaginn. Keflavík – KR 104:103

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.