Morgunblaðið - 09.04.2011, Side 3
gra
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011
Í KRÓATÍU
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í íshokkí
tekst á næstu dögum á við nýja áskor-
un eftir að liðið vann í fyrsta skipti til
verðlauna í 2. deild heimsmeist-
aramótsins í fyrra. Ísland mætir gest-
gjöfunum, Króötum, í Zagreb annað
kvöld.
HM í íshokkí er deildaskipt og hald-
ið á hverju ári. Íslendingar tóku seint
til við að skauta í þartilgerðum mann-
virkjum og landsliðið á sér ekki langa
sögu. Framfarirnar hafa hins vegar
verið hraðar en fyrir nokkrum árum
var liðið eins konar jójólið á milli 2. og
3. deildar. Í Eistlandi í fyrra brá hins
vegar svo við að Ísland hafnaði í 3.
sæti í sínum riðli í 2. deild en deildinni
er skipt upp í tvo riðla. Er það besti
árangur Íslands en liðið nú er síst lak-
ara en í fyrra enda hafa framfarirnar
verið merkjanlegar frá ári til árs og
yngri kynslóðirnar hafa fengið um-
fangsmeira uppeldi í íþróttinni.
Gullsmiðurinn fór til Víetnam
Íslenska liðið er skipað mörgum af
sömu leikmönnum og léku í Narva í
fyrra. Liðið kemur þó til með að sakna
Jónasar Breka Magnússonar sem er
mikill baráttuhundur og einn leik-
reyndasti leikmaður landsliðsins.
Hann hefur verið í fríi frá íshokkí-
iðkun í Danmörku í vetur og hefur
dvalið í Víetnam við störf sín sem gull-
smiður. Á hinn bóginn má nefna að
þeir Gauti Þormóðsson og Stefán
Hrafnsson eru nú með liðinu en þeir
gátu ekki verið með í fyrra.
Stærsta breytingin er sú að skipt
hefur verið um karl í brúnni. Þraut-
reyndur Dani, Olaf Eller, er tekinn við
liðinu af hinum hálfíslenska Richard
Tahtinen. Eller valdi Ómar Skúlason
markvörð í stað Ævars Þórs Björns-
sonar en Dennis Hedström mun vafa-
laust vera aðalmarkvörður liðsins eins
og undanfarin ár.
Eller valdi 24 manna æfingahóp
sem dvaldi við æfingar í nokkra daga í
Danmörku. Fækkað var um tvo í
hópnum en þeir Patrik Adel og Jó-
hann Leifsson hlutu ekki náð fyrir
augum landsliðsþjálfarans að þessu
sinni og eru farnir til síns heima.
Ísland spilaði tvo æfingaleiki gegn
dönskum félagsliðum í ferðinni og
tapaði fyrri leiknum 2:4 fyrir Rödovre
en vann seinni leikinn 5:0 gegn Hern-
ing.
Króatar og Rúmenar sterkastir
Ísland leikur í riðli með gestgjöf-
unum Króötum, Rúmenum, Búlgör-
um, Kínverjum og Írum. Króatar féllu
niður úr 1. deild í fyrra og Rúmenar
féllu niður árið þar áður. Fyrirfram
eiga þessi lið að vera sterkust og for-
vitnilegt verður að sjá hvort Íslend-
ingar geti strítt þeim. Íslenska liðið
átti góða kafla í tapleikjunum í fyrra
gegn Eistum og Rúmenum.
Ísland vann þá Kína í fyrsta skipti í
blóðugum baráttuleik og nú mun liðið
glíma við Búlgaríu sem það hefur aldr-
ei unnið. Riðillinn gæti orðið mjög
skemmtilegur ef Ísland, Kína og Búlg-
aría hafa burði til að stríða Króötum
og Rúmenum. Kínverjar komust í 3:0
gegn Rúmeníu í fyrra en töpuðu 3:4 og
því er ýmislegt hægt á góðum degi.
Reynslan í íshokkíinu hefur hins
vegar verið sú að styrkleikamunurinn
er mikill á milli deilda og þess vegna
ættu Króatar að vera í góðum málum
á heimavelli. Spurningin er hins vegar
hvert íslensku landsliðsmennirnir
vilja stefna? Ætla þeir að taka næsta
skref og vinna silfur eða munu þeir
stefna á að halda bronsinu fyrst um
sinn?
Ljósmynd/Kristján Maack
Landsliðið Ísland leikur gegn Króatíu í fyrsta leiknum í Zagreb annað kvöld.
Hvert stefnir liðið?
Íslenska íshokkílandsliðið mætt til leiks á HM í Zagreb
Leikur liðið sama leik og í fyrra þegar það fékk brons?
Rory McIlroyleiðir enn
eftir annan dag-
inn á Mast-
ersmótinu í golfi.
Hann er nú sam-
tals á 10 höggum
undir pari. Jason
Day var hins-
vegar hástökkv-
ari dagsins en hann spilaði á 64
höggum eða átta undir pari í gær og
er annar. Þegar blaðið fór í prentun
var Tiger Woods á 16. holunni, fimm
undir pari. Hann er greinilega að
nálgast sitt besta form. Tiger var
jafn tveimur kylfingum í fjórða sæti.
Gunnar Steinn Jónsson var ístóru hlutverki hjá Drott í gær-
kvöld þegar liðið vann mikilvægan
sigur á Lugi, 30:25, í úrslitakeppn-
inni um sænska meistaratitilinn í
handknattleik. Með sigrinum styrkti
Drott stöðu sína í riðlinum og komst
í annað sætið en tvö efstu liðin fara í
undanúrslit. Guif, lið Kristjáns og
Hauks Andréssona, hefur þegar
unnið riðilinn. Gunnar Steinn var
markahæstur hjá Drott með 7 mörk
og Ulf Sivertsson þjálfari liðsins
sagði á vef félagsins að hann hefði
verið einn þriggja lykilmanna liðs-
ins.
Viktor Krist-mannsson
náði lengst ís-
lensku keppend-
anna í karlaflokki
á
Evrópumeistara-
mótinu í áhalda-
fimleikum sem nú
stendur yfir í
Berlín. Viktor hafnaði þar í 40. sæti,
varð þriðji efstur af Norðurlanda-
búum og fékk 79,600 stig samtals.
Þeir sem urðu í efstu 24 sætunum
keppa áfram um helgina um sigur í
fjölþrautinni og átta efstu á hverju
áhaldi. Róbert Kristmannsson fékk
76,850 stig og Ólafur Garðar Gunn-
arsson 74,850 stig en þeir Jón Sig-
urður Gunnarsson og Bjarki Ás-
geirsson náðu ekki að ljúka keppni.
Steven Gerr-ard, fyrirliði
enska knatt-
spyrnuliðsins
Liverpool, spilar
ekki meira með
liðinu á þessu
keppnistímabili
vegna meiðsla.
Kenny Dalglish
knattspyrnustjóri staðfesti þetta í
gær. Gerrard hefur verið í ná-
kvæmri læknisskoðun í vikunni.
Hann hóf æfingar á ný í síðustu viku
eftir aðgerð á nára en meiðslin tóku
sig strax upp á ný síðasta föstudag.
Daniel Agger, varnarmaður Liver-
pool, er líka frá keppni út tímabilið
og Glen Johnson næsta mánuðinn.
Fólk sport@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
sem í gær samdi við Val til tveggja ára
Framara í leiknum á Hlíðarenda.
undsdóttir Guðný Jenný
leik og gerði sóknar-
itt fyrir allt frá byrjun.
kot og þar af voru fjöl-
færum.
maður leiksins
sdóttir Stjarna Pálínu
óðu liði en það geislaði af
t og vilji til að sigra auk
g vel. Hún skoraði 17 stig,
g gaf þrjár stoðsendingar.
maður leiksins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ekur við bikarnum eftirsótta úr höndum Hannesar Jónssonar formanns Körfuknattleikssambands Íslands að loknum sigurleiknum gegn Njarðvíkingum í gærkvöld.
Svíþjóð
Undanúrslit, fyrsti leikur:
Sundsvall – Södertälje ........................ 78:62
Jakob Örn Sigurðarson skoraði 8 stig,
átti 8 stoðsendingar og tók 4 fráköst fyrir
Sundsvall. Hlynur Bæringsson skoraði 6
stig, tók 7 fráköst og átti 4 stoðsendingar.
NBA-deildin
Chicago – Boston.................................. 97:81
Utah – Portland.................................... 87:98
KÖRFUBOLTI
Svíþjóð
Úrslitakeppnin:
Drott – Lugi ......................................... 30:25
Gunnar Steinn Jónsson skoraði 7 mörk
fyrir Drott.
Þýskaland
B-DEILD NORÐUR:
Essen – Nordhorn................................ 29:19
Einar Ingi Hrafnsson skoraði 2 mörk
fyrir Nordhorn.
HANDBOLTI