Siglfirðingur


Siglfirðingur - 30.11.1950, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 30.11.1950, Blaðsíða 4
Vegur norður fyrir , Slráka ‘ Þrautalendingin (Framhald af 1. síðu). eiga kommúnistar 2, Alþýðu- flokkmenn 2 og Sjálfstæðismenn 1 fulitrúa. Kosning formanns fer fram árlega og veltur á miklu fyrir afkomu fyrirtækisins að í þá stöðu sé kjörinn hæfur maður. Þessi kosning mun hafa farið fram síðast í febrúarmánuði. — Sjálfstæðismaðurinn skilaði auðu en formannsefni kommúnista og Alþýðuflokksins fengu hver um sig 2 atkvæði og varð því að kjósa aftur. Hlutkesti hefði orðið, ef atkvæði hefðu fallið eins, en viti menn: Nú skeður það, að forrnannsí'ulltrúi kommúniaéa fær ékki nema eitt atkvæði, og skilað er tveimur auðum seðlum. Hvernig ber að skilja þessa at- kvæðagreiðslu? Hversvegna þorðu ekki komm- únistar að láta hluteksti ráða um það, hvort þeir tækju að sér forménnsku Rauðkustjórnar? Annað mál er svo það, að ekki hefði af veitt, að starfsemi þessa fyrirtækis, Rauðku, hefði verið umfangsmeiri á þessu ári en raun ber vitni. Til samanburðar má geta þess, að Akureyrarbær á gamla og lé- lega verksmiðju, sem kennd er við Krossanes. Akureyrarbær er einnig stærsti hluthafi í útgerðar félagi er starfrækir tvo togara. Allt síðastliðið sumar er þessi verksmiðja starfrækt til blessunar bæjarbúum þar og öllum landslýð. Svalbakur, Kaldbakur og Jörund- ur ganga á karfaveiðar og færa drjúga björg í bú. Sigluf jarðarbær á líka togarann Elliða. Hann lá bundinn við bryggju í allt sumar. Ef hann hefði getað aflað karfa á við einn Akureyrartogarann, og lagt hann upp hjá Rauðku, hefði það stór- lega bætt afkomu þessa fyrirtæk- is. Hversvegna var þetta ekki reynt? Hver vill reikna út tap bæjarbúa vegna hlédrægni komm únista í stjóm Rauðku? Er ekki tími teil kominn, að fulltrúar kommúnista sýni bæjar- bútim, svörtu á hvítu, hvemig þeim ferst úr hendi stjóm þeirra atvinnufyrirtækja, sem þeir lát- laust krefjast að aðrir stjómi, á sama tíma sem þeir krjúpa inn í sellufylgsni sín í hvert sinn, sean þeim gefst tækifæri til að sýna almenningi dugnað sinn. Kommúnistar em stærsti flokk- urinn innan bæjarstjómar og eru nú — illi heilli — í samvinnu við tvo aðra flokka innan bæjar- stjómar. Hitt er svo að verða deginum ljósara, að í stað þess að taka virkan og ábyrgann þátt í þeim störfum bæjarstjómar, sem að því beinast að ráða bót á því hörmungarástandi sem skapast hefur, setja þeir sig yfirleitt ékki úr færi að vinna sln alkunnu skemmdarverk á atvinnulifi lands manna þegar færi gefst. Sch. Góðkunnur borgari kom að máli við blaðið á dögunum, og mæltist til, að enn á ný yrði vak- in athygli hér í blaðinu á nauðsyn vegarlagningar norður fyrir „Stráka.“ Hér í blaðinu hefur á undanfömum árum oftsinnis ver- ið bent á, að Skarðsvegurinn sé Siglfirðingum enganveginn nægi- legur, tékið tillit til þess hve lít- inn hluta ársins hann sé fær. — Enda var það mál margra, þótt því væri ekki sinnt, að stórum heppilegra væri að tengja bæinn við þjóðvegakerfið með vegar- lagningu norður fyrir „Stráka“. Sumir kuhna að vera vantrúað- ir á að slík vegahlagnmg sé mögu- leg, en með tilliti til nýlega vígðs vegar milli ísafjarðar og Bolung- arvíkur, þar sem m.a. þurfti að sprengja veginn gegnum bjarg í fjallshlíð, má fastlega igera ráð fyrir, að vegurinn norður fyrir „Stráka“ sé það sem koma skal. Kunnugir telja, að sá vegur, ef Frá bókamarkaðinum (Framhald af 3. síðu) ;Cronin, höfxmd „Borgarvirkis“ og fleiri vinsælla skáldsagna. Mikils- metið amerískt tímarit telur þetta beztu sögu Cronins. 1 skáldsagnafloikknum Gulu skáldsögumar koma út tvær bæk- ur í ár, Skógardísin, eftir Sigge Stark, höfund „Kaupakonunnar í Hlíð,“ og Ég er ástfangin, eftir vinsæla ameríska skáldkonu, Maysie Greig. Barnabækur. Þrjár bamabækur gefa forlög- in út í: Reykjavíkurböm, eftir Gunnar M. Magnúss, rithöfund. Þetta eru sannar frásagnir, endurminningar frá þeim árum, er höfundur stund aði kennslu í Reykjavík. Margt er sér til gamans gert. 1 bók þessari er safnað saman íslenzkum gátum, leikjum, þraut- um o. fl. Tilgangurinn með henni er sá að reyna að vekja áhuga yngstu kynslóðarinnar fyrir göml- um og þjóðlegum skemmtunum, sem löngum hafa vakið fölfskva- lausa gleði á íslandi. Ævintýraeyjan. — Bók þessi er fyrsta bókin í flokki bama- bóka, sem farið hefur mikla sigur för erlendis, enda em bækur þess ar hinar skemmtlegustu og prýddar ágætum mynduum. — Höfundur þeirrar er enska skáld- konan Enid Blyton. lagður yrði, myndi fær mestan hluta ársins, eða a.m.k. þann tíma sem bílfært er milli Norður- og Suðurlands. Það er full ástæða fyrir Sigl- firðinga að halda þessu máli vajc andi, og fá það athugað af sér- fræðingum, hvort umrædd vegar- lagning sé möguleg eða ekki. — Það er ekki svo lítið hagsmuna- mál bæjarbúa og þeirra, sem sam göngur þurfa að hafa við Siglu- fjörð, að mál þetta fái verðuga athugun og framkvæmd. Færi vel á því að þessi vegar- lagning yrði á ný tekin upp sem áhugamál bæjarbúa, sameiginlegt áhugamál, án tillits til stjórnmála skoðana og deilumála. „Guðinn sem brást“ (Framhald af 1. síðu) únistaleiðtogans Togliatti.. Sér- staka athygli ber að vekja á þeirri lýsingu Silone er fjallar um fund íframkvæmdanefnd Alþjóða sambands kómmúnista, þegar bannfæra átti ritgerð eftir Trotzky, sem fundarmenn fengu ekki að sjá! Franski rithöfundur- inn André Gide lýsir för sinni til Rússlands, veizlum og óhófi hinn- ar nýju yfirstéttar og þeim mis- mun, sem er á kjörum embættis- mannanna og almúgans. Banda- ríski blaðamaðurinn Louis Fisher, sem lengi dvaldi í Rússlandi og var átrúnaðargoð kommúnista um langt skeið, lýsir á athyglisverðan hátt hinni risavöxmu stjórnmála- og efnahagseinokun, sem einkenn ir stjómarfar Rússlands. Grein brezka skáldsins Stephan Spender fjallar um á hvem hátt komm- únistar notfæra sér hrekklausa hugsjónamenn og flettir einnig á skemmtilegan hátt ofan af hræsni ýmissa nafntogaðra vís- indamanna, sem kommúnistar státa mjög af og hafa sem fylgis- menn. Þessar fáu línur em enginn rit- dómur um þessa merku og tíma- bæru bók. Hér er aðeins vakin athygli á fróðlegu og skemmti- legu efni, sem allir, bæði sósíalist- ar og aðrir, þurfa að kynna sér, ef þeir vilja kynnast hlutunum frá öllum hliðum, og læra af reynslu heimsþekktra andans manna, sem festust í neti komm- únismans, og í þessari bók miðla öðrum af þeim lærdómi, sem þeir hafa öðlast í sinu viðburðarríka lífi. Þetta er bókin, sem vekur hvað mesta athygli á bókamark- aðinum nú. Þetta er bókin, sem brýnast á erindið til hugsandi manna um þessar mundir. 1. desember-skemmt- ihi „Vísis“ Blaðið vill vékja athygli lesenda sinna á fjölbreyttri skemmtim Karlakórsins „Vísis“ í Nýja-Bíó, 1. desember. Skemmtiatriðin eru sem hér segir: 1. Skemmtunin sett: Egill Stefánsson; Karla- kórinn Vísir syngur; 3. Ávarp: Guðbr. Magnússon, kennari; 4. Einsöngur: Aage Schiöth; 5. Gam anvísur: Þórður Kristinsson; 6. Vísir syngur; 7. Kvikmynd. Um kvöldið verður svo dans- leikur í Nýja-Bíó. Allur ágóðinn rennur til Tónlistarskóla kórsins. Blaðið hvetur bæjarbúa til að sækja skemmtunin þessa. Kínverjar liaitla uppi barátunni gegn S|j Það er nú einkenmndi fyrir bar áttuna í Kóreu, að kínverskur kommúnistaher heldur uppi bar- áttimni gegn hersveitum- Suður- Kóreumanna og Sameinuðu þjóð- anna. Verður vart lengur fram hjá þeirri staðreynd gengið, að Kínverjar eru nú virkir þátttaik- endur í Kóreu-ófriðnúm, þótt þeir liafi ekki lýst yfir styrjöld við Sameinuðu þjóðimar. Erlend blöð gizka á ,að um 60—100 þúsund manna kínverskur her sé nú meg- inuppistaðan í her kommúnista. Vetrarveðrátta er nú á víg- stöðvunum og háir mjög hemað- araðgerðum Sameinuðu þjóðanna. Hinsvegar mun kínverski herinn sérlega til þess þjálfaður að ganga til orustu undir þeim kringumstæð um, sem baráttan er nú háð við. Engu verður spáð um hverjar afleiðingar verða af þátttöku kín verzka kommúnista í Kóreustyrj- öldinni, en engum dylst þó, að ófriðarhættan í heiminum hefur aukizt til mima við innrás Kín- verjanna, og að hún sé sigur fyrir þá viðleitni Sovétríkjanna, að ota Kína og Bandaríkjunum í ófrið, þ.e. gera Kína sér enn háðara og lama mátt Bandarikjanna á þess kostnað. Erjur í útvarpinu Helgi Hjörvar, skrifstofustjóri útvarpsráðs, hefur í blaðagrein- um og bækling er hann gaf út, borið Jónas Þorbergsson, útvarps stjóra, stórum sökum og þungum. Hefur útvarpsstjórinn óskað eftir rannsókn, sökum ásakana Hjörv- arse og hafa báðir þessir forustu menn útvarpsins verið leystir frá störfum meðan málið er í rann- sókn. Mál þetta hefur, af eðlilegum ástæðum, vakið óhemju athygli, en verður að sjállfsögðu ekki rakið eða rætt, fyrr en að lokinni rann- sókn, sem leiðir hið rétta í ljós.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.