Siglfirðingur - 07.03.1952, Qupperneq 1
0
Þorsteinn Pétursson
Fæddur 24. október 1879.
Þorsteinn var fæddur að Neðra-
dalskoti á Svalbarðsströnd, og
voru foreldrar hans Pétur Péturs-
son og kona hans Guðrún Guð-
mundsdóttir, sem þú bjuggu þar.
Guðrún létzt örskömmu eftir fæð-
ingu Þorsteins og knúðist faðir
hans því til að leysa upp heimilið
um vorið og koma börnunum, sem
öll voru ung, fyrir hjá vandalaus-
um. Lenti Þorsteinn þá til fá-
tækra hjóna en góðra og gagn-
vandaðra, og leið homun þar mjög
vel, en eigi fékk hann að njóta
samvista lengi við þau, því þegar
Þo-rsteinn var um það ibil 4 ára,
lézt bóndinn og fór Þorsteinn þá í
ýmsa staði á Svalbarðsströndinni
en lengst mun hann af uppvaxtar-
árunum hafa dvalið í Nesi í Höfða
hverfi hjá Viilhjálmi Þorsteinssyni
stórbónda og skipstjóra. Veru
sína þar lofaði Þorsteinn miög og
mat Vilhjálm mikils ávallt og bar
til hans sonarlega rækt sem til
föðurs.
Faðir Þorsteins stundaði há-
karlalegur og fórst hann með há-
karlaskipinu El'ínu frá Látrum
vorið 1886, sem týndist þá með
öllum mönnum.
Systkini Þorsteins, sem úr
æsku kosmust voru þrjú, Ásgeir,
sem vaxinn gerðist einn kunnasti
útgerðarmaður 'landsins og kaup-
sýslumaður um langt árabil og
forystumaður í þeim málum, bú-
inn óvenjumiklum hæfileikum og
— Dáinn 21. febrúar 1952.
mannkostum, sem unnu honum
hylli hvers þess manns, sem
kynntist honum, og Guðmundur
útgerðarmaður á Akureyri, en
systir þeirra var Anna kona Árna
timburmeistara Stefánssonar.
Ásgeir var elztur þeirra ibræðra,
gáfaður, bráðþroska og dugmikill
og hafði hann ,er Þorsteinn enn
var eigi úr æsku, brotið sér braut
til mennta og hafði stofnað verzl-
un á Akureyri. Þegar Þorsteinn
hafði náð fermingaraldri réðist
hann til Ásgeirs bróður síns sem
verzlunarþjónn og vann hjá hon-
um um f jölda ára ýmist á Akur-
eyri eða Siglufirði.
Menntunar mun Þorsteinn engr-
ar hafa notið í æskimni fram yfir
það, sem á þeim tíma var talið
nauðsynlegt til fermingarundir-
búnings, en undir handleiðslu Ás-
geirs bróður síns og af eigin
áhuga menntaðist hann svo, að
hann mátti teljast eigi standa að
baki ýmsum þeim, sem notið
höfðu verzlunarskóla eða iðnskóla-
náms. ,enda var Þorsteinn góðum
gáfum gæddur.
Þorsteinn kynntist á Akureyri
eftirlifandi konu sinni Halldóru
Sigurðardóttur, sem þá var bú-
sett þar með móður sinni, en var
kynjuð héðan, því foreldrar Hall-
dóru voru Sigurður Pétursson
bóndi og útvegsmaður á Staðar-
hóli (d. 1897) og kona hans Guð-
ný Pálsdóttir Þorvaldssonar á
Dalabæ. Kvæntist Þorsteinn Hall-
dóru haustið 1906, en árið 1912
fluttust þau hingað alfarin og
voru hér búsett ávallt s'iðan. Þeim
hjónum varð átta barna auðið, og
eru 5 synir þeirra á lífi og ein
dóttir, gift. Eru börn þeirra öll
hin mannvænlegustu.
Þorsteinn stundaði ýmiskonar
störf hér í Siglufirði og fórust þau
öll vel úr hendi. Hann rak verzlun
hér um langt skeið fyrir Ásgeir
bróður sinn og síðar fyrir sjálfan
sig og útgerð stundaði hann
einnig nokkur ár, en eigi vildu
gullgæsir fljúga í fang hans, enda
fannst mér, sem þekkti Þorstein
mjög vel um tugi ára, að hugur
hans áldrei stefna til þess að
safna auði né að standa í neinum
stórræðum og tel ég, að hann
muni hafa unað því vel, þv'i hann
var maður hlédrægur. Ekki vildi
Þorsteinn taka neinn þátt í hinni
pólitísku orrahríð, sem oft geisaði
hér um daga hans, og aldrei vUdi
hann gefa kost á sér við neins-
konar kosningar aðrar en í sókn-
arnefnd, en í henni sat hann um
eða yfir 30 ár og lengst af gjald-
keri kirkjunnar og um fjölda ára
var hann sáttanefndarmaður Siglu
fjarðar.
Þorsteinn var eins og áður get-
ur góðum gáfum gæddur. Hann
var glæsimenni í sjón, manna glað
astur í hópi glaðra vina og manna
hluttekningarsamastur meðal
hryggra. Menn með slíkri skap-
gerð eru víðast vel séðir og au-
fúsugestir, og svo var það með
Þorstein, enda var hann hvervetna
kær gestur hjá kunningjum sín-
um og sjálfur var hann manna
I.
Sjaldan eða aldrei hefur verið
eins ömurlegt um að litast á sviði
atvinnulífs Siglfirðinga, eins og á
síðasta hausti. Ástæðurnar eru
svo kunnar, að eigi þarf að fjöl-
yrða um þær.
1 vandræðum sínum gekkst bæj-
arstjórn fyrir því, að stofnað var
11 manna ráð og voru þar tilnefnd-
ir þeir menn, sem ætla mátti, að
kunnugastir væru þessum erfið-
leikum og fundv'isastir á einhver
ráð til úrlausnar. Nefnd þessi ósk-
aði viðræðna við framkvæmda-
stjóra og stjórnarformann bæjar-
útgerðarinnar og varð það til þess,
að haldinn var fundur um mögu-
leika á því, að togararnir Elliði og
Hafliði veittu meiri atvinnu í
bæinn en hingað til og voru
lagðar fram kosnaðaðaráætl-
anir yfir rekstur togaranna með
tilliti til þess, að þeir legðu afla
sinn á land í Siglufirði til hrað-
frystingar. Niðurstaða þeinra at-
hugana, sem fram höfðu farið, var
sú, að greiða yrði ca. 130 þús. kr.
á mánuði með hverjum togara,
miðað við það verð, sem hrað-
'frystihúsin greiddu þá og þótti
því ek-ki árennilegt, eins og ágtæð-
gestrisnastur og glaðværastur
heim að sækja. Þorsteinn var
manna orðheppnastur og fyndn-
astur í hópi vina sinna, en sagði
ætíð fyndni sína þannig, að hún
vakti kæti án þess að særa. Þor-
steinn varð og flestum mönnum
vinsælli og vinafleiri, enda var
gott með honum að vera og að
blanda við hann geði, og mun
áreiðanlega mörgum fleki en mér
finnast tilfinnanlegt skarð orðið í
vinahópinn nú við fráfall hans. En
bót er það, að Þorsteinn lætur
eftir í hugum okkar einungis hug-
ljúfar minningar um hjartaprútt
göfugmenni og góðmenni, sem
hverjum manni vildi koma fram
til góðs og hvers manns vandræði
leysa.
Deyr fé, deyja frændur
— deyr sjálfur it sama;
en orðstýr deyr aldregi
þess sér góðan getur.
J. IX.
ur bæjarsjóðs voru, að íþymgja
honum með slikum taprekstri.
Stjórn bæjarútgerðarinnar
kynnti sér allýtarlega hvernig á-
statt var annars staðar á þessu
sviði og voru svörin þau sömu: Að
yfirleitt væri tap á þessum rekstri
og þyrfti að gefa með honum.
Tókust nú allumfangsmiklar
samningsumleitanir milli stjórnar
Bæjarútgerðar Reykjav'ikur og
stjórnar Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna um möguleika á því,
að hin síðartöldu samtök hrað-
frystihúsanna greiddu eitthvað
hærra verð fyrir fiskinn og átti
ríkisstjórnin góðan þátt í því, að
togarafiskur til hraðfrystihúsa
var hækkaður að nokkru. Varð
þessi hækkun þess valdandi, að
nokkur bæjarfélög hófu að nýju
að selja hraðfrystihúsum fisk úr
togurum, enda er, svo sem kunn-
ugt er, mikil atvinnubót að þess-
ari framleiðslu.
Hér á Siglufirði var það nokkr-
ium vandkvæðum bundið, að koma
fram þessari atvinnubót. Hrað-
frystihúsið Hrímnir setti það sem
ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir
vinnslu, að unnið yrði á tvískipt-
(Framhald á 2, síðu)
MINNINGARORD
Bæjarútgerð
SiöJufjarðar
x