Siglfirðingur - 15.01.1948, Qupperneq 1
Farsœls nýs árs
óskum við öllum félagsmönnum
og stuðningsmönnum okkar með
þökk fyrir liðna árið.
Félag Sjálfstæðismanna
Félag ungra Sjálfstæðismanna
Siglufjarðarprentsmiðja h. f.
1. tbl. Fimmtudaginn 15. jan. 1948.
21. árgangur.
SILDVEIÐ
Stöðug síldveiði hefur nú verið í Hvalfirði, þegar veður
hefur leyft. Um áramótin hafði borizt til síldarverksmiðja
ríkisins af Hvalfjarðar- og Vestfjarðarsíld, sem hér segir:
S.R.’46 .....................,. 144.303,46 mál
S.R.’30 .....................'. 118.182,87 —
S.R.P.......................... 52.352,49 —
eða samtals 314.838,82 mál. Eftir áramótin hefur verið
landað 30.030,36 mál, sem skiptist þannig á verksmiðjurnar:
S.R.’46 ............................ 18.602,03
S.R.’30 ............................. 2.706,00
S.R.P. ............................ 8.722,33
alls eru því komin hér í land 343.869,18 mál síldar.
Auk framangreinds afla er nú verið að losa Banan,
Hvassafell og Sæfell, en varð að hætta sökum veðurs. Hér
bíður einnig Hel með fullfermi. Alls eru þe^ta um 30.000
mál.
Sökum þess, hve veðrið hefur verið ðhagstætt, stöðugir
stormar, hafa síldarflutningarnir gengið miklu verr heldur
en búast mátti við, og hefur það haft sín áhrif.
Síldveiði þessi, hefur verið mikil lyftistöng fyrir allt
atvinnulíf landsmanna, og er óskandi að veiði þessi geti
haldist sem lengst.
Allir þeir mörgu Siglfirðiagar,
sem leið áttu í mjólkurbúð K.E.A.
við Aðalgötu, urðu bæði fyrir von-
brigðum og urðu forviða, er þeir
sáu, að engin mjólk var fáanleg um
vikutíma um jólin.
Þetta var jólakveðja Framsókn-
arvaldsins í K.E.A. og má segja,
að heldur hafi hún verið köld eftir
þau miklu viðskipti, sem við Sigl-
firðingar höfum haft við félag
þetta.
Margur myndi nú álykta, að
engin mjólk hafi verið til, til þess
að flytja frá Akureyri, en því er
ekki þapnig varið. Mjólk var send
frá Akureyri víðsvegar um land
m.a. til Reykjavíkur, Patreksfjarð-
ar og víðar, en Siglfirðingar, þótt
þeir halfi keypt mestalla sína
mjólk hjá fyrirtæki þessu gátu vel
verið mjólkur- (svo maður tali nú
ekki um) rjómalausir um mestu
hátíð ársins jólin.
Það má þvi segja, að jólakveðja
HELGI SVEINSSON, íþróttakennari :
Fyrsiu vetrarólymþíufarar fslands
K.E.A. Framsóknarvaldsins hafi
verið köld, en einhverjar ráðstaf-
anir verður að gera, til þess að
sl'ikt geti ekki komið fyrir aftur.
• Sjaldan hefur verið jafn lítið
hátíðlegt hér um jólin eins og nú,
þótt ekki vantaði jólasnjóinn. —
Verzlanir bæjarins höfðu mjög
lélegar útstillingar, sem oft hefur
verið mikið augnagaman fyrir
vegfarendur, en lítið mun hafa
verið til, til að gera miklar jóla-
útstillingar. Vinna hefur. verið
óhemjumikil, svo að segja má, að
verkamenn hafi rétt fengið hátíð-
isdagana fría. Jóla'ávextirnir komu
ekki hingað 'fyrr en eftir áramótin,
svo var einnig mjólkur- og rjóma-
laust. Sama myrkur grúfði yfir
bænum' og venjulega, engin ljósa-
dýrð né nokkuð í þá áttina til að
gera hátíðarblæ yfir bænum. Veð-
ur var einnig mjög leiðinlegt, —
stormasamt og snjókoma. Raf-
magnið var oft að bila, en oftast
stutta stund í einu. Kerti fengust
að mjög skornum skammti, og
þau mjög léleg og leiðinleg. Vér
gtum því tekið undir með mann-
inum, „öðruvísi mér áður brá.“
Sá merkisatburður' hefur orðið
í sögu skíðaíþróttarinnar hér á ís-
landi, að nú um mánaðamótin jan-
úar og febrúar eigúm við Islend-
ingar í fyrsta skipti fulltrúa á
vetrar Olympiuleikunum í St.
Moritz í Sviss.
Öllum íslendingum, sem íþrótt-
um unna, má það vera sérstakt
gleðiefni, að íþróttamenn vorir
sækja það fram og nái þeim þroska
og þeirri getu, er þarf til þess að
geta mætt á slíkum leikjum sem
Olympiuleikunum, hvort heldur er
vetrar- eða sumarleikjunum.
Þegar þessi óskastund íslenzkra
skíðamanna hefur ræzt, þá gleðj-
umst við með þeim, og óskum þeim
góðs gengis, og að þeir komi heilir
hildi frá.
Þjálfun þessara fyrstu vetrar-
olympiufara er nú nýlokið hér
heima, en mun halda áfram í Sviss.
Eg sem þessar linur rita, átti því
láni að fagna, að fá tækifæri til
þess að fylgjast með þjálfun og
keppni þeirri, er fram fór á Akur-
eyri dagana 20. des. til 34. des.
Siglfirzku skíðamennirnir fóru
að heiman þann 19. des. með Esju
til Akureyrar. Einnig voru Reykja-
víkurskíðamennirnir á leið með
sama skipi til Akureyrar. Þegar
til Akureyrar kom, var þar Her-
mann Stefánsson íþróttakennari,
til þess að taka á móti okkur. —
Hann hafði allan veg og vanda að
öllum undirbúningi og þjálfun
sk'íðamannanna. Laugardaginn 20.
des kl. 4 e.h. var okkur boðið tii
kaffidrykkju að Hótel KEA,
ásamt blaðamönnum og helztu for-
ystumönnum íþróttamála á Akur-
eyri, Skíðaráði Akureyrar, og
Olympiunefnd stóðu fyrir þessu
boði, og var það ánægjulegt í alla
staði. Að því loknu, eða um kl. 5
e.h. var lagt af stað og ferðinm
heitið upp í Útgarð, skíðaskála
Menntaskólans á Akureyri, því þar
hafði verið ákveðið, að skíðamenn-
irnir dveldu meðan á þjálfuninni
stæði. Var farið á stórum vörubíl
og gekk það ferðalag að mestu
slysalaust, undanteknu þvi, að
vörubíllinn virtist vera heldur treg
ur til þess að leggja á hinar bröttu
brekkur, en þegar að var gáð var
bíllinn benzínlaus, en úr því var
bætt fljótlega, og gekk þá ferðin
að Útgarði vel.
Það sem eftir var deginum fór
(Framhald á 4. síðu).
• Jóladansleikur í Alþýðuhúsinu
var eins og að venju haldin annan
jóladag. Hófst dansinn kl. 10 e.h.
og lauk kl. 1,30. Ekkert var há-
tíðlegt við dansleik þennan heldur
þvert á móti. Húsið var alveg
óskreytt. Dansleikur þessi var
þannig að mörgu leyti, að helzt
ætti ekki að minnast á hann, því að
hann var til stórrar skammar
fyrir Siglfirðinga í heild, en þó sér
í lagi Alþýðuhúsinu, barnvemdar-
nefnd og lögreglu bæjarins. Þarna
var hleypt inn tugum af ungling-
um innan við 16 ára aldurs, sem
lögum samkvæmt, mega ekki
sækja opinbera dansleiki. Einnig
var hegðun þeirra mjög ábótavant,
þótt auðvitað hafi verið heiðarleg-
ar undantekningar, og skemmdi
(Framhald á 4. síðu).