Siglfirðingur - 15.01.1948, Qupperneq 4
1
I SIGLFIR ÐINGUR
T I L K Y N N I N 0
m
m -
frá ALMANNATRYGGINGVM SIGLUFIRÐI
Gjalddagi á fyrri hluta iðgjalds til almannatrygginga
1948 var 2. janúar s.l. Er menn því áminntir um greiða nú
þegar áfallið iðgjald, — 200 kr. fyrir hjón og einhleypa
karlmenn, en fyrir ógiftar konur 150 kr.
Lögtak fer fram fyrir gjaldinu að 8 dögum liðnum frá
þessari auglýsingu. Atvinnurekendum er skylt að halda eftir
af kaupi launþega sinna á föllnum iðgjöldum, ella verða
þeir ábyrgir fyrir greiðslu gjaldsins.
Skrifstifu Sigluf jarðar, 7. janúar 1948.
BÆJ ARFÓGETINN
Orðsending frá Bókasafni Sigiufjarðar
Þeir notendur safnsins sem hafa að láni bœkur frá
fyrra ári eru hérmeð aðvaraðir um að skila þeim sem fyrst
svo ekki komi til, að þurfi að sœkja þœr.
STJÓRN BÓKASAFNS SIGLUFJARÐAR
TILKYNNING
ti verzlana
Viðskiptanefndin vill ítreka tilkynningu verðlagsstjóra
nr. 5 1943, þar sem smásöluverzlunum er gert að skyldu að
verðmerkja hjá sér allar vörur, þannig, að viðskiptamenn
þeirra geti sjálfir gengið úr skugga um, hvert sé verðið á
þeim. I smásöluverzlunum öllum skal hanga skrá um þœr
vörur, sem hámarksverð er á og gildandi hámarksverða og
raunverulega söluverðs getið. Skal skráin vera á stað, þar
sem viðsktiptamenn eiga greiðan aðgang að henni. Jafnan
skal og getið verð vöru, sem höfð er til sýnis í sýningar-
glugga.
Reykjavík, 7. janúar 1948.
V ERÐLA GSS TJÓRINN
SÍLDARSTÚLKUR
Nokkrar síldarstúlkur óskast til Akureyrar nú þegar í
vinnu við síldarflökun.
NIÐURSUÐUVERKSMIÐJAN SÍLD H. F.
BÆJARMÁL
(Framhald af 1. síðu).
það mjög fyrir þeira, sera komu
þangað til að skemmta sér. Mikið
var um drykkjuskap, sem alltaf
setti mjög leiðinlegan svip á dans-
leikinn í heild, er þetía því, miður
hollur skóli fyrir unglinga bæjar-
ins að sækja. Vonandi er, að slíkir
dansleikir og þessi jóladansleikur
Alþýðuhússins endurta'ki sig ekki,
og um það verður barnaverndunar-
nefnd og lögregla að sjá.
• Kvennadeild Slysavarnarfélags-
ins „Vörn“ 15 ára. Kvennadeildin
„Vöm“ var stofnuð 5. marz 1933,
og héit félagið upp á 15 ára af-
mæhð sitt s.l. þriðjudag í Sjó-
mannaheimilinu. ,,Vörn“ hefur
unnið mikið og gott starf á þessum
15 árum, og er óskandi, að starf-
semi hennar muni stöði^gt vaxa,
því að félag þetta er eitt af þeim,
sem er sómi fyrir bæinn.
• Félag ungra Sjálfstæðismanna
hafði nýársfagnað í Sjómannaheim
ilinu 2. janúar s.l. Fagnaðurinn
hófst með því, að Vilhjálmur Sig-
urðsson hélt stutt ávarp. Sýndar
voru kvikmyndir fr'á síðasta þingi
Sambands ungra Sjálfstæðismanna
og 20 ára afmælis'fagnaði Heim-
dailar, báðar þessar myndir eru
litkvikmyndir. Pétur Baldvinsson
söng gamanvísur. Síðan var stiginn
dans.
V etrarólympíufararnir
(Framhald af 1. síðu).
i það að koma sér fyrir og skipu-
ieggja þjálfunina, einnig ýmislegt
annað, svo sem matreiðsilu, ræst-
ingu og annað, sem tilheyrir stóru
og góðu skíðaheimili, svo vel megi
farnast. Fórst Hermanni Stefáns-
syni það vel af hendi að vanda.
Sunnudaginn 21. desember voru
skíðamennirnir vaktir kl. 6 um
morguninn, og var þá sezt að
snæðingi, því heitur og góður
matur beið á borðum, enda var vel
tekið á móti matnum eftir hinn
væra svefn í hinu hreina og tæra
fjallalofti, sem ríkti bæði innan
veggja sem utan.
Kl. 7,30 voru skíðin tekin á öxl
og fferðinni heitið upp að Þór-
garði, skíðaskála gagnfræðaskóla
Akureyrar, því þar var bæði stökk-
braut og svigbraut, og mjög ákjós-
anilegt, að þjálfunin færi þar fram.
Upp að Þórgarði er um rúmlega
klukkustundar gangur frá Útgarði
Að Þórsgarði var því komið um
kl. 9 f.h. og var í þann veginn að
verða það bjart, að hægt væri að
fara á skíðin. Þann tíma, sem
dvalið var við Þórsgarð, var æft
svig og stökk af kappi, því tíminn
var naumur og dagurinn stuttur,
sem hægt var að æfa. Þarna voru
svigmennimir æfðir í hverri braut-
inni á fætur annarri, því sjaldan
var svigbraut ,,'keyrð“ oftar en
einu sinni af öllum, og var þv'i
breytt um braut og þær gerðar
erfiðari á marga vegu, því slík
þjálfun færir skíðamanninum
meira öryggi og jafnframt eykur
getu hans mun betur, en þegar
æft er frjálst og hver eftir sínu
höfði, sem því miður gætir of
mikils í þjálfun íslenzkra 'íþrótta-
manna.
Skíðastökkbrautin var nokkrum
tugum metra sunnan við svigbraut
ina og var þar bæði lítil og stór
stökkbraut. Var byrjað að æfa í
þeirri minni og að lokum stokkið
í stóru brautinni, en því miður var
veðráttan óhagstæð, og var þv'í
ekki hægt að æfa skíðastökkið sem
skildi.
Frá Þórsgarði var tekið brun
niður að Útgarði, og urðu flestir
þá fegnir því, sem Útgarður hafði
upp á að bjóða.
Þannig liðu dagarnir, sem æft
var við Þórsgarð, og er ekki hægt
að segja annað, en allt gengi að
óskum, að undanskildu slysi Ás-
gr'íms Stefánssonar og veðr'átt-
unni, sem var okkur ekki sérlega
hliðholl.
Heima í Útgarði voru svo ýmis
atriði varðandi þjálfunina rædd
og veitti Hermann Stefánsson öll-
um mikla fræðslu hvað snerti hina
„teknisku“ hlið skíðaíþróttarinn-
ar. Þannig ileið hver dagurinn
ánægjuríkur, en sem um leið veitti
meiri þekkingu og þroska í hinni
fögru vetrariþrótt, skíðaíþróttinni.
Rétt fyrir áramótin var svo
byrjað á þeirri 'keppni, sem skar
úr því' hverjir yrðu fulltrúar ís-
lands á vetrarolympiuleikunum í
St. Moritz.
Var því keppt dag eftir dag í
svigi. Fyrsta daginn var keppt í
16 svigbrautum og var engin þeirra
eins. Fer hér á eftir heildartími
fjögra fyrstu mannanna fyrsta
daginn. Ásgeir Eyjólfsson, Rvík,
samanlagt 364,7 sek.; Haraldur
Pálsson, Siglufirði 305,8 sek; Guð-
mundur Guðmundsson, Akureyri,
311,8 sek. og Magnús Brynjólfs-
son Akureyri 313,3 sek. Annan
daginn voru iagðar þrjár langar
brautir, og varð tími eins og hér
segir: Ásgeir 176,6 sek.; Haraldur
159,1 sek. Guðmundur 158,3 selc.
og Magnús 145,0 sek. Þriðja dag-
inn voru einnig lagðar þrjár lang-
ar brautir, og varð tími þeirra
þessi: Ásgeir 157,9 sek.; Haraldur
157,4 sek.; Guðmundur 161,1 sek.
og Magnús 150,4 sek. Heildartími
þessara fjögurra fyrstu varð því
sá, að Magnús Brynjólfsson varð
fyrstur með 608,7 sek.; Guðm. Guð
mundsson 631,2 sek.; Haraldur
Pálsson 632,3 sek. og Ásgeir Eyj-
ólfsson 699,2 sek.
Eins og tíminn ber með sér, ber
Magnús Brynjólfsson af þessum
f jórum, en þeir Guðmundur G. og
Haraldur Pálsson mjög jafnir með
tíma og getu, og var því leitt fyrir
Haralld að geta ekki orðið þáttak-
andi í leikjunum í Sviss, en því er
til að dreifa, að Olympiunefnd gat
ekki fengiö erlendan gjaldeyrir
nema aðeins fyrir þrjá, og er mér
kunnugt um, að reynt var að fá
gjaldeyrir fyrir þá báða, en það
var ekki hægt.
Framliald í næsta blaði.