Siglfirðingur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Siglfirðingur - 10.02.1948, Qupperneq 4

Siglfirðingur - 10.02.1948, Qupperneq 4
 ' p*wir’r"' i SIGUFIRÐINGUE JÓNAS JONASSON FRÁ HRAFNAGILI I. Sakamálasögur Bandíður í Hvassafelli. Magnúsar þáttur og Guð- rúnar. Kálfagerðisbræður. Þegar við vorum enn í æsku, sem nú erum orðnir gamlir menn, var fátt til af íslenzkum skáldsög- um. Það var eiginlega ekki.annað en sögur Jóns Thoroddsens, Piltur og stúlka og Maður og kona og svo Mannamunur Jóns Mýrdals. Þá voru og að byrja að birtast allra fyrstu smásögurnar eftir Einar Kvaran. Fátt var þá einnig um skáldsagnaþýðingar úr erlend- um málum. Helzt var það hinn sí- gildi gimsteinn, Þúsund og ein nótt í snilldarþýðingu Steingríms og eitthvað af smásögum í Nýrri sumargjöf. En flest af þessu var þegar orðið upplesið til agna og sýndi það bezt hvers alþýðan mat þessi rit. Svo kom Jónas Jónasson, síðar prófastur á Hrafnagili fram á sjónarsviðið. Allmargar stuttar sögur eftir hann birtust í Iðunni Björns Jónssonar og þeirra fé- laga. Þessar sögur urðu mjög vin- sælar. Þarna var leitt fram fyrir lesendurna fólkið úr daglega líf- inu, fólk, sem alþýðan þekkfi og sem var úr hennar hópi. Og at- burðirnir, sem sagt var frá, voru atburðir, sem flestallir könnuðust mætavel við úr sveitinni sinni eða þá úr grannsveitinni. Hver kannað- ist ekki við Guðrúnu úr „Glettni lífsins“, og við Þorstein gamla ekkjumanninn og Gunnar föður Guðrúnar. Eða þá við hann Pál pestarket úr „Brot úr æfisögu“, og svona mætti lengi upp telja. Svo komu sannsögulegar skáld- sögur eftir séra Jónas. Þær birtust í Sögusafni Þjóðólfs á síðasta tug næstliðinnar aldar og ein þeirra, Randíður í Hvassafelli, var gefin út sérprentuð. Allar sögur séra Jónasar nutu mikilla vinsælda. Smásögurnar úr Iðunni, voru orðnar löngu ófáan- lega og sáust varla þegar séra Jónas gaf þær út á ný í sérstakri bók 1914, og sú útgáfa mun nú löngu uppseld.. Nú hafa tveir sonarsynir séra Jónasar tekið sér fyrir hendur að gefa út heildarsafn af sögum hans og er þegar komið út 1. bindi af þeirri útgáfu, en það' eru Sakamála sögurnar, Randíður í Hvassafelli, Magnúsar þáttur og Guðrúnar og Kálfagerðisbræður. — Eflaust hefði séra Jónas ritað fyrstu sög- una nokkuð annan veg, ef hann hefði skrifað hana 50 árum síðar, því síðan hafa komið fram ýms gögn, sem hann hafði ekki aðgang að, þegar hann reit hana, og annar merkur höfundur (prófessor Einar Arnórsson) gert hinum sögulega grundvelli hennar ræki- leg skil í Blöndu V. og VI. bindi. En það breytir engu um hitt, að það ér mikið gleðiefni okkur gömlu mönnunum að fá þessar sögur nú í nýrri útgáfu, og eigi síður hitt„ að eiga von á að fá allt safnið af sögum hins merka og vinsæla höf- undar smám saman gefið út í heild. Sumt af sögum séra Jónasar, eins og t.d. Úr blöðum Jóns halta, sem kom í Nýjum kvöldvökum, hefir aldrei verið gefið út sérstaklega, og mun mörgum þykja fengur að fá þá sögu og fleiri. Það er ekki ætlun mín með þess- um línum að fella neinn dóm um skáldskapargildi þessara sagna, heldur aðeins vekja athygli á út- komu bókarinnar. Eg tel líka, að séra Jónas hafi fyrir löngu verið búinn að ryðja sér rúm á hinum fremsta bekk meðal rithöfunda samtlðar sinnar og að þvi plássi haldi hann. Þessi nýbyrjaða útgáfa er mynd- arleg, en galla tel ég það á henni, að þar er mikið af prentvillum, sem, eins og æfinlega, eru bókinni til stórra lýta. Jón Jóhannesson. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ AFGREIOSLUMANN vantar oss í Byggingarvörudeild vora frá 1. maí 'næstk. Skrifleguin umsóknum um starfið sé skilað til skrifstofu vorrar fyrir 15. febr. n.k., sem veitir nánari upplýsingar. Kaupfélag Siglfirðinga. STOLKA óskast í vefnaðiarvöruverzlun nú þegar eða vor. Gott kaup. Aðeins dugleg og ábyggileg stúlka kemur til greina. Umsóknir sendist af greiðslu manni „Siglfirðings“ fyrir 12. febr. merkt ,„VERZLUNARSTARF“ — TILKYNNING um greiðslu sjúkrasamlagsiðgjalda fyrir elli- og örorkulífeyrisþega o.fl. Samkvæmt heimild í lögum inr. 126 frá 22. desember 1947 greiðir Tryggingastofnun ríkisins á árinu 1948 sjúkrasamlagsið- gjöld fyrir þá ellilífeyrisþega og örorkulífeyrisþega, sem þess óska og hafi ekki liærri tekjur en svo, að þeir njóta óskerts lífeyris. Enn fremur greiðir Tryggingastofnunin sama ár sjúkrasam- lagsiðgjöld þeirra annarra gamalmenna og öryrkja, sem uppfylla lífeyrisskilyrði laganna um aldur og örorkustig og njóta eftirlauna eða lífeyris samkvæmt fjárlögum eða úr opinberum sjóðum ,ef heildartekjur þeirra, þ.e. lífeyrir, eftirlaun og aðrar tekjur árið 1947 liafa eigi farið fram úr tvöfaldri lífeyrisuppliæð. Iðgjaldagreiðslur þessar af hálfu Tryggingastofnunarinnar eru þó því skilyrði bundnar, að því er varðar þá, sem ekki liafa verið meðlimir sjúkrasamlaga undanfarið, að hlutaðeigandi sjúkra- samlag fallist á, að biðtími þeirra vferði eigi lengri en einn mán- uður, þannig, að þeir fái full samlagsréttindi eigi síðar en 1. febrúar næstkomandi. Þeir, sem njóta vilja fríðinda þeirra, sem að framan getur, snúi sér til lilutaðeigandi sjúkrasamlags. Reykjavík, 24. janúar 1948. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS TILKYNNING um iðgjöld til almannatrygginganna 1948. !» Samkvæmt lögum nr. 126 frá 22. desember 1947 halda sjúkra- j ’ samlögin áfram störfum til ársloka 1948 og ber því að greiða sér- < > stök iðgjöld til þeirra þetta ár á sama hátt og verið hefur. Jafn- ’ ‘ framt lækka iðgjöld til almannatrygginganna á þessu ári um sömu < • upphæð og þau voru'lækkuð um síðastliðið ár. Fjármálaráðuneytið hefur því með reglugerð dags. 6. janúar 1948 ákveðið iðgjöld samkvæmt 107. gr. til tryggingasjóðs al- ° mannatrygginganna sem hér segir: ,, I. verðlagssvæði II. verðlagssvæði ' ’ Kvæntir karlar.......... kr. 390.00 Kr. 310.00 Ókvæntir karlar ......... — 350.00 — 280.00 Ógiftar konur ........... — 260.00 — 210.00 Samkvæmt sömu reglugerð er fyrri hluti iðgjaldsins ákveðinn þessi: I. verðlagssvæði II. verðlagssvæði Fyrir karla ............ kr. 200,00 Kr. 150,00 Fyrir ógiftár konur.... — 150.00 — 120.00 og er hann þegar fallinn í gjalddaga. Sé fyrri hlutinn eigi greiddur fyrir 1. marz 1948, er heimilt að kref jast greiðslu á öllu iðgjaldinu þá þegar. Ella fellur síðari hlut- inn í gjalddaga á manntalsþingi. Tryggingaskírteini ársins 1947 gilda á árinu 1948, þar til annað verður ákveðið. Ber iðgjaldsgreiðendum að sýna þau, er þeir greiða iðgjöld sín og færir þá innheimtumaður greiðsluna á skírteinið. Sýslumenn og bæjarfógetar (í Reykjavík tollstjóri) inn- heimta iðgjöld almannatrygginganna. Vangreiðsla iðgjalda varðar missi bótaréttar. Gætið þess að greiða tryggingaiðgjöld á réttum tíma og láta færa greiðsluna á skírteini yðar. Enginn veit hvenær hann þarf að leita bóta. Reykjavík, 24. janúar 1948. TRYGGINGASTOFNUN RfKISINS

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.